Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Jimmy Lai er í dag kallaðurfjölmiðlamógúll en hann var enginn mógúll þegar hann kom í heiminn fyrir rúmum sjö áratug- um. Hann ólst upp í sárri fátækt í Kína en sá tæki- færi í frelsinu í Hong Kong og náði miklum ár- angri í fatafram- leiðslu. Honum blöskraði, sem von er, fram- ganga kínverskra stjórnvalda gagnvart mótmæl- endum á Torgi hins himneska friðar árið 1989 og hefur síðan verið talsmaður lýðræðis og gagnrýnandi kommúnistastjórn- arinnar í Peking.    Þetta hefur ekki skapað honumvinsældir á þeim bænum sem leiddi til þess að um 200 lög- reglumenn réðust á mánudag inn á ritstjórn blaðs hans, Apple Daily, handtóku hann og fleiri og leiddu burt í járnum. Hann hefur síðan verið látinn laus, en er fjarri því laus allra mála gagn- vart yfirvöldum, sem telja glæp- samlegt að hann hafi í fyrra hitt forystumenn í Bandaríkjunum og hvatt þá til aðgerða gegn Kína vegna yfirgangs þeirra í Hong Kong.    Málareksturinn gegn Laibyggist á nýju lögunum sem veita kínverskum stjórnvöld- um aukið vald yfir Hong Kong, þó að þau hafi neitað því. Þau hafa líka haldið því fram að lögin ættu ekki að skerða frelsi fjöl- miðla, en það hafa þau þegar gert, enda óttast íbúar Hong Kong nú að ræða við fjölmiðla, eins og erlendir blaðamenn þar hafa vitnað um.    Yfirgangur stjórnvalda í Pek-ing gagnvart Hong Kong er verulegt áhyggjuefni sem Vestur- lönd geta ekki litið fram hjá. Jimmy Lai Jimmy Lai STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýtt 9.000 fermetra frystihús Sam- herja á Dalvík var tekið í notkun við formlega athöfn síðdegis í gær og segja eigendur að um sé að ræða eina af fullkomnari vinnslulínum í heimi hvað bolfiskvinnslu varðar. Vinnsla hefst á morgun. Fjárfesting Sam- herja hleypur á um sex milljörðum króna og er sjálfvirknin í forgrunni. „Þetta er í raun endapunktur á fjögurra ára vinnu og þá byrjar nýr kafli, að láta tæki og tól snúast,“ seg- ir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, í samtali við 200 mílur. Hann bendir jafnframt á að það þurfi nú að hefja það ferli að þjálfa starfsfólkið í notkun búnaðar- ins. Aðspurður kveðst Þorsteinn Már ekki eiga von á því að nýja frysti- húsið muni skila miklum afköstum frá því vélarnar eru settar í gang á morgun, enda tekur tíma að vinna úr öllum hnökrum sem tengjast nýjum tækjum og hugbúnaði. „Þetta er gríðarlega mikill búnaður og ég held að það taki einhvern tíma að ná þeim afköstum sem voru í gamla húsinu, það tókst mjög vel að vinna fisk í því húsi sem við vorum í. Ef okkur tekst að vera með sömu afköst og við vor- um með þar á innan við fjórum mán- uðum er ég mjög ánægður.“ gso@mbl.is Tóku milljarða fjárfestingu í notkun  9.000 fermetra frystihús Samherja á Dalvík  Endapunktur á 4 ára vinnu Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Stórt Frystihúsið er 9.000 fermetr- ar og var tekið í notkun í gær. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Um 1.700 nýnemar hefja í haust nám við Háskólann í Reykjavík (HR). Er þar um að ræða nema í grunnnámi, meistaranámi og dokt- orsnámi. Nemendum HR hefur fjölgað mikið undanfarin ár en aldr- ei hafa eins margir nýnemar hafið nám í skólanum. Eru þeir tæplega 20% fleiri en í fyrra. Sömuleiðis verður um hundrað skiptinemum boðið að stunda nám við háskólann á haustönn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá HR. Spenntur fyrir nýju skólaári Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir það ávallt tilhlökkunarefni fyr- ir kennara og allt starfsfólk háskól- ans að hefja nýtt skólaár. Fyrri ný- nemadagur skólans fór fram í gær. „Háskóli er samfélag og samskipti meðal nemenda og við kennara eru mikilvægur þáttur í góðri menntun. Við höfum því unnið hörðum hönd- um að því að nemendur geti sem allra mest stundað nám sitt í há- skólanum og nýtt aðstöðuna þar, innan þeirra marka sem sóttvarna- reglur setja okkur á hverjum tíma,“ er haft eftir Ara í tilkynningunni. Þá segir hann að tveggja metra reglan hefði gert skólanum erfitt fyrir. Því séu nýjustu reglur mikið fagnaðarefni. „Það er fagnaðarefni að unnt sé að hefja skólaárið með eins metra fjarlægðartakmörkunum í stað tveggja, eins og við höfðum gert ráð fyrir. Það gerir okkur kleift að sinna fleiri nemendum á staðnum á sama tíma og allt háskólastarfið verður fyrir vikið eðlilegra.“ Metfjöldi nýnema í HR á haustönn  Hundrað erlendir skiptinemar stunda nám við skólann Ljósmynd/Aðsend Takmörk Eins metra reglan verður í gildi í skólum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.