Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 26

Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 26
ÍTALÍA Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Juventus varð um helgina ítalskur meistari í knattspyrnu níunda árið í röð. Félagið hefur haft algjört tak á ítalska boltanum í tæpan áratug, ráðið þar lögum og lofum og félagið ávallt státað af mikilli velmegun. Nýliðið tímabil var þó langt frá því að vera fyrsta flokks í Tórínó og þó leikmenn liðsins hafi auðvitað brosað sínu breiðasta við verðlaunaafhendinguna á laugardaginn, þá var eitthvað dapurlegt og fálátt við fögnuðinn miðað við oft áður. Stjóraskipti urðu hjá Juventus fyrir leiktíðina, Maurizio Sarri tók við af Massimiliano Allegri sem gerði liðið að meisturum öll fimm árin sín, oft með nokkrum yf- irburðum, en liðið var einnig bik- armeistari fjórum sinnum á ár- unum fimm. Margir voru í vafa um hvort Sarri gæti tekið við kefl- inu, enda unnið til fárra afreka á ferlinum og átti hann erfitt upp- dráttar sem stjóri Chelsea á Eng- landi árið þar á undan. Honum tókst þó ætlunarverk sitt, naum- lega. Munurinn aldrei mjórri Juventus tryggði sér meist- aratitilinn með 2:0-sigri á Sam- pdoria í þriðju síðustu umferð tímabilsins en tapaði svo næstu tveimur leikjum, þeim síðasta á heimavelli gegn Roma á laugar- daginn, 3:1. Þetta var fyrsta tap Juventus á heimavelli í 40 leikjum og liðið vann aðeins tvo af síðustu átta á tímabilinu. Að lokum endaði liðið með 83 stig, stigi meira en Inter sem náði einu af efstu tveimur sætum deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Munurinn hefur aldrei verið mjórri. Sarri getur þó enn afrekað það, sem forveri hans gat ekki. Hann gæti stýrt liðinu til sigurs í Meist- aradeild Evrópu í fyrsta sinn síð- an 1997. Juventus mætir Lyon frá Frakklandi í síðari viðureign lið- anna í 16-liða úrslitunum á föstu- daginn en ítölsku meistararnir eru þar 1:0 undir eftir fyrri leikinn. Atalanta, sem skoraði alls 98 mörk á tímabilinu, var í þriðja sæti og Lazio í því fjórða en efstu fjögur liðin unnu sér inn þátttöku Juventus heldur enn yfirráðum  Meistarar níu ár í röð en aldrei með eins litlum mun og nú  Eftirminnilegt og ógleymanlegt tímabil Íslendinganna  Markakóngur Evrópu frá Ítalíu í fyrsta sinn í 13 ár 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 England Bikarkeppnin, úrslitaleikur: Arsenal – Chelsea......................................2:1 Skotland St. Mirren – Livingston........................... 1:0  Ísak Snær Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá St. Mirren. Svíþjóð Kalmar – AIK........................................... 0:0  Kolbeinn Sigþórsson lék ekki með AIK vegna meiðsla. Gautaborg – Malmö................................. 0:3  Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 69 mínúturnar fyrir Malmö. Helsingborg – Hammarby...................... 1:1  Aron Jóhannsson lék fyrstu 64 mínút- urnar fyrir Hammarby. Norrköping – Mjällby ............................. 1:1  Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping. Djurgården – Häcken ............................. 3:1  Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Häcken. Staðan: Norrköping 12 7 4 1 28:15 25 Malmö 12 7 4 1 24:11 25 Elfsborg 12 5 6 1 20:17 21 Djurgården 12 6 2 4 17:11 20 Häcken 12 4 6 2 22:12 18 Sirius 12 4 5 3 20:20 17 Varberg 12 4 4 4 17:15 16 Hammarby 12 4 4 4 13:15 16 Mjällby 12 4 3 5 13:19 15 Örebro 12 3 4 5 10:15 13 AIK 12 3 4 5 11:17 13 Gautaborg 12 2 6 4 13:18 12 Falkenberg 12 2 5 5 14:19 11 Östersund 12 2 5 5 9:15 11 Helsingborg 12 1 7 4 9:16 10 Kalmar 12 2 3 7 14:19 9 B-deild: Brage – Trelleborg.................................. 3:0  Bjarni Mark Antonsson var allan tímann á bekknum hjá Brage. A-deild kvenna: Rosengård – Piteå ................................... 2:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Kristianstad – Umeå ............................... 1:1  Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Kristianstad, Elísabet Gunn- arsdóttir þjálfar liðið. Sif Atladóttir er í barnsburðarleyfi. Växjö – Djurgården ................................ 1:0  Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården en Guðbjörg Gunnars- dóttir er í barnsburðarleyfi. Eskilstuna – Uppsala............................... 1:3  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn með Uppsala. Staðan: Gautaborg 8 6 2 0 18:3 20 Rosengård 8 6 1 1 18:4 19 Linköping 8 5 1 2 12:8 16 Kristianstad 8 3 3 2 16:17 12 Piteå 8 3 2 3 10:11 11 Uppsala 8 3 1 4 13:13 10 Eskilstuna 8 2 2 4 13:15 8 Djurgården 8 2 2 4 10:13 8 Örebro 8 2 2 4 8:14 8 Växjö 8 2 2 4 5:14 8 Vittsjö 8 2 1 5 12:15 7 Umeå 8 1 3 4 9:17 6 Noregur Sarpsborg – Aalesund............................. 4:0  Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrstu 88 mínúturnar fyrir Aalesund, Davíð Krist- ján Ólafsson var á varamannabekknum en Daníel Leó Grétarsson var ekki í hópnum. Bodø/Glimt – Strømsgodset .................. 3:2  Alfons Sampsted var á varamanna- bekknum hjá Bodø/Glimt.  Ari Leifsson var á varamannabekknum hjá Strømsgodset. Start – Mjøndalen .................................... 3:0  Guðmundur Andri Tryggvason lék ekki með Start vegna meiðsla. Jóhannes Harð- arson þjálfar liðið.  Dagur Dan Þórhallsson kom inn á í upp- bótartíma. Sandefjord – Molde ................................. 2:1  Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 73 mínút- urnar fyrir Sandefjord og Emil Pálsson fyrstu 45 mínúturnar. Viking – Kristiansund............................. 1:2  Axel ÓskarAndrésson var á varamanna- bekknum hjá Viking. Staðan: Bodø/Glimt 12 11 1 0 43:15 34 Molde 12 9 1 2 34:13 28 Odd 12 7 1 4 20:14 22 Vålerenga 12 6 4 2 16:15 22 Kristiansund 12 4 6 2 23:16 18 Rosenborg 12 5 3 4 17:10 18 Stabæk 12 4 5 3 16:17 17 Brann 12 4 3 5 16:19 15 Strømsgodset 12 4 3 5 16:23 15 Haugesund 12 4 3 5 10:17 15 Sarpsborg 12 4 2 6 14:12 14 Sandefjord 12 4 1 7 11:20 13 Viking 12 3 2 7 14:23 11 Start 12 1 6 5 13:19 9 Mjøndalen 12 2 2 8 10:18 8 Aalesund 12 1 3 8 16:38 6 Arna-Bjørnar – Vålerenga..................... 0:3  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn fyrir Vålerenga. B-deild: Åsane – Tromsö ....................................... 0:1  Adam Örn Arnarson lék ekki með Tromsø vegna meiðsla.  GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Góðgerðarmótið skemmtilega, Einvígið á Nesinu, fór fram á Nes- vellinum á Seltjarnarnesi í gær venju samkvæmt. Hert tilmæli sóttvarnalæknis settu þó sinn svip á mótshaldið því engir áhorfendur voru leyfðir í þetta skiptið. Þeir hafa í gegnum árin myndað góða stemningu á mótinu. Meðal annars vegna þess að þeir kylf- ingar sem fá boð um að keppa á mótinu eru allir í sama ráshópi og áhorfendur því á sama stað en ekki dreifðir eins og alla jafna á golf- mótum. Hvað um það, snjallir kylfingar þáðu boð um að keppa og láta gott af sér leiða. Von, félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar E6 á Landspítalanum í Fossvogi, fær að njóta góðs af mótinu í ár. Er hún einnig kölluð Covid-deild Landspítalans. Í tilkynningu frá Nesklúbbnum kom fram ekki að hafi fundist styrktaraðili fyrir mót- ið í þetta sinn og er það visst áhyggjuefni. Í tilkynningunni kom fram að forráðamenn klúbbsins telja það einfaldlega tengjast því hversu viðkvæmt efnahagsástandið er þetta sumarið. Þess í stað voru einstaklingar og fyrirtæki hvött til að leggja málefninu lið með frjáls- um framlögum. Fjögur efstu úr GR Haraldur Franklín Magnús, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði á mótinu og er það í fyrsta skipti sem hann sigrar á mótinu en Ein- vígið á Nesinu hefur verið haldið árlega frá árinu 1997. Fyrir þá lesendur sem ekki þekkja þá er fyrirkomulagið óvenjulegt. Nesklúbburinn býður tíu snjöllum kylfingum að vera með. Eru þau öll í sama ráshópi og einn dettur út á hverri holu. Er gripið til bráðabana eftir hverja holu ef þörf er á að útkljá hver fell- ur úr keppni og þess vegna er mót- ið einnig kallað „shoot out“. Þá standa einungis tveir eftir á 9. teig og í þetta skiptið voru það Har- aldur og félagi hans úr GR, Andri Þór Björnsson. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir náði lengst þeirra þriggja kvenna sem voru í hópnum en hún féll úr keppni á 7. flötinni. Í 3. sæti hafn- aði Hákon Örn Magnússon og GR- ingar náðu því fjórum efstu sæt- unum. Úrslit: 1. sæti: Haraldur Franklín Magnús. 2. sæti: Andri Þór Björnsson. 3. sæti: Hákon Örn Magnússon. 4. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. 5. sæti: Björgvin Sigurbergsson. 6. sæti: Bjarki Pétursson. 7. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. 8. sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. 9. sæti: Ólafur Björn Loftsson. 10. sæti: Axel Bóasson. Nýtt nafn ritað á bikarinn  Haraldur Franklín Magnús sigraði á Seltjarnarnesi  Glímdi við annan GR- ing, Andra Þór Björnsson, á 9. flötinni  Jóhanna náði lengst kvenna í ár Ljósmynd/nærmynd.is Sigurvegarinn Haraldur Franklín Magnús stillir sér upp með sigurlaunin á Nesvellinum í gær. Von » Þeir sem vilja leggja málefn- inu lið geta lagt inn á reikning 512-26-633, kt: 580169-7089. » Einnig eru styrktarlínur sem hægt er að hringja í: 9071502 = 2.000 krónur. 9071506 = 6.000 krónur. 9071510 = 10.000 krónur. Hlynur Andrésson sló í fyrradag sitt eigið Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlynur kom í mark á tímanum 8:02,60 og bætti því eigið met um rétt tæpar tvær sekúndur. Fyrra metið setti Hlynur þann 10. júlí og sló hann þá 37 ára gamalt met Jóns Diðrikssonar sem var sett árið 1983, tíu árum áður en Hlynur fæddist. Hann var einni sekúndu frá sigri í hlaupinu í gær en endaði rétt á eftir Dananum Stan Niesen. Hann keppir næst í 5.000 metra hlaupi eftir tvær vikur. Hlynur með enn eitt Íslandsmetið Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsmethafi Hlynur Andrésson Guðni Bergsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, sagðist í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolt- i.net vera bjartsýnn á að hægt verði að ljúka Íslandsmótinu en hlé hefur verið gert vegna hertra aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveir- unnar. Guðni segir varaáætlun til staðar sem gengur út á að spila fram í nóvember ef á þarf að halda. Til stendur að fulltrúar KSÍ fundi með yfirvöldum snemma í þessari viku og þá verða næstu skref vænt- anlega rædd. Til að byrja með var mótahaldi frestað til 5. ágúst. Formaðurinn er bjartsýnn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaðurinn Guðni Bergsson hefur í mörg horn að líta þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.