Morgunblaðið - 04.08.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 04.08.2020, Síða 14
BAKSVIÐ Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Danskt efnahagslíf hefurkomið mun betur út úrkórónukreppunni en ótt-ast var. Þetta sýna lykil- hagtölur þar í landi. Aðstoð- arpakkar dönsku ríkisstjórnarinnar upp á 300 milljarða danskra króna (6.000 ma. ISK) hafa haldið at- vinnuleysi þolanlegu, að minnsta kosti til skamms tíma, en í frétta- skýringu Politiken um málið er tekið fram að þar hafi vegið þungt sú staðreynd að Danir hafi fylgt fyrirmælum fjármálaráðherrans Nicolai Wammens um að vera neysluglaðir í sumar. Atvinnuleysi aukist minna en í fjármálakreppunni 2008 Danir lokuðu og læstu landinu í mars þegar kórónuveirufarald- urinn stóð sem hæst þar í landi og var gripið til harðari aðgerða fyrr og lengur en hérlendis. Eftir að hafa opnað á ný blómstraði versl- unin í júní sem aldrei fyrr og smá- sala jókst í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá jókst sala á föt- um um 21,6% frá maí til júní þrátt fyrir gríðarlegan vöxt netverslunar sem hefur hreiðrað vel um sig í dönsku samfélagi. Útflutningur er á pari við síðasta ár og trú atvinnu- rekenda á viðskiptalífinu hefur auk- ist. Atvinnuleysi hefur vissulega aukist að sama skapi, en um 51.000 fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en áður en veiran fór á stjá, en aukn- ingin er þó minni en við efnahags- hrunið 2008 þegar 200.000 manns misstu vinnuna í Danmörku. Í nýlegri úttekt breska grein- ingarfyrirtækisins Capital Econo- mics, sem greint var frá á mbl.is í síðustu viku, er því spáð að sam- dráttur landsframleiðslu á Norður- löndum verði með því minnsta sem gerist í heiminum, eða um 3% í Danmörku og Noregi, og jafnvel minni í Svíþjóð. Í grein sem birtist í viðskipta- blaðinu Børsen fyrir helgi er því þakkað að danskt efnahagslíf hafi verið „methraust“ þegar kór- ónuveirufaraldurinn skall á; at- vinnuþátttaka verið í hæstu hæð- um, opinberar skuldir lágar og traust fjármálamarkaða mikið. Það hafi verið afleiðing þarfra umbóta sem hófust árið 2006 og hafi leitt til aukinnar atvinnuþátttöku, hærri landsframleiðslu og aukinna skatt- tekna upp á 60 milljarða danskra króna. Stóra prófið í haust Enn er of snemmt að hrósa sigri enda kórónuveirufaraldurinn langt í frá fyrir bí. Að mati efna- hagsgreinanda Politiken verður stóra prófið í september þegar efnahagspakkar stjórnvalda renna sitt skeið á enda. Þá er mikil óvissa með vöruútflutning, sem er dönsku efnahagslífi mikilvægur. Enn sem komið er hefur vöruútflutningur til landa utan Evrópusambandsins haldist svipaður og árið áður, en á heildina litið hefur útflutningur (þ.e. þjónustu- og vöruútflutningur) til allra landa dregist saman um 16 prósent frá því faraldurinn hófst. Samdrátturinn er minni en í flestum nágrannalöndum en felur í sér stórt högg engu að síður. Þá hafa Danir áhyggjur af því að efnahagsástandið í tveimur af helstu viðskiptalöndum Danmerk- ur, Þýskalandi og Bandaríkjunum, verði ekki til að bæta úr skák. Í Bandaríkjunum féll verg lands- framleiðsla á öðrum ársfjórðungi um 9,5% miðað við fjórðunginn á undan og um 10,1% í Þýskalandi. Takist ríkjunum ekki að vinna sig út úr lægðinni hratt og örugglega muni það hafa merkjanleg áhrif á danskan efnahag. Danskur efnahagur komið vel undan faraldri AFP Danmörk Þótt danskt efnahagslíf hafi staðið af sér kreppuna með ágæt- um hingað til, er ekki víst að stytti upp í bráð, samkvæmt greinendum. AFP Nágrannar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræðir málin við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, á leiðtogafundi ESB í Brussel. 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ásama tímaog há-tækniris- arnir fjórir, Alpha- bet (Google), Amazon, Apple og Facebook, skiluðu gríðarlegum tekjum og hagnaði á öðrum árs- fjórðungi, í miðjum heimsfar- aldri kórónuveiru, sátu helstu eigendur þeirra og stjórnendur fyrir nefnd Bandaríkjaþings og svöruðu spurningum um meint ofurvald þeirra á markaði. Ris- arnir könnuðust lítt við yf- irburðastöðu sína og töldu sig heyja harða og erfiða baráttu á markaði. Eflaust er það rétt að þeir þurfa að hafa fyrir hlutunum eins og aðrir, en tölurnar segja sitt og benda til að risarnir fjór- ir hafi fundið hið eftirsóknar- verða ónæmi gagnvart veirunni illvígu sem skaðar flest fyrir- tæki veraldar og leggur jafnvel fjölda þeirra að velli. Á meðan stjórnendur fyrirtækjanna fjögurra voru „grillaðir“ á fjar- fundi þingnefndarinnar hækk- uðu hlutabréf fyrirtækjanna í viðskiptum eftir lokun markaða og nálguðust samanlagt mark- aðsvirði upp á nær 5.000 millj- arða Bandaríkjadala. Ástæðan fyrir þessu veiru- ónæmi risanna á hlutabréfa- markaði er að tekjur þeirra og hagnaður þróuðust með mun já- kvæðari hætti en gert hafði verið ráð fyrir og jókst veru- lega á milli ára. Apple náði miklum árangri í sölu tækja og það jafnvel þrátt fyrir að hafa þurft að loka verslunum vegna veirunnar. Amazon seldi 40% meira en á sama fjórðungi í fyrra og hagnaður Facebook tvöfaldaðist með vaxandi tekjum þrátt fyrir aðgerðir fjölda stórra auglýsenda gegn fyrirtækinu. Tekjur Alphabet drógust lítillega saman en voru engu að síður yfir væntingum enda mikill vöxtur á ákveðnum sviðum auglýsinga og í skýja- lausnum fyrirtækisins. Fyrirtækin fjögur veita þjón- ustu sem er mjög eftirsótt og skýrir góðan árangur. Það breytir því ekki að stærð þeirra er orðin gríðarleg og kemur ekki á óvart að stjórnvöld beggja vegna Atlantshafsins skuli skoða starfsemi þeirra og reyna að meta áhrif þeirra á aðra. Sú skoðun hlýtur að ná til ýmissa sviða atvinnulífsins, en þó ekki síst til áhrifa fyrirtækj- anna, einkum Facebook og Google, á fjölmiðla, en stjórn- málamenn víða um heim lýsa reglulega yfir áhyggjum af því að fjölmiðlar eigi undir högg að sækja í breyttum heimi. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hefðbundnir fjölmiðlar hafa átt afar erfitt með að afla auglýsingatekna á netinu hafa Facebook og Google selt gríðarlegt magn auglýsinga. Erfitt er að meta ná- kvæmlega hver hlutföllin eru en víða er talið að þessir tveir risar taki til sín 80- 90% af öllum markaðnum. Og miðað við sölutölur þeirra á öðrum fjórðungi ársins virðist ljóst að þeir hafi staðið umtals- verðan samdrátt á auglýs- ingamarkaði mjög vel af sér, svo ekki sé meira sagt. Í Ástralíu hefur verið gengið hvað lengst í því að reyna að tryggja stöðu þeirra sem fram- leiða fréttir í samkeppninni við Facebook og Google. Á meðan stjórnvöld í Evrópu og Banda- ríkjunum gera meira af því að velta vöngum yfir ástandinu hafa áströlsk stjórnvöld kynnt reglur sem eiga að tryggja fjöl- miðlum tekjur vegna notkunar Facebook og Google á efni þeirra. Reglurnar eiga að þvinga risana til að semja við fjölmiðlafyrirtækin um greiðslur fyrir afnot af efninu og náist samningar ekki gera reglurnar ráð fyrir að sjálf- stæður aðili, nokkurs konar gerðardómur, leggi mat á hvað sé sanngjarnt að risarnir greiði fjölmiðlunum. Í áströlsku reglunum er fleira sem máli skiptir fyrir fjölmiðla, svo sem krafa um að risarnir veiti meiri upplýsingar um hvernig notendur nálgast fréttirnar hjá þeim. Þá er þeim gert skylt að gefa fjögurra vikna fyrirvara á breytingum á algrími sem haft getur veruleg áhrif á fréttaflæði miðlanna. Stjórnarformaður News Corp í Ástralíu fagnaði þessum aðgerðum, sem hann sagði þær fyrstu í heimi. Framkvæmda- stjóri Google í Ástralíu var eðli máls samkvæmt á öndverðum meiði og sagði þessar áformuðu reglur líta fram hjá þeim verð- mætum sem fyrirtækið skapi fyrir ástralska fjölmiðla með því að útvega þeim fjölda afar verðmætra smella. Vandinn er þó sá að smell- irnir hafa ekki dugað til að skapa sanngjarnar tekjur fyrir fjölmiðlana sem heyja um allan heim erfiða baráttu fyrir tilvist sinni. Hvort ástralska leiðin verður ofan á í heiminum eða aðrar leiðir reynast farsælli er erfitt að segja til um á þessari stundu. Staðreyndin er þó sú að risarnir hafa grætt mikið á því að hagnýta sér efni fjölmiðla og með einhverjum hætti hlýtur sá ávinningur að þurfa að falla einnig til þeirra sem framleiða efnið. Stjórnvöld um allan heim ættu að huga meira að þessum vanda og stíga skref sem um munar vilji þau verja fjölmiðla sína. Þetta á að sjálfsögðu ekki síður við um Ísland en önnur ríki. Á veirutímum vekur ofurhagnaðurinn sérstaka athygli } Hjarðónæmi hátæknirisanna Þ egar þetta er ritað eru 80 manns í einangrun og 670 í sóttkví hér á landi af völdum Covid-19. Allt bendir til að við stöndum nú frammi fyrir nýrri smitbylgju þessa sjúkdóms. Spyrja má hvort það hafi ekki verið mis- tök að aflétta hömlum þann 15. júní síðast- liðinn þegar stjórnvöld tóku þá ákvörðun að flytja veiruna inn á ný. Það er augljóst að nýr Covid-19-faraldur mun reynast sam- félagi okkar miklu dýrkeyptari heldur en ef við hefðum haldið fast í hömlurnar. Til hvers var verið að opna fyrir komu fólks erlendis frá? Af hverju voru varnirnar ekki betri en raun bar vitni? Hverjum átti að reyna að bjarga? Flest ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi voru tækni- lega gjaldþrota þegar um síðustu áramót, áður en Co- vid-faraldurinn hófst. Það tjáði einn helsti talsmaður ferðaþjónustunnar í mín eyru í mars. Ríkisstjórnin og þingflokkar hennar vissu þetta mætavel og hafa vitað allan tímann. Höfum við verið að moka fé í fyrirtæki sem hvort eð er voru komin á vonarvöl. Höfum við hætt öllu, með því að létta á hömlum vegna Covid til að „bjarga“ rekstri sem hvort eð er var á vonarvöl fyr- ir löngu? Hvernig ætlum við nú að bregaðst við nýjustu aukn- ingu í smitum? Er ekki réttast að grípa ákveðið í taumana og setja nú þegar á samkomubönn og tak- markanir eins og við gerðum í mars og apr- íl? Það er greinilega það eina sem dugar til að vinna bug á smiti. Reynslan í vor kenndi okkur það með afgerandi hætti. Við getum ekki leyft okkur að fara inn í haustið með vaxandi og jafnvel háa smit- tíðni í samfélaginu. Það mun kosta að við getum ekki opnað framhalds- og háskóla, og jafnvel ekki heldur grunnskólana. Viljum við þurfa að taka slíkar ákvarðanir? Það blasir við að kórónuveirufaraldrinum er hvergi lokið. Áhættan sem verið er að taka með því að hafa of rúm samgöngu- skilyrði er gífurleg. Ekkert má út af bera til að ekki komi upp tilfelli sem geta reynst af- ar dýr. Dæmið um farþegaskipið Roald Amundsen í Noregi ætti að segja okkur allt um það. Pestin er að gjósa upp á ný í Færeyjum þar sem menn töldu sig hafa útrýmt henni með því að loka landinu og hefja umfangsmikla sýnatöku og smitrakningu. Sagt er að við eigum að læra að lifa með Covid. Ég vil geta lifað án Covid ef þess er nokkur kostur og Ís- land var jú orðið Covid-frítt. Ef það kostar það að við verðum að setja á mjög strangar takmarkanir á ferðir fólks til og frá landinu þar til tekst að þróa bóluefni þá verður svo að vera. Að ætla okkur að læra að lifa með þessari pest kostar einfaldlega of mikið. Fórnarkostn- aðurinn er óréttlætanlegur með öllu. Inga Sæland Pistill Grípum strax í taumana Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.