Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Elsku Erla Dís
mín, elsku vinkona.
Það var fyrir algera
tilviljun að þú komst
inn í líf mitt um tví-
tugt er ég stóð á
tímamótum í lífinu og vantaði með-
leigjanda. Fyrir tilstilli Eddu vin-
konu okkar fór það svo að við tvær
fórum að búa saman á Nýlendugöt-
unni. Þar ákváðum við að byggja
upp nýtt líf og um leið nýja framtíð.
Þegar ég hugsa til baka var það
mér mikið lán því þú varðst upp frá
því ein af mínum bestu og kærustu
vinkonum. Við skildum hvor aðra.
Við náðum út frá þeirri sambúð
Erla Dís Arnardóttir
✝ Erla Dís Arn-ardóttir fædd-
ist 13. janúar 1982.
Hún lést 6. júlí
2020. Útförin fór
fram 16. júlí 2020.
okkar að byggja okk-
ur upp til bjartari
framtíðar, fallegri en
ég hafði nokkru sinni
þorað að vona. Það er
magnað að hugsa til
þess að það var eins
og við hefðum alltaf
þekkst. Strax frá
fyrsta degi lögðum
við í blindni 100%
traust okkar hvor á
aðra, við tvær á móti
heiminum. Við urðum persóna
númer eitt hvor hjá annarri, eins
og við kölluðum það. Ég var samt
alltaf númer eitt, enda fædd 1981
og þú númer tvö, enda fædd 1982.
Það var svo mikið í þig spunnið
Erla mín. Þú varst hæfileikarík á
mörgum sviðum, greind og ein-
staklega skapandi ung kona. Þú
varst falleg mannvera að innan
sem utan. Þú lagðir þig fram og
vandaðir þig. Þú hafðir einstaka
rödd og talanda, brosið þitt og
hvernig augun þín lýstust upp þeg-
ar þú sagðir manni sögur eða hlust-
aðir á mann segja þér frá ein-
hverju, bæði góðu og slæmu. Þú
heyrðir skýrt það sem maður sagði
eða sagði ekki. Það var alltaf með
svo mikilli gleði og húmor sem þú
tjáðir þig, það var einstakt. Ég sé
þig fyrir mér breiða út faðminn og
segja: „Komdu hérna“ þegar þú
vildir gefa manni knús með allri
þinni hlýju og ást í röddinni, að
ógleymdum glampanum í augum
þínum. Þú áttir auðvelt með að
setja tilfinningar þínar og hugsanir
í orð. Þú kvaddir mig alltaf með því
að segja: „Ég elska þig.“ Ég lærði
svo margt af þér, þú varst sann-
arlega kennari af lífi og sál. Þú
varst vinur vina þinna og áttir svo
marga góða trausta vini úr öllum
áttum. Það var engin tilviljun. Þú
varst traust, ráðagóð, skemmtileg,
gefandi og gafst aldrei upp á vinum
þínum. Þú kunnir svo vel þetta
jafnvægi í að stíga fram og draga
þig í hlé á réttum augnablikum. Þú
varst einstaklega góð í að hrósa
manni og einnig sjálfri þér, það er
list sem fáir kunna. Þú hafðir líka
einstakt vit á að setja hlutina í fal-
legra samhengi en þeir virtust oft á
tíðum vera eða voru í raun. Þú
dróst fram það fallega og jákvæða
út úr öllum aðstæðum. Þú kenndir
mér að bera virðingu fyrir sjálfri
mér og bera höfuðið hátt. Maður
má það alveg og maður á að halda
með sér. Það er mér dýrmæt gjöf.
Þú hélst með mér, elsku Erla Dís
mín, allt frá okkar fyrstu kynnum
og það var gagnkvæmt. Við tók-
umst á við margar áskoranir sam-
an og vorum einstaklega samrýnd-
ar vinkonur. Takk fyrir allar góðu
stundirnar. Hjarta mitt grætur
fyrir þig, fallegu dætur ykkar
Reynars, fjölskyldu og vini. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Ég
minnist þín með ómældum kær-
leika og þakklæti. Takk fyrir sam-
fylgdina. Hvíl í friði elsku vinkona.
Ég elska þig. Ást,
Herborg.
Í dag kveðjum við
Sigurð Jörund, eða
Sissa eins og hann
var ávallt kallaður.
Sissi og mamma kynntust
sumarið 1995 og hófust með þeim
góð kynni. Sissi reyndist henni
ávallt afar góður og varð strax
hluti af fjölskyldunni. Hann var
einstaklega handlaginn maður og
alltaf tilbúinn að hjálpa til og að-
stoða þegar á þurfti að halda.
Krakkarnir fóru ófáar ferðir með
þeim í húsbílaferðir um landið og
höfðu mikið gaman af. Sissi spil-
aði á harmonikku og kom víða við
að spila fyrir eldri borgara og
leikskólabörn. Eitt sinn kom
hann ásamt félögum sínum að
spila fyrir börnin á leikskólanum
mínum þegar ég var að vinna þar,
og höfðu allir mjög gaman af.
Sumarið 2015 fórum við fjöl-
skyldan með Sissa og mömmu til
Gautaborgar og Kaupmanna-
hafnar, þar sem haldið var upp á
80 ára afmæli Sissa. Sú ferð er
okkur ógleymanleg og margar
dýrmætar minningar sem við öll
eigum eftir þá ferð. Mamma og
Sissi voru hin síðari ár ávallt hjá
okkur á aðfangadagskvöld. Þrátt
fyrir veikindi mömmu um síðustu
Sigurður Jörundur
Sigurðsson
✝ Sigurður Jör-undur Sigurðs-
son (Sissi) fæddist
1. júlí 1935. Hann
lést 23. júlí 2020.
Sigurður var
jarðsunginn 5.
ágúst 2020.
jól héldum við jólin
saman og eru það
okkur dýrmætar
minningar um þau.
Í gegnum veik-
indi mömmu síðustu
mánuðina hennar
var Sissi henni
ómetanleg hjálp og
stoð. Ávallt var
hann til staðar fyrir
hana og gerði allt
fyrir hana. Það var
okkur mikill harmur að fá frétt-
irnar að Sissi hefði skilið við eftir
stutta spítalalegu. Einungis mán-
uði fyrr, eða þegar forsetakosn-
ingarnar voru, var Sissi í mat hjá
okkur fjölskyldunni og fóru
Andrés og strákarnir með honum
að kjósa þann dag. Eins og
endranær var Sissi hinn hress-
asti.
Við kveðjum Sissa með mikl-
um söknuði og erum þakklát fyrir
að hafa haft hann í lífi okkar.
Jóna Þóra, Andrés Einar,
Kristín Svana, Hilmar
og Atli Hrafn.
Látin er móður-
systir mín Hjördís
Hafsteinsdóttir og
langar mig að minnast hennar hér í
fáum orðum.
Elsku Hjördís mín, ég er ennþá
varla búin að átta mig á að þú sért
farin, þetta gerðist allt svo hratt og
það er svo stutt síðan við áttum svo
gott og innihaldsríkt samtal eins og
öll okkar samtöl voru. Þú varst allt-
af svo áhugasöm um allt sem fór
fram í mínu lífi og stelpnanna og
spurðir mig alltaf spjörunum úr
Hjördís
Hafsteinsdóttir
✝ Hjördís Haf-steinsdóttir
fæddist 15. nóv-
ember 1952. Hún
lést 24. júní 2020.
Útförin fór fram
7. júlí 2020, í kyrr-
þey að ósk hinnar
látnu.
hvernig þeim gengi
og minntir mig á
hvað ég er blessuð að
eiga svona flottar og
klárar stelpur. Mér
þykir rosalega vænt
um að þegar mamma
lést varst þú mér
stoð og stytta í gegn-
um allt ferlið, þú
hjálpaðir mér með
jarðarförina og erfi-
drykkjuna og er ég
ævinlega þakklát fyrir það. Elsku
Hjördís, þú hugsaðir svo vel um
ömmu og átt svo mikinn heiður
skilinn fyrir það, ég á ennþá erfitt
með að hugsa það að ég eigi aldrei
eftir að sjá þig hjá ömmu, þetta var
tíminn okkar og við áttum svo góð-
ar stundir saman og höfðum gam-
an af að spjalla um daginn og veg-
inn.
Ömmu hefur hrakað eftir andlát
þitt og ég bið fyrir henni, elsku
blessuninni. Þér þótti svo vænt um
hana og ég mun gera mitt besta til
að reyna að fylla þitt skarð sem þó
verður aldrei fyllt.
Lífið getur verið svo ósann-
gjarnt og ófyrirséð, ég mun aldrei
gleyma því þegar ég hringdi í þig
og þú sagðir við mig að þú værir
komin með krabbamein, og sagðir
bara beint við mig: „Jæja, Magga
mín, nú er röðin komin að mér.“ Ég
trúði þessu ekki og sagði: „Láttu
ekki svona, þú verður hundrað ára,
Hjördís.“„Nei, Magga mín,“ sagðir
þú, „þetta eru mín örlög og ég verð
að taka þeim, elskan mín.“ „Svona
er lífið,“ sagðir þú með auðmýktina
í fyrirrúmi eins og þú varst, þú vild-
ir aldrei gera mikið úr hlutunum og
varst alltaf svo jákvæð, þrátt fyrir
erfið og alvarleg veikindi tókstu
þessu af algeru æðruleysi.
Ég varð miður mín þegar ég
fékk svo að vita að þú værir með
fjórða stigs lifrarkrabba, þá vissi
ég að þetta væri alvarlegt en lang-
aði samt ekki að trúa því. Þetta tók
ekki nema tæpa tvo mánuði frá því
þú sagðir mér þessar hörmulegu
fréttir og svo varstu farin. Ég náði
ekki að kveðja þig og er leið yfir
því, en þú varst með áhyggjur af að
þú litir ekki nógu vel út og það var
svo í þínum anda, alltaf að hugsa
um útlitið og varst svo mikill fag-
urkeri með mikinn áhuga á útliti og
hönnun, stílisti í húð og hár. Elsku
Hjördís, nú ertu komin til Bóbó
þíns og ég efast ekki um að
mamma hafi tekið vel á móti þér,
en samt sem áður farin hér af þess-
ari jörð langt fyrir aldur fram og
það er svo erfitt að sætta sig við
það. Ég var búin að hlakka svo til
að fá þig í ferminguna hjá Kristu
minni og þú hlakkaðir svo mikið til,
en ég ætla að leyfa mér að vona að
þú verðir með okkur í anda í sept-
ember næstkomandi þegar að því
kemur. Ég mun sakna þín og mun
halda í okkar góðu minningar og
varðveita samtölin okkar.
Ég votta börnunum þínum,
þeim Kristínu, Berglindi, Auði og
Gústa, mína dýpstu samúð sem og
barnabörnum þínum, og þakka
þeim fyrir að hafa leyft mér að
fylgjast grannt með í veikindunum.
Megi Guð gefa þeim styrk og von.
Margrét Friðriksdóttir.
Meira: mbl.is/andlat
Mig langar að
kveðja þá góðu og
merku konu sem
Þórhalla Guðna-
dóttir var með
nokkrum orðum.
Eitt síðasta skiptið sem við
áttum fund saman var á Skjóli
í júní 2017. Þegar ég kom sat
hún við vinnuborðið sitt og
var að smíða hálsmen og það
geislaði af henni. Fyrir utan
bækur var hennar líf og yndi
að búa til skartgripi úr ís-
lenskum steinum og ekki lét
hún það aftra sér að geta ein-
ungis beitt vinstri höndinni.
Hún gladdist yfir heimsókn
minni um leið og hún var
hissa á því að ég skyldi hafa
leitað sig uppi en við kynnt-
umst nokkrum árum fyrr á
Vitatorgi þar sem Erla móðir
mín býr. Þórhalla settist oft
hjá okkur í kaffitímanum
niðri í matsal, kom þá akandi
í rafmagnshjólastólnum sínum
og spurði glettin hvort hún
mætti stíma til okkar. Mikið
sem mér þótti gaman að tala
við Þórhöllu og ég tók fljótt
eftir því að hún var ekki að-
eins gáfuð og félagslynd held-
ur einnig mannvinur. Eldmóð-
ur hennar og áhugi á hverju
Þórhalla
Guðnadóttir
✝ Þórhalla fædd-ist 25. febrúar
1925. Hún lést 14.
júlí 2020. Útförin
fór fram 21. júlí
2020.
sem fyrir bar
ásamt kímnigáfu
smitaði út frá sér
og einnig var hún
afar hvetjandi
gagnvart mér og
mínu áhugamáli,
að skrifa ljóð.
Hún bæði lánaði
og gaf mér bækur
úr safni sínu.
Þórhalla var virk
í flestu sem gerð-
ist á Vitatorgi, hannaði gler-
muni og skartgripi og bauð
okkur heim til sín að skoða og
kaupa til gjafa. Yfir stofunni
hennar fannst mér vera
heimsborgaralegur blær,
djasstónlist á fóninum að mig
minnir og fyrir altanhurðinni
glóði appelsínugult glugga-
tjald. Heimsókn mín til Þór-
höllu á Skjól sumarið 2017
endaði uppi í herberginu
hennar þar sem hún las fyrir
mig úr ljóðum Steins Steinars
áður en ég fór – með nýtt
men um hálsinn.
Að sigra heiminn er eins og að
spila á spil
með spekingslegum svip og taka í
nefið,
(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)
Og þó þú tapir, það gerir ekkert til
því það var nefnilega vitlaust gefið.
(Steinn Steinarr)
Ég minnist Þórhöllu með
þakklæti og virðingu.
Þórdís Richardsdóttir.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGURBORG ELVA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Smyrlaheiði 1, Hveragerði,
lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 26. júlí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Halldór Svanur Örnólfsson
Hálfdán Freyr Örnólfsson Elísabet Courtney
Dagný Hrund Örnólfsdóttir Hjálmar Sigurjónsson
Eva Ösp Örnólfsdóttir Óskar Ingimar Gunnarsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÖGMUNDUR H. GUÐMUNDSSON
loftskeytamaður,
Dalseli 40, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Vífilsstöðum
föstudaginn 31. júlí. Útför hans fer fram frá Seljakirkju
mánudaginn 10. ágúst og hefst klukkan 13.
Fjöldatakmarkanir gilda og því aðeins rúm fyrir boðsgesti,
en streymt verður á facebooksíðu Seljakirkju.
Kristín Jónsdóttir
Guðmundur Ögmundsson
Jón Ögmundsson Snjólaug María Árnadóttir
Unnur Ögmundsdóttir Páll L. Sigurjónsson
Anna Kristín Ögmundsdóttir
Ævar Sveinsson Berglind Þóra Steinarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
GÍSLI S. PÁLSSON
frá Hofi í Svarfaðardal,
áður til heimilis í Hamragerði 26,
Akureyri,
er látinn.
Árdís Svanbergsdóttir
Ragnar Magnússon Kristín Steindórsdóttir
Svava Svavarsdóttir
Einar Magnússon Guðný Sigurharðardóttir
Ottó Magnússon Guðrún Gísladóttir
og fjölskyldur