Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 38
Fjölskyldan Páll, Guðbjörg og
Hilmar árið 2018.
Hún hefur sungið einsöng í stórum
uppfærslum kórsins og eins og í Re-
quiem eftir Fauré og af öðrum verk-
efnum má nefna að hún söng hlutverk
Súsönnu í óperunni Brúðkaup Fígarós
eftir Mozart sem Óperufélagið Norð-
uróp setti upp í Reykjanesbæ.
Sumarið var viðburðaríkt hjá Guð-
björgu en hún hélt tvenna tónleika á
Sumartónleikum í Skálholti í byrjun
júlí. „Ég fór í gönguferð á Horn-
ströndum með fjölskyldu og góðum
vinum þar sem gist var í Hornbjargs-
vita, ég fór í fjölskylduferð á Vestfirði
og síðast en ekki síst stendur upp úr
þrítugsafmælisferð vinkvennanna af
Nesinu í Bláa lónið.“
Tónlistin er aðaláhugamál Guð-
bjargar. „Svo erum við kærastinn
minn mjög dugleg að hjóla og förum á
skíði.“
Fjölskylda
Sambýlismaður Guðbjargar er Páll
Ólaf Pálsson, f. 7.9. 1990, viðskipta-
fræðingur. Foreldrar hans eru Eydís
Guðrún Sigurðardóttir, f. 15.10. 1956,
snyrtifræðingur, og Páll Rúnar Ing-
ólfsson, f. 6.11. 1954, húsgagnasmíða-
meistari. Þau eru búsett í Garðabæ.
Sonur Guðbjargar og Páls Ólafs er
Hilmar, f. 9.7. 2018.
Systkini Guðbjargar eru Jóhannes
Hilmarsson, f. 27.10. 1992, sérfræð-
ingur hjá Íslandsbanka, býr í Reykja-
vík, og Hildur Sif Hilmarsdóttir, f. 5.6.
G
uðbjörg Hilmarsdóttir
fæddist 8. ágúst 1990 í
Reykjavík en ólst upp á
Seltjarnarnesi.
Guðbjörg gekk í
Grunnskóla Seltjarnarness og
Menntaskólann í Reykjavík og út-
skrifaðist af eðlisfræðibraut. Meðfram
grunn- og menntaskóla stundaði hún
líka tónlistarnám í fiðlu og söng. „Ég
byrjaði að læra á fiðlu fimm ára og
lauk miðstigi og fór að syngja þegar
ég var unglingur.“ Guðbjörg lenti í
þriðja sæti í X-Factor þegar hún var
16 ára gömul. „Það opnaði mörg tæki-
færi fyrir unga stelpu og í kjölfarið á
þeirri keppni fékk ég tækifæri til að
vera í Þjóðleikhúsinu í söngleikjunum
þar og tók þátt í þremur uppfærslum,“
en söngleikirnir voru Skilaboða-
skjóðan, Kardemommubærinn og Óli-
ver!.
Guðbjörg fór eftir stúdentspróf til
Bandaríkjanna á Rotary-styrk í söng-
nám og útskrifaðist frá Columbus
State University í Georgíuríki árið
2014 með BM-gráðu í söng, hún fór
síðan í Listaháskóla Íslands og út-
skrifaðist með M.ed.-gráðu í list-
kennslu frá listkennsludeild skólans.
Guðbjörg hefur starfað sem söng-
kona og tónlistarkennari frá því að
hún kom heim frá Bandaríkjunum.
„Ég kom beint heim eftir útskrift, ég
íhugaði að reyna fyrir mér erlendis en
mig langaði frekar að vera bæði söng-
kona og tónlistarkennari hér heima,“
en Guðbjörg kennir bæði á grunn- og
framhaldsskólastigi. „Ég kenni söng
og raddbeitingu á leiklistarbraut
Borgarholtsskóla en þar fékk ég tæki-
færi á að framkvæma útskriftar-
verkefnið mitt frá Listaháskólanum.
Útskriftarverkefnið varð að starfi sem
er í dag draumastarf – líflegt og gef-
andi. Samhliða starfinu í Borgarholts-
skóla kenni ég ýmis námskeið og
smiðjur á grunnskólastigi með áherslu
á söng.“
Guðbjörg syngur með kammerkór
og kór Dómkirkjunnar, sem tekur
meðal annars að sér þingsetningar, og
ýmsa stærri viðburði á vegum Dóm-
kirkjunnar. „Þar hef ég átt sérlega
farsælt samstarf með Kára Þormar
dómorganista. Við héldum m.a. viku-
lega sálmatónleika síðasta vetur.“
1999, háskólanemi, býr á Seltjarnar-
nesi.
Foreldrar Guðbjargar eru hjónin
Þórdís Sigurðardóttir, f. 20.11. 1965,
framkvæmdastjóri hjá ISAVIA ANS,
og Hilmar Steinar Sigurðsson, f. 1.4.
1963, framkvæmdastjóri. Þau eru bú-
sett á Seltjarnarnesi.
Guðbjörg Hilmarsdóttir, söngkona og tónlistarkennari – 30 ára
Fjölskylduferð Guðbjörg ásamt foreldrum sínum og systkinum í Selva Val Gardena á Ítalíu 2017.
Vildi syngja og kenna hér heima
Gönguferð Guðbjörg með Hilmar á
bakinu í Reykjadal.
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 14. ágúst 2020
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir klukkan 12 þriðjudaginn 11. ágúst.
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður fjallað um
þá fjölbreyttu flóru sem í boði
er fyrir þá sem stefna á
frekara nám.
–– Meira fyrir lesendur
70 ára Jóhannes ólst
upp á Grímsstöðum í
Mývatnssveit, en býr á
Akureyri. Hann er
smiður að mennt og
vann hjá Smiðli í Mý-
vatnssveit og Tré-
smiðju Trausta á Akur-
eyri. Jóhannes er svæðisstjóri Óðins-
svæðis hjá Kiwanishreyfingunni.
Maki: Kristín Halldórsdóttir, f. 1951, hús-
móðir.
Börn: Steingrímur, f. 1979, Sigríður, f.
1981, og Jóhanna, f. 1985. Stjúpdætur
eru Elín, f. 1971, Linda, f. 1972, og Harpa,
f. 1981. Barnabörnin eru orðin sjö.
Foreldrar: Steingrímur Jóhannesson, f.
1921, d. 1986, bóndi og vann í Kísiliðj-
unni, og Þorgerður Egilsdóttir, f. 1927,
húsmóðir, búsett á Húsavík.
Jóhannes Steingrímsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þú eigir erfitt með að hemja
tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á
þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða
gerðu eitthvað skemmtilegt með börn-
unum.
20. apríl - 20. maí
Naut Farðu ekki í uppnám þótt ekki sé
alltaf farið eftir þeim reglum sem þú setur.
Fólk þar vill endilega kynnast þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér kann að berast óvænt tilboð
upp í hendurnar og ef þú heldur rétt á
spilunum getur það orðið þér til gagns.
Ekki láta rugling koma í veg fyrir að þú
þorir að tjá þig í framtíðinni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt erfiðleikar skjóti upp kollinum
hér og þar eru þeir bara til að sigrast á og
þú hefur gaman af þeirri glímu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert á góðri siglingu núna og ættir
að nota hagstæðan byr til þess að koma
þínum málum í höfn. Eyddu ekki orku í
rifrildi, illindin líða hjá.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur fyrir hugrekki, sjálfstæði
og ævintýraþrá í dag. Náðu sambandi við
einhvern áhugaverðan hinum megin á
hnettinum í gegnum alnetið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of
með þín málefni. Taktu það til þín sem þú
átt skilið og vertu ekki of alvarlegur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Varastu að undirrita nokkuð
án þess að kynna þér gaumgæfilega efni
þess og afleiðingar. Varastu að láta telja
þig á eitthvað sem þú veist innst inni að er
ekki rétt fyrir þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er þér óhætt að setja
markið hátt ef þú gætir þess aðeins að
ganga ekki fram af þér. En línan er samt
ansi fín.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft á aukinni hvíld og ein-
veru að halda. Reyndu að láta þetta hafa
sem minnst áhrif á þig því þú ert með þitt
á hreinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hafðu vakandi auga á fjármál-
unum og láttu engan bilbug á þér finna
þótt útlitið sé ekki alltaf jafnglæsilegt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú verður sjálfur að tryggja öryggi
þitt því það gerir enginn fyrir þig. Gríptu
gæsina á meðan hún gefst.
50 ára Gerða ólst
upp á Seltjarnarnesi
en býr í Kópavogi.
Hún er viðskipta-
fræðingur að mennt
frá Háskóla Íslands
og löggiltur endur-
skoðandi og er
endurskoðandi hjá Landsvirkjun.
Maki: Jón Jóhann Þórðarson, f. 1970,
stjórnmálafræðingur og vinnur í aug-
lýsingabirtingum hjá Íslensku auglýs-
ingastofunni.
Börn: Helga Katrín, f. 1996, Atli Þórð-
ur, f. 1999, og Tómas Bjarki, f. 2003.
Foreldrar: Dagnýr Marinó Marinós-
son, f. 1949, vélstjóri, búsettur á
Akureyri, og Helga Marteinsdóttir, f.
1945, fv. skrifstofumaður, búsett í
Kópavogi.
Þorgerður Marinósdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is