Morgunblaðið - 14.08.2020, Side 17

Morgunblaðið - 14.08.2020, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 ✝ Eysteinn Berg-mann Guð- mundsson versl- unarmaður fæddist í Reykjavík 11. september 1941 og lést á lungnadeild Landspítalans 5. ágúst 2020. Foreldrar hans voru Guðmundur Bergmann Björns- son og Gróa Skúla- dóttir. Systkini Eysteins; Ragna Bergmann, Hulda Bergmann, Edda Bergmann, Ólafía Bergmann og Sigurður Bergmann. Eftirlifandi eig- inkona er Sólveig Auður Friðþjófsdóttir, fædd 21. júní 1943, og giftu þau sig 11. september 1965. Foreldrar Sólveigar Auðar voru Frið- þjófur Helgason og Bergdís Ingimarsdóttir. Börn Eysteins og Sólveigar Auðar: 1) Friðþjófur Berg- en þó mest með knattspyrnu- deildinni þar sem hann lék m.a. 111 leiki með meist- araflokki. Hann tók einnig til hendinni við þjálfun yngri flokka og meistaraflokkinn þjálfaði hann árin 1970-1971. Hann tók að sér formennsku í stjórn handknattleiksdeildar Þróttar og stjórnaði þar með glæsibrag árin 1967-72. Eysteinn tók ungur að aldri dómarapróf og dæmdi knattspyrnuleiki í þrjátíu ár. Hann var einnig virtur al- þjóðadómari í 15 ár og dæmdi fjölmarga leiki á er- lendri grund. Hann tók þátt í félagsstörfum dómara og sat í ráðum og stjórnum á vegum KSÍ og var hann sæmdur gullmerki Þróttar og KSÍ. Eysteinn hafði mikinn áhuga á mannrækt og gekk í Frí- múraregluna. Útför Eysteins fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 14. ágúst 2020, kl. 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verð- ur athöfnin í kyrrþey en verður streymt á Facebook- síðunni www.facebook.com/ groups/ eysteinn. mann, f. 8. júlí 1965. Maki: Lilja Bergmann, f. 22. september 1967. Börn þeirra eru Sólveig Auður Bergmann, Ingi- björg Bermann og Bergdís Björk Berg- mann. 2) Berg- dís Eysteins- dóttir, f. 11. janúar 1972. Maki: Haraldur Haraldsson, f. 28. mars 1971. Dóttir þeirra er Birta Björk Haraldsdóttir. Eysteinn fæddist í Skerja- firðinum og ólst þar upp. Hann starfaði alla ævi sem verslunarmaður fyrst hjá byggingarvöruversluninni Húsinu og seinna hjá fyrir- tækinu Vélar og verkfæri. Eysteinn var félagi í íþrótta- félagi Þróttar. Fyrstu árin með handknattleiksdeildinni Elsku pabbi, þegar ég sit hérna heima í sófanum, hugsa til baka og skoða myndir er svo dásamlegt að rifja upp yndisleg- ar minningar, geta bæði hlegið og grátið yfir góðu stundunum sem við áttum saman. Pabbi, þú varst fámáll maður, varst ekki mikið fyrir það að tala um tilfinningar en ég fann þegar þú faðmaðir mig þétt, þá þýddi það „ég elska þig“, þú kunnir bara ekki að segja upp- hátt „ég elska þig“. Það var svo dásamlegt hvað þú varst mikill rútínumaður, hafa allt í röð og reglu. Í æsku man ég að þú borðaðir alltaf karamellujógúrt, kaffi og sígó, í hádeginu tvær pyslur með kokteilsósu, kaffi og sígó, í kvöldmat yfirleitt unnar kjötvör- ur, kaffi og sígó. Þegar við vor- um að ræða við læknana undir lokin og ræða um heilsufarið þitt og hvernig mataræðið þitt hafi verið, þá sáum við það í augunum á þeim að þetta á ekki að vera hægt og þú 78 ára. Þú varst ólíkindatól, þú elskaðir þetta og vildir ekkert breyta því, af hverju að breyta því sem gott er? Þú og mamma áttu ykkar draumastað sem var Calpe á Spáni. Áður en Calpe kom til sögunnar voruð þið búin að fara til Benidorm í nokkur ár. Þegar það kom til tals fyrir eitt sum- arið að ég, Halli og Birta okkar (sem þá var 4 ára) færum öll saman í sólina, sá ég að nýr áfangastaður var í boði hjá ferðaskrifstofunni sem var Calpe. Það tók mig nokkra mán- uði að sannfæra þig um að breyta til og fara á nýjan stað. Þú varst ekki alveg viss, þótt Calpe væri bara 20 mínútur frá Benidorm. Ástæðan fyrir því að þú gafst þessum stað tækifæri var að hótelið var lítið, rétt hjá ströndinni, þú gætir leikið við Birtu bæði við sundlaugina og farið með hana á ströndina. þú elskaðir afastelpurnar þínar svo mikið og varst tilbúin að gefa þessu tækifæri og við áttum yndislegar tvær vikur á Calpe. Eftir þessa ferð fóru þú og mamma í 14 ár, alltaf á sama hótel, helst sama herbergi. Þetta lýsir þér og mömmu í hnotskurn, af hverju breyta því sem gott er? Nú þegar er komið að leið- arlokum í bili langar mig að segja takk fyrir allar yndislegu minningarnar. Takk fyrir fyrsta bláa reiðhjólið mitt sem ég fékk þegar ég var 6 ára. Takk fyrir húllahringinn, ég man svo vel hvað mín heitasta ósk var að fá húllahring. Einn daginn sem ég stóð úti á svölum og þú komst heim með húllahring, þetta var besti dagur lífs míns. Takk fyrir alla ferðirnar til vinar þíns Magga P til að kaupa takkaskó. Takk fyrir allar stundirnar þeg- ar þú og mamma buðuð okkur öllum í grillað lambalæri eða grillað spare ribs. Takk. Ég kveð þig því að sinni með ást og kærleik í hjarta elsku pabbi. Þín dóttir, Bergdís Eysteinsdóttir. Með þessum orðum kveð ég föður minn er kvaddi þennan heim síðastliðið miðvikudags- kvöld og gátum við Bergdís systir fylgt honum síðasta spöl- inn þar sem við héldum hvort í sína höndina þegar hann dró sinn síðasta andardrátt, það var falleg stund þó að hún hafi verið afar erfið. Pabbi var einstakur maður, hjartahlýr og með ein- dæmum hjálpsamur. Við Berg- dís gátum ekki verið heppnari með foreldri þar sem við gátum alltaf treyst á stuðning hans. Ekki var hann síðri sem afi, stelpurnar sóttust í að vera hjá ömmu og afa, þar voru engin boð og bönn. Pabbi ólst upp í Skerjafirðinum og bókin „Polli ég og allir hinir“ er skrifuð um strákana og uppátækin í Skerja- firðinum. Pabbi sagði mér sögur sem ekki komu fram í bókinni og þessi bók varð fljótlega mín uppáhaldsbók, mér fannst Pabbi og strákarnir Skerjafirðinum al- gjörir snillingar. Pabbi spilaði fótbolta um leið og hann gat labbað og í fyrstu spilaði hann alltaf í stígvélum þar sem ekki var til peningur fyrir fótboltas- kóm. Hann spilaði allan sinn fer- il í Þrótti, bæði í handbolta og fótbolta, þó mest í fótbolta þar sem hann lék 111 meistara- flokksleiki og var pabbi 16 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik. Pabbi var einnig einn af fyrstu milliríkja- dómurum Íslands bæði með FIFA- og UEFA-réttindi og dæmdi hann marga evrópuleiki erlendis við góðan orðstír. Pabbi átti farsælan feril sem knatt- spyrnudómari og ég fann að hann var vel liðinn hvar sem hann kom. Mamma og pabbi elskuðu að ferðast til annarra landa og fór mamma með hon- um í flestar dómaraferðirnar hans og alltaf einu sinni á ári fóru þau saman út í sólarlanda- ferð, mest var það til Spánar og var Calpe þeirra staður síðustu fjórtán ferðirnar. Elsku pabbi minn, þú varst svo traustur, það þurfti enga samninga bara orð og handtak, það sem þú sagðir stóðst. Ég á þér svo margt að þakka og stuðningur þinn var ómetanlegur, ég er feginn að ég gat stutt við þig síðustu árin. Í hvert sinn sem við ræddum saman hafðir þú það alltaf gott og vanhagaðir ekki um neitt þó að raunin hafi verið önnur. Þú vildir ekki ónáða okkur Bergdísi af því við hefðum svo mikið að gera þó að við hefðum sagt við þig að láta okkur vita ef þig vantaði eitthvað, en þú vildir ekki láta breyta neinu í daglega lífinu, hvorki hjá þér né okkur. Að missa þig, elsku pabbi minn, er erfitt og sársaukafullt alveg sama þótt við höfum vitað í nokkurn tíma í hvað stefndi. Ég held í tímann sem við áttum saman og minningarnar munu alltaf fylgja mér. Ég læt neð- angreint ljóð fylgja þér, pabbi minn, sem lýsir nokkurn veginn því sem ég vil segja og kveð þig með. Elsku besti pabbi. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Friðþjófur Bergmann. Ég kynntist Eysteini fyrir 36 árum síðan þegar ég og Diddi urðum kærustupar. Okkar fyrstu kynni voru góð og fann ég strax hvað Eysteinn var hlýr og góður maður. Hann vildi allt fyrir alla gera og tilbúinn að hjálpa ef á þurfti að halda. Ey- steinn og Auður voru mjög sam- rýnd hjón og yndisleg, þau voru mjög hrifin af barnabörnunum sínum og mjög dugleg að passa þau þegar þurfti og ekki. Ynd- islegri afa og ömmu er varla hægt að finna. Stelpurnar okkar Didda vörðu miklum tíma með afa sínum og ömmu, það var alltaf verið að bralla eitthvað skemmtilegt, smíða kofa (Krakkakot), fara út og kaupa ís og nammi. Afi og amma voru með áskrift að Stöð 2 og þar skipti engu hvort myndir væru bannaðar börnum eða ekki enda afi og amma löngu sofnuð, þetta kunnu mínar stelpur að meta. Eysteinn elskaði að grilla og hafa fólkið sitt í kringum sig og voru grillveislurnar margar og skemmtilegar. Ég hugsa til Ey- steins með þakklæti huga og þakka fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar. Ég veit að þú varst hvíldinni feginn og góða ferð í draumalandið. Þín tengdadóttir Lilja. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (B.J.) Eysteinn var alltaf eins, hvar sem maður hitti hann fyrir, heima, að afgreiða í versluninni Húsinu eða við vinnu sína hjá Vélum og Verkfærum, alltaf hlýr og hvetjandi, alltaf glettinn og stutt í brosið en alltaf spurði hann um mig og mína fjölskyldu og hvernig við hefðum það. Ey- steini var annt um sína og alltaf fann ég það vel að ég og fjöl- skylda mín værum í þeim hópi. Þegar synir mínir sýndu fót- bolta hinn minnsta áhuga, hvað þá að æfa og spila hann, var Ey- steinn uppnuminn og áhugasam- ur að hvetja þá áfram enda var hann mikilsvirtur knattspyrnu- dómari langt fram eftir aldri og vissi allt sem þurfti að vita um knattspyrnu. Ég minnist þess hve stoltur og glaður Eysteinn var þegar ég og besti vinur minn, Friðþjófur (Diddi), sonur Eysteins og Auð- ar, gengum að eiga tvíburasyst- urnar Björk og Lilju fyrir 30 ár- um. Við svo ung og björt framtíðin blasti við okkur en þá voru Eysteinn og Auður glæsi- leg hjón á miðjum aldri, alltaf svo samrýnd, samstiga og það geislaði af þeim vinsemd og væntumþykja. Það má með sanni segja að Eysteinn hafi ekki verið nema tæplega hálfur maður síðustu árin eftir að Auður var greind með sjúkdóm sem varð til þess að hún varð að flytja á hjúkr- unarheimili þar sem óminnis- hegrinn er smám saman að taka hana frá ástvinum sínum. Ey- steinn hefur átt mjög erfitt eftir að Auður veiktist og má með réttu halda því fram að hann hafi dáið úr sorg á undan ástinni sinni. Við Björk og strákarnir okkar sendum ástvinum Eysteins okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Genginn er gegnheill og góður maður. Blessuð sé minning Eysteins. Helgi Magnús Hermannsson. Elsku afi okkar. Minningarn- ar um þig eru óteljandi og ómögulegt að koma þeim fyrir í stuttri minningargrein. Þú hafð- ir einstakt lag á börnum og þreyttist ekki á að leika enda- laust við okkur barnabörnin. Það sama átti við um dýr en dýrin í hverfinu leituðu mikið til þín þar sem þú varst alltaf tilbú- inn með klapp og skál af mjólk. Þú varst mikill kisumaður og þér þótti alltaf vænt um að klappa og dekra við Snúð og líka þegar þú fékkst Púksa sem þér þótti svo vænt um þrátt fyrir að hann hefði verið mjög krefjandi kisi. Þú gerðir allt fyrir okkur, nammiskápurinn hjá ykkur ömmu var akkúrat staddur í þeirri hæð að við gátum alltaf gengið í hann en þannig vildir þú einmitt hafa það og þú pass- aðir líka alltaf að úrvalið væri yfirdrifið nóg. Við stelpurnar hlökkuðum alltaf mikið til að fá ykkur ömmu frá Spáni en þá vissum við líka að skápurinn yrði fullur af fríhafnarnammi. Þú sást líka til þess að það væri nóg um að vera fyrir okkur úti í garði, þú byggðir fyrir okkur kofann Krakkakot, sandkassa og settir upp rólur. Við elskuðum að koma og gista hjá ykkur og fá að horfa á Prinsessuna og Durtana eða Stúart Litla langt fram á kvöld og labba með þér út í ísbúð eða Nóatún og velja okkur morgunmat. Þið amma voruð líka svo dugleg að halda matarboð sem eru svo eftir- minnileg og dýrmæt þar sem við fjölskyldan hittumst saman. Þar var oft rækjukokteill eða sveppasúpa í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og það klikkaði aldrei að það var alltaf eftirréttur enda varst þú alltaf sannfærður um að „maður væri aldrei of saddur fyrir eftirrétt“. Elsku afi, þegar við lítum til baka þá er þakklæti okkur efst í huga, þakklæti fyrir allar minningarnar okkar sem við munum geyma um ókomna tíð og þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur en þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Við elskum þig og söknum þín, elsku afi. Þín barnabörn, Auður, Ingibjörg (Inga), Bergdís Björk og Birta Björk. Knattspyrnufélagið Þróttur var sannkallað stórveldi í dóm- gæslunni á árum áður. Það skil- aði hverjum dómaranum á fætur öðrum inn í knattspyrnuheiminn áratugum saman. Þar má m.a. nefna Bjarna Pálmarsson, Bald- ur Þórðarson, Halldór Back- mann Hafliðason, Hjálmar Bald- ursson og Gunnar Ingvarsson. Hvorki fleiri né færri en sex Þróttarar urðu alþjóðlegir dóm- arar (FIFA-dómarar) fyrir Ís- lands hönd; þeir Magnús Vignir Pétursson, Grétar Norðfjörð, Eysteinn B. Guðmundsson, Óli P. Olsen, Þorvarður Björnsson og Garðar Örn Hinriksson. Þeir félagar fóru víða um heim sem slíkir og voru landi og þjóð til sóma. Garðar Örn kom seinna við þessa sögu en hinir fimm en segja má að Þróttur hafi nánast einokað FIFA-listann um langt árabil, með nokkrum eftirminni- legum undantekningum. Undirritaðir voru í hópi þeirra „ungu og upprennandi“ knattspyrnudómara sem beið það erfiða hlutskipti að leysa þessa kappa af hólmi á knatt- spyrnuvellinum. Við mættum til leiks blautir á bak við eyrun en nutum leiðsagnar nokkurra af gömlu meisturunum. Eysteinn var í þeim hópi, því hann var bæði eftirlitsmaður dómara og sat í dómaranefnd KSÍ árum saman. Hann gaf okkur góð ráð og stappaði í okkur stálinu þeg- ar þess þurfti en umfram allt var hann góður og skemmtileg- ur félagi. Eysteinn og fleiri úr þessum hópi lögðu okkur líka til gott veganesti þegar við urðum þess heiðurs aðnjótandi að feta í fótspor þeirra á alþjóðavett- vangi. Fyrir það þökkuðum við heilshugar á sínum tíma en þökkum aftur að leiðarlokum. Eysteinn var ekki hár á velli en þeim mun stærri persónu- leiki. Hann var ávallt glaður í bragði og snaggaralegur. Lík- amstjáning hans var þannig að jafnvel hávöxnustu knattspyrnu- menn lögðu ekki í að deila við dómarann. Umfram allt var Ey- steinn þekktur fyrir að hafa fulla stjórn á þeim leikjum sem hann dæmdi. Þar komst enginn upp með einhvern moðreyk. Við kveðjum góðan dreng með söknuði og virðingu. Fyrir hönd félaga Eysteins í hópi knattspyrnudómara og eftirlits- manna sendum við Auði, börn- um þeirra, barnabörnum og barnabarnabörnum hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning vinar okkar og félaga, Eysteins B. Guðmundssonar. Bragi V. Bergmann, Gylfi Þór Orrason. Eysteinn Bergmann Guðmundsson Nú er Lára frænka mín hnigin til foldar og þar með markast þau tímamót sem þó óhjákvæmilega verða, að kyn- slóðin á undan okkur er öll farin á vit feðra sinna. Systkinin sem ól- ust upp í Ögri við Ísafjarðardjúp á tímum sem eru svo ólíkir því sem við þekkjum í dag að erfitt er að útskýra muninn og enn erf- iðara að skilja hann. Lára var elsta systkinið af sjö. Guðríður dó ung, rétt rúmlega tvítug, lítill drengur dó þriggja daga gamall. Pabbi minn sem var Lára Hafliðadóttir ✝ Lára Hafliða-dóttir fæddist 17. desember 1930. Hún lést 7. júlí 2020. Jarðsett verður í Ögurkirkjugarði í dag, þann 14. ágúst 2020. annar í röðinni á eft- ir Láru og systur þeirra náðu fullorð- insaldri en Ása sem var yngst dó fyrir sextugt. Lömunarveikin hjó skarð sitt í systkinahópinn með fráfalli Guðríðar og Lára þurfti sem ung kona að glíma við þessa hryllilegu veiki. Sú glíma setti mark sitt á allt líf hennar en hún barðist fyrir sínu og vildi helst enga aðstoð. Sagðist geta unnið fyrir sér og sínum og gerði það allan sinn vinnualdur. Lengst af í félags- málaráðuneytinu. En mér fannst baráttan einkenna líf hennar Láru frænku minnar alla tíð. Ef ég spurði hana hvort hún tæki þennan eða hinn hlutinn ekki of alvarlega sagði hún að svona væri þetta bara og sér væri sama hvað öðrum þætti um það. Í slíkum til- svörum minnti hún mig oft á pabba minn, bróður hennar, en á milli þeirra voru sérstök systk- inabönd. Mínar fyrstu minningar af Láru frænku minni eru úr Ögri, þá sjaldan að hún gat komið þangað í heimsókn til mömmu sinnar, ömmu minnar. Síðan til foreldra minna sem tóku við jörð- inni. Svo á hennar heimili á Háa- leitisbrautinni. Þar giltu ákveðnar reglur sem manni skildist fljótt að rétt væri að framfylgja. Það er misjafnt hvernig fólk setur fram um- hyggju sína því sumum er það auðvelt en öðrum ekki. Lára hafði sinn háttinn á því og það nægði mér. Þess vegna fannst mér alltaf gott að hitta hana, segja henni frá og hlusta á hana segja sögur úr uppvextinum í Ögurvíkinni, fyrst á Garðstöðum og svo á ættaróðal- inu Ögri sem í dag er í eigu okkar systkinanna, næstu kynslóðar sem ólst þar upp. Láru var um- hugað um að þannig yrði það og að Ögur tilheyrði okkar fjöl- skyldu. Lára hélt sínu góða minni mjög lengi og gat miklu meira en henni var ætlað þegar hún veikt- ist á sínum tíma. Hún bjó lengst af ein en var síðustu mánuðina á Droplaugarstöðum. Svanhvít dóttir hennar sinnti henni af því- líkri umhyggju og þolinmæði að það er aðdáunarvert og í raun ólýsanlegt hversu mikið hún gat sinnt móður sinni. Síðasta daginn sem hún Lára frænka mín lifði sat ég hjá henni um stund. Ég reiknaði með að hún heyrði og skildi allt sem ég sagði þó ekki gæti hún gefið það til kynna. Ég sat hjá henni og tal- aði út í eitt um Ögur og kom inn á sögurnar sem hún og pabbi sögðu mér og okkur systkinum. Og ég kvaddi frænku mína með þeim orðum að við sæumst heima í Ögri. Að hennar ósk verður hinsta hvíla í Ögurkirkjugarði nálægt foreldrum sínum og mörgum öðr- um ástvinum. Heima í Ögri. Halldór Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.