Morgunblaðið - 04.08.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Atli Steinn Guðmundsson
skrifar frá Ósló
Lögreglan í Tromsø í Noregi hefur hafið rann-
sókn á norsku farþegaskipaútgerðinni Hurtig-
ruten og hver tildrög þess voru að á fjórða
hundrað farþegum í tveim-
ur vikulöngum siglingum
MS Roald Amundsen var
ekki tilkynnt fyrr en undir
kvöld á föstudag, að farþegi
í fyrri siglingunni greindist
með kórónuveirusmit á
miðvikudaginn var.
Eru stjórnendur Hurtig-
ruten grunaðir um stórfellt
brot á norskum sóttvarna-
lögum með því að hafa fyrst
sniðgengið tilmæli læknis í Vesterålen, sem
meðhöndlar farþegann, og í kjölfarið skýr fyr-
irmæli Lýðheilsustofnunar Noregs (FHI) um
að hafa tafarlaust samband við alla farþega
siglinganna tveggja og greina þeim frá því að
þeir yrðu að fara í sóttkví og gangast undir
veirupróf.
Norska dagblaðið VG greindi frá því í gær,
að stjórnendur Hurtigruten hefðu lagst ein-
dregið gegn því að sveitarfélag farþegans, sem
fyrst greindist með veirusýkingu, sendi út
fréttatilkynningu um málið, þar sem þeir vildu
ekki að sýkingin um borð yrði gerð heyrum
kunn. Hefur blaðið fengið að sjá tölvupóst-
samskipti, er að þessu lúta, og birti í gær eftir-
farandi klausu úr tölvupósti frá Martin Larsen
Drageset, sóttvarnalækni í Hadsel í Vester-
ålen, til FHI:
„Hurtigruten óskar eftir því að málið komist
ekki í hámæli. Þetta kom fram í samtali við
upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þeir biðja um
að fá að leysa málið sjálfir,“ ritar læknirinn í
pósti sínum.
Öllum siglingum aflýst
Af farþegahópunum tveimur var sá síðari,
209 manns, um borð í Roald Amundsen þegar
boðin bárust frá Line Vold, deildarstjóra hjá
FHI, en enginn þeirra fékk þó að vita neitt fyrr
en í land var komið í Tromsø tveimur dögum
síðar.
Hurtigruten hefur rifað seglin í kjölfar máls-
ins og hætt öllum farþegasiglingum, en eins og
greint var frá á mbl.is um helgina kom upp úr
kafinu að 34 úr áhöfn skipsins reyndust smit-
aðir og hafa nú fimm farþegar að auki greinst
með kórónuveirusmit svo alls hafa, að með-
töldum þeim fyrsta sem greindist, 39 manns af
skipinu greinst með smit (um helgina var talað
um 36 úr áhöfn, en tveir, sem í fyrstu virtust
smitaðir, reyndust það ekki og leiðrétti FHI
töluna í gærkvöldi).
Farþegar siglinganna tveggja búa í 69
sveitarfélögum vítt og breitt um Noreg og
kepptust heilsugæslustöðvar og starfsfólk
Hurtigruten við að ná sambandi við fólkið með
tölvupósti, SMS-skeytum og hringingum frá
því síðdegis á föstudag og alla helgina. Þegar
mest var sátu 60 í sóttkví í Tromsø, en í gær
hafði þeim fækkað í 40.
„Ég varð hreinlega fyrir áfalli,“ segir Lise
Horgmo, 46 ára gamall geðhjúkrunarfræðing-
ur frá Þrándheimi, í samtali við Morgunblaðið.
Horgmo var í sumarfríi og með seinni siglingu
Roald Amundsen frá Tromsø til Svalbarða og
til baka. Vissi hún ekkert af málinu fyrr en hún
hafði tekið leigubíl, flogið til Þrándheims, farið
í búðina og svo heim.
SMS klukkan hálfníu
Greinir hún frá því að hún hafi verið með
þeim fyrstu frá borði þegar skipið kom til
Tromsø, farið á hótel skammt frá höfninni og
pantað þangað leigubíl. „Svo fór ég bara upp á
flugvöll þar sem ég átti pantað flug heim til
Þrándheims,“ segist Horgmo frá, en hún gekk
þá með öllu grunlaus um smit sem stjórnendur
Hurtigruten höfðu vitað um í tvo sólarhringa.
Hún flaug heim grímuklædd eins og reglur
um innanlandsflug í Noregi gera ráð fyrir,
settist upp í bifreið sína, kom við í búðinni og
fór svo á heimili sitt þar sem hún býr ein.
„Ég fékk tölvupóst [frá Hurtigruten] klukk-
an 18:27, en ég les aldrei póstinn minn. Svo
klukkan hálfníu fæ ég SMS-skilaboð um smit-
ið,“ segir Horgmo og þá kom áfallið. „Þessi
háttsemi er með ólíkindum, ég var búin að taka
leigubíl, fara í flug og kaupa í matinn og ég
vissi ekki neitt,“ segir hjúkrunarfræðingurinn.
Hún hafi svo fengið símtal frá Hurtigruten
þar sem hún hafi verið beðin afsökunar á þess-
ari handvömm. „Það breytti nú satt að segja
ekki miklu,“ segir Horgmo sem gekkst undir
veirupróf seint á föstudagskvöld og fékk sér til
mikils léttis að vita, um hádegi á laugardag, að
prófið hefði reynst neikvætt.
Sjö tímar eftir af fríinu
Það í sjálfu sér var þó skammgóður vermir.
Þar sem hún starfar í heilbrigðisstétt þarf hún
að gangast undir annað próf í dag og hvað sem
öllum niðurstöðum líður er hjúkrunarfræð-
ingnum nauðugur einn kostur að sitja í sóttkví
á heimili sínu það sem eftir lifir sumarfrísins.
„Það verða sjö klukkutímar eftir af fríinu
mínu þegar sóttkvínni lýkur,“ segir Horgmo og
vottar fyrir hlátri þrátt fyrir umgjörð málsins.
„Ég ætlaði að nota vikuna núna til að aka niður
eftir til Sognsævar og Firðafylkis [nú Vest-
landet-fylki] og skoða mig um þar, ég bjó þar
einu sinni,“ segir Lise Horgmo í Þrándheimi
sem fer beint úr sóttkví í vinnuna í næstu viku.
AFP
Smitfleyið MS Roald Amundsen við bryggju í Tromsø. Lögregla þar hefur hafið rannsókn á málinu, en stjórnendur Hurtigruten reyndu að koma í veg fyrir að smitið kæmist í hámæli.
„Ég varð hreinlega fyrir áfalli“
Farþegi af smitskipinu ræddi við Morgunblaðið Hurtigruten reyndi að þagga málið niður Lög-
reglan í Tromsø hefur hafið rannsókn Auk 34 úr áhöfn Roald Amundsen eru fimm farþegar smitaðir
Lise Horgmo
Geimfararnir Bob Behnken og Doug
Hurley, sem ferðuðust með Crew
Dragon, geimferju SpaceX, fyrir-
tækis Tesla-jöfursins Elon Musk, til
Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í lok
maí, lentu heilu og höldnu í Mexíkó-
flóa á sunnudaginn.
Þeir skutu sér frá stöðinni til jarð-
ar á laugardaginn eftir 64 daga dvöl í
geimnum og lenti hylki þeirra undan
Pensacola-ströndinni í Flórída.
„Þetta var heilmikið ferðalag,“
sagði Hurley stjórnendum banda-
rísku geimferðastofnunarinnar
NASA og SpaceX í heimkomuhófi
sem þeim félögum var haldið í John-
son-geimferðamiðstöðinni í
Houston. „Að vera í okkar sporum
núna, fyrsta flugi Dragon með
áhöfn, er ekkert annað en ótrúlegt.“
Tilgangur fararinnar var meðal
annars að ganga úr skugga um hvort
geimferju Musk væri kleift að flytja
geimfara á og af sporbaugi, sem
hafði fram að þessu ekki verið á færi
einkafyrirtækja.
SpaceX-menn
heilir heim
eftir geimferð