Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 29

Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG RÓMANT Í SK GAMANMYND. KAT I E HOLMES JOSH LUCAS Sýnd með íslensku tali HEIMSFRUMSÝNING! Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe in aðalhlutverki. Djassklúbburinn Múlinn heldur áfram göngu sinni og í kvöld er það kvartett Sigurðar Flosasonar sem kemur fram í Flóa á jarðhæð Hörpu og hefjast leikar kl. 20. Kvartettinn mun leika úrval djassstandara úr amerísku söngbókinni í eigin út- setningum. Ásamt Sigurði koma fram píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson, bassaleikarinn Birgir Steinn Theódórsson og Ein- ar Scheving sem leikur á trommur. Miðaverð er kr. 3.000 en 2.000 fyrir eldri borgara og nemendur. Mðar fást í miðasölu Hörpu, á harpa.is og tix.is Kvartett Sigurðar leikur í Múlanum Blæs Sigurður Flosason mun blása í saxó- fóninn í Flóa í Hörpu í kvöld kl. 20. 65 listaverk frá sjö öldum voru seld á uppboði Sotheby’s í London sem fór þó fram fyrir tómum sal. Upp- boðshaldari var í beinu streymi á netinu sem og þeir sem buðu í verkin. Yfirskrift uppboðsins var Rembrandt til Richter, með vísan í það breiða tímabil sem verkin náðu yfir. Uppboðshaldarinn Oliver Bar- ker endurtók leikinn frá uppboði sem haldið var í síðasta mánuði á netinu og stóð uppboðið nú yfir í þrjár klukkustundir. Veki verk ekki umtal og áhuga fyrir uppboð er hætta á því að þau verði dregin til baka af eigendum þeirra, sem gerðist í tilfelli verks eftir Francis Bacon, „Study for a Portrait of John Edwards“, sem metið var á 12 milljónir sterlings- punda. Var það eitt af sex verkum sem hætt var við að bjóða upp. Önnur verk fóru svo yfir ásett verð. Verk Joan Miró frá árinu 1927, „Peinture (femme au chapeau rouge)“, var talið að myndi seljast fyrir 20 milljónir punda og fór að lokum á 22,3 milljónir. Sjálfsmynd eftir Rembrandt frá 1632 var metin á 12 milljónir punda en seldist á 14,5 milljónir. Þrískipt verk eftir Banksy, „Mediterranean Sea View 2017“, málverk í 19. aldar stíl sem sýnir björgunarvesti fljótandi á strönd, var metið á 800.000 pund en seldist á 2,2 milljónir punda. Renn- ur ágóði af sölunni til barnaspítala í Betlehem. Verk Banksy slegið á 2,2 milljónir punda Ljósmynd/Sotheby’s Ádeila Verk Banksy vísar til flóttamanna sem drukknað hafa við strendur Miðjarðarhafs. Rómantíkin sveif yfir vötnum í Feneyjum í fyrradag þegar boðið var upp á báta- og gondólabíó við Arsenal- höfnina þar í borg. Kvikmyndin var þó ekki mjög róman- tísk, The Prestige eftir leikstjórann Christopher Nolan. Mun þetta vera fyrsta báta- og gondólabíó borgarinnar og var gripið til þess vegna takmarkana kórónuveiru- kófsins. Allt að 50 bátar og 200 manns geta sótt þetta sérstaka bíó daglega fram til 1. ágúst. AFP Gondóla- og bátabíó í Feneyjum Myndlistarmennirnir Aðalsteinn Þórsson, Joris Rademaker og Þóra Sólveig Berg- vinsdóttir opna sýningu í Segli 67, tómu verk- smiðjurými á Siglufirði, í dag kl. 17. Listamenn- irnir eru búsettir í Eyja- firði og hafa haldið margar einka- og sam- sýningar. Það sem tengir þau saman er áhugi þeirra á náttúrunni, endurvinnslu, náttúruvernd og sjálfbærni, segir í tilkynningu og er náttúran efniviður þeirra í mismunandi listformum, t.d. gjörningum, skúlptúrum, innsetningum, vídeóum og málverkum. Segull 67 er að Vetrarbraut 8-10 á Siglufirði og verður sýningin opin laugardagana 1., 8. og 15. ágúst og sunnudagana 2., 9. og 16. ágúst. Náttúran í ólíkum formum á samsýningu í Segli 67 Morgunblaðið/Skapti Listamaður Joris Radmaker. Tónlistarmennirnir Helgi Björns og Ingólfur Þórarinsson, jafnan kall- aður Ingó veðurguð, munu skemmta landanum í beinni útsend- ingu í Sjónvarpi Símans um helgina. Helgi mun bjóða upp á sér- staka verslunarmannahelgarútgáfu af Heima með Helga, þættinum sem naut mikilla vinsælda í samkomu- banninu. Sem fyrr er leyndarmál hverjir verða gestir Helga um helgina en beinar útsendingar verða frá Hlégarði á laugardags- og sunnudagskvöld frá kl. 20 til 21.30. Reiðmenn vindanna verða Helga til halds og trausts og eiginkona hans Vilborg Hall- dórsdóttir. Að loknum þætti á sunnudag kl. 22 tekur Ingó við og „telur í brekkusöng eins og hefð er fyrir á þessum tíma helgarinnar“, eins og segir í tilkynn- ingu. Helgi og Ingó í beinni um verslunarmannahelgina Helgi Björns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.