Morgunblaðið - 31.07.2020, Page 26
8. UMFERÐ
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Eyjakonan Olga Sevcova átti stór-
leik er ÍBV vann frækinn sigur á
stjörnum prýddu liði Selfoss í 8.
umferð Íslandsmóts kvenna í
knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í
vikunni. Heimakonur lentu
snemma tveimur mörkum undir í
Vestmannaeyjum gegn liði Selfoss,
sem ætlar sér að vera í toppbarátt-
unni. Lettneski framherjinn
minnkaði hins vegar muninn fyrir
ÍBV snemma í síðari hálfleik og
lagði svo upp í tvígang, fyrst jöfn-
unarmark á 85. mínútu og að lok-
um sigurmark leiksins í uppbótar-
tíma. Lokatölur urðu 3:2.
ÍBV hefur nú unnið tvo leiki í
röð og er með níu stig í 6. sæti eft-
ir sjö leiki. Liðið vann nýliðana
Þrótt í fyrstu umferð en tapaði svo
fjórum í röð. Eftir það brösuglega
gengi er liðið betur farið að finna
taktinn og er fótboltinn eftir því.
Mikið var um mannabreytingar í
Vestmannaeyjum í vetur. Sevcova
var einn þriggja leikmanna frá
Lettlandi sem komu til liðsins, en
hún er landsliðskona og spilaði
gegn Íslandi í október á síðasta
ári. Hún segir það viðbrigði að
hafa komið til Íslands en í Vest-
mannaeyjum sé vel hugsað um
hana.
„Það voru mikil viðbrigði að
koma til Íslands og auðvitað erfitt
að vera hérna á tímum kórónu-
veirunnar, þar sem fjölskyldan mín
er öll í Lettlandi,“ sagði hún í sam-
tali við Morgunblaðið, en hún fékk
2 M fyrir frammistöðu sína gegn
Selfossi og er leikmaður umferð-
arinnar. „Mér líður samt mjög vel
og það er hugsað vel um okkur í
Vestmannaeyjum.“
Meiri harka á Íslandi
Sevcova viðurkennir að fótbolt-
inn sé nokkuð öðruvísi því sem hún
er vön. Hjá ÍBV reyni meira á lík-
amlegan styrk, en það henti henni
engu að síður vel.
„Það er meiri kraftbolti hérna á
Íslandi, meiri harka og við þurfum
að mæta með öðru hugarfari í leik-
ina. Við þurfum að vera tilbúnar í
baráttu og ég þarf að venjast því
að vera minna með boltann en ég
er vön.“
Sevcova hefur spilað alla leiki
ÍBV á tímabilinu og skorað tvö
mörk, sigurmarkið gegn FH í þar-
síðasta leik og svo markið sem hóf
endurkomuna gegn Selfossi. Hún,
eins og allt liðið, er smátt og smátt
að finna taktinn. „Ég er fyrst og
fremst framherji og vil skora
mörkin. Ég spila svo sem bara þar
sem þjálfarinn stillir mér upp en
mín staða er frammi.“
Með leikskilning og gæði
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV,
segir að það hafi auðvitað tekið
tíma að slípa liðið saman enda
fengu Eyjamenn um tíu nýja leik-
menn í vetur og misstu jafn
marga. Hann er hæstánægður með
framlag Sevcova og hinna tveggja
leikmannanna frá Lettlandi, Eliza
Spruntule og Karlina Miksone.
„Við fengum þrjár stelpur frá
Lettlandi í prufu í vetur og sömd-
um við þær eiginlega um leið. Það
sást strax að Olga er klár í fót-
bolta, með mikinn leikskilning og
gæði. Hún er líka aðeins eldri en
aðrir í liðinu, 28 ára, og kemur þar
af leiðandi með mikla reynslu inn í
ungt lið,“ sagði Andri við Morg-
unblaðið, en sem dæmi má nefna
að meðalaldurinn í byrjunarliði
ÍBV gegn Selfossi var aðeins rúm-
lega 22 ár.
Þá er Sevcova einmitt sú tegund
af framherja sem liðið vantaði, stór
og sterkur leikmaður sem getur
haldið boltanum og dreift honum
til annarra leikmanna þegar Eyja-
konur snúa vörn í sókn.
„Okkur vantaði góðan framherja
sem heldur boltanum. Auðvitað
hefur svo tekið smá tíma fyrir
þessa leikmenn að komast inn í
þetta, læra betur að tala ensku,
öðlast sjálfstraust og komast inn í
hópinn. Þetta tekur auðvitað alltaf
smá tíma en við erum á réttri
leið.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikilvæg Olga Sevcova hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum ÍBV og verið mikilvæg liðinu.
Vel er hugsað um okkur
í Vestmannaeyjum
Lettneska landsliðskonan hefur verið öflug í síðustu leikjum fyrir ÍBV
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020
Fram og ÍBV úr Lengjudeildinni, 1.
deild, komust í gærkvöld áfram í
átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í
fótbolta með sigrum á liðum úr úr-
valsdeildinni. ÍBV gerði góða ferð til
Akureyrar og vann KA eftir fram-
lengdan leik, 3:1. Sigur Fram á
Fylki á heimavelli eftir vítakeppni
var öllu óvæntari en Fram hefur
ekki leikið í efstu deild síðan 2014.
Brasilíumaðurinn Fred var hetja
Framara. Jafnaði hann metin í upp-
bótartíma áður en hann skaut Fram
áfram í vítakeppninni.
Ríkjandi meistarar Víkings R.
verja ekki bikartitilinn að þessu
sinni eftir tap á heimavelli fyrir
Stjörnunni, 2:1. Þá unnu Breiðablik
og KR örugga sigra á nýliðum Pepsi
Max-deildarinnar á heimavelli.
Breiðablik vann Gróttu 3:0 og KR
hafði betur gegn Fjölni, 2:0. Loks
vann HK sannfærandi 6:2-sigur á
Aftureldingu úr 1. deild. Afturelding
komst yfir snemma leiks, en HK-
ingar voru mun sterkari á heima-
velli. Fóru allir leikir fram fyrir lukt-
um dyrum vegna fjöldatakmarkana.
Tvö 1. deildarlið áfram á
kostnað úrvalsdeildarliða
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Einvígi KR er komið áfram í átta liða úrslit eftir sigur á heimavelli.
Bikarkeppni karla
16-liða úrslit:
KA – ÍBV........................................... (frl) 1:3
Hallgrímur Bergmann 20. – José Sito 8.
Víðir Þorvarðarson 98., Gary Martin 120.
FH – Þór.................................................... 3:1
Daníel Hafsteinsson 2., Þórir Jóhann
Helgason (víti) 61., Steven Lennon 67. –
Guðni Sigþórsson 88.
Fram – Fylkir ......................... (1:1) 5:4 (víti)
Fred 90. – Þórður Gunnar Hafþórsson 44.
Breiðablik – Grótta ................................. 3:0
Kwame Quee 45., Gísli Eyjólfsson 66.,
Brynjólfur Willumsson 85.
KR – Fjölnir.............................................. 2:0
Óskar Örn Hauksson 54., Kristján Flóki
Finnbogason 62.
HK – Afturelding..................................... 6:2
Guðmundur Þór Júlíusson 3., 76., Atli Arn-
arson 19., Stefan Ljubicic 45., Ívar Orri
Gissurarson 88., Ari Sigurpálsson 89. –
Andri Freyr Jónasson 3., Alexander Da-
vorsson 51.
Víkingur – Stjarnan ................................ 1:2
Nikolaj Hansen 57. – Emil Atlason 1.,
Hilmar Árni Halldórsson 54.
2. deild karla
Völsungur – Víðir ..................................... 2:1
Staðan:
Haukar 8 6 0 2 18:9 18
Kórdrengir 8 5 2 1 16:4 17
Fjarðabyggð 8 4 3 1 15:6 15
Njarðvík 8 4 2 2 12:9 14
Þróttur V. 8 3 4 1 8:6 13
Selfoss 8 4 1 3 11:10 13
KF 8 4 0 4 13:14 12
Kári 8 3 2 3 13:9 11
ÍR 8 3 1 4 15:14 10
Víðir 9 2 0 7 5:25 6
Dalvík/Reynir 8 1 2 5 9:16 5
Völsungur 9 1 1 7 13:26 4
3. deild karla
Álftanes – Reynir S. ................................. 1:4
Sindri – Einherji....................................... 2:0
Staðan:
Reynir S. 9 7 2 0 27:12 23
KV 8 6 0 2 23:10 18
Tindastóll 8 4 3 1 18:15 15
Sindri 9 4 2 3 18:21 14
Augnablik 8 2 4 2 16:15 10
KFG 8 3 1 4 17:18 10
Ægir 8 3 1 4 13:16 10
Einherji 9 3 1 5 14:20 10
Vængir Júpiters 8 2 3 3 9:13 9
Elliði 8 2 2 4 14:16 8
Höttur/Huginn 8 2 1 5 12:16 7
Álftanes 9 1 2 6 10:19 5
2. deild kvenna
Hamrarnir – Fjarðab/Höttur/Leiknir.... 2:1
Staðan:
HK 7 7 0 0 32:1 21
Grindavík 6 4 0 2 18:7 12
Fjarð/Hött/Leikn. 6 4 0 2 14:13 12
Hamrarnir 6 3 1 2 9:9 10
Álftanes 5 3 0 2 8:15 9
ÍR 6 2 2 2 14:13 8
Hamar 6 1 1 4 10:20 4
Sindri 7 1 0 6 8:19 3
Fram 7 0 2 5 10:26 2
England
Umspil, undanúrslit, seinni leikur:
Fulham – Cardiff ...................................... 1:2
Fulham vann samtals 3:2 og mætir
Brentford í úrslitaleik um laust sæti í úr-
valsdeildinni næsta vetur.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, úrslitaleikur:
Gautaborg – Malmö.........................(frl.) 2:1
Arnór Ingvi Traustason var allan tímann
á bekknum hjá Malmö.
B-deild:
Brage – Akropolis ................................... 1:1
Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik-
mannahópi Brage.
A-deild kvenna:
Gautaborg – Rosengård ......................... 1:1
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
Staða efstu liða:
Gautaborg 7 5 2 0 16:3 17
Rosengård 7 5 1 1 16:3 16
Linköping 7 5 1 1 12:6 16
Piteå 7 3 2 2 9:9 11
Kristianstad 7 3 2 2 15:16 11
Eskilstuna 7 2 2 3 12:12 8
Noregur
Stabæk – Bodø/Glimt.............................. 2:2
Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodø/Glimt.
Rosenborg – Viking................................. 3:0
Axel ÓskarAndrésson var allan tímann á
bekknum hjá Viking.
Staðan:
Bodø/Glimt 11 10 1 0 40:13 31
Molde 11 9 1 1 33:11 28
Odd 11 6 1 4 18:13 19
Vålerenga 11 5 4 2 14:14 19
Rosenborg 11 5 3 3 16:8 18
Stabæk 11 4 5 2 15:14 17
Kristiansund 11 3 6 2 21:15 15
Brann 11 4 3 4 15:17 15
Strømsgodset 11 4 3 4 14:20 15
Haugesund 11 3 3 5 7:16 12
Sarpsborg 11 3 2 6 10:12 11
Viking 11 3 2 6 13:21 11
Sandefjord 11 3 1 7 9:19 10
Mjøndalen 11 2 2 7 10:15 8
Start 11 0 6 5 10:19 6
Aalesund 11 1 3 7 16:34 6
KNATTSPYRNA
Aðeins þrír leikmenn af ellefu sem eru í úrvalsliði 8. umferðar Pepsi Max-
deildar kvenna í fótbolta hjá Morgunblaðinu hafa verið áður í úrvalsliðinu í
sumar, en liðið má sjá hér fyrir ofan. Hlín Eiríksdóttir úr Val er í þriðja
skipti og Olga Sevcova hjá ÍBV og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/
KA, eru í annað skipti.
Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og
Elín Metta Jensen hjá Val eru efstar í M-gjöf Morgunblaðsins með 8 M.
johanningi@mbl.is
8. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2020
3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Harpa Jóhannsdóttir
Þór/KA
Gyða Kristín
Gunnarsdóttir
Stjörnunni
Hlín Eiríksdóttir
Val
Olga Sevcova
ÍBVKarólína Lea
Vilhjálmsdóttir
Beiðabliki
Hanna Kallmaier
ÍBV
Ólöf Sigríður
Kristinsdóttir
Þrótti
Áslaug Munda
Gunnlaugsdóttir
Breiðabliki
Guðný Árnadóttir
Val
Thelma Lóa Hermannsdóttir
KR
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Þór/KA
2
2
3
Átta valdar í fyrsta sinn