Morgunblaðið - 14.08.2020, Page 14

Morgunblaðið - 14.08.2020, Page 14
Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum Ungt fólk á aldrinum 25-35 ára á Íslandi og nokkrum Evrópulöndum árið 2019* Heimild: Eurostat og Hagstofa Íslands Kr óa tía G rik kl an d Sl óv ak ía Íta lía B úl ga ría Sp án n Po rt úg al M al ta Pó lla nd Rú m en ía U ng ve rja la nd Sl óv en ía Ký pu r ES B m eð al ta l Li th áe n Té kk la nd Le tt la nd Ír la nd Lú xe m bo rg B el gí a Au st ur rík i Sv is s Þý sk al an d B re tla nd Ís la nd Ei st la nd Fr ak kl an d H ol la nd Sv íþ jó ð N or eg ur Fi nn la nd D an m ör k 62 ,0 % 57 ,8 % 56 ,4 % 49 ,2 % 48 ,8 % 46 ,4 % 45 ,5 % 45 ,4 % 43 ,9 % 40 ,9 % 40 ,8 % 39 ,5 % 37 ,6 % 30 ,5 % 29 ,5 % 29 ,0 % 27 ,3 % 22 ,8 % 22 ,3 % 21 ,7 % 19 ,3 % 17 ,4 % 16 ,5 % 16 ,2 % 16 ,0 % 15 ,9 % 14 ,7 % 10 ,2 % 5, 7% 5, 5% 4, 8% 4, 0% *Sumar tölur eru eldri. Tölur fyrir Ísland eru frá 2016. er ungarnir að jafnaði um tvítugt þegar þeir fljúga úr hreiðrinu. Í lönd- um Vestur-Evrópu er ungt fólk yf- irleitt farið úr foreldrahúsum áður en það nær 25 ára aldri. Þessu er öfugt farið í suðurhluta álfunnar. Að meðaltali fer unga fólkið þar að heim- an nálægt þrítugsaldrinum og jafnvel eldra. Nokkur munur er á kynjunum í þessu sambandi. Stúlkur fara yfir- leitt fyrr úr foreldrahúsum en piltar. Mestur var munurinn í Rúmeníu þar sem stúlkur fóru að heiman nær 26 ára en piltarnir 32 ára. Fjárhagslegar skýringar Eins og fram hefur komið í fyrri umfjöllunum Morgunblaðsins um þessi efni er meginskýringin á þaul- setu ungs fólks í heimahúsum hér á landi yfirleitt talin fjárhagslegs eðlis. Unga fólkið telur sig ekki hafa efni á því að framfleyta sér utan foreldra- húsa. Húsnæðiskostnaður vegur þar mjög þungt. Leiguverð hér á landi og skortur á framboði á hentugu hús- næði fyrir ungt fólk hafa fram að þessu verið stærstu þættirnir. Það gæti farið að breytast. Gögn Hagstofu Íslands sýna að ungt fólk hefur á síðustu árum farið seinna í sambúð en áður og einnig seinkað barneignum. Meðalaldur kvenna við fæðingu fyrsta barns var 24,4 ár árið 1991, en árið 2015 var meðalaldurinn orðinn 27,4 ár. Svipuð þróun hefur átt sér stað í nágranna- löndunum. Á það hefur verið bent að það geti haft áhrif á þroska ungs fólks og sjálfstæði ef það er háð foreldrum sínum vegna dvalar í heimahúsum. Þótt öryggi og ýmis þægindi fylgi gjarnan dvölinni þarf líka að vega og meta þennan þátt. Breytingar verða upp úr 1980 Í Evrópulöndum hefur þróun í átt til lengri dvalar ungs fólks í heima- húsum verið merkjanleg alveg frá því upp úr 1980. Það er talið tengjast aukinni háskólagöngu og langdvöl í skólum. Þeir sem kynnt hafa sér þessa þróun segja að fyrr á tíð hafi ungt fólk stigið stóru þroskaskrefin, þ.e. ferlið að ljúka námi, fara í fast starf, flytja að heiman, fara í sambúð og eignast börn, á tiltölulega þröngu aldursbili. Þetta hafi breyst og teyg- ist nú yfir lengri tíma. Þessar samfélagslegu breytingar hafa orðið um allan heim. Þótt fjár- hagur og húsnæðismarkaður séu nærtækar skýringar á því sem er að gerast eru ljóslega að verki ein- hverjar breytur sem ná dýpra og greinendur hafa líklega enn ekki náð að skýra að fullu. Svo eru ýmis litbrigði í þessum málum. Dæmi eru um það að for- eldrar eða foreldri flytjist inn á heim- ili barna sinna á efri árum. Oft er það vegna þess að viðkomandi hafa ekki aðgang að viðunandi húsnæði eða hafa ekki fengið inni á dvalarheimili eða hjúkrunarheimili aldraðra. Ekki liggja fyrir tölur um þetta. „Hótel mamma“ er enn vinsælt gistihús FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hótel mamma“ er enn vin-sælt gistihús í löndumEvrópu samkvæmt töl-um frá Eurostat um fjölda ungs fólks í foreldrahúsum ár- ið 2019. Mjög er mismunandi eftir löndum hvenær ungarnir fljúga úr hreiðrinu og gera sín eigin. Að meðaltali gerist þetta þegar unga fólkið er orðið rúm- lega 26 ára gamalt. Ef miðað er við aldurshópinn 26 til 34 ára (og þá er nú jafnvel orðið hæpið að tala um „ungt fólk“) eru Slóvakía, Grikkland og Króatía þau lönd þar sem „Hótel mamma“ nýtur mestra vinsælda. Í Króatíu eru 62 prósent enn á heim- ilum foreldris eða foreldra á þessum aldri, 57,8 prósent í Grikklandi og 56,4 prósent í Slóvakíu. Hutföllin eru allt önnur í norrænu löndunum, í Sví- þjóð eru 5,7 prósent ungs fólks á aldrinum 26 til 34 ára á gamla heim- ilinu, 4,8 prósent í Finnlandi og 4 pró- sent í Danmörku. Ísland hefur sérstöðu meðal Norðurlandanna. Hér er hlutfall þeirra sem eru á þessum aldri og búa í foreldrahúsum 14% samkvæmt töl- um Hagstofu Íslands fyrir árið 2016. Að meðaltali fer ungt fólk í Svíþjóð að heiman tæplega 18 ára gamalt. Í Danmörku er það orðið 21 árs og í Finnlandi nær 22 ára. Í Lúxemborg 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandarískarforseta-kosningar taka til þingdeilda alríkis, einstakra ríkja og fjölmargra embætta. En fyrst og síðast snúast þær um odda- mennina, forsetaefnin. Og er þá mannjöfnuður fyrirferðarmikill. Þetta er öðruvísi nú en endra- nær. Stærstur hluti kjósenda skiptir sér enn með hefð- bundnum hætti á flokka sína. Þennan hóp skiptir litlu hvaða mál ber hæst í baráttunni. Hann gengur glaðbeittur fram fyrir sinn flokk eins og jafnan. Næst má nefna hópinn sem kaus ann- an stórflokkinn síðast og jafnvel áður en er eitthvað hikandi núna. Í þeim þarf að kveikja. Vekja athygli á hættunni sem stafar af hinum hefðbundna andstæðingi og meginmálum hans. Þá skila þeir sér flestir heim. Nú þurfa þeir nógu sann- færandi tilefni og jafnvel afsök- un. Svo er það lausafylgið og reyndar „fylgið sem aldrei kýs“. Trump flaut inn síðast á fólk- inu sem aldei kýs. En sá hópur er veikur fyrir að gefa frat í frambjóðendur svo Trump þarf að tryggja að tengslin við hann haldi enn. Í upphafi ársins ætl- aði allur þessi flokkur galvaskur að kjósa Trump. Efnahagurinn var á bullandi siglingu. Forset- inn var að draga „drengina okk- ar“ heim af „vígvöllum í langt í burtistan“ þar sem þeir hættu lífinu í þágu þjóða sem innst inni hata Bandaríkin. En mestu skipti fyrir þá að Trump hafði efnt loforð sín við þá. Hann hafði dregið störfin heim svo eitthvað yrði að hafa fyrir drengina sem heim kæmu og afrækta fólkið. Fyrir þennan hóp var Trump mikilvægur frambjóðandi og reyndar algjörlega einstakur. Frambjóðendur vestra geta allir sem einn hafa verið sendir af flokksskrifstofum stóru flokk- anna og enginn sæi mun væru þeir ekki merktir. Og þessu til viðbótar er nú sú undarlega staða uppi að Trump er eiginlega eini frambjóðand- inn sem skiptir raunverulegu máli í kosningunum. Til viðbótar fyrrnefndum hópi á hann enn sanntrúaða fylgjendur. Þeir þora enn að hafa rauða pottlokið sem höfuðprýði og trúa Trump til að „koma Bandaríkjunum á lappirnar aftur.“ Kraftmestu talsmenn demókrata hafa líka allan hugann við Trump. Það heyrast fáir í þeim hópi tala um að einhverjar ástæður séu til að kjósa Joe Biden. Þeim er nugg- að upp úr karluglunni í kjall- aranum sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Þeir gera ekkert með það og taka engan slag um Joe Biden. Þess- ar kosningar koma honum ekk- ert við eða hann þeim. Menn geta kosið Trump eða kosið gegn honum. Ef leikurinn lukk- ast þá mun fara bet- ur um Biden í kjall- ara Hvíta hússins en í kjallaranum þar sem hann er núna. Það er búið að stilla upp frambjóðanda sem varaforsetaefni sem tapaði öllum sínum prófkjörum fyrir Biden, Bernie Sanders og öllum hinum. Komi Biden upp úr kjall- ara Hvíta hússins í fyllingu tím- ans verða honum þökkuð störf hans þar. Það mun minna á þann unað að Trump sé ekki þar leng- ur. En þótt kosningarnar vestra snúist nú nánast eingöngu um einn frambjóðanda þá eru áfram 5-10% sem láta „málefnin ráða“. Þau hölluðust að Trump í upp- hafi ársins. Málefnin voru þá hans megin. Atvinnuhorfur fólks höfðu einkennst af stöðnun í Obamatíð. Fikt hans við erlend málefni voru flest misráðin eða misheppnuð. Vorhreingerningin fræga fyrir botni Miðjarðarhafs hratt milljónum í upplausn og flestum til Evrópu. Samning- urinn við Íran var skrípaleikur. Hann var kynntur sem samn- ingur sem hefði leyst úr deilu við Íran vegna kjarnorkuvopna- væðingar. En Obama samdi af sér og öllum heiminum um það að Íran gæti komið sér upp kjarnorkuvopnum eftir aðeins 10 ár frá undirritun samnings- ins og enginn nema þeir mundu þá hafa neitt um það að segja! Fyrir þessa snilld þurfti Íran ekki að borga. Því Obama lét að næturþeli fljúga með flugvéla- farma af reiðufé í notuðum seðl- um, dollurum, svissneskum frönkum og evrum, sem Íran hefur síðan notað til stuðnings hryðjuverkasveitum víða um lönd. En sterk staða Trump breytt- ist á fyrstu vikum nýs árs og hann réð litlu um það. Kór- ónuveiran bankaði upp á. Ákveðið var að slá heiminum í lás þótt hann vissi ekki þá við hvað var að fást. Efnahags- afrekin sem áttu að feykja Trump inn í Hvíta húsið á ný hurfu úr umræðunni. Og fólkið sem loksins hafði fengið vinnu fyrir meðalgöngu hans varð fyrst til að missa hana. Í gær var tilkynnt um að stjórn Trumps hefði stuðlað að gjörbreyttum samskiptum Sam- einuðu arabísku furstadæmanna og Ísrael. Gott framtak og inn- legg í erfiða kosningabaráttu. En slíkt mál hreyfir ekki við þeim sem horfa hræddir á veiru- skrattann og efnahagsmálin þótt horfur hafi lagast. Atvinnu- laust fólk les ekki hagtölur. Það tekur fyrst við sér þegar launa- seðillinn kemur aftur inn um lúguna. Það er bara einn maður í framboði vestra núna og það eru mikil átök á milli hans} Pólitísk sanngirni er óljóst hugtak og ekki handfast Þ egar lestarspor teygðu fyrst anga sína um sveitir Evrópu urðu marg- ir tortryggnir. Víða snerist almenn- ingsálitið gegn þessu nýja fyrir- bæri og margir töldu að lagningin væri samsæri gegn fátæku fólki og voru tor- tryggnir í garð breytinganna. Hestar höfðu þjónað mönnum vel um aldir og hvers vegna að breyta til? Snemma árs 1976 bannaði ríkisstjórn Íslands tímabundið innflutning litasjónvarpstækja. Á Alþingi kom þá fram tillaga um að sjónvarpið hæfi útsendingar í lit. Einn þingmaður kallaði hugmyndina „hégóma og fordild“. Sjónvarp væri víða um heim hrein plága og óþarfi að apa slíkt eftir útlendingum. Annar tók undir þessi sjónarmið, en benti þó á að litasjónvarpstæki gæfu ríkissjóði tolltekjur. Sá þriðji bætti við því áliti erlendra kunnáttumanna „að dagskrá hefði hvergi batnað við litaútsendingu“. Nú á dögum hendist fólk fram og aftur um heiminn í leit að vinnu, betri lífskjörum eða ævintýrum. Foreldrar ætt- leiða börn frá fjarlægum heimshlutum. Smám saman verð- ur samsetning samfélagsins flóknari. Tugir þjóða eiga full- trúa í sjávarbyggðum víða um Ísland. Með breyttum tímum vaknar oft ótti við það óþekkta. Núna hlæjum við öll að búrahættinum í dæmunum hér að framan. Vonandi kemur sem fyrst sá tími að við hristum öll höfuðið yfir for- dómum samtímans. Ofbeldi lögreglumanna í Bandaríkjunum gegn svert- ingjum kristallaðist nýlega í óhugnanlegri árás á George Floyd sem lést eftir grimmilega meðhöndlun laganna varða. Í kjölfarið brutust út óeirðir í mörgum ríkjum og hreyfingin Black Lives Matter varð áberandi. Kænir pólitíkusar kunna vel þann leik vel að spila á tilfinningar hinna óttaslegnu. En í nú- tímaþjóðfélagi gengur ekki að koma út úr skáp- unum og segja: „Skjótum þennan svarta skríl.“ Nei, það þarf að pakka skilaboðunum inn í bómull, en ná samt eyrum þeirra óttaslegnu. Stjórnmálamenn sem hafa óvart sýnt sitt rétta eðli og talað niðrandi um svertingja byrja eftiráskýringar oft á því að segja að „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir“. Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína for- dóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldur að ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr. Á Íslandi fiska slægir stjórn- málamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happa- dráttur fylgi stundum. Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að forðast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétt- trúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé alls ekki rasisti, en...“ erum við alveg viss. Benedikt Jóhannesson Pistill Ég er ekki rasisti, en... Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.