Morgunblaðið - 14.08.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
Skráning er hafin
schballett.is • 861 4120Skipholt • Kópavogur • Grafarvogur
Ballett frá 2ja ára
Jazzballett
Ballett-fitness
Silfursvanir 65 ára+
Mat-pílates
og 20-30 ára advanced
Pétur Magnússon
Alexander Kristjánsson
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á
hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mos-
fellsbæ, sem er í eigu Eirar, eru í
sóttkví eftir að starfsmaður í umönn-
un greindist með kórónuveiruna.
Starfsmaðurinn mætti til vinnu og
var þar í tvo og hálfan tíma þangað
til hann fékk upplýsingar um að ná-
inn ættingi hefði greinst með stað-
fest smit. Í kjölfarið fór starfsmað-
urinn úr vinnu og í sýnatöku og
reyndist jákvæður fyrir veirunni.
Hann sinnti aðeins örfáum íbúum á
deildinni en á henni búa tíu manns.
Deildin hefur nú verið einangrun.
Aðrar deildir Hamra munu vera lok-
aðar í tvær vikur vegna atviksins, en
meiri ráðstafanir voru gerðar vegna
þeirra íbúa sem starfsmaðurinn ann-
aðist.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir gerði á upplýsingafundi al-
mannavarna í gær að umtalsefni orð
sín um að landsmenn þyrftu að „lifa
með veirunni“ um einhvern tíma,
næstu mánuði eða jafnvel lengur.
Einhverjir hefðu túlkað það svo að
það þýddi að veirunni yrði einfald-
lega leyft að ganga á milli fólks en
svo sé alls ekki.
„Að lifa með veirunni þýðir að lifa
með sýkingum af hennar völdum en
einnig að lifa með þeim ráðstöfunum
sem við þurfum að grípa til,“ sagði
Þórólfur.
Ekki lengur í öndunarvél
Sex innanlandssmit greindust í
fyrradag; tvö í Vestmannaeyjum og
hin á höfuðborgarsvæðinu. Beðið er
eftir niðurstöðum raðgreiningar á
smitunum, en talið er að um sé að
ræða sama hópsmit og rætt hefur
verið um áður.
Alls hafa 127 einstaklingar greinst
með kórónuveiruna á landinu frá 15.
júní síðastliðnum, 120 þeirra smita
eru tengd hópsýkingu. Virk smit í
samfélaginu eru 114 og eru 720 í
sóttkví.
Maðurinn sem hefur verið í önd-
unarvél á gjörgæslu Landspítalans
síðustu daga er laus úr öndunarvél
og kominn af gjörgæslu. Dvelur
hann núna á almennri deild og er sá
eini sem dvelur á sjúkrahúsi vegna
veirunnar.
Á landamærum voru tæplega
2.500 skimaðir fyrir veirunni en eng-
in smit greindust í þeim sýnum. 41
einstaklingur hefur greinst með
virkt smit á landamærum, flestir
þeirra eru búsettir hérlendis.
Þórólfur sagði að mikið að sýnum
hafi borist til veirufræðideildar frá
fólki með einkenni, en aðeins 0,9% af
þeim voru smituð af COVID-19. Lík-
lega er um að ræða annars konar
pestar- og öndunarfærasýkingar í
flestum tilvikum, að sögn Þórólfs.
Alma Möller landlæknir ítrekaði
atriði tengd grímunotkun á fund-
inum.
Í auglýsingu heilbrigðisráðherra
sem tekur gildi í dag segir að á sam-
komum, öllum vinnustöðvum og í
allri annarri starfsemi skuli tryggja
að hægt sé að hafa að minnsta kosti
tvo metra á milli einstaklinga sem
ekki deila heimili. Í starfsemi sem
eðli síns vegna krefst meiri nálægðar
er kveðið á um að nota skuli grímu.
Ekki er mælt með almennri notk-
un grímu á almannafæri. „Gríma
kemur aldrei í stað almennra sýk-
ingavarna sem skal alltaf viðhafa,“
sagði Alma. „Hún kemur alls ekki í
stað tveggja metra reglunnar, til
dæmis í verslunum og á skemmti-
stöðum.“
Flytjast í húsnæði ÍE
Karl Kristinsson, prófessor og
yfirlæknir sýkla- og veirufræðideild-
ar Landspítala, var sérstakur gestur
á upplýsingafundinum, en í máli hans
kom fram að hluti sýkla- og veiru-
fræðideildar Landspítalans muni
flytjast tímabundið í húsnæði Ís-
lenskrar erfðagreiningar (ÍE) í
Vatnsmýri. Við það mun afkastageta
aukast til muna. Hægt verði að
greina um 5 þúsund sýni á hverjum
degi. Reiknað er með að flutning-
urinn verði í byrjun næstu viku,
gangi allt að óskum.
Nokkur umræða hefur sprottið
upp um aðbúnað á sýkla- og veiru-
fræðideildinni, en Kári Stefánsson,
forstjóri ÍE, sagði á dögunum að
deildin hefði verið vanbúin til að tak-
ast á við veiruna strax í janúar og að
ekkert hefði verið gert til að efla getu
hennar.
„Vegna umræðu undanfarið um
tækjamál deildarinnar má segja að
tækjamálin hefðu mátt vera í betra
lagi,“ sagði Karl á fundinum. Hann
benti á að Landspítalanum væri
skammtað fé til tækjakaupa og mest-
ur hluti þess fjár hefði undanfarið
farið í endurnýjun gamalla tækja í
stað frekari uppbyggingar.
„Það má segja að deildin hafi verið
í startholunum frá uppafi þessa far-
aldurs. Við vorum búin að setja upp
aðferðina til að greina SARS-
kórónuveiruna mjög fljótt eða 31.
janúar og gera síðan fjölmörg próf
áður en fyrsta tilfellið greindist 28.
febrúar.“
Hjúkrunarstarfsmaður smitaður
Fjórtán í sóttkví vegna smits á hjúkrunarheimilinu Hömrum Sóttvarnalæknir kallar eftir
stöðugleika í aðgerðum stjórnvalda Hluti sýkla- og veirufræðideildar mun flytjast í húsnæði ÍE
Ljósmynd/Almannavarnir
Upplýsingafundur Þríeykið og Karl Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
21
2
1
2
1
2
11 1
1
1
1
1
1
1 1 100
1
1
1
12
2
4
3
2 2 2 3
6
6
2 1
5
2
5
1
6 9
2
10
1
3
1
2
2
2
1
3 3 32 2
5
4
2 1
2
1
1
3
1
36
6
1
8
1
7
1
11
2
1
4
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi jákvæðra sýna
frá 15. júní til 12. ágúst
720 einstaklingar eru í sóttkví
1.978 staðfest smit
116 er með virkt smit
Heimild: covid.is
Innanlands
Landamæraskimun:
Virk smit Með mótefni
Beðið eftir
mótefnamælingu
Nýgengi smita innanlands:
23,7 ný smit sl. 14 daga
á 100.000 íbúa
1 einstaklingur er á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu
júní júlí ágúst
9
11
2
2
3
2
1
16
171.443 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
90.659 sýni
13
2
2
3
1
3
2
2 5
1
44
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
lilja@mbl.is
Gunnar Scheving Thorsteinsson,
varðstjóri hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, og félagi hans fengu
greiddar 550.000 krónur hvor í
miskabætur frá ríkinu fyrir ólög-
mæta handtöku, húsleit og aðrar
þvingunaraðgerðir sem þeir máttu
þola árið 2015 þegar þeir voru hand-
teknir í svonefndu LÖKE-máli.
Embætti ríkislögmanns synjaði í
júní beiðni Morgunblaðsins um upp-
lýsingar um fjárhæð miskabótanna,
en ákvörðunin var síðan endurskoð-
uð og hefur Morgunblaðið nú fengið
upplýsingar um að þann 8. júní var af
hálfu embættisins gengið frá sam-
komulagi við Gunnar og félaga hans
um greiðslu miskabóta að fjárhæð
550.000 til hvors um sig vegna þeirra
þvingunarráðstafana sem þeir máttu
þola í tengslum við rannsókn LÖKE-
málsins. Í samkomulaginu felst ekki
afstaða embættis ríkislögmanns til
lögmætis aðgerðanna.
Um er að ræða bætur vegna hand-
töku og vistunar í fangageymslu,
húsleitar og haldlagningar tölva.
Grundvöllur bótaréttar Gunnars og
félaga hans var hlutlæg bótaregla
246. greinar laga um meðferð saka-
mála, en í ákvæðinu er gert ráð fyrir
að maður sem borinn hefur verið
sökum í sakamáli eigi rétt til bóta
fyrir tilteknar þvingunaraðgerðir ef
mál hans hefur verið fellt niður eða
hann verið sýknaður.
Gunnar og tveir aðrir, starfsmað-
ur símafyrirtækis annars vegar og
lögmaður hins vegar, voru hand-
teknir árið 2015 vegna gruns um að
Gunnar hefði flett upp nöfnum
kvenna í innra kerfi lögreglunnar á
árunum 2007 til 2013 og deilt upplýs-
ingum með hinum. Síðar var alfarið
fallið frá þeirri ákæru.
Hálf milljón á mann
í bætur í Löke-máli
Miskabætur vegna ólögmætrar hand-
töku, húsleitar og fleiri þvingunaraðgerða
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögreglan Hvor fékk 550.000 kr.