Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 Í LANDSRÉTTINUM (THE HIGH COURT OF JUSTICE) CR-2018-009677 FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLUM Í ENGLANDI OGWALES (COURTS OF ENGLAND ANDWALES) FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (ChD) MÁL SEM VARÐA TILTEKNAMEÐLIMI LLOYD’S FYRIR EINSTÖK EÐA ÖLL REIKNINGSÁR 1993 TIL 2020 (UPPHAFS- OG LOKAÁRMEÐTALIN), EN FULLTRÚAR ÞEIRRA ERU LLOYD´S FÉLAGIÐ (THE SOCIETY OF LLOYD’S) OG LLOYD’S VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ (LLOYD’S INSURANCE COMPANY S.A.) OG MÁL SEM VARÐA HLUTA VII Í LÖGUM 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OGMARKAÐSSETNINGU (THE FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000) HÉR MEÐ TILKYNNIST að þann 12. nóvember 2018 var lögð fram umsókn (samkvæmt breytingum þann 12. maí 2020) („Umsóknin“) var gerð samkvæmt lið 107 í lögum 2000 um ármálaþjónustu og markaðssetningu (the Financial Services and Markets Act 2000) (samkvæmt breytingum) („Lögin“) í Landsréttinum (the High Court of Justice), fyrirtækja- og eignadómstól Englands (Business and Property Courts of England) og fyrirtækjadómstól Wales (Wales Companies Court), (ChD) í London („Dómurinn“) með: (1) Lloyd’s félagið („Lloyd’s“), sem málsaðila fyrir hönd tiltekinna meðlima, fyrrverandi meðlima og eigna fyrrverandimeðlima Lloyd’s semhafa skrifað undir ábyrgðir varðandi skaðatryggingar (non-life insurance) upphaflega úthlutað til einstakra eða allra reikningsáranna 1993 til 2020 (upphafs- og lokaármeðtalin) („Meðlimirnir“); og (2) Lloyd’s vátryggingafélagið (Lloyd’s Insurance Company S.A) („Lloyd’s Brussels“), fyrir aðgerð: i. samkvæmt lið 111 í lögunum sem leyfa yfirfærslu vátryggingastarfsemi vegna flutnings til Lloyds Brussel á tiltekinni vátryggingastarfsemi undirrituðum af meðlimum og tengdum eignum og skuldbindingum („Viðskiptayfirfærsla“) samkvæmt aðgerðinni og án nokkurra frekari aðgerða eða ráðstafana („Áætlunin“); og ii. að setja viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina samkvæmt liðum 112 og 112A í lögunum. Nánari upplýsingar um áætlunina, þar með talið: • afrit af skýrslunni um skilmála áætlunarinnar („IE-skýrslan“), sem unnin er í samræmi við 109. lið laganna af óháðum sérfræðingi, Mr Carmine Papa hjá PKF Littlejohn LLP, en skipun hans hefur verið samþykkt af Varúðarreglueftirlitinu (the Prudential Regulation Authority) í samráði við Fjármálaeftirlitið (the Financial Conduct Authority); • tæmandi skilmálar áætlunarinnar; og • samantekt yfir IE-skýrsluna og samantekt yfir skilmála áætlunarinnar, eru gjaldfrjálsar og hægt er að hlaða þeim niður áwww.lloyds.com/brexittransfer eða með því að hringja í eða skrifa okkur á heimilisfangið hér að neðan. Meðferð umsóknarinnar verður tekin til meðferðar hjá dómstólnum við 7 Rolls Building, Fetter Lane, London, EC4A 1NL, Bretland þann 18. nóvember 2020 („Málsmeðferðin“).Verði hún samþykkt af dómstólnum er að svo stöddu lagt til að áætlunin taki gildi þann 30. desember 2020. Sérhver einstaklingur sem álítur að hann verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna framkvæmdar áætlunarinnar getur kynntmál sitt varðandi áætlunina við málsmeðferðina annað hvort í eigin persónu eða gegnum fulltrúa, eða símleiðis eða skriflega samkvæmt sambandsupplýsingunum hér að neðan. Sérhver einstaklingur sem ætlar að vera viðstaddur málsmeðferðina eða koma máli sínu á framfæri símleiðis eða skriflega er beðinn um að tilkynna andmæli sín eins fljótt og auðið er og fyrir 11. nóvember 2020, þar sem fram kemur hvers vegna þeir telja að þeir yrðu fyrir neikvæðum áhrifum. Sambandsupplýsingar Lloyd’s: Til að ræða við fulltrúa Lloyd's um tillögurnar eða til að andmæla, vinsamlegast hafðu samband við okkur í upplýsingasímanum: 0044 190 494 7001 Fulltrúar Lloyd’s geta svarað fyrirspurnum á ensku, hollensku, frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku. Hjálparsíminn verður opinn frá kl. 09:00 til 17:00 að breskum tíma frá mánudegi til föstudags (að undanskildum helgidögum) þar til áætlunin tekur gildi þann 30. desember 2020. Einnig er hægt að hafa samband við okkur skriflega á hvaða tungumáli sem er með tölvupósti: enquiries@lloydsbrexittransfer.com Eða í pósti: Lloyd’s Brexit Transfer, PO Box 274, BANGOR BT19 7WZ, Bretland. Vinsamlegast hafðu samband við venjuleganmarkaðsfulltrúa þinn, framkvæmdafulltrúa, miðlara eða trygging- aumboðsmann varðandi fyrirspurnir sem ekki varða yfirfærsluna. Skipaðir lögmenn Lloyd’s: Freshfields Bruckhaus Deringer LLP. Tilv: 053895:0542/GHFS Ágúst 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta er búið að vera slagur og nú er verið að bíða og sjá hvernig ástandið kemur til með að þróast,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks í rafiðnaði. Hefur fólk í framangreindum flokki orðið fyrir miklum tekjumissi sökum far- aldurs kórónuveiru. Viðburðahald liggur að mestu niðri hér á landi. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að algjör óvissa ríki með allt viðburðahald hér á landi næstu mánuði. Að sögn Jakobs missti stór hluti tæknifólks í rafiðnaði vinnuna í vor. „Ég veit ekki hvernig hlutfallið var milli hlutabóta og fullra atvinnuleysis- bóta, en 24% aðila í okkar félagi fengu einhvers konar bætur frá Vinnumálastofnun,“ segir Jakob og bætir við erfiður tími sé fram und- an. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af afleiddum störfum því það eru margir hópar sem hafa enga burði til að bíða þetta af sér. Maður hefur ekki heyrt um nein langtímaplön þannig að nú eru allir bara að bíða og sjá,“ segir hann. Fresta hundruðum viðburða Svanhildur Konráðsdóttir, for- stjóri Hörpu, segir að hundruðum viðburða hafi verið frestað sökum faraldurs kórónuveiru. Höggið sé af þeim sökum umtalsvert. „Þetta hef- ur haft alveg gríðarlega mikil áhrif á allt viðburðahald í Hörpu. Vegna ástandsins í vor var eðlilega ekki hægt að halda viðburðina sem voru bókaðir í húsinu, þar af voru nokkr- ir mjög stórir. Við höfum fært nær alla alþjóðlega viðburði yfir á næsta ár. Þá hafa innlendir viðburðir ým- ist verið færðir inn í haustið og svo til næsta árs,“ segir Svanhildur og bætir við að áður en önnur bylgja raungerðist nú fyrir skömmu hafi Harpa verið fullbókuð. „Þetta hleypur á hundruðum viðburða sem hefur þurft að færa. Við vorum í raun fullbókuð til áramóta, bæði hvað varðar ráðstefnur og tónleika. Þróun síðustu vikna hefur breytt stöðunni,“ segir Svanhildur og tek- ur fram að Harpa sé vel í stakk bú- in til að útbúa sóttvarnarhólf og þannig halda viðburði sem rúma yf- ir 100 manns. Þá segir Svanhildur jafnframt að unnið verði náið með viðburðahöldurum og yfirvöldum til að samkomuhúsið geti nýst. Skipuleggja fram í tímann Sigurjóna Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinn- ar Reykjavíkur (Meet in Reykja- vík), segir að unnið sé hörðum höndum að markaðssetningu við- burða. „Það þýðir ekkert að leggja upp laupana. Við erum í góðu sam- bandi við kollega okkar í Evrópu. Það sem skiptir mestu er að gefa í en ekki draga saman seglin,“ segir Sigurjóna og bendir á að verið sé að markaðssetja Ísland sem spennandi áfangastað til lengri tíma. „Það tek- ur tvö til sjö ár að koma stórri ráð- stefnu á koppinn. Núna erum við að kynna eitthvað sem myndi henta hér á landi eftir þrjú til fjögur ár,“ segir Sigurjóna. Aðspurð segir hún að til skamms tíma verði lítið um stóra viðburði. Þá megi búast við að erfiðir mán- uðir séu fram undan. „Mörgum af okkar stóru viðburðum hefur verið frestað. Við verðum þó að reyna að vera bjartsýn og vinna vel með okk- ar aðildarfélögum. Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla á þessum markaði.“ „Enga burði til að bíða þetta af sér“  Fjórðungur félaga í FÍT fékk bætur vegna lokana  Aflýsingar viðburða valda mörgum miklum erfiðleikum Morgunblaðið/Árni Sæberg Harpan Fáir viðburðir hafa verið á dagskrá í núverandi ástandi. Vonir eru bundnar við að það breytist í vetur. Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Kennsla í framhaldsskólum landsins mun að miklu leyti fara fram á net- inu þegar nemendur og kennarar snúa aftur úr sumarfríi á næstu dög- um. Fyrirkomulag er misjafnt eftir skólum, en alls staðar er unnið í samræmi við sóttvarnareglur sem gera ráð fyrir að aðeins hundrað manns séu saman í hverri byggingu eða sóttvarnahólfi, og að eins metra nándarmörk séu virt í hvívetna. Framhalds- og háskólar hafa fengið undanþágu frá tveggja metra nándarmörkum sem almennt gilda. Skólastjórar bóknámsskóla sem Morgunblaðið ræddi við eru þó sam- mála um að hundrað manna tak- markið valdi meiri vandkvæðum en reglan um eins metra nándarmörk. Ekki skipt um hest í miðri á Í Verzlunarskólanum verður hverjum bekk skipt upp í tvo hópa og hvor hópur í sinni kennslustofu, sem eru þó aðliggjandi en þannig má tryggja að gott bil sé á milli allra nemenda. Kennari mun svo ganga á milli stofanna til skiptis. Nemendur verða ýmist í skólanum fyrir eða eft- ir hádegi, en þess utan verður námið í gegnum netið. Ingi Ólafsson, rekt- or Verzló, segir að mikil vinna hafi farið í að teikna upp ólíkar sviðs- myndir áður en tekin var ákvörðun um útfærslu, sem nú liggur fyrir. Hann sér ekki fyrir sér að fyrir- komulaginu verði breytt á miðri önn nema meiri háttar breytingar verði gerðar á sóttvarnareglum. Þó kunni að vera gerðar breytingar á íþrótta- kennslu, mötuneyti, sem verður lok- að fyrst um sinn, og íþróttakennslu. Kennsla byrjar síðar í MR Í Menntaskólanum í Reykjavík verður kennsla að hluta í fjar- kennslu en nemendur mæta þó eitt- hvað í skólann. Elísabet Siemsen, rektor MR, segir í samtali við Morg- unblaðið að skipta þurfi öllum bekkj- um í hópa þannig að hluti nemenda fylgist með tímum heiman frá. Bókleg kennsla í Menntaskólan- um fer að mestu fram í þremur byggingum og samkvæmt sótt- varnareglum mega aðeins hundrað manns vera í hverri þeirra, en á sjö- unda hundrað nemenda eru við skól- ann. Þótt nýjar reglur um eins metra nándarmörk í skólum, í stað tveggja metra, komi sér vel, segir Elísabet að hundrað manna hámark- ið hafi mest áhrif á starfsemina. Kennarar og stjórnendur skólans hafi því þurft að leggja mikla vinnu í að breyta fyrirkomulagi kennslu og tryggja að hægt verði að aðlaga hana breyttum reglum með sem stystum fyrirvara. „Þetta er rosa- lega flókið verkefni sem skýrir hvers vegna við byrjum aðeins seinna að kenna [en venjulega].“ Skólinn verð- ur settur miðvikudaginn 19. ágúst en kennsla hefst hjá nýnemum, fjórðubekkingum, mánudaginn 24. ágúst. Þá byrja fimmtubekkingar 1. september en sjöttubekkingar 27. ágúst. Í Menntaskólanum við Sund verð- ur allt nám hins vegar í fjarkennslu fyrstu vikurnar. Már Vilhjálmsson skólastjóri segir að hundrað manna takmörkin skipti þar mestu. „Til þess að staðarnám gæti farið fram með eðlilegum hætti þyrfti [fjölda- takmörkun] að nálgast þúsund.“ Um leið og viðmiðið færi í 300 manns mætti taka upp staðarnám að ein- hverju leyti. Már segir að starfs- menn séu viðbúnir því að geta breytt kennslufyrirkomulagi með stuttum fyrirvara, verði breytingar gerðar á sóttvarnareglum. „Þetta verður jójó-ástand í vetur.“ Brottfall ekki aukist Nokkuð hefur verið rætt um áhyggjur af auknu brottfalli nema vegna fjarkennslu. Már, skólastjóri MS, telur það réttmætar áhyggjur enda skipti kennarar miklu máli er kemur að því að halda utan um nem- endur og halda þeim við efnið. Skól- um var lokað í mars og það sem eftir lifði vorannar var allt nám fjarnám. Í MS hafi verið brugðist sérstaklega við til að forðast aukið brottfall. Það virðist hafa gengið eftir því í sér- stakri úttekt sem gerð var í MS á brottfalli og námsárangri þá önn var niðurstaðan sú að brottfall héldist óbreytt. Þá var námsárangur á pari við hefðbundnar annir, þótt rekja mætti lakari námsárangur um tutt- ugu nema til ástandsins. „Hópurinn sem er í brotthvarfs- hættu í fjarnámi er öðruvísi sam- settur en við eðlilegar aðstæður,“ segir Már og nefnir sem dæmi nem- endur sem séu samviskusamir, mæti vel og nýti sér aðstoð kennara en séu allt í einu einir á báti. „Þeir þurfa að breyta sínu vinnulagi og það getur orsakað kvíða og vanlíð- an.“ Þá skipti fjölskylduaðstæður sköpum. Rektorar MR og Verzló taka und- ir að brottfall í skólunum hafi ekki aukist í faraldrinum. Kennsla fer að stórum hluta fram á netinu  Fjöldatakmarkanir hafa meiri áhrif en nándarmörk Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Busar Hætt er við að nýnemar MR þetta árið verði aldrei tolleraðir. Nokkuð var um umferðaróhöpp í Reykjavík í gær en tilkynnt var um umferðaróhapp á milli tveggja öku- tækja á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Tveir voru fluttir á slysadeild með sjúkra- bifreið. Tilkynnt var um árekstur tveggja bifreiða í austurborginni í gær- kvöldi. Var sjúkrabifreið send á vett- vang en ekki reyndist þurfa að flytja neinn á slysadeild. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir slysið og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja þær, að því er segir í til- kynningu frá lögreglu. Einnig var tilkynnt um árekstur í Hafnarfirði og var sjúkrabifreið kölluð til þar sem fólk kenndi sér meins eftir áreksturinn. Í Garðabæ var bifreið ekið á ljósa- staur og var hún talin óökufær eftir atvikið. Nokkur umferðar- óhöpp í höfuðborginni Morgunblaðið/Hari Blikkandi ljós Mynd af lögreglubíl í forgangsakstri. Myndin er úr safni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.