Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 23
Kínverska fyrirtækið ByteDance gaf appið út alþjóðlega 2018 Kínverska tæknifyrirtækið Tencent setti appið á markað 2011 1,5 milljónir virkra not- enda á mánuði í Bandaríkjunum Sept. 2019 Kínverskir samfélagsmiðlar Áætlað að virkir notendur séu 800 milljónir mánaðarlega Áætlaður fjöldi niðurhala 2,2 milljarðar Notendur eyddu yfir 90,7 milljónum dala í júní 2020 36% notenda TikTok búa í öðrum Asíulöndum 57% notenda TikTok/Douyin búa í Kína Indland var stærsti markaður fyrir niðurhal TikTok utan Kína árið 2019 46 milljónir niðurhala í Bandaríkjunum 2019 1,17 milljarðar manna nota forritið mánaðarlega Auglýsingatekjur árið 2019: 7,6 milljarðar dala Er í 5. sæti yfir mest notuðu samfélagsmiðla í heimi 34% af farsímaumferð í Kína fer í gegnum appið 410 milljónir símtala og myndsímtala á dag 50 milljónir virkra sölumanna nýttu WeChat Pay á síðasta fjórðungi 2019 Er með sérstakt app fyrir kínverska markaðinn, nefnt Douyin, sem var opnað í september 2016 Var upphaflega einfalt forrit til að senda textaskilaboð Gerir notendum kleift að búa til og birta 15-60 sekúndna myndskeið TikTok WeChat Heimild: businessofapps.com/Hootsuite/We Are Social/SensorTower/Statista Nú býður það upp á ýmsa þjónust allt frá veðmálum til vörukaupa og netbankaþjónustu Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gripið til víðtækra ráðstafana til að þrengja umsvif kínversku samfélagsmiðlanna TikTok og WeChat. Fer þar enn ein eldfim að- gerð af hans hálfu til að reisa Kín- verjum skorður á alþjóðavettvangi. Trump undirritaði forsetatilskip- un í fyrradag þar sem hann veitti landsmönnum í viðskiptum við fyrirtækin tvö 45 daga frest til að slíta þeim. Með því varð til frestur vegna hugsanlegra kaupa banda- ríska tölvurisans Microsoft á Tik- Tok en fyrirtækin eiga í viðræðum um sölu á þeim hluta TikTok sem snýr að Bandaríkjunum. Ákvörðun Trump knýr á um skjótar lyktir þess máls, eða fyrir 15. september. Forsetinn skírskotaði til þjóðar- öryggis fyrir ákvörðunum sínum sem setja starfsemi móðurfélags WeChat, Tencent, í uppnám. Fyrir- tækið er eitt það ríkasta í veröldinni og hefur verið ofuröflugt í fram- leiðslu og miðlun tölvuleikja. Trump hefur gripið til stöðugt voldugri verkfæra til að hamra heim boðskap sinn í samstarfi og við- skiptum við Kínverja. Hefur hann skorað þá á hólm á sviði viðskipta, varnar- og efnahagsmála. Má meðal deilumála sem aukið hafa á spennu í samskiptum ríkjanna nefna Hong Kong, símarisann Huawei, Taiwan að ekki sé minnst á kórónuveiruna og útbreiðslu hennar. „TikTok krækir í umfangsmikið magn upplýsinga frá notendum sín- um, þar á meðal á alnetinu, svo sem um staðsetningu þeirra og leitar- sögu,“ segir í tilskipun Trumps. Þar segir að gögn þessi gætu Kínverjar hugsanlega brúkað til að elta uppi ríkisstarfsmenn og ríkisverktaka, stunda fyrirtækjanjósnir og byggja upp skrár um fólk til að kúga í sína þágu. Stjórnvöld í Peking sögðu tilskip- anir Bandaríkjaforseta „geðþótta- ákvarðanir pólitískrar fölsunar“ sem myndu á endanum hitta bæði bandaríska neytendur og fyrirtæki fyrir. Þá hótaði TikTok málshöfðun á hendur stjórnvöldum í Wash- ington og kvaðst ætla að leita allra mögulegra leiða til að „tryggja að réttarríkinu sé ekki kastað á glæ“. Notendur veitunnar Weibo, sem líkist Twitter, sögðu að ákvörðun Trump mundi slíta samband margra Kínverja sem byggju eða stunduðu nám erlendis. „Hvernig getur námsmaður erlendis haft samband við fjölskyldu sína þegar WeChat hefur verið bannað?“ spurði einn notandi. Hinar nýju skorður sem Trump greip til gegn TikTok og WeChat leiddu þegar í stað til stórlækkunar á hlutabréfum þeirra. Lækkuðu þau um tíma um 10% í kauphöllinni í Hong Kong en með því þurrkuðust út nær 50 milljarðar af markaðs- virði þeirra frá í fyrradag. Á öðrum Asíumörkuðum lækkuðu bréfin einnig. Höfðu fjárfestar þar áhyggjur af stöðugt vaxandi biturð í samskiptum risaveldanna tveggja. Óttast er jafnvel að sársaukafullt viðskiptastríð geti blossað upp í millum þeirra. Embættismenn beggja ríkja munu funda í dag til að endurskoða viðskiptasamning sem undirritaður var fyrr á árinu. „Vatnaskil“ Fjöldi stofnana í Bandaríkjunum hafði bannað starfsmönnum að sækja TikTok-appið í síma sína. „Hér eru ein vatnaskilin enn í „kalda stríði tækninnar milli Bandaríkjanna og Kína. Þetta sýnir hversu djúpstæðar áhyggjur Bandaríkjamanna eru,“ sagði Paul Triolo, yfirmaður stofnunarinnar Eurasia Group sem fjallar um hnattræna tæknistefnu fyrirtækja og ríkja, við fréttastofu Bloomberg. Trump í stríð við TikTok og WeChat  TikTok hótar málshöfðun  Kínverjar segja tilskipanir Bandaríkjaforseta „geðþóttaákvarðanir pólitískrar fölsunar“ AFP WeChat Maður gengur fram hjá auglýsingaskilti fyrir WeChat-samfélagsmiðilinn á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong. Bandarísk stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til að hefta starfsemi kínverskra netfyrirtækja í Bandaríkjunum. AFP TikTok Starfsmaður utan við höfuðstöðvar ByteDance, eiganda mynd- skeiðamiðilsins TikTok, í Peking, höfuðborg Kína, fyrr í þessum mánuði. FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 Að minnsta kosti 16 manns fórust og 15 til viðbótar slösuðust alvar- lega í gær, þegar indversk farþega- þota af gerðinni Boeing 737 rann fram af flugbrautarenda í úrhell- isrigningu í borginni Calicut í Ker- alahéraði á Indlandi. Skrokkur þotu Air India Express brotnaði í tvennt er hún hrapaði nið- ur í gil sem tók við af brautar- endanum í lendingunni á Kozhi- kode-flugvellinum í Calicut í suðurhluta Indlands. Var það ferða- löngum til happs að eldur kom ekki upp. Talsmaður flugfélagsins sagði 184 farþega og sjö manna áhöfn hafa verið í flugvélinni, sem var að koma úr flugi frá Dubai en þangað sótti hún fólk sem var þar innlyksa vegna kórónuveirukreppunnar. Tókst flug- mönnunum ekki að stöðva vélina al- veg á flugbrautinni. „Ég get stað- fest nú að látnir séu a.m.k. 14 og 15 til viðbótar eru lífshættulega slas- aðir. En það getur tekið breyt- ingum,“ sagði Abdul Karim lög- reglustjóri við AFP-fréttastofuna. „Við fluttum a.m.k. 89 manns, misjafnlega mikið slasaða, á mis- munandi sjúkrahús í Kozhikode. Sjúkrabílarnir eru enn í förum. Okkur hefur verið sagt að allir far- þegarnir hafi slasast,“ sagði hátt- settur lögreglufulltrúi, Sujith Das. Ástæður slyssins, aðrar en veður- fræðilegar, eru óljósar en þó skýrði sjónvarpsstöð frá því að lendingar- hjólabúnaður hefði bilað. Átti það sér stað klukkan 19 að staðartíma. Úrhellismonsúnrigning með flóð- um og skriðuföllum hefur verið við- varandi undanfarnar vikur í Kerala. Gerði það allt björgunar- og hjálp- arstarf á slysstað erfitt, ásamt því sem erfiðlega gekk að koma farþeg- unum undir læknishendur. Í maí árið 2010 yfirskaut vél frá sama flugfélagi, Air India Express, flugbraut í lendingu í borginni Mangalore. Með henni fórust 158 manns. agas@mbl.is Minnst 16 fórust á Indlandi  Farþegaþota rann fram af flugbrautarenda í rigningu AFP Slys Frá slysstað á Indlandi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.