Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 2

Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Róbert Guðfinnsson, veitingamaður, hóteleigandi og eigandi Rauðku ehf. á Siglufirði, telur Fjallabyggð ekki hafa staðið við samkomulag um upp- byggingu í bænum, í samræmi við samning sem undirritaður var árið 2012. Hann segir málin horfa þannig við sér að ástæða sé fyrir einkaaðila að varast það að skrifa undir sam- komulag líkt því sem var gert á sín- um tíma. Róbert hefur m.a. byggt upp veitingastaði, hótel, golfvöll og skíðasvæði á Siglufirði. „Siglufjörð- ur var ekki ferðamannabær, heldur fiskimannabær. Menn sammæltust um að í umbreytingaferlinu þyrfti að gera fleira en að byggja upp hótel og veitingastaði. Það þurfti að gera byggðarlagið þannig að það væri að- laðandi,“ segir Róbert. Að sögn Róberts bar sveitarfé- laginu að endurskipuleggja miðbæ- inn og tangann sem er uppfylling- arsvæði sem átti að byggja upp sem útivistasvæði. „Nú er ég búinn að byggja allt mitt upp og verja milljörðum í uppbyggingu en sveitarfélagið hefur ekki staðið við sinn hlut,“ segir Róbert. Nýlega var kölluð til sáttanefnd eins og kveðið var á um að hægt væri að gera samkvæmt samkomulaginu. Að sögn Róberts var óskað eftir því að bærinn myndi setja það á blað hvernig hann myndi standa við sam- komulagið. „En menn vilja ekki gera það. Heldur vilja bara blaðra um að það eigi að gera þetta og hitt,“ segir Róbert. Hann segist sjálfur ekki hafa annarra hagsmuna að gæta en þeirra að umhverfismál séu bætt í bænum. „Fyrir mér er þetta víti til varnaðar fyrir einkaaðila sem hyggj- ast gera samkomulag við sveitarfé- lag. Ef menn skipta um fulltrúa í sveitarstjórn þá líta menn svo á að þeir þurfi ekki að standa við samn- inga sem fyrri sveitarstjórnir hafa gert,“ segir Róbert. Hvorki tímamörk né vanefndir Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir að hvorki séu tímamörk né vanefndarákvæði í samningnum. „Menn geta haft þær meiningar að hlutir gerist ekki nógu hratt en það verða engar vanefndir,“ segir Elías. Hann segir sveitarfélag- ið bundið af fjárhagslegri stöðu auk þess sem ferlar á borð við deiliskipu- lagsbreytingar séu tafsamir. Þær kláruðust þó fyrir nokkrum árum. „Þá eru eftir hlutir eins og að fá Vegagerðina með sér til fram- kvæmda í miðbænum. Vegagerðin er ekki hluti af samkomulaginu og þá er ákveðinn ómöguleiki kominn í mál- ið,“ segir Elías. Í sáttanefndinni hafi komið fram að sveitarfélagið hyggist klára framkvæmdirnar. „Það er hins vegar með fyrirvör- um sem við teljum augljósa. Fyrir- vörum um fjárhagsstöðu sveitarfé- lagsins og fjármögnun frá ríkinu til hluta framkvæmdanna. Mér sýnist sem svo að menn hafi látið lögbundið hlutverk sitt standa framar en þetta, sem menn langar þó svo sannarlega að gera.“ „Víti til varnaðar fyrir einkaaðila“  Eigandi Rauðku ehf. ósáttur við seinagang Fjallabyggðar á efndum samkomulags  Hefur varið milljörðum til uppbyggingar  „Það verða engar vanefndir,“ segir bæjarstjóri Augljósir fyrirvarar Róbert Guðfinnsson Elías Pétursson Ljósmyndari Morgunblaðsins var við veiðar í Víðidal á föstu- dagskvöld þegar hann kom auga á tólf hestamenn í reiðtúr í kvöldsólinni, en hestarnir voru sautján talsins. Það var síðasti dagur júlímánaðar og dagurinn farinn að styttast, svo ekki er nema von þótt hestamenn nýti nokkur síðustu bjartviðris- kvöld sumarsins og skelli sér í reiðtúr. Í ágústmánuði fara dagarnir að styttast og næturnar lengj- ast, en veðrið verður enn hlýtt. Þá gildir að vera snemma á ferðinni og njóta geisla sólarinnar í ögn svalara veðri. Morgunblaðið/Eggert Júlí kvaddur með reiðtúr í Víðidal Íþróttabandalag Reykjavíkur mun funda í dag um hvort Reykjavíkurmaraþonið mun fara fram, en fundurinn hefst klukkan níu árdegis. Fram hefur komið að mikil óvissa ríki um hvort Reykjavíkur- maraþonið geti farið fram vegna aðgerða gegn kórónuveirunni, en samkvæmt óbreyttu skipulagi á maraþonið að fara fram laugar- daginn 22. ágúst. Um helgina greindi mbl.is frá því að maraþonið færi ekki fram nema með samþykki sóttvarnayfirvalda. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, segir í samtali við Morgunblaðið að gera megi ráð fyrir því að tekin verði ákvörðun um örlög mara- þonsins á fundinum í dag. Um 4.000 þátttakendur hafa skráð sig til leiks, en óvíst er hvort allur sá fjöldi skili sér. Margir erlendir þátttakendur skráðu sig í upphafi árs og talið er ólíklegt að þeir muni allir taka þátt fari hlaupið fram. „Við liggjum bara undir feldi og svo ætlum við að hittast og ræða stöðuna,“ segir Frímann. Taka ákvörðun um maraþonið  Íþróttabandalag Reykjavíkur fundar um örlög Reykja- víkurmaraþonsins í dag  Um 4.000 skráð sig til þátttöku Frímann Ari Ferdinandsson Morgunblaðið/Eggert Óvissa Samkvæmt óbreyttu skipulagi á Reykjavíkur- maraþonið að fara fram laugardaginn 22. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.