Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 ✝ Magnea Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík þann 28. nóvember 1969. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi þann 6. júlí 2020. Foreldrar henn- ar eru Hulda Bjarnadóttir f. 1952 og Ólafur Ingi Reynisson f. 1952. Slitu þau samvistum. Í dag er Hulda gift Jóhanni Geir- dal og Ólafur er giftur Önnu Maríu Eyjólfsdóttur. Hálfsystkin Magneu sam- mæðra eru: Sigríður Lára Jó- hannsdóttir f. 1979 gift Rúnari Þór Arnarsyni og Steinþór Jó- hannsson f. 1981. Hálfsystkin samfeðra eru: Ísak Ólafsson f. 1977, Ólafur Fannar Ólafsson f. í Keflavík, nú Myllubakkaskóla. Svo fór hún í Gagnfræðaskóla Keflavíkur, sem nú er Holta- skóli. Þaðan lá leiðin í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og lauk hún þaðan stúdentsprófi árið 1988. Eftir stúdentspróf fór hún til Þýskalands árið 1989 í nokkra mánuði og lagði stund á þýskunám við Goehte-stofnun- ina. Á árunum 1993-1996 lagði hún stund á kennaranám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan B.ed.-gráðu. Hún tók lög- gildingarnám í fasteignavið- skiptum á árunum 1998-2000. Á árunum 2011-2020 stundaði hún með hléum meistarnám í menn- ingarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Magnea kenndi við nokkra skóla í gegnum tíðina en lengst af kenndi hún á unglingastigi við Akurskóla í Reykjanesbæ eða frá árinu 2010 og þar til hún lést. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 1981 og Marta Sif Ólafsdóttir f. 1986, sambýlismaður Andri Pétur Þrast- arson. Magnea átti líka uppeldisbræð- ur í móðurbræðr- um sínum þeim Guðjóni Þórhalls- syni f. 1957, kvænt- ur Guðveigu Sig- urðardóttur, og Lárusi B. Þórhalls- syni f. 1961, kvæntur Hrönn A. Gestsdóttur. Magnea eignaðist eina dóttur, Söru Antoníu Magneudóttur, þann 1. júlí 2004. Magnea ólst upp í Keflavík hjá móðurafa og ömmu, þeim Þórhalli Guðjónssyni, f. 1931, d. 1998, og Steinunni Þórleifs- dóttur, f. 1932, d. 2014. Magnea gekk í barnaskólann Elsku mamma mín. Ég sit í sófanum hennar Stein- unnar ömmu og skoða myndir af okkur saman. Myndin sem við tókum á afmælinu mínu í fyrra er sérstaklega í uppáhaldi hjá mér. Ekki grunaði mig að ég myndi kveðja þig í hinsta sinn rétt rúmu ári seinna. Í rauninni er eins og þú sért ekki farin, nema kannski rétt út í búð eða í heimsókn til Hrefnu vinkonu í næsta húsi, enda varst þú vinamörg alla tíð. Þú sagðir oft: „Heima er best“ og varst þú ávallt mjög heima- kær manneskja og fannst þér fátt betra en að kveikja á ilmkertum og slaka á fyrir framan sjónvarp- ið enda hafðir þú góða ástæðu fyrir því að vera heimakær, þar sem heimilið okkar var einstak- lega fallegt. Húsgögn og ýmsir antíkmunir af bæði ítölskum og frönskum stíl gáfu heimilinu ákveðinn persónuleika sem minnti á eigandann sjálfan. Þú sást líka alltaf til þess að heimilið væri svo hreint og strokið að það liti út fyrir að það væri sýnishorn úr tölublaði Húsgagnahallarinn- ar. Heimilið okkar var ekki aðeins fallegt, heldur notalegt, uppfullt af hlýju, hlátri og kærleika. Það eru margar skemmtilegar minn- ingar sem voru skapaðar í þess- ari íbúð eins og m.a. sögurnar af músinni, honum Gunnari Valdi- marssyni, endalausir brandarar og grínsketsar, heimalærdómur sem við hjálpuðumst að við að gera og dægurlög sem við sung- um hástöfum saman undir glamr- inu í skemmtara nágrannans. Íbúðin geymir einnig lexíur og heilráð sem þú kenndir mér, enda varst þú algjör lífsreynslu- bolti og hafðir tekist á við alls konar hluti í gegnum tíðina. Þeir hlutir mótuðu þig að þeirri mann- eskju sem við þekktum öll. Þess- ari kröftugu, gáfuðu, þrautseigu og jákvæðu konu sem lét ekkert stöðva sig. Þú varst alltaf mikill og góður námsmaður, skaraðir fram úr í öllum greinum, þó sérstaklega tungumálum. Þú varst kennari af Guðs náð og varst alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd þegar fólk átti í vandræðum með nám, hvort sem það voru nemendur eða ég sjálf. Alltaf varstu boðin og búin að aðstoða af bestu getu, sama hvert vandamálið var. Ásamt því að vera tungumála- manneskja og kennari af Guðs náð varstu einnig frábær penni. Ljóð, sögur, gamanvísur og pistl- ar flæddu af fingurgómum þínum frá unga aldri, stuttu eftir að þú lærðir að lesa (á hvolfi). Stærsta sagan hingað til var örlagasaga Jönu langömmu frá Færeyjum sem var jafnframt lokaverkefnið þitt í Háskólanum á Bifröst. Ég heiti þér því að þessari sögu verð- ur ekki stungið ofan í skúffu, heldur mun ég halda ferlinu áfram og reyna að láta draum þinn rætast og gera söguna að kvikmynd. Einnig mun Sagan af stelpuskottu ekki enda hér, held- ur er hún rétt að byrja. Þú varst góður kennari en enn þá betri mamma, góðhjörtuð, blíð og skilningsrík og lengi mætti telja. Þú hughreystir mig þegar ég þurfti á því að halda, hrósaðir mér fyrir árangur sem ég náði og hjálpaðir mér í því sem ég tók mér fyrir hendur. Þess vegna er svo skrýtið að það sé enginn í „mömmuholu“ til að halda utan um mig. Þú vildir alltaf vera vel til höfð, þó svo að þú værir einungis á leiðinni út í búð. Alltaf með mask- ara á þér og angandi af ilmvatni. Ilmvötn einkenndu þig og ekki neinn einasti dropi úr flöskunum fór til spillis. Aldrei varst þú með grátt hár á höfði enda hafðir þú sagt við mig að það væri þín versta martröð. Þú varst falleg að innan sem utan og falleg orka geislaði af þér líkt og þú værir sól á heiðskírum degi. Þú varst og ert fyrirmyndin mín, í einu og öllu. Hvernig þú mættir öllu mótlæti með bros á vör og jákvæðni. Hvernig þú syntir á móti straumnum og lést engan valta yfir þig. Hvernig þú stóðst á þínu, sama hvað. Hvern- ig þú hvattir mig til að fylgja draumunum mínum. Það ætla ég svo sannarlega að gera, ég lofa þér því. Ég mun gera þig stolta af mér, sama hversu stolt þú varst fyrir. Ég sé þig stundum í skýjun- um, rauða hárið þitt flaxandi og þú brosir svo blítt til mín. Ég veit að þú hefur það gott í Sumar- landinu, þar sem þú situr við eld- húsborðið andspænis Steinunni ömmu og Halla afa þar sem þið spjallið saman um tímann og veg- inn. Þú ert komin heim. Ég kveð þig því að sinni með ást og þakklæti í hjarta, elsku mamma mín. Ég elska þig til enda veraldar. Þín dóttir, Meira: mbl.is/andlat Sara Antonía. Þann 28. nóvember 1969 fæð- ist lítil stúlka í minni fjölskyldu, sem er systurdóttir mín sem skírð var Magnea. Hún ólst upp með okkur bræðrum Guðjóni og Lárusi. Magnea kom oft í heim- sókn á heimili okkar Veigu með dóttur sína Söru Antoníu. Gott var að leita til hennar til að fá að- stoð við nám barna okkar og var ávallt mikill vinskapur þeirra á milli. Heimili þeirra mæðgna var hlýlegt og gott var að koma þang- að. Ávallt var til með kaffinu eins og hjá ömmu hennar Steinunni sem ól hana upp. Magnea var alla tíð mikið í kringum ömmu sína Steinunni og var mikill kærleikur milli þeirra. Magnea var ávallt lífhrædd um að eitthvað myndi henda hana, sem varð svo raunin. Hún leitaði til okkar bræðra og Þórhalls frænda síns með ýmsa hluti, maður leitar þar sem mað- ur fær góðar móttökur. Magnea var yndisleg frænka, oft fannst henni að ég væri of fljótfær og hló svo að mér. Frændi þinn og uppeldisbróðir þakkar þér fyrir árin sem við átt- um saman. Guðjón Þórhallsson. Í dag kveðjum við elsku Möggu frænku/systur mína sem lést 6. júlí sl. Við Magga ólumst upp saman hjá foreldrum mínum sem voru amma og afi hennar, þannig að hún var meiri systir mín en frænka. Æska og uppeldi okkar var í Lyngholtinu og síðar á Óð- insvöllum í Keflavík, en Magga átti góða æsku, ást og hlýju sem var einkennandi fyrir uppeldi hennar hjá foreldrum mínum. Magga var í miklu uppáhaldi hjá mér og vorum við mikið sam- rýnd enda voru bara átta ár á milli okkar. Hún lærði að lesa með því að sitja á móti mér þegar ég var að gera heimalærdóminn og las hún allt á hvolfi og kom síð- ar í ljós að hún var afbragðs- námsmaður. Ég gat fengið hana til að gera alls konar hluti, t.d. fyllti ég eldhúsvaskinn af vatni og setti epli í vaskinn og trikkið var að hún átti að reyna að bíta í eplið án þess að nota hendurnar og var mikið hlegið að þessu uppátæki. Þegar einhverjir strákar voru að hrekkja hana og vinkonurnar í hverfinu kenndi ég henni nokkur júdótök og hún skyldi bara láta strákana finna fyrir því, sem og hún gerði. Ég má ekki gleyma því þegar afi þinn setti hrossaskít á garðinn og þegar þú komst út úr húsinu æld- ir þú út af fýlunni sem komin var, enda varst þú með eindæmum klígjugjörn. Magga kláraði há- skólanám og varð kennari við Ak- urskóla og átti hún mjög gott með að umgangast börn, sá oft spaugilegu hliðina á hlutunum ef einhver ærslagangur var í skóla- stofunni. Fyrir 16 árum kom sólargeisli þinn í heiminn, hún Sara Antonía og nýr kafli byrjaði í þínu lífi enda var Sara augasteinninn þinn. Magga mín, þú náðir að klára framhaldsmenntunina þína núna í vor frá Bifröst og lokarit- gerðin þín var handrit sem þú vildir að yrði að kvikmynd og vonandi rætist það. Þegar þú komst til okkar Hrannar ekki fyrir löngu rædd- um við framtíðina og þú sagðir að þér fyndist að það væru breyt- ingar fram undan og taldir þú að það yrði breyting á starfsvett- vangi en breytingarnar urðu aðr- ar hjá þér. Elsku Magga mín, við sem eft- ir stöndum munum gæta hennar Söru eins og amma og afi gættu þín. Elsku Sara mín, það er mikill missir hjá okkur öllum og sér- staklega hjá þér elsku gull enda stórt skarð komið í líf þitt. Elsku Magga mín, við kveðjum þig með miklum söknuði, núna ertu hjá ömmu og afa. Lárus (Lalli) frændi/ bróðir og Hrönn. Elsku Magga mín, Mér finnst skrítið að vera að skrifa mína hinstu kveðju til þín. Ég sem var búin að hafa sam- band við frænkuhópinn okkar í febrúar og stinga upp á að við myndum allar hittast, nú þegar ég er flutt aftur á landið – en því miður náði hópurinn aldrei hitt- ingi vegna Covid, sem skall á í öllu sínu veldi með samkomu- banni. Þegar fór að sjást til sólar aftur og fólk mátti fara að hittast, var ég farin að huga að því að hóa okkur frænkunum saman – en þá kom kallið þitt. Kallið sem kom allt of snemma, fyrirvaralaust. Ég mun ávallt minnast þín með hlýju í hjarta, enda varst þú einstaklega hjartahlý, góð, næm og traust frænka. Þú varst líka svo góður og skemmtilegur sögu- maður og penni og skildir eftir þig bunka af fallegum og tákn- rænum ljóðum og sögum. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa okk- ur systkinunum við lærdóm og í öðrum ráðum, enda einstakur kennari sem hafðir unun af því að deila reynslu þinni og lærdómi til annarra. Þú hafðir eiginleika til þess að útskýra hlutina á marga mismunandi vegu þótt útkoman yrði sú sama. Lífið þitt var ekki alltaf dans á rósum og gekk ekki alltaf áfalla- laust fyrir sig, og hef ég oft dáðst að dugnaði þínum, styrk og sjálf- stæði í gegnum ævina. Þú varst og verður alltaf ein af mínum fyr- irmyndum fyrir það. Amma sagði alltaf að það hefðu orðið ákveðin kaflaskil þegar yndislega Sara Antonía kom inn í líf þitt og þið þrjár voruð engu líkar saman. Við fjölskyldan munum umvefja og styðja stelpuna þína núna og í framtíðinni, eins og þú baðst okk- ur um fyrir mörgum árum. Þarna, sem móðir, hefur þú svo sannarlega staðið þig vel, eins og þú gerðir í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Hún dóttir þín er alveg einstök perla, sem við munum hlúa að og styðja eins vel og við getum. Hún hefur svo sannarlega erft góða eiginleika frá þér með sinni skýru hugsun, sjálfstæði, ákveðni, húmor, ljóð- rænu og einstökum hæfileika til lærdóms. Minning þín mun svo sannarlega lifa með henni. En nú ert þú komin á fund for- feðranna, ömmu og afa, og veit ég að það verða hlýir endurfundir hjá ykkur, þótt söknuðurinn sé sár hérna hinum megin. Það verður erfitt að hafa þig ekki með á fyrsta formlega frænkuhitt- ingnum í okkar litlu dýrmætu fjölskyldu. Þú munt þó ávallt vera með í anda og við minnast þín með hlýju og söknuði, elsku besta Magga mín. Þangað til við sjáumst aftur síðar í Sumarlandinu – takk fyrir allt og allt í minn garð. Þín frænka, Elísa María Oddsdóttir. Það er svo óraunverulegt að skrifa minningargrein um þig Magga mín. Yndislegri mann- eskju var ekki hægt að kynnast. Þú komst alltaf fram við náung- ann eins og þú vildir að náunginn kæmi fram við þig, en því miður var það ekki alltaf þannig. Magn- ea var harðdugleg og sjálfstæð og með afar skemmtilegan húm- or. Hún var óhrædd að tjá skoð- anir sínar, sama hvort málefnið var viðkvæmt eður ei. Ég er þér ævinlega þakklátur fyrir að hafa átt þig að, enda varstu frábær kennari sem náðir til allra. Stolt- ust varstu af Söru Antoníu þinni, þú mótaðir hana sem sterkan og sjálfstæðan einstakling. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og þakkir fyrir allar minningarnar. Takk fyrir allt og allt. Þinn frændi Þórhallur Guðjónsson. Lífið er ósanngjarnt og er fljótt að breytast. Að elsku dug- lega Magga frænka sé farin er mér óskiljanlegt. Ég veit ekki hvar ég á að byrja en Magga var mín dýrmætasta og hjartahlý- jasta frænka, sem var ávallt til staðar fyrir allt og alla. Henni þótti svo vænt um fólkið sitt og var alltaf gott að leita til hennar með hvað sem er og var hún mér svo kær frænka. Núna ert þú hjá ömmu og afa þar sem þér leið ávallt best og veit ég að þau passa upp á þig og þú þau eins og alltaf var. Þótt þú færir frá okkur allt of snemma, og mun ég aldrei skilja það, þá veit ég að þú ert í örmum ömmu og afa. Ég mun passa upp á dug- legu stelpuna þín og vera til stað- ar fyrir hana alltaf. Þú varst fyrirmyndar móðir og ólst upp dásamlega og sterka stelpu sem var sannarlega heppin að hafa fengið þig sem móður. Ég mun halda minningu þinni á lofti og það munu allir fram- tíðar afkomendur vita hver magnaða Magga frænka var. Hversu góð, traust, hlý, skemmtileg, fyndin, dásamleg og sterkur einstaklingur þú varst. Ég er þakklát fyrir að hafa átt fyrirmynd í lífinu eins og Möggu. Hún var ein sú sterkasta og dug- legasta sem ég hef kynnst. Ég á svo margar dýrmætar minningar með Möggu og dóttur hennar Söru og var ávallt mikil gleði og gaman þegar við fjölskyldan komum saman. Magga var einstök frænka og kenndi mér svo margt sem ég mun ávallt muna. Ég var svo heppin hversu frábær kennari Magga var og gegnum alla mína skólagöngu var Magga minn stuðningsaðili. Leitaði ég mikið til hennar og var alltaf svo gott að koma til hennar. Lífið verður tómlegt án þín og mun ég sakna þín alla daga. Það verður skrítið að koma ekki í heimsókn til þín og skrítið að þú munir ekki koma í heimsókn til okkar eða vera með okkur á ára- mótunum þar sem við fjölskyldan skemmtum okkur ávallt svo vel saman. Takk fyrir að vera nákvæm- lega eins og þú varst, því þú varst einstök. Ég er svo innilega þakk- lát fyrir að vera frænka þín og þakklát fyrir hvað við vorum nán- ar. Hvað ég óska þess að hafa fengið að lifa lífinu lengur með þig mér við hlið. Elska þig og söknuðurinn mun aldrei hverfa. Þín litla frænka, Lovísa Guðjónsdóttir. Ég varð orðlaus og sorgmædd þegar ég vissi að Magnea sam- kennari minn og vinkona væri á förum. Það var óvænt að hún færi svo snögglega. Hún skilur eftir stórt skarð. Við Magnea vorum nánar samstarfskonur síðustu átta árin áður en hún fór í veik- indaleyfi til að glíma við krabba- mein. Það var þó ekki krabba- meininið sem varð henni að bana heldur brostnar æðar í heila. Mesta aðdráttaraflið við Magneu var óvenjulega sterkur og heilsteyptur persónuleiki sem þorði að vera hún sjálf, alltaf lit- rík í klæðaburði með sitt rauða síða hár og vingjarnlega viðmót. Við áttum vel skap saman. Hún var djúphugul og ófeimin við að tala um andleg málefni. Þegar Magnea var annars veg- ar voru alltaf skemmtilegar sam- ræður í gangi. Hún hafði mikinn áhuga á listum, bókmenntum, ljóðum og tónlist. Ég syrgi það að fá hana ekki aftur í skólann. Hennar verður sárt saknað. Ég votta Söru mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Lára Haraldsdóttir. Elsku Magga mín, Tilfinningin er dofin, ég hrein- lega trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Lífið er ósanngjarnt, þér var kippt frá okkur allt of fljótt. Hugur minn rifjar upp minning- ar okkar saman. Við kynntumst fljótlega eftir ferminguna þína. Það var yndislegur tími og við urðum miklar vinkonur og þú varst algjör perla á þessum tíma. Þakka þér fyrir hjálpina með litlu börnin mín á þessum árum. Við gleymum ekki nærveru þinni elsku Magga mín. Ég var svo hreykin af þér í náminu þar sem þú fékkst nær alltaf mjög flottar og háar einkunnir og menntaðir þig mjög mikið. Þú varst alltaf svo frábær, glæsileg og sann- gjarn kennari í starfi þínu. Þar að auki hjálpaðir þú mörgum í fjöl- skyldu þinni varðandi nám og vil ég þakka þér fyrir dýrmætu kennsluna sem þú hjálpaðir mér og börnunum mínum með. Magga mín, þú varst frábær og dugleg móðir hennar Söru Antoníu sem varð 16 ára 1. júlí síðastliðinn. Við munum huga vel að henni Söru þinni. Með sorg í hjarta kveð ég þig, elsku Magga mín. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til Söru Antoníu, Huldu móður, Jóa fósturpabba, bræðra þinna og systra, Guðjóns, Lárusar og annarra aðstandenda og vina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikindum viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín vinkona, Guðveig Sigurðardóttir. Magnea Ólafsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG ELÍSABET GUNNSTEINSDÓTTIR Kópavogstúni 2, áður Álfhólsvegi 68, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 10. ágúst klukkan 15.00. Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir nána vini og vandamenn en henni verður streymt á Facebook-síðu Gunnsteins Ólafssonar. Gunnsteinn Ólafsson Eygló Ingadóttir Pétur Már Ólafsson Ragnheiður Elfa Þorsteinsd. Ólafur Jens, Sigurður Karl, Jakob Fjólar Sindri, Þór og Áslaug Elísabet HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.