Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Fyrstu viðræður við kröfuhafa Áður en haldið var utan var rætt við slitastjórnir en forsenda þess var að trúnaður myndi ríkja um sam- skiptin. Voru sérstakar trúnaðar- yfirlýsingar undirritaðar í þeim til- gangi. Slitastjórn Glitnis virtist lausnamiðuð og fagnaði samskiptum. Slitastjórn Kaup- þings var minna áhugasöm. Við- mót slitastjórnar LBI kom hins vegar flatt upp á framkvæmdahóp- inn. Hún mátti ekki vera að því að hitta fram- kvæmdahópinn og sögðu aðilar hennar ótíma- bært að ræða uppgjör slitabúsins fyrr en í fyrsta lagi árið 2018 ef ekki 2019. Framkvæmdahópurinn sagði það ekki koma til greina. Öll búin skyldu gerð upp á yfirstandandi ári. Þetta gramdist slitastjórnarmönnum og starfsmönnum búsins enda sátu þeir í hálaunastörfum og sáu fyrir sér að geta setið að kjötkötlunum mörg ár til viðbótar. Einn aðili fram- kvæmdahópsins rifjaði þessi við- brögð upp síðar. „Mér er enn í fersku minni fundurinn sem við áttum með slitastjórn Landsbankans og helstu starfsmönnum þar. Þau tóku fréttum um að ljúka ætti uppgjörinu fyrir árslok mjög illa og áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. Það var eins og við hefðum verið að tilkynna þeim andlát náins ættingja.“ Stuttu síðar bárust fregnir um að starfsmenn LBI hafi sett sig í sam- band við fjármálaráðuneytið til að kvarta undan framgöngu fram- kvæmdahópsins. Var kvartað yfir því að hópurinn hafi sett þeim stólinn fyrir dyrnar og vildi hraða slitum búsins. Þarna birtist enn eitt dæmið um hið sérstaka samband LBI og fjármálaráðuneytisins en LBI taldi sig augljóslega eiga heimtingu á sér- meðferð. Þetta var algert brot á trúnaðaryfirlýsingu sem slitastjórnin hafði undirritað og var forsenda sam- skipta við framkvæmdahópinn. Slit- astjórn LBI fékk í kjölfarið skýr skilaboð um ekki yrði um að ræða frekari samskipti við framkvæmda- hópinn nema í fullum trúnaði. Enn var bið á endanlegum upplýs- ingum frá Seðlabankanum um greiðslujafnaðaráhrif slitabúanna. Ekki var hægt að ákveða skattpró- sentu stöðugleikaskattsins án þess að hafa þær upplýsingar og því var mikið í húfi. Um miðjan dag á laug- ardegi, degi fyrir brottför hópsins til Lundúna þar sem funda átti í fyrsta sinn með kröfuhöfum, var blásið til fundar í bankaráðsherbergi Seðla- bankans. Fjölmennt var í herberginu en Már Guðmundsson seðla- bankastjóri hafði kallað til helstu sérfræðinga bankans í greiðslujöfnuði og þá sem best þekktu til starf- semi slitabúanna. Seðlabankastjóri sat fyrir miðju borði með sér- fræðinga bank- ans sitt á hvora hönd, út að borðsenda eða þar um bil. Framkvæmdahópurinn sat hinum megin borðsins. Eignum slitabúanna hafði verið skipt í nokkra flokka og þurfti fyrst að vita fjárhæðir í hverj- um fyrir sig. Sú yfirferð tók skamma stund. Mikilvægast var að ákveða hvað ætti að telja með og settar höfðu verið upp nokkrar sviðs- myndir. Seðlabankamenn vildu fara varlega í sakir og telja sem minnst með en framkvæmdahópurinn var annarrar skoðunar og taldi að gæta ætti fyllstu varúðar en þó innan þess sem alþjóðleg aðferðafræði leyfði. Eftir nokkurt þrátefli milli aðila taldi seðlabankastjóri rétt að slíta fundi. Þetta kom nokkuð á óvart enda lá skýr niðurstaða ekki fyrir. Sigurður Hannesson, sem sat andspænis seðlabankastjóra, hallaði sér fram á borðið, leit beint fram og sagði að fundarmenn yrðu að átta sig á því að fundurinn væri án niðurstöðu. Slíkt væri óboðlegt. Ekki væri hægt að funda með kröfuhöfum án þess að nefna hversu hár stöðugleikaskattur- inn yrði. Má Guðmundssyni virtist brugðið, hann stóð upp og yfirgaf fundarherbergið. Fundarmenn sátu eftir og klóruðu sér í kollinum eftir þessa uppákomu. Áður höfðu seðla- bankastjóri og aðrir stjórnendur bankans átt í samskiptum við ýmsa kröfuhafa og ráðgjafa þeirra og ekki er hægt að útiloka að þeir hafi gefið einhvers konar vilyrði sem gætu út- skýrt framgöngu Más á fundinum. Næstu daga lagði seðlabankastjóri ofuráherslu á að stöðugleikaskatt- urinn yrði að vera lægri en 30%. Framkvæmdahópurinn tók málin í sínar hendur, með stuðningi fjár- málaráðherra og forsætisráðherra en sá síðarnefndi talaði gjarnan fyrir mun hærri skatti til að andæfa seðla- bankastjóra. Að lokum var ákveðið að tilkynna kröfuhöfum um 37% skatt. Buchheit spurði hvers vegna sú tala hefði orðið fyrir valinu. Í gamansömum tón var bent á að 37 stig væru forsenda lífs hjá mannfólki og því væri eðlilegt að hafa skattinn 37%. Kröfuhafarnir mættu þakka fyrir það að Íslend- ingar notuðu Celsíus-kvarða en ekki Fahrenheit! Fyrir lá að framkvæmd stöðug- leikaskatts og útgönguskatts yrði með talsvert ólíkum hætti þó að þeim væri ætlað sama hlutverk. Fyrri framkvæmdahópur hafði verið búinn að stilla upp útgönguskatti og taldi Lee Buchheit það heppilegra fyrir- komulag, enda væru til dæmi um slíkt við svipaðar aðstæður. Sigurður Hannesson taldi útgönguskattlagn- ingu hins vegar ófæra. Slíkur skattur dygði að hans mati ekki til þess að leysa vandann í eitt skipti fyrir öll, heldur einungis fresta honum. Hann væri ekki greiddur fyrr en fjármun- irnir væru teknir úr landi og þol- inmóðir fjárfestar gætu því beðið áfram, meðal annars í von um að lagaumhverfið breyttist síðar eða nýjar smugur kæmu til. Þá yrði að ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Ekki væri hægt að bjóða lands- mönnum upp á bráðabirgðalausn þannig að aftur þyrfti að kalla til sér- fræðinga í skuldaskilum eftir nokkur ár. Aðgerðin nú yrði að vera end- anleg, annað væri ekki í boði. Fyrstu alvörufundir framkvæmdahópsins með kröfu- höfum voru haldnir 24. mars 2015 í Lundúnum og mörkuðu þeir tíma- mót. Fimm stærstu kröfuhafar hvers banka fyrir sig og ráðgjafar þeirra voru boðaðir á fundina. Þess var sér- staklega gætt að bjóða ekki þeim sem ráku slitabúin, sjálfum slita- stjórnunum. Nú var komið að því að skilja á milli þeirra og kröfuhafa enda töldu framkvæmdahópsmenn að persónulegir hagsmunir slita- stjórnarmanna og kröfuhafanna færu ekki saman. Þeim fyrrnefndu lá ekkert á að loka búunum en hinir síð- arnefndu vildu gera það sem fyrst. Fyrir fundina í Lundúnum hafði komið ósk frá bandarískum kröfu- höfum um að fundarmenn skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingar. Þeir mátu það nauðsynlegt þar sem starf- semi þeirra laut eftirliti bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Framkvæmda- hópurinn gerði engar athugasemdir en fór hins vegar fram á að kröfuhaf- arnir ræddu ekki við slita- stjórnarmenn um efni fundanna. Trúnaðurinn næði einnig til þess. Áréttuðu þeir einnig að hver og einn fundur væri bundinn trúnaði. Það taldi framkvæmdahópurinn mikil- vægt en ætlunin var að ræða við kröfuhafahóp hvers banka fyrir sig, meðal annars til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið saman bækur sín- ar. Þetta náði að sjálfsögðu til ráð- gjafa þeirra líka. Nauðsynlegt væri að rjúfa samstöðu kröfuhafa og slit- astjórna til að freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu. Fyrst á dagskrá um morguninn var fundur með kröfuhöfum Glitnis en vitað var að þar yrði andstaðan mest, enda átti Glitnir mest búanna af innlendum eignum. Þá var fjöldi kröfuhafa Glitnis ekki til að einfalda hlutina. Á fundinn voru mættir lög- mennirnir Barry G. Russell og Mark Dawkins frá Akin Gump. Þeir fóru með umboð fyrir 60% til 70% al- mennra skuldabréfakrafna kröfu- hafa á fundum slitastjórna. Þeir höfðu því umboð til að beita sér fyrir nauðasamningum, vildu þeir það. Þeim til aðstoðar var að venju Óttar Pálsson og Gunnar Þór Þórarinsson frá lögfræðistofunni Logos. Sömu- leiðis komu til leiks Matt Hinds og Andrea Trozzi, meðeigendur hjá ráð- gjafarfyrirtækinu THM, en þeir unnu einungis fyrir Glitni. Sömuleið- is var „herra Ísland“ sjálfur mættur, Jeremy Lowe, meðeigandi hjá vog- unarsjóðnum Davidson Kempner, einnig David Reganato, fram- kvæmdastjóri hjá SilverPoint Capi- tal, og John Zinman og Patrick Hambrook hjá Solus, en menn þessir voru háttsettir hjá viðkomandi vog- unarsjóðum. Lee C. Buchheit opnaði fundinn fyrir hönd framkvæmdahópsins. Um myndugleika hans efaðist enginn. Djúp baritónröddin og áratuga- reynsla hans gerði það að verkum að nærstaddir lögðu ávallt við hlustir þegar hann talaði. Þegar lagt var á ráðin um leikjafræði sagði hann að best væri að gera strax fulla grein fyrir stöðunni. Þetta væri ekki hópur sem vildi málalengingar. Buchheit, sem er víðlesinn, hafði gaman af því að vitna í gamlar bandarískar bíó- myndir. Framkvæmdahópurinn fékk að heyra eina slíka tilvitnun þegar þeir veltu fyrir sér viðbrögðum kröfuhafa. Buchheit glotti þegar hann vitnaði í sjálfan erkitöffarann Humphrey Bogart í hlutverki einka- spæjarans Sams Spades í Möltufálk- anum (e. Maltese Falcon). Spade skóf ekki af því þegar hann sló þrjót- inn Joel Cairo, sem var leikinn af Peter Lorre, og sagði: „When You’re Slapped, You’ll Take It and Like It!“ Viðstöddum fannst tilvitnunin vel við hæfi. Buchheit sagði íslensk stjórnvöld einskis láta ófreistað til að létta af fjármagnshöftum. Til þess yrði að taka á augljósum vanda sem fólst í erlendum eignum á Íslandi og afla- ndskrónum. Stjórnvöld gerðu sér grein fyrir því að umtalsverður hluti þessa fjármagns myndi leita úr landi í kjölfar afléttingar hafta. Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hag- kerfið og stjórnvöld gætu ekki látið það gerast. Þess vegna væri tómt mál að tala um að höftunum yrði létt af í einni hendingu. Til að ná utan um vandann hefði framkvæmdahópurinn brotið fjár- magnið, sem gæti leitað út eftir losun fjármagnshafta, niður í þrjá flokka. Í fyrsta lagi væri um að ræða aflands- krónur sem væru á reikningum sem stjórnvöld hefðu ekki aðgang að. Í öðru lagi væru eignir föllnu bank- anna í umsjón slitabúanna. Í þriðja lagi teldust aðrar eignir sem gætu leitað úr landi þegar höftum yrði af- létt, nokkurs konar uppsafnaður vandi, svo sem fjárfestingar lífeyris- sjóða og eignir einstaklinga. Mest af ræðu Buchheits fór þó í að útskýra fyrirkomulag stöðugleikaskatts sem myndi beinast að eignum slitabú- anna. Hér heyrðu kröfuhafar í fyrsta sinn milliliðalausa útskýringu á slíkri skattlagningu, sér í lagi að hann ætti að vera 37%. Tóku þeir þessum tíð- indum illa. Aflandskrónur og uppsafnaður vandi Bókarkafli |Í bókinni Afnám haftanna – Samn- ingar aldarinnar? fer Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, yfir hvað gerðist á bak við tjöldin í aðdraganda þess að samið var við kröfuhafa um afnám fjár- magnshaftanna, sem sett höfðu verið á í kjölfarið á falli bankanna haustið 2008. Morgunblaðið/Golli Lee Buchheit Sagði íslensk stjórnvöld einskis láta ófreistað til að létta af fjármagnshöftum en til þess yrði að taka á augljósum vanda sem fólst í erlendum eignum á Íslandi og aflandskrónum, eins og segir í bók Sigurðar. Sigurður Már Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.