Morgunblaðið - 31.07.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020
ins í Lausanne, sem aflétti banninu,
lækkaði sektina um tvo þriðjunga og
gaf, að margra mati, fjármála-
reglum UEFA reiðarslag. City vann
þetta stríð en níutíu og þriggja blað-
síðna úrskurðurinn sýnir að félagið
gengur ekki ósært frá borði. Dóm-
urinn segir mál UEFA fullkomlega
réttlætanlegt en að ekki hafi verið
sýnt fram á, með óyggjandi hætti,
að forráðamenn City hafi reynt að
hylma yfir brot á reglunum með því
að m.a. breyta dagsetningum
styrktarsamninga.
Mikill sigur fyrir City
Aðalatriðin virðast þó vera tvö.
Annars vegar vildi meirihluti dóms-
ins, sem samanstóð af þremur evr-
ópskum lögmönnum, ekki taka af-
stöðu til Etisalat-greiðslnanna,
einfaldlega vegna þess að þær voru
meira en fimm ára gamlar þegar
niðurstaða í rannsókn UEFA lá fyr-
ir, en ekki er hægt að sækja til saka
fyrir brot á reglunum eftir þann
tíma samkvæmt lögunum. Annars
vegar lá sönnunarbyrðin hjá UEFA
og varð sambandið því að bera hall-
FRÉTTASKÝRING
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Manchester City sýndi af sér
ósvífið skeytingarleysi gagnvart
rannsókn UEFA á meintum brotum
félagsins á fjármálareglum sam-
bandsins (FFP) en þó taldist ekki
sannað að félagið hefði blekkt
UEFA með því að gefa ekki upp að
stór hluti af öfluðum styrktarsamn-
ingum hefði í raun komið frá eigand-
anum Sheikh Mansour.
Sú varð niðurstaða Alþjóða-
íþróttadómstólsins (CAS) í síðasta
mánuði sem aflétti tveggja ára
banni Manchester City frá Evr-
ópukeppnum og lækkaði sekt félags-
ins úr þrjátíu milljónum evra niður í
tíu. Dómstóllinn birti í vikunni 93
blaðsíðna úrskurðinn og segir þar að
þótt City hafi vanrækt þá skyldu að
sýna samvinnuþýði við rannsókn
málsins hafi þau sönnunargögn sem
UEFA lagði fram ekki þótt nægileg
til að sanna sekt félagsins. En hvað
á City að hafa gert og hvað er CAS
og FFP?
Fjármálaleg lyfjanotkun
Alþjóða íþróttadómstóllinn er al-
þjóðlegur gerðardómur með höf-
uðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS
er sjálfstæður dómstóll og er æðsta
dómstig sem fjallar um lögfræðileg
álitaefni og ágreining á sviði íþrótta
á heimsvísu. Dómstóllinn er al-
mennt lokadómstig ákvarðana og
úrskurða innan íþróttahreyfing-
arinnar.
Í stuttu máli má svo segja að
FFP, eða „financial fair play“, snú-
ist um það að knattspyrnufélög
þurfa að afla sér tekna sem standa
undir því sem þau eyða. Lögunum,
sem sett voru 2011, er ætlað að
tryggja fjárhagslegan stöðugleika
evrópskra félaga, hvetja til aukinna
sjálfbærra fjárfestinga og viðhalda
eftirliti með ofneyslu. Michel Platini,
þáverandi formaður UEFA, sagði
lögin eiga að koma í veg fyrir „fjár-
málalega lyfjanotkun,“ og vísaði þar
í að íþróttamenn hafa stundum not-
að ólögleg en frammistöðubætandi
lyf til að ná forskoti á samkeppnina,
rétt eins og ósjálfbær fjáraustur inn
í félög er tilraun til að kaupa sér ár-
angur án þess að vinna fyrir honum.
Þyngsta refsing sögunnar
Mál Manchester City, sem CAS
tók ákvörðun um í júlí, á rætur sínar
að rekja til umfjöllunar þýska blaðs-
ins Der Spiegel í nóvember 2018.
Þar birti blaðið mikið magn af gögn-
um sem hafði verið lekið af tölvu-
þrjótum, meðal annars ótal tölvu-
pósta milli forráðamanna City. Þar
kom fram að þeir höfðu ítrekað
blekkt UEFA með því að gefa ekki
upp að margir styrktarsamningar,
auglýsingar framan á búningi liðsins
og nafnarétturinn á leikvanginum,
til að nefna dæmi, komu í raun frá
eigandanum, Sheikh Mansour. Þar
að auki voru samningarnir óhófleg-
ir; það var verið að greiða félaginu
mikið hærri fjármuni en viðskipta-
legar forsendur voru fyrir. Málið
snerist sérstaklega um meintar
greiðslur fyrirtækis í eigu Mansour
til félagsins sem City gaf upp sem
auglýsingatekjur frá símafyrirtæk-
inu Etisalat.
City neitaði að tjá sig um málið og
í mars 2019 hóf UEFA formlega
rannsókn. 14. febrúar tilkynnti sam-
bandið svo að City hefði verið dæmt
í tveggja ára keppnisbann frá Meist-
aradeild Evrópu vegna „alvarlegra
brota“ á fjármálareglum sambands-
ins sem og tilrauna til að fela brotin
eftir á. Þar að auki var félagið sekt-
að um 30 milljónir evra, en aldrei áð-
ur hafði félag hlotið jafn þunga refs-
ingu fyrir brot á reglum FFP.
Manchester-liðið áfrýjaði svo
banninu til Alþjóða íþróttadómstóls-
ann af því að geta ekki stutt allar
staðhæfingar sínar, sem þóttu því
ósannaðar.
Margir hafa einnig velt því fyrir
sér hversu sjálfstæður og hlutlaus
þriggja manna dómstóllinn var.
Samkvæmt reglum CAS eiga
gerðardómsmenn að vera hlutlausir,
sjálfstæðir og óháðir aðilum málsins
en bæði UEFA og City fengu að til-
nefna einn lögmann til að sitja við
dóminn. Andrew McDougall, sem
var tilnefndur af City, hefur áður
haft bæði Etisalat og Etihad sem
skjólstæðinga en útskýringar for-
ráðamanna City voru á þá vegu að
McDougall hefði aldrei komið ná-
lægt málum þeirra fyrirtækja sem
snertu Manchester City sér-
staklega. Þá ber að hafa í huga að
UEFA mótmælti ráðningunni ekki.
Þegar öllu botninn er á hvolft
mun Manchester City áfram keppa í
Meistaradeild Evrópu og hefur fé-
lagið verið sýknað af helsta ákæru-
liðunum. Það verður ekki annað sagt
en að slíkt sé mikill sigur fyrir félag-
ið og eigendur þess, sem enn bíða
eftir sigri í stærstu keppni álfunnar.
Manchester City hafði betur í deilunni og verður áfram í Meistaradeildinni
Úrskurðurinn mikið
reiðarslag fyrir UEFA
AFP
City David Silva, einn af reyndustu mönnum Manchester City, og knattspyrnustjórinn, Pep Guardiola.
Landsliðskonan Díana Dögg Magnús-
dóttir hefur skrifað undir samning við
þýska félagið Sachsen Zwickau sem
leikur í B-deildinni í handknattleik þar
í landi. Díana hefur verið lykilmaður í
liði Vals undanfarin ár en hún varð Ís-
landsmeistari með liðinu í fyrra og
verið hluti af íslenska landsliðinu og á
þar 20 leiki. Hún gekk til liðs við Val
frá ÍBV árið 2016.
Díana skoraði 70 mörk í 18 leikjum á
síðustu leiktíð. Hægri skyttan, Þórey
Anna Ásgeirsdóttir, sem gekk nýverið
til liðs við Val frá Stjörnunni, mun
væntanlega fylla í skarð hennar.
Knattspyrnumaðurinn Nói Snæ-
hólm Ólafsson gerði í gær tveggja ára
samning við Senica í efstu deild Sló-
vakíu. Nói hefur síðustu ár leikið með
Frej, Nyköping og Syrianska í Svíþjóð.
Nói er annar íslenski leikmaðurinn
sem semur við félag í Slóvakíu í vik-
unni en Birkir Valur Jónsson gekk í
raðir Spartak Trnava á fimmtudag.
Enska knattspyrnufélagið Brighton
hefur staðfest kaup á reynslumikla
miðverðinum Joel Veltman frá Ajax.
Veltman kemur til Englands fyrir um
900 þúsund pund sem þykir ekki ýk-
jahá upphæð þessa dagana. Hollend-
ingurinn er 28 ára gamall og á að baki
22 landsleiki fyrir Holland. Hann getur
bæði spilað sem miðvörður og hægri
bakvörður. Gerði hann þriggja ára
samning við Brighton.
Bournemouth, sem er nýfallið úr
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu,
hefur samþykkt 41 milljónar punda til-
boð frá Manchester City í varn-
armanninn Nathan Aké. Félögin hafa
átt í viðræðum undanfarnar vikur en
það var alveg ljóst að varnarmaðurinn
væri á förum þegar Bournemouth mis-
tókst að halda sæti sínu í deildinni.
Aké er 25 ára gamall miðvörður en
hann kom til félagsins frá Chelsea á
20 milljónir punda árið 2017.
Ekkert verður af kaupum fjárfest-
ingahóps frá konungsríkinu Sádi-
Arabíu á enska knattspyrnufélaginu
Newcastle. Hafa viðræður staðið yfir
síðustu mánuði. Guardian greinir frá
því að fjárfestingahópurinn hafi gefist
upp á viðræðum við Mike Ashley, nú-
verandi eiganda félagsins.
Fulham tryggði sér í gærkvöld sæti í
úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir
tap á heimavelli gegn Cardiff, 1:2. Ful-
ham vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið
því 3:2 og mætir Brentford næstkom-
andi þriðjudag á Wembley í úrslitaleik.
Atvinnukylfingurinn Guðmundur
Ágúst Kristjánsson lék annan hring-
inn á opna pólska Gradi-mótinu á 66
höggum eða
fjórum
undir
pari.
Mótið er
hluti af Pro
Golf-
mótaröðinni.
Leikið er á
Gradi-vellinum
sem er fyrir utan
borgina Wroclaw í
Póllandi. Guð-
mundur er sem
stendur jafn í 30.
sæti á samtals
tveimur höggum
undir pari og í
baráttunni um að
vera á meðal
tuttugu efstu
kylfinga á
mótinu.
Eitt
ogannað
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi í
gær að fresta öllum leikjum í
meistara- og 2. flokki karla og
kvenna frá og með deginum í dag
til 5. ágúst næstkomandi. Verður
staðan endurmetin í samráði við
heilbrigðisyfirvöld eftir það. Valur
og ÍA áttu að mætast í Mjólk-
urbikar karla í kvöld. Sóttust Vals-
menn eftir að spila leikinn í gær,
en forráðamenn ÍA samþykktu
ekki tillögu Vals og því óljóst hve-
nær leikurinn fer fram. Þá herma
heimildir Morgunblaðsins að
knattspyrnudeild Stjörnunnar hafi
sent beðni til KSÍ þess efnis að
karlaliðið fái að spila áfram í úr-
valsdeild en án áhorfenda. Sam-
kvæmt heimildum lýsti Stjarnan
yfir áhyggjum sínum af framhaldi
deildarinnar færi svo að ekki yrði
spilað næstu tíu daga, en karlalið
Stjörnunnar hefur þegar misst af
leikjum í Pepsi Max-deildinni eftir
að liðið þurfti allt að fara í sóttkví í
kjölfar þess að leikmaður liðsins
smitaðist. Stjarnan telur að verði
hlé gert á mótinu muni það ekki
klárast fyrir veturinn, en leikja-
plan gerir ráð fyrir því að spilað
verði í Pepsi Max-deild karla út
október.
Ekki spilað næstu daga
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Frestað Það verður ekki leikinn keppnisfótbolti á Íslandi næstu daga.