Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
Í LANDSRÉTTINUM (THE HIGH COURT OF JUSTICE) CR-2019-006383
FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLUM Í ENGLANDI OGWALES
(BUSINESS AND PROPERTY COURTS OF ENGLAND ANDWALES)
FYRIRTÆKJADÓMSTÓL (ChD)
MÁL SEM VARÐA STARR INTERNATIONAL (EUROPE) LIMITED
- og -
MÁL SEM VARÐA STARR EUROPE INSURANCE LIMITED
- og -
MÁL SEM VARÐA
HLUTA VII Í LÖGUM 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OGMARKAÐSSETNINGU
(THE FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000)
Hér með tilkynnist að þann 27. júlí 2020 var lögð fram umsókn samkvæmt kafla 107 í lögum 2000 um ármálaþjónustu og
markaðssetningu (the Financial Services and Markets Act 2000) (Lögin) í Landsréttinum (the High Court of Justice), fyrirtækja-
og eignadómstól Englands ogWales (Business and Property Courts of England andWales), fyrirtækjadómstól (ChD) í London hjá
Starr International (Europe) Limited (Framseljandi) og Starr Europe Insurance Limited (Framsalsþegi), varðandi:
(1) samkvæmt kafla 111 í lögunum (Act) sem leyfa áætlun (Áætlunin) sem kveður á um framsal til framsalsþega á allri almennri
vátryggingastarfsemi sinni sem tengist (að hluta eða öllu leyti) áhættu eða áhættu sem staðsett er á Evrópska efnahagssvæðinu
(EEA) og allri almennri endurtryggingarstarfsemi hans sem snýr að áhættu eða áhættu í Þýskalandi; og
(2) að setja viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina samkvæmt liðum 112 og 112A í lögunum.
Afrit af skýrslunni um skilmála áætlunarinnar sem unnin var í samræmi við 109. lið laganna af óháðum sérfræðingi
(Áætlunarskýrslan), yfirlýsing þar sem fram koma skilmálar áætlunarinnar og yfirlit yfir Áætlunarskýrsluna og hægt er að fá
áætlunarskjalið endurgjaldslaust með því að hafa samband við framseljanda og framsalsþega með símanúmerum eða
heimilisföngum sem gefin eru upp hér að neðan. Þessi skjöl og önnur tengd skjöl, þ.m.t. sýnishorn afrita af samskiptum við
vátryggingartaka, eru einnig fáanleg á http://www.starrcompanies.co.uk/PartVII-Transfer. Þessi vefsíða verður uppfærð fyrir allar
lykilbreytingar á fyrirhuguðu framsali.
Öllum spurningum eða áhyggjur sem tengjast fyrirhugaðri áætlun skal beina til framseljanda og framsalsþegameð tölvupósti til
PartVIIenquiries@starrcompanies.com, í síma +44 8081290243 (7:00 til 22:00 á mánudegi til föstudags, frá 8:00 til 22:00 á
laugardögum og frá 9 til 19:00 á sunnudögum (í báðum tilvikum í London tíma)), eða senda bréf til Part VII Enquiries, Starr
Companies UK, 4th Floor, 30 Fenchurch Avenue, London EC3M 5AD, United Kingdom.
Ef þú ertmeð tryggingu hjá framseljanda og/eða framsalsþega, vinsamlegast notaðu númer tryggingarinnar í öllum samskiptum.
Það er að finna í tryggingargögnum þínum eða tengdum samskiptagögnum.
Þessi umsókn verður tekin fyrir viðHigh Court of Justice of England andWales, 7 Rolls Buildings, Fetter Lane, London,
EC4A 1NL, United Kingdom on 12. nóvember 2020. Sérhver einstaklingur sem heldur að hann eða hún verði fyrir
umtalsverðum áhrifum af framkvæmd áætlunarinnar eða vill andmæla henni, getur mætt til skýrslutöku og látið skoðanir sínar
í ljós, annað hvort í eigin persónu eða gegnum fulltrúa. Óskað er eftir því að allir sem hyggjast vera viðstaddir upplýsi
framseljandann og framsalsþegann (með því að nota tengiliðaupplýsingarnar sem settar eru fram hér að ofan) eins fljótt og auðið
er og helst fyrir 5. nóvember 2020 til að leggja fram efni andmæla sinna. Þetta gerir framseljanda og framsalsþega kleift að
láta vita af öllum breytingum varðandi fyrirtökuna og, ef unnt er, að bregðast við öllum áhyggjum sem koma fram fyrir fyrirtökuna.
Í ljósi gildandi leiðbeininga stjórnvalda varðandi Covid-19, vinsamlegast hafðu í huga að hugsanlegt er að fyrirtakan fari fram
gegnum símafundarþjónustu. Óskað er eftir því að ef þú ætlar að mæta á fyrirtökuna (hvort sem er persónulega eða í gegnum
fulltrúa þinn), að þú upplýsir framseljanda og framsalsþega (með því að nota tengiliðaupplýsingarnar sem settar eru fram hér að
ofan) eins fljótt og auðið er og helst fyrir 5. nóvember 2020. Þetta gerir framseljanda og framsalsþega kleift að láta í té allar
upplýsingar sem nauðsynlegar eru við fyrirtökuna ef hún fer fram gegnum arbúnað.
Sérhver einstaklingur sem andmælir eða telur sig verða fyrir umtalsverðum áhrifum vegna áætlunarinnar, en ætlar ekki aðmæta
við fyrirtökuna, getur komið sjónarmiðium sínumvarðandi áætlunina á framfærimeð því að tilkynna framseljanda og framsalsþega
skriflegameð heimilisfanginu hér að ofan eðameð því að hringja í símanúmerin sem gefin eru upp hér að ofan, í báðum tilvikum
eins fljótt og auðið er og helst fyrir 5. nóvember 2020. Allir fulltrúar fá aðgang að Landsréttinum (the High Court) við fyrirtökuna.
Framseljanda og framsalsþegi munu tilkynna breska ármálaeftirlitinu (UK’s Financial Conduct Authority) og
varúðarregluyfirvaldinu (Prudential Regulation Authority) um öll andmæli sem fram koma fyrir fyrirtöku, óháð því hvort sá sem
andmælir hyggst mæta til skýrslutöku.
14. ágúst 2020
Norton Rose Fulbright LLP, 3 More London Riverside, London, SE1 2AQ, United Kingdom
Lögmenn sem starfa fyrir Starr International (Europe) Limited og Starr Europe Insurance Limited
Tilv: DJXW/1001086004
14. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 136.87
Sterlingspund 178.45
Kanadadalur 103.01
Dönsk króna 21.63
Norsk króna 15.273
Sænsk króna 15.697
Svissn. franki 149.76
Japanskt jen 1.2808
SDR 192.64
Evra 161.07
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.7886
Hrávöruverð
Gull 1931.7 ($/únsa)
Ál 1749.5 ($/tonn) LME
Hráolía 44.62 ($/fatið) Brent
● Vergur gjaldeyrisforði Seðlabanka Ís-
lands nam 964,9 milljörðum króna í
lok júlí og hafði lækkað um 44,3 millj-
arða frá júnímánuði. Bendir Seðlabank-
inn á að útgreiðslur gjaldeyriseigna
bankans og ríkissjóðs séu áætlaðar 1,7
milljarðar næstu 12 mánuði en að áætl-
anir í lok júní hafi gert ráð fyrir 48,1
milljarði. Mismunurinn liggur í greiðslu
skuldabréfs sem tekið var í júlí 2014
og kom til greiðslu í júlí 2020.
Gjaldeyrisforðinn lækk-
aði um 44,3 milljarða
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ýmsir ráku upp stór augu þegar
tilkynnt var um það eftir lokun
markaða á miðvikudag að olíufélag-
ið Skeljungur hefði keypt fjórð-
ungshlut í veitingastaðnum Gló og
handverksbak-
aríinu Brauði &
co.
Árni Pétur
Jónsson, for-
stjóri Skeljungs,
segir hins vegar
að kaupin séu í
takt við þróun
sem nú eigi sér
stað víðast hvar í
Evrópu.
„Við horfum
sérstaklega til Bretlands og einnig
þess sem er að gerast í Skandi-
navíu. Þar eru fyrirtæki eins og
okkar að umbreyta hinum hefð-
bundnu gömlu bensínstöðvum.“
Bendir hann á að lóðir þær sem
bensínstöðvar standi á eigi það
yfirleitt sammerkt að vera illa
nýttar en einstaklega vel staðsett-
ar.
„Við höfum áhuga á að gera
þessar stöðvar að meira spennandi
áningarstað en þær eru nú. Þar
viljum við horfa til aukins fersk-
leika og heilbrigðis og þá var mjög
spennandi að efna til samstarfs við
Gló og Brauð & co. Við erum að
þróa okkar áherslur í átt að vörum
eins og þeim sem þessi fyrirtæki
bjóða upp á. Með því að setja þess-
ar vörur inn á okkar stöðvar teljum
við að fólk vilji frekar stoppa þar.“
Þá hefur stefnan verið sett á
frekari vöruþróun sem sniðin verði
að þörfum viðskiptavina Skeljungs.
„Brauð & co. er t.d. ekki aðeins
með gott brauðmeti heldur einnig
mjög gott salat af ýmsum toga. Þá
hefur Gló verið að þróa vörulínu
sem kölluð er Gló to go, safa og
salöt af ýmsu tagi í handhægum
einingum. Þetta getur hentað mjög
vel fyrir stöðvarnar okkar og við
munum þróa það áfram með fyrir-
tækjunum.“
Árni Pétur segir að jafnvel kunni
að vera að fyrirtækið muni ganga
skrefinu lengra og hreinilega taka
heilu stöðvarnar undir starfsemi
þessara fyrirtækja.
„Það gæti vel gerst að við tækj-
um einhverja Kvikk-stöð og breytt-
um henni þanig að þar værum við
ekki með almenna vöru í sölu held-
ur t.d. bara vörur frá Brauði & Co.
Það kemur þó í ljós hvernig það
verður og við erum núna að leggja
það niður fyrir okkur hvernig þetta
getur lítið út og hvaða staðir henta
fyrir hvaða vöru.“ Hann segir að
þjónustan sem fyrirtækið geti
hugsað sér að veita á stöðvum sín-
um sé margþætt. Það birtist nú
þegar í því að það hafi hafið sam-
starf við Póstinn með uppsetningu
svokallaðra póstboxa. Einnig sé nú
komið á samstarf um bílaapótek
sem Lyfsalinn heldur utan um á
Vesturlandsvegi.
Apótek í stað hamborgara
„Sú breyting, þ.e. að hefja sam-
starfið við Lyfsalann, undirstrikar
að við leggjum aukna áherslu á
heilbrigði. Við erum að skipta út
hamborgarastað fyrir apótek.“
Árni Pétur segir að Skeljungur
muni nú tilnefna fólk í stjórnir fyr-
irtækjanna en ekki hafi verið tekin
nein ákvörðun um hvort frekari
fjárfesting í þeim muni eiga sér
stað. Þá er kaupverðið trúnaðarmál
en seljandi hlutarins er Eyja fjár-
festingafélag sem er í eigu
hjónanna Birgis Þ. Bieltvedt og
Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur.
Árni Pétur segir að Skeljungur
muni ekki láta hér við sitja. Fleira
sé á teikniborðinu.
„Á þessum tímapunkti get ég
ekki sagt meira en við erum bæði
að skoða tækifæri í samstarfi og
því að fjárfesta í fyrirtækjum. Ég
vona að við getum upplýst um
frekari þróun í þessum efnum í
næsta uppgjöri.“
Áherslan á frísk-
leika og heilbrigði
Morgunblaðið/Eggert
Vinsældir Brauð & co. var stofnað árið 2013 og hefur á fáum árum orðið
eitt allra vinsælasta bakarí á landinu og er nú með útsölustaði á sjö stöðum.
Skeljungur kaupir fjórðungshlut í Brauði & Co. og Gló
Árni Pétur
Jónsson
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ríflega 5.000 fólksbílum er nú ekið
um götur Íslands þar sem eini orku-
gjafinn er rafmagn. Hefur þróunin í
þeim efnum verið mjög hröð og sést
það hvað best á því að í árslok 2015
voru farartækin sem þannig voru
búin aðeins 238 talsins. Flotinn vex
hratt og á fyrstu sjö mánuðum
þessa árs var flutt til landsins 1.161
bifreið sem aðeins er knúin áfram
með rafmagni. Lengi vel var Nissan
Leaf vinsælasti bíllinn í flokki
hreinna rafbíla en jafnt og þétt hafa
fleiri framleiðendur sótt í sig veðrið
og nú heyrir það næstum til undan-
tekninga ef bílasmiðir bjóða ekki
upp á einhverjar útfærslur bíla
sinna sem annaðhvort ganga að öllu
leyti eða að hluta á rafmagni. Líkt
og taflan hér að ofan sýnir glögg-
lega hefur enginn framleiðandi
tærnar þar sem bandaríski rafbíla-
framleiðandinn hefur hælana þegar
kemur að sölutölum ársins 2020 hér
á landi. Á fyrstu sjö mánuðum árs-
ins hafa 453 bílar af tegundinni
Tesla 3 verið fluttir til landsins og er
það 39% af heildarinnflutningi raf-
bíla til landsins. Að nokkru marki
skýrist hinn mikli fjöldi af því að til
landsins bárust snemma á árinu
stórar sendingar þessarar tegundar
eftir að kaupendur höfðu beðið tals-
vert lengi eftir því að Tesla næði að
anna gríðarlegri spurn eftir þessari
nýjung úr smiðju sinni. Verðið var
sömuleiðis mjög skaplegt þótt veik-
ing krónunnar hafi haft áhrif á verð-
miðann líkt og hjá flestum ef ekki
öllum bílasölum sem hér starfa. Enn
er þó hægt að kaupa bíla af þessari
tegund í landinu á vel innan við 6
milljónir.
Mun færri eintök voru flutt inn af
Tesla X- og S-bifreiðum eða 8 af
fyrrnefndu undirgerðinni og 5 af
þeirri síðarnefndu. Þeir eru enda
mun dýrari og kosta frá tæpum 11
milljónum og upp í ríflega 16 millj-
ónir.
Athygli vekur að fyrsti bíllinn af
gerðinni Porsche Taycan Turbo S
hefur verið skráður hér á landi. Um
er að ræða gríðarlega öflugan sport-
bíl sem skilað 761 hestafli og er að-
eins 2,8 sekúndur í hundraðið. Verð-
miðinn er heldur ekki af lakari
gerðinni. Bílabúð Benna gefur ekki
upp hvað slíkur bíll kostar en áætla
má að verðið sé ekki undir 30 millj-
ónum.
Sala á rafbílum fyrstu sjö mánuði ársins
Tegund Fjöldi Hlutdeild
Tesla Model 3 453 39,0%
Audi E-Tron 50 119 10,2%
Hyundai Kona 95 8,2%
Volkswagen Golf 68 5,9%
KIA Niro 64 5,5%
KIA Soul 39 3,4%
Nissan Leaf 35 3,0%
Mercedes-Benz Eqc 33 2,8%
Opel Ampera-E 30 2,6%
Renault Zoe 28 2,4%
Audi E-Tron 55 23 2,0%
Peugeot 208 23 2,0%
Jaguar I-Pace 19 1,6%
Audi E-Tron 17 1,5%
Nissan Leaf 62kwh 17 1,5%
MG Mg Zs Ev 16 1,4%
Tegund Fjöldi Hlutdeild
Hyundai Ioniq 14 1,2%
Volkswagen Up! 13 1,1%
Mini Cooper Se 12 1,0%
Nissan Leaf 40kwh 12 1,0%
Tesla Model X 8 0,7%
Mercedes-Benz
Eqc 400 4matic 7 0,6%
Tesla Model S 5 0,4%
BMW i3s 4 0,3%
Nissan E-Nv200 3 0,3%
Audi E-Tron
Sportback 50 1 0,1%
Peugeot 2008 1 0,1%
Porsche Taycan
Turbo S 1 0,1%
Porsche Taycan 4s 1 0,1%
Samtals 1.161
Heimild: Bílgreinasambandið
Tesla með algjöra
yfirburði á árinu
Einn Porsche Taycan Turbo S seldur
Hagnaður fasteignafélagsins Regins
eftir skatta nam 95 milljónum króna
á fyrri helmingi ársins. Dróst hann
verulega saman frá fyrra ári þegar
félagið hagnaðist um ríflega 2,1
milljarð á fyrri árshelmingi. Rekstr-
arhagnaður fyrir matsbreytingu
dróst saman um 200 milljónir og nam
3.040 milljónum. Matsbreytingar
fjárfestingaeigna voru neikvæðar
sem nam 62 milljónum en á fyrri árs-
helmingi 2019 voru þær jákvæðar
um 2.189 milljónir.
Leigutekjur námu rúmum 4,4
milljörðum á fyrstu sex mánuðum
þessa árs og lækkuðu um 2,1% frá
sama tíma í fyrra þegar þær námu
rífleag 4,5 milljörðum. Rekstrar-
kostnaður jókst talsvert og nam
1.696 milljónum en var ríflega 100
milljónum lægri yfir sama tímabil
2019. Munaði þar mestu um rekstr-
arkostnað fjárfestingareigna sem fór
úr 979 milljónum í 1.096 milljónir.
Tap varð á rekstri félagsins á öðr-
um ársfjórðungi og nam það 209
milljónum, samanborið við ríflega 1
milljarðs hagnað á öðrum fjórðungi
síðasta árs. Segir félagið að tapaðar
tekjur af völdum kórónuveirunnar á
fjórðungnum hafi numið 282 milljón-
um og frestaðar tekjur 180 milljón-
um. Fjárfestingareignir Regins voru
metnar á 143,7 milljarða í lok júni, og
höfðu aukist um tæplega 3 milljarða
frá áramótum. Skuldir félagsins
námu 102,8 milljörðum en höfðu
numið 98,6 milljörðum við áramót.
Reginn hagnast
um 95 milljónir
209 milljóna tap á öðrum fjórðungi
Morgunblaðið/Eggert