Morgunblaðið - 14.08.2020, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Pétur Magnússon
Ágúst Ásgeirsson
Ísraelar og ráðamenn í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum (SAF) hafa
náð samkomulagi um að taka upp
eðlilegt stjórnmálasamband, að því er
Donald Trump Bandaríkjaforseti
skýrði frá í gær.
Í sameiginlegri yfirlýsingu Trump,
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels, og Mohammed bin Za-
yed, krónprinsins í Abu Dhabi, sögð-
ust þeir vona að „sögulegt
samkomulag“ þeirra muni þoka frið-
arumleitunum í Mið-Austurlöndum
áfram.
Samkomulagið inniheldur loforð
um að Ísraelar muni láta af fyrirætl-
unum sínum um að innlima enn
stærra svæði af Vesturbakkanum
sem Ísraelar hernámu fyrir hálfri öld.
Í staðinn gerir samkomulagið ráð
fyrir því að stofnað verði til opinberra
diplómatískra tengsla milli ríkjanna,
en þar til nú hefur Ísrael ekki átt í
slíkum tengslum við arabaríki við
Persaflóa. Sameinuðu arabísku
furstadæmin eru aðeins þriðja arab-
íska ríkið til að stofna til opinberra
samskipta við Ísrael, en þegar hafa
verið gerðir friðarsamningar milli
Ísraels og Egyptalands annars vegar
og Jórdaníu hins vegar.
Forsetaefni demókrata, Joe Biden,
fagnar samkomulaginu og vonast til
að það muni vera skref í áttina að friði
í Mið-Austurlöndunum. „Í dag tóku
Ísrael og Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin sögulegt skref til að brúa það
breiða bil sem myndast hefur í Mið-
Austurlöndum,“ sagði Biden í til-
kynningu í gær.
Kemur ekki í stað viðræðna
Yfirvöld í Barein og Bretlandi
fagna einnig samkomulaginu, en
Dominic Raab, utanríkisráðherra
Bretlands, segir að það komi ekki í
stað beinna viðræðna milli Ísraels og
Palestínu, sem sé eina leiðin til að
koma á friði á svæðinu.
Ekki eru allir ánægðir með sam-
komulagið.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu,
hefur fordæmt samkomulagið og
hafnað því. Í tilkynningu segir Abbas
samkomulagið sýna Palestínumönn-
um yfirgang og svíkja málstað þeirra,
en hann hefur heimtað neyðarfund
hjá Arababandalaginu.
Yfirvöld í Palestínu hafa einnig
skipað sendiherra sínum í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum að yfirgefa
ríkið. Hamas, íslömsk samtök sem
stjórna hluta Gaza-strandarinnar,
hafna samkomulaginu einnig. Í til-
kynningu segir Hazem Qasem, tals-
maður Hamas, að samkomulagið
„þjóni ekki Palestínumönnum“ og sé
„verðlaun fyrir ísraelskt hernám og
glæpi“.
Sögulegt samkomu-
lag Ísraels og SAF
Trump tilkynnti um samkomulag ríkjanna Vona að það hafi
frið í för með sér Forseti Palestínu hafnar samkomulaginu
AFP
Litríkt Ráðhúsið í ísraelsku borginni Tel Aviv var lýst upp í fánalitum SAF eftir að samkomulagið var kynnt.
Svartidauði hefur dregið mann til
dauða í vesturhluta Mongólíu, að
sögn heilbrigðisráðuneytisins í höfuð-
borginni Ulan Bator. Munu nokkur
dæmi um andlát af völdum svarta-
dauða í Mongólíu og grannríkinu
Kína á árinu.
Árlega hefur að minnsta kosti einn
látist af völdum svartadauða í Mong-
ólíu þar sem hinn sjaldgæfi bakteríu-
sjúkdómur dreifist venjulega með
flóm er líma sig við hárugan feld múr-
meldýra sem eru landlæg á þessum
slóðum.
Ríkisstjórnin hefur brugðist við
með áróðursherferð þar sem fólki
hefur verið ráðið frá því að leggja sér
múrmeldýr til munns.
Að sögn embættismanna lést mað-
urinn á þriðjudagskvöldið en enn þá á
eftir að staðfesta með rannsókn í til-
raunastofu, að nagdýrin stóru, múr-
meldýr, eigi þar hlut að máli. Hann
var 42 ára og hefur rúmlega 70
manns, sem voru í nánum tengslum
við hann, verið gert að gangast undir
smitpróf og sóttkví. Hinn látni mun
hafa keypt tvö slátruð múrmeldýr áð-
ur en hann veiktist.
Fyrir nokkrum vikum mun 15 ára
gamall drengur hafa fallið í valinn af
völdum svartadauða í grannhéraði í
Mongólíu.
Háttsettir kínverskir embættis-
menn hafa skýrt frá tveimur álíka
dauðsföllum í Kína, innan landamær-
anna við Mongólíu. Svartidauði hefur
verið staðfestur í öðru tilvikinu en
hinn dó úr sjaldgæfri plágu, svo-
nefndri kokvöðvaplágu.
Þessi tilfelli hafa orðið þess
valdandi að í rússneska héraðinu
Burytíu, sem liggur að Mongólíu, hef-
ur verið gripið til prófana á nagdýr-
um með tilliti til þess hvort þau séu
smituð af svartadauða. Jafnframt
hefur íbúum þar verið stranglega
ráðlagt að veiða hvorki né snæða
múrmeldýr.
Veiðar á múrmeldýrum eru bann-
aðar í Mongólíu en í dreifbýli er það
trú margra að kjötið af þeim sé
heilsusamlegt. Íbúar hafa ekki látið
boð og bönn aftra sér frá veiðum nag-
dýranna stóru. Svartidauði er bráð-
smitandi og berst frá dýrum til
manna með biti smitaðra flóa og með
snertingu við smituð dýr eins og múr-
meldýrin.
Æðsti embættismaður afskekkta
svæðisins Tuva í Síberíu, Sholban
Kara-ool, skipaði í gær hjarðmönnum
í tveimur héruðum er deila landa-
mærum með Mongólíu, að að láta
bólusetja sig gegn svartadauða. Það
gerði hann með tilliti til dauða Mong-
ólans fyrr í vikunni. Þá hafa heil-
brigðisyfirvöld beðið íbúana að veiða
hvorki né snæða kjöt af múrmeldýr-
um.
Sholban Kara-ool sagðist vilja
ganga lengra og hvatti alla íbúa
landamærahéraðanna tveggja,
Ovyursky og Mongun-Taiginsky, að
láta bólusetja sig í öryggisskyni. Í
þessum héruðum búa samtals um
14.000 manns. „Þessi sjúkdómur er
hættulegur,“ sagði héraðsstjórinn í
tilkynningu þar sem hann hvatti til
þess að allir tveggja ára og eldri íbúar
svæðisins gengjust undir bólusetn-
ingu. Lagði hann auk þess að yfir-
völdum heilbrigðismála að ævinlega
væri fyrir hendi nóg af bóluefni gegn
svartadauða. agas@mbl.is
Lést úr svarta-
dauða í Mongólíu
Nokkrir deyja af völdum svartadauða
í Mongólíu og Kína ár hvert
AFP
Múrmeldýr Talið er að svarta-
dauðatilfelli tengist þessum dýrum.
Mörg þúsund hafa verið handtekin og að minnsta kosti tveir hafa látist í
mótmælum sem brotist hafa út eftir að talið var upp úr kjörkössum í for-
setakosningunum í Hvíta-Rússlandi þar sem forsetinn Alexander Lúkasj-
enkó var yfirlýstur sigurvegari.
Alls hafa 6.700 verið handtekin samkvæmt opinberum tölum. Konur víða
um landið tóku höndum saman í gær og mynduðu keðjur til að fordæma
það hvernig stjórnvöld hafa beitt sér gegn mótmælendum. Fregnir hafa
borist af verkföllum í mörgum verksmiðjum í eigu ríkisins, þar sem verka-
menn mótmæla einnig aðgerðum lögreglu.
Þúsund handtekin og tveir látnir
HVÍTA-RÚSSLAND