Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Ívikunni lauk næstsíðastamótinu í syrpumótaröð semMagnús Carlsen hefur staðiðfyrir á netinu undanfarna mánuði með tímamörkunum 15 10, þ.e. 15 mínútur á alla skákina og 10 sekúndur bætast við eftir hvern leik. Þetta fjórða mót gekk undir nafninu Legends of chess eða Goðsagnir skákarinnar, en meðal keppenda voru þrír sem komnir eru á sextugs- aldurinn: Anand, Gelfand og Ivant- sjúk. Þeir áttu allir góða spretti en aðalniðurstaða keppninnar var samt sú að í dag ræður enginn við norska heimsmeistarann, Magnús Carlsen! Og ekki virðist skipta neinu máli hvaða tímamörk eru notuð. Á þessu móti tefldi hann ellefu einvígi og vann þau öll. Eitt þeirra, gegn Nepo- mniachtci, fór í bráðabana og þar sem Magnúsi dugði jafntefli til sig- urs gat hann boðið jafntefli með gjörunnið tafl. En þessi voru fórnar- lömb í undankeppninni. Þar var keppt um fjögur sæti í úrslitum: MC – Giri 3:1, MC – Anand 2½:1½, MC – Leko 2½:1½, MC – Gelfand 3:0, MC – Ivantsjúk 3:2, MC – Ding Liren 2½:1½, MC – Svidler 2½:1½, MC – Nepomniachtchi 2½:2½ og loks MC – Kramnik 3:1. Í fjögurra manna úrslitunum vann Magnús auðveldan sigur á Peter Svidler í 5:1 og stóð keppni þeirra í tvo daga. Nepomniachtchi hafði meira fyrir hlutunum, háði magnað 16 skáka einvígi við Anish Giri, átti þar síðasta orðið og vann 8½:7½. Í lokaeinvíginu gekk hins vegar allt á afturfótunum hjá Nepo. Hann kvartaði undan þreytu og þáði glað- ur jafnteflistilboð Carlsens í níundu skákinni sem hann vann, 6½: 2½. Lokamótið hefst á morgun þann 9. ágúst en þátttökurétt hafa þeir fjór- ir keppendur sem bestum árangri hafa náð í syrpunni allri, auk Magn- úsar, Nakamura, Ding Liren og Daniil Dubov. Magnús teflir við Ding Liren og Nakamura við Dubov. Keppnisfyrirkomulaginu svipar til þess sem þekkist á stórmótum í tennis. Í undanrásunum munu kepp- endur tefla fimm fjögurra skáka ein- vígi og í úrslitunum sjö fjögurra skáka og það er einn vinningur í boði fyrir sigur í hverju einvígi. Garrí Kasparov og Judit Polgar voru meðal gesta á Chess24.com og það var gaman að hlusta á þau og má búast við þeim aftur þegar lokamót- ið fer fram. Sú spurning vaknar hvaða þættir taflmennsku Magnúsar skýra þennan mun á honum og keppinautunum. Leikgleði, frábært vald á alls kyns stöðutýpum, frábær leiktækni í endatafli, hagsýni varð- andi tímanotkun og traust á innsæi varðandi ákvarðanatöku eru nokkur atriði sem nefna má. Því má bæta við að hann virðist hafa lært heilmikið af forritinu fræga, Alpha Zero. Grein- arhöfundur fylgdist með fyrstu skákinni í úrslitakeppninni og þá kom þessi staða upp: Goðsagnir skákarinnar 2020; 7. umferð: Peter Svidler – Magnús Carlsen Svartur er peði yfir en staðan er þröng, biskupinn stefnir á g7. Hvað skal nú til bragðs taka? 15. … g5!? Það þarf mikið sjálfstraust til að leika svona en virðist ganga upp. 16. fxg5 Dxg5 17. Hf5? „Houdini“ mælir með 17. h4! en eftir 17. … Dc5+ 18. Kh1 Re5 19. Rf5 Kh8 getur svartur varist. 17. … De3+ 18. Kh1 Re5! Skyndilega er hvítur kominn í bullandi vandræði. 19. Be2 Bb7 20. Dc2 Rc5! Og nú er hvíta staðan að hruni komin. 21. Bc1 Bxe4+ 22. Rxe4 Dxe4+ 23. Dxe4 Rxe4 24. Bb2 He6 25. Haf1 Hae8 26. g5 Rd2 27. H1f2 Rxc4 - og Svidler gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Chessbase.com Tvö borð - ein viðureign. Verður þetta svona í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands sem á að hefjast þann 22. ágúst nk? Enginn ræður við norska heims- meistarann Við lifum nú á und- arlegum tímum þar sem svo margt er breytt. Við máttum svo sem alveg við því að staldra við og hugsa okkar gang þótt fórn- arkostnaðurinn sé að vísu ægilegur. En við þurfum til framtíðar að finna eitthvert jafnvægi ef við ætlum yfir höfuð að halda þessu jarðlífi áfram með ein- hverjum hætti, þótt ekkert verði mögulega eins og áður var. Þroskumst í trú, von og kærleika Eitt af því sem hefur riðlast og frestast jafnvel ítrekað eru brúkaup, fermingar og skírnir og útfarir fara fram við erfiðar aðstæður þar sem takmarkaður fjöldi má koma saman og virða verður eðlilega tveggja metra regluna. Það hefur meðal annars verið óþægilegt fyrir fermingarbörn vors- ins 2020 að hafa ekki getað fermst og þannig staðfest trú sína með þeim hætti sem til stóð. Fermingartímun- um og námskeiðunum löngu lokið og ef allt væri eðlilegt ættu nýir hópar næsta árgangs að skila sér í sína fermingarfræðslu með haustinu. Allt er þetta í mikilli óvissu. Fermingar- fötin orðin of lítil og svo framvegis þar sem ekki hefur náðst að kalla ungmennin og fjölskyldur þeirra saman eins og til stóð. Það sem er þó mest um vert að hafa í huga er að þótt fermingin sé hátíðleg og táknræn og ómissandi lið- ur í okkar trúar, kærleiks og þroska- ferli þá er spurning fermingar- dagsins spurning dagsins alla ævi. Fermingin er nefnilega ekki bara einhver sýning, færibanda-afgreiðsla eð hópyfirlýsing heldur persónuleg vitnisburðar- og bænastund. Hún er ekki manndómsvígsla, vottorð um að við séum komin í fullorðinna manna tölu eða útskrift úr kirkjunni. Öðru nær. Heldur er hún upphaf af með- vitaðri lífsgöngu með frelsarann Jesú Krist sem leiðtoga lífs okkar. Jafnt á gleðidögum og eins þegar gefur á bátinn. Fermingin er vitn- isburður þess að við viljum áfram þiggja það að fá að vera barn. Barn Guðs, leitt af Jesú Kristi. Barn sem vill fá að þroskast og dafna í skjóli hans og leitast við að leyfa honum að hafa áhrif á okkur til góðs. Þiggja leiðsögn hans og nærveru með öllum þeim fyrirheitum og erfðarétti sem því fylgir. Fermingin er vitnisburður þess að vilja leitast við að lifa lífinu í kærleika og sátt við Guð, sjálfan sig og alla menn. Fermingin er að segja já við lífinu. Að vilja læra að meta það, njóta þess og þakka fyrir það. Hún er að þiggja kórónu lífsins. Dýrðarsveig sem aldrei fölnar. Því er sannarlega ástæða til þess að koma saman, fagna og gleðjast saman, þegar aðstæður leyfa, til þess að biðja og þakka. Höldum fast í okkar lífsins kórónu, svo enginn taki hinn himneska sig- ursveig lífsins frá okkur. Og minnum okkur daglega á að spurning fermingardagsins er spurn- ing dagsins, alla ævi. Náð Guðs og von höfundar og full- komnara lífsins, blessun, kærleikur og friður fylgi okkur öllum dag hvern, alla leið, á ævinnar skrikkjóttu göngu. Með samstöðu friðar- og kærleik- skveðju. Lifi lífið! Spurning dagsins, alla ævi Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Fermingin er hátíð- leg og táknræn og ómissandi liður í okkar trúar, kærleiks og þroskaferli en spurning fermingardagsins er spurning dagsins, alla ævi. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Lárus Helgason fæddist 8. ágúst 1873 á Fossi á Síðu. For- eldrar hans voru hjónin Helgi Bergsson, f. 1841, d. 1900, og Halla Lárusdóttir, f. 1843, d. 1927, bændur þar. Lárus var kennari á Síðu 1891-1898 og bóndi í Múlakoti á Síðu 1900-1906. Það ár flutti hann á Kirkjubæjarklaustur og var bóndi þar til æviloka. Á Kirkjubæjarklaustri stóð Lárus ásamt konu sinni og son- um fyrir umfangsmiklum fram- kvæmdum, rafstöð var byggð, skógi var plantað í hlíðunum og sandfok heft. Fyrsta þéttbýlið í sveitunum milli sanda varð að veruleika. Lárus varð símstöðvarstjóri og póstafgreiðslumaður frá 1929, oddviti hreppsins lengst- an part, hann var formaður stjórnar Kaupfélags Skaftfell- inga 1914-1941 og formaður stjórnar Skaftfellings hf. 1917- 1941. Hann var alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1922-1923 og 1927-1933 fyrir Framsóknarflokkinn. Eiginkona Lárusar var Elín Sigurðardóttir, f. 1871, d. 1949. Þau eignuðust fimm syni. Þór- arinn Helgason ritaði ævisögu Lárusar sem heitir Lárus á Klaustri: Ævi hans og störf og kom út 1957. Lárus lést 1. nóvember 1941. Merkir Íslendingar Lárus Helgason Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.