Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 9
Tekjur hátæknifyrirtækisins Adv-
ania Data Centers (ADC) jukust
um 37,4% á árinu 2019 í kjölfar
mikilla fjárfestinga við uppbygg-
ingu félagsins, að því er fram kem-
ur í tilkynningu frá Advania.
Heildarvelta nam 51,5 milljónum
dala, eða því sem nemur í dag tæp-
um sjö milljörðum íslenskra króna.
Hagnaður af rekstrinum var 3,8
milljónir dala, eða sem nemur rúm-
um 500 milljónum króna, saman-
borið við þriggja milljóna dala
hagnað árið áður. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði
(EBITDA) nam 10,3 milljónum dala
eða sem nemur 1,4 milljörðum
króna, eða um 20% af tekjum fé-
lagsins, samanborið við 23%
EBITDA-hlutfall árið 2018.
Aðstæður kallað á hagræðingu
Rekstrarárið einkenndist af auk-
inni alþjóðlegri samkeppni, sem
knúin var af lækkandi orkuverði á
öllum helstu samkeppnismörkuðum,
segir í tilkynningu. Aðstæður köll-
uðu því á talsverða hagræðingu í
rekstri ADC, sem gripið var til í
upphafi ársins. Væntur vöxtur
gagnaversiðnaðarins í Evrópu
næstu fimm árin er sagður um 15%
á ári. Bent er á að hann verði drif-
inn af aukinni þjónustu við fyrir-
tæki sem þurfi aðgang að miklu
reikniafli og gervigreindarlausnum.
Eyjólfur Magnússon, forstjóri
ADC, segir útlitið ágætt en ljóst að
samdráttur í hagkerfum heimsins
vegna faraldurs kórónuveirunnar
muni hafa umtalsverð áhrif á af-
komu þessa árs.
Samdráttur hefur áhrif
Tekjur Advania Data Centers jukust um 37,4% í fyrra
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Björn Líndal
Traustason,
sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs
Strandamanna,
segir að for-
svarsmenn
sjóðsins vilji
koma því á
hreint að sjóð-
urinn þjónusti
ekki fyrirtæki
sem koma að smálánastarfsemi.
Þessi mál hafi þegar verið tekin til
endurskoðunar og tilgangurinn sé
að leiðrétta umræðu undanfarinna
daga.
Nýkjörin stjórn Sparisjóðs
Strandamanna ákvað að grípa til
viðeigandi ráðstafana til að koma í
veg fyrir aðkomu sjóðsins að smá-
lánastarfsemi, meðal annars með
uppsögn á viðskiptasamböndum,
að því er fram kom í yfirlýsingu
stjórnar á föstudag. Var þar jafn-
framt vakin athygli á því að út-
greiðsla smálána hafi aldrei verið
heimil í gegnum Sparisjóðinn,
hvorki í gegnum bankareikninga
né öpp með tengingar við Spari-
sjóðinn.
„Allir nýir sem koma í viðskipti
við okkur fara í gegnum ansi
þröngt nálarauga,“ segir Björn í
samtali við Morgunblaðið, og
bendir á að gengið sé úr skugga
um að fyrirtæki, sem sjóðurinn
þjónusti, komi ekki að starfsemi
smálánafyrirtækja.
Björn segir að ýmis fyrirtæki í
gegnum tíðina hafi verið í við-
skiptum við sjóðinn, sem tengjast
smálánastarfsemi, en hann tók við
sem sparisjóðsstjóri í ágúst 2018
og kveðst ekki hafa vitað af teng-
ingu Sparisjóðsins við
smálánafyrirtæki fyrr en um ára-
mótin 2018-19.
„Þegar fyrirtæki koma í við-
skipti þá koma þau í ákveðnum til-
gangi en með þróun þeirra breyt-
ist gjarnan tilgangurinn. Alla
jafna er ekki mikið um það að
fyrirtækin séu að taka nýjan
kúrs,“ segir hann.
Ætli ekki að taka þátt í þessu
Viðskipti Sparisjóðsins við inn-
heimtufyrirtækið Almenna inn-
heimtu ehf. verður rædd á næsta
stjórnarfundi Sparisjóðsins, sem
haldinn verður í lok ágúst.
„Með þessu erum við að stað-
festa það að við ætlum ekkert að
taka þátt í þessu,“ segir hann.
Spurður hvaða fyrirtæki sjóðurinn
þurfi að hætta viðskiptum við
vegna þjónustu þeirra við smá-
lánafyrirtæki segir Björn:
„Viðskiptaskilmálar okkar eru
þannig að við getum ekki tjáð
okkur um það.“
Neytendasamtökin sendu frá
sér yfirlýsingu í júlí síðastliðnum
þar sem fullyrt var að ólögleg
smálánafyrirtæki þrifust í skjóli
sjóðsins, þar sem sjóðurinn veiti
Almennri innheimtu ehf. aðgang
að greiðslumiðlunarkerfi bank-
anna. Kölluðu Neytendasamtökin
eftir því að ný stjórn Sparisjóðsins
sýndi „samfélagslega ábyrgð í
verki“ og segði upp viðskiptum við
Almenna innheimtu.
Morgunblaðið/Golli
Smálán Björn segir langt síðan viðskiptasambönd voru tekin til skoðunar.
Vilja ekki tengj-
ast smálánum
Sparisjóðurinn endurskoðar sam-
bönd við viðskiptavini allt frá 2016
Björn Líndal
Traustason
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is