Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Sími 420 6070 • eignasala@eignasala.is
Fjöldi eigna á
Suðurnesjum
á söluskrá
Sjónvarpið sýnir nú þáttaröðina Svona fólk eftir HrafnhildiGunnarsdóttur, um baráttusögu samkynhneigðra hér álandi. Það er erfitt fyrir ungt fólk að skilja viðtekna for-dóma samfélagsins eins og þeir birtust í tungumálinu fyrir
nokkrum áratugum. Hikstalaust var talað um kynvillinga en orðin
hommi og lesbía þóttu „með öllu ótæk, þar eð þau hefðu á sér niðr-
andi blæ“ svo vitnað sé í
frásögn Helga Hálfdanar-
sonar hér í blaðinu árið
1983 af tilraun orðanefndar
Kennaraháskólans til að fá
fólk til að nota orðin kyn-
hvarfi og hómi og lespa
sem áttu að vera íslensku-
legri en hommi og lesbía og
ekki bera með sér for-
dómasögu þeirra orða.
Eins og fram kom í
greinum Böðvars Björns-
sonar hér í blaðinu í maí
1985, „Sögu orðanna“ og
„Kynhvarfi kveðinn niður:
Málrósir vinsamlega af-
þakkaðar“, var þessi orða-
notkun tilefni átaka sem
birtust skýrt þegar út-
varpsstjóri gekk svo langt
að banna Samtökunum 78
að auglýsa fundi fyrir
homma og lesbíur með
þeim orðum. Þrátt fyrir
meinta gildishlaðna merk-
ingu þeirra orða var það hluti af baráttu samtakanna fyrir hugar-
farsbreytingu að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Málið fór svo
langt að gengið var fyrir forsætisráðherra, forseta Íslands og for-
seta alþingis!
„Baráttan um orðin“ getur tekið á sig ýmsar myndir. Þóra Björk
Hjartardóttir skrifaði í Íslenskt mál og almenna málfræði (2004) og
nefndi þann þátt í baráttunni að breyta hugarfarinu að baki. Hlið-
armerking orðanna væri ekki fólgin í þeim sjálfum heldur í hug-
myndum okkar. Þannig stoðar lítt að hætta að tala um fávita ef af-
staðan til þroskahamlaðra breytist ekki neitt. Þóra rekur einnig að í
fyrstu útgáfu Vefarans mikla frá Kasmír (1927) hafi Halldór Kiljan
Laxness notað hið umdeilda orð: „Bambara Salvatore [„vís-
indamaður og verslunareigandi“] hafði dvalið í Róm meðal preláta,
[…] í Berlín meðal kynhverfínga, í New York meðal auðmærínga“
(262). Í síðari útgáfum Vefarans breytti Halldór þessu (eins og
mörgu öðru sem átti hlut í harkalegum viðbrögðum við frumútgáf-
unni) og sagði þá Signor Bambara Salvatore hafa dvalið meðal „kyn-
villínga“.
Í greinum sínum hafnaði Böðvar orðinu kynhvarfur (sem orða-
nefndin hugsaði sem andheiti við kynvís) og benti á að grunnhugs-
unin að baki væri sama villukenningin og í orðinu kynvilla; þ. e. að í
kynhverfu væri snúið við því rétta og kynvísa. Þarna er því við sama
draug að etja og þegar talað er um að fólk sé litað – og þar með
gengið út frá að sá húðlitur sem vísað er til sé afbrigði frá hinu
venjulega og ólitaða. Við erum alltaf að glíma við hugmyndadraug-
inn með skilgreiningarvaldið á því hvað sé viðtekið og þar með „eðli-
legt“. Stundum gengur okkur mannfólkinu erfiðlega að höndla þá
hugsun að fjölbreytileikinn sé eðlilegur. Það afskræmir fjölbreyttan
veruleikann að nota tungumálið til að skilgreina sinn litla speglasal
sem hinn eina rétta og eðlilega.
„Hvað veldur
gagnkynhneigð?“
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
LitagleðiFjölbreytt mannlíf á
Péturstorginu í Róm.
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Það hefur lengi legið það orð á að eitt af ein-kennum íslenzks samfélags hafi verið og sésundurlyndi. Það er of mikið til í því. Þegarvart verður sundurlyndis í fámennum
byggðum á landinu sést vel hve miklum skaða það
veldur. Við sjáum það ekki jafn vel þegar það snert-
ir samfélag okkar í heild en skaðinn er ekki minni.
Kannski er sundurlyndi einkenni fámennra sam-
félaga yfirleitt og hefur eitthvað með eðli mannfólks-
ins að gera.
Það er hins vegar alvarlegt umhugsunarefni á
þeim erfiðu tímum, sem við upplifum nú og ganga
má út frá sem vísu að fylgi okkur með einhverjum
hætti á næstu árum og jafnvel lengur, hvort á sama
tíma sé ekki ástæða til að takast á við þau sundr-
ungarmál, sem við sjálf getum ráðið við. Ef okkur
tækist að leysa þau eða einhver þeirra mundi það
auðvelda okkur að fást við hin vandamálin, sem við
höfum sjálf enga stjórn á, þ.e. veiruna illskeyttu og
efnahagslegar afleiðingar hennar.
Hver eru þessi mál?
Við sem samfélag höfum rætt meðferð sameig-
inlegra auðlinda í þrjá áratugi án þess að komast að
sameiginlegri niðurstöðu. Þó hefur okkur þokað eitt-
hvað áfram. Það er ekki ágrein-
ingur um, að tilteknar auðlindir
teljast sameign þjóðarinnar og
eru það í sumum tilvikum sam-
kvæmt lögum, sem sett hafa
verið á Alþingi.
Það á við um fiskimiðin innan 200 mílna efnahags-
lögsögu okkar. Það á við um auðlindir í jarðhita og
það á við um orku fallvatnanna. Það á líka við um
náttúru Íslands, hvort sem er á miðhálendinu, Horn-
ströndum eða öðrum sambærilegum svæðum og er
gefið heitið umhverfisgæði í áliti auðlindanefndar dr.
Jóhannesar Nordals frá síðustu aldamótum. Það á
líka við um auðlindir á eða undir hafsbotni og það á
reyndar líka við um rafsegulbylgjur til fjarskipta.
Það er tæpast hægt að tala um ágreining um
gjaldtöku vegna nýtingar á auðlindum í sameign
þjóðarinnar. Slík gjaldtaka var m.a. samþykkt á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins í byrjun nýrrar aldar
sem þáttur í meginstefnu flokksins.
Hins vegar er enn ágreiningur um, hvernig standa
eigi að þeirri gjaldtöku og nánast ekki hægt að tala
um að hún hafi verið tekin upp í tengslum við aðrar
auðlindir, sem teljast til sameignar þjóðarinnar.
En þar sem samkomulag hefur náðst um sameign
þjóðarinnar á tilteknum auðlindum og að taka beri
gjald vegna nýtingar þeirra er tímabært að ljúka
þeirri sáttargerð með því að ná fram sameiginlegri
niðurstöðu um hvernig að því verki skuli staðið. Það
mundi draga úr margvíslegri óánægju, sem til hefur
orðið vegna þess að því verki hefur ekki verið að
fullu lokið.
Enn er til staðar ágreiningur um afstöðuna til
Evrópusambandsins. Þó verður að telja ljóst að
meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn aðild og ým-
islegt bendir til að þeir flokkar, sem barizt hafa fyr-
ir aðild, sem eru aðallega Samfylkingin og Viðreisn,
hafi áttað sig á það er ekki vænlegur kostur fyrir þá
að setja aðildarmálin á oddinn í þingkosningum að
ári. Þó ekki væri nema vegna þess, að innan ESB er
mjög sýnilegur ágreiningur um hvert skuli stefna.
Meðal elztu kynslóða núlifandi Íslendinga er djúp-
stæð óánægja sem snýr að þeim reglum, sem settar
hafa verið um skerðingar á greiðslum almannatrygg-
inga til þeirra, hafi þeir aðrar tekjur. Þessi óánægja
er orðin svo mikil að verði engar breytingar gerðar
á þeim reglum á Alþingi fyrir lok þessa árs með
gildistöku frá og með næstu áramótum er líklegra
en hitt að það hafi veruleg áhrif á það hvernig hin
aldna sveit ver atkvæði sínu í þingkosningum á
næsta ári.
Það mátti finna magnaða óánægju vegna þessara
mála á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni fyrir nokkru, þar sem mæting var svo mik-
il að Súlnasalur Hótel Sögu var
troðfullur.
Og loks má nefna, að eitt af
því, sem veldur sundurlyndi í
okkar fámenna samfélagi er
misskipting. Þá er ekki átt við
að dugnaðarfólk nái fram, hvort sem er í atvinnulífi
eða á öðrum sviðum og njóti þess árangurs í kjörum.
Heldur hitt að misskipting verði til af manna völd-
um, ef svo má segja, þ.e. með ákvörðunum og laga-
setningum, sem umbuna sumum umfram aðra.
Á síðustu áratugum hefur þess gætt meira en áð-
ur, að þeir sem eru í aðstöðu til, hvort sem er á Al-
þingi eða í stjórnkerfinu að öðru leyti, nýti sér þá
aðstöðu sjálfum sér í hag.
Til þess að draga úr þeirri óánægju, sem til staðar
er í samfélaginu vegna þeirra mála, sem hér hafa
verið nefnd þarf að takast á við þau og reyna að
leiða þau til lykta með sáttargerð, sem allir geti við
unað.
Að til verði eins konar nýr samfélagssáttmáli.
Fram undan eru erfið ár og þau verða ekki sízt
erfið fyrir yngri kynslóðir Íslendinga. Þær kynslóðir
geta með réttu gert kröfu til þess að eldri kynslóðir
skilji ekki eftir sig óleyst vandamál af þessu tagi
heldur geri átak í því að leiða þessi ágreiningsmál til
lykta og farsællar niðurstöðu fyrir land og þjóð.
Við viljum að hér verði til sanngjarnt samfélag og
að fólki líði vel að búa hér en ekki samfélag, þar sem
allt logar í illdeilum.
Og hver er kjarni þess að svo megi verða?
Því má lýsa með orðum, sem þáverandi forsætis-
ráðherra og nú ritstjóri þessa blaðs, Davíð Oddsson,
lét falla í samtali við RÚV hinn 7. ágúst 1999:
„Íslenzka þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki
hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum
aðilum.“
Sundurlyndi skaðar lítið samfélag
Krafan sem yngri kynslóðir
geta gert til hinna eldri.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Eitt af því, sem menn læra ígrúski um söguna, er, að fleiri
hliðar eru á henni en okkur voru
kenndar í skólum. Enginn sagði okk-
ur til dæmis frá því, að í lok seinna
stríðs voru á milli tíu og fjórtán
milljónir manna af þýskum ættum
reknar til Þýskalands frá heimkynn-
um sínum í Austur-Prússlandi, Pól-
landi og Tékkóslóvakíu, þar sem
fólkið hafði búið mann fram af
manni. Talið er, að hátt í milljón
manns hafi látist í þessum flutn-
ingum.
Miskunnarleysi þýskra nasista í
Mið- og Austur-Evrópu í stríðinu af-
sakar ekki miskunnarleysi sigurveg-
aranna í seinna stríði gagnvart fólki
af þýsku bergi brotnu, að minnsta
kosti ekki að dómi þeirra okkar, sem
hafna hugmyndinni um samsekt
þjóða, en trúa á ábyrgð einstaklinga
á eigin gerðum og ekki neina sök
þeirra á fæðingarstað sínum.
Það var eitt af kyrrlátum afrekum
Þjóðverja eftir stríð, að þeir gátu
tekið við öllu þessu fólki, án þess að
allt færi úr skorðum. Þetta voru
mestu fólksflutningar mannkyns-
sögunnar. Skýringin á því, hversu
ótrúlega vel tókst til, var tvíþætt:
Þeir Konrad Adenauer og Ludwig
Erhard höfðu komið á atvinnufrelsi í
Vestur-Þýskalandi, svo að atvinnu-
lífið óx hratt og örugglega og allt
þetta aðkomufólk fékk störf. Og í
öðru lagi var tiltölulega auðvelt fyrir
hina nauðugu innflytjendur að laga
sig að aðstæðum, því að þeir deildu
tungu og menningu með þeim, sem
fyrir voru. Öðrum þræði gátu þeir
verið fegnir að lenda ekki undir oki
kommúnista.
Adenauer var líka kænn stjórn-
málamaður. Þótt hann væri viss um,
að Þjóðverjar myndu aldrei end-
urheimta þau svæði, sem af þeim
höfðu verið tekin, datt honum ekki í
hug að segja það opinberlega. Hann
leysti brýnan vanda fljótt og vel, en
leyfði tímanum og þögninni að
græða sár sögunnar.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hin hliðin á
sigrinum