Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 ✝ Birna JónínaBenediktsdótt- ir fæddist 20. nóv- ember 1940. Hún lést 2. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar voru Benedikt Sigfússon, f. 18.8.1920, d. 6.2.1997, og Helga Bjarnadóttir, f. 19.11.1919, d. 7.8.2002. Þau voru bændur í Beinárgerði í Vall- arhreppi. Systkini Birnu eru Sigfús, f. 1942, Klara, f. 1945, Óskar, f. 1946, Þórhallur, f. 1952, d. 2000, og Gunnar, f. 1960. Dóttir Birnu er Stefanía Ósk Stefánsdóttir, f. 1962, kennari á Hvolsvelli. Eig- inmaður hennar er Lárus Ágúst Bragason, f. 1959, kennari við Fjöl- brautaskóla Suður- lands. Þeirra börn eru Íris, f. 1986, Bragi Ágúst, f. 1990 og Lea Birna, f. 1994. Barnabörn- in eru fjögur. Birna starfaði lengstum við Beinárgerðisbúið utanhúss og innan. Einnig vann hún fjölbreytt störf utan heimils í mötuneytum og oft við slát- urhúsið á Egilsstöðum. Útför Birnu fer fram í dag, 14. ágúst 2020, klukkan 14. www.egilsstadakirkja.is Það er mér einkar ljúft að minnast tengdamóður minnar, Birnu Jónínu Benediktsdóttur. Birna var dóttir Benedikts Sig- fússonar bónda í Beinárgerði í Vallahreppi og konu hans Helgu Bjarnardóttur húsfreyju. Birna fæddist í Kolstaðagerði og bjó á ýmsum bæjum næstu árin allt þar til foreldrarnir keyptu Bein- árgerði vorið 1949. Þar ólst Birna upp og bjó til dauðadags. Þar biðu hennar þessi venjulegu sveitastörf er biðu flestra sveita- stúlkna. Aðstoð inni og úti. Það var ær- ið verkefni að gæta yngri systk- ina, sá hópur stækkaði er árin liðu. Drengirnir voru ekki alltaf þægir, en að sjálfsögðu litu þeir upp til stóru systur og hlýddu henni umyrðalaust. Menntun hennar var sem menntun vel flestra ungra stúlkna þessa tíma. Sveitin var henni hjartfólgin, lífið í sveitinni var hennar líf, já hún naut sín vel í útiverkum. Naut þess að sitja góðan hest. Birna bjó í Beinárgerði allt til dauða- dags sem áður sagði. Fyrst með foreldrum sínum. Seinustu árin með yngri bróður sínum Óskari. Já, sveitin var hennar staður. Þar átti hún margar minningar. Ekki verður heil minningar- grein skrifuð án þess að minnast á matinn sem hún gerði. Hún var frábær kokkur og það erfðist frá henni. Ung eignaðist hún dóttur. Stefanía var það sem líf hennar snerist um. Samband þeirra var mjög náið. Kærleiksríkara sam- band er vandfundið. Draumar hennar rættust í gegnum dótt- urina. Birna var afar dagfarsprúð kona. Hæglát og hlý og var ekk- ert að koma sér og sínu að. Naut hún mikillar virðingar innan fjöl- skyldunnar. Já, hún var mið- punktur alls og ógjarnan fóru menn gegn hennar orðum. Þó bar við að hún bölvaði hressilega þeg- ar hún var yngri. En ég tek fram að ég heyrði hana aldrei bölva. Okkar samband var afar gott. Ég kveð Birnu fullur þakklætis. Veit að almættið er ekki af- skipt um hennar hag. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Lárus Ágúst Bragason. Elsku amma, þú sem hafðir svo fallega sál, nú er komið að kveðjustund. Þú varst svo ótrú- lega heilsteypt manneskja og átt- ir svo mikið til handa öllum. Ég sem ömmubarn þitt, sem og önn- ur börn í fjölskyldunni, naut þess að vera í kringum þig. Faðmur- inn þinn var stór og hlýr, höndin silkimjúk og röddin mild. Brosið þitt var það fallegasta. Undan- farið ár hefur verið erfitt fyrir þig sökum heilsubrests en þrátt fyrir það áttum við góðar stundir sam- an í sumar. Minningar um þetta fallega sumar munu fylgja mér. Þú kenndir mér svo margt, að elska náttúruna, dýrin og ættfræði, sem var eitt af þínum áhugamál- um. Umfram allt kenndirðu mér með framkomu þinni og öllu at- læti að fjölskyldan er það mik- ilvægasta og það að reyna að leysa allt í góðu. Því mun ég til- einka mér þín gildi, elsku amma. Ég sakna þín sárt en minning- arnar sem við eigum saman ylja. Ég, þú og mamma áttum oft dásamlegar stundir saman þrjár sem vekja gjarnan upp hlátur. Enn þann dag í dag skil ég ekki þolinmæðina sem þú hafðir því hún fyrirfinnst ekki í dóttur þinni, móður minni. Kannski tek ég bara við af þér að reyna að ala mömmu upp og segja „ohh Stef- anía mín“ með bros á vör. Ég gat svo oft hlegið að þér, þú svona ró- leg og mamma eins og storm- sveipur, frekar fyndnar saman. Ég skil heldur ekki hversu mikla þolinmæði þú hafðir til þess að skræla ofan í mig kartöflur því ekki nenni ég því enn þann dag í dag. Það var dýrmætt að þekkja þig amma, að fá að skríða uppí til þín og hlusta á útvarpið og lesa bæk- ur. Vöffluilmurinn þegar þú bak- aðir bestu vöfflur í heimi var dásamlegur og stundirnar við eldhúsborðið í Beinárgerði voru góðar. Þetta eru einungis brot af skemmtilegum augnablikum sem við áttum saman. Stundirnar með þér, Óskari, foreldrum mínum og öllum ættingjunum í Beinárgerði er það besta sem ég veit. Mig langar að enda þessi kveðjuorð á texta eftir Megas sem þú hafðir miklar mætur á. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og ég sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augun mín eru opin hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas) Hvíldu í friði í fögrum reit elsku amma, þitt barnabarn og stolt nafna Lea Birna Lárusdóttir. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Dáinn er ég þér. En þú munt lifa undir himni mínum þar til myrkvast hann. Missa hlýt ég þá eins og þú hefur gert ljós dagsins land, sögu, hvern mann. (Hannes Pétursson) Með þakklæti í huga kveðjum við þig, elsku systir. Þín systkini og mágur, Sigfús, Óskar, Klara og Tryggvi. Hjarta mitt er fullt af sorg, hún Bidda mágkona mín er farin. Ég get jafnframt samglaðst til- veruflutningi hennar á annan stað, í faðmlag kærleiksríkrar fjölskyldu og vina sem tóku á móti henni. Hún Birna gaf sig alla, af áhuga og umhyggju, í að hugsa um fjölskyldu sína, foreldra, systkini, tengdafólk, barn og barnabörn. Við nutum þess að finna fyrir einlægum áhuga hennar og gæsku í okkar garð og fordómalausra samskipta. Börn- in mín og barnabörn fengu að njóta kærleika hennar og minn- ast umvefjandi kærleika hennar sem ömmu. Minningin um heimsókn í Beinárgerði og við settumst við eldhúsborðið, kaffið, dásamlegu vöfflurnar hennar Biddu og rab- arbarasultan, samræður um landsins gagn og nauðsynjar og skipst á skoðunum, rætt um fjöl- skylduna og gamlar sögur eða at- burði, um ættartengsl og bækur sem búið var að lesa. Mikilvæg og gefandi samskipti sem glöddu en tóku alveg í ef skoðanir fóru ekki saman. Birna var þessi stöðugi stólpi fjölskyld- unnar sem virkjaði límið í tengslum okkar með því að hafa samskipti við alla og flutti okkur fregnir af fjölskyldumeðlimum og minnti okkur á afmælisdaga og nöfn barna og barnabarna. Hún gladdist með okkur þegar vel gekk og ekki síst þegar nýir fjölskyldumeðlimir fæddust og tók nærri sér þegar eitthvað bját- aði á og tók þátt í sorgum okkar, allt af umhyggju sinni og kær- leika. Stórt skarð er hoggið í tilveru okkar en tíminn mun hjálpa okk- ur að sættast við það. Minning hennar lifir. Kristín Hrönn, Gunnar, Benedikt Kristinn, Anna Katrín, Brynjar, Sævar og fjölskylda, Oddur og fjöl- skylda. Nú er dagur að kveldi kominn, elsku frænka. Ekki er annað hægt en að þakka fyrir sumarið og þann tíma sem við fengum með þér. Undanfarin ár höfum við verið búsettar annars staðar og höfum því ekki getað verið eins mikið og við vildum í sveit- inni seinustu árin. Nú þegar komið er að kveðju- stund óskar maður þess að hafa getað komið oftar og verið leng- ur. Beinárgerði þar sem Bidda bjó alla sína ævi var eins og okkar annað heimili. Þar nutum við okkar í dagsins önn með föður- fólkinu okkar. Þar var oft líflegt enda margir sem lögðu leið sína í sveitina. Þar voru margar góðar stundir í eldhúskróknum þar sem var rætt um menn og málefni, oftar en ekki ættfræði. Var þá gjarnan boðið upp á heimabakaða hjónabandssælu og vöfflur sem enginn gerði betur en Bidda frænka. Eftir að við urðum fullorðnar hafa börnin okkar fengið að njóta þess að koma í Beinárgerði til Biddu og Óskars, eiga þar nota- legar stundir í eldhúskróknum, borða vöfflur og blaða í Tinna- bókum. Í þeirra huga er hún þeim eins og amma. Persónan þín var fögur að utan sem innan, blíð og hógvær, ávallt gátum við leitað til þín í gleði og sorg. Þótt þú skiptir sjaldan skapi gat fokið í þig því þú hafðir sterka réttlætiskennd og vildir að ávallt væri komið fram við menn og dýr af virðingu. Þú varst umhyggju- söm og fórnfús fyrir þína nánustu og naust þess að fylgjast með börnunum vaxa og dafna. Þú varst okkur svo mikið meira en föðursystir og eftir situr tómarúm sem erfitt verður að fylla. Minningarnar munu lifa og fylgja okkur. Fyrir allt sem okkur varstu Ástarþakkir færum við þér. Gæði og tryggð er gafstu Í verki góðri konu vitni ber. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ingibjörg, Benedikta og Jóna. Birna Jónína Benediktsdóttir ✝ Erna Sigrún Há-konardóttir fæddist 24. nóv- ember 1947 á Ísa- firði. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 5. ágúst 2020. Foreldrar hennar voru Hákon Guðberg Bjarnason, f. 28.1. 1928, d. 27.10. 2009, og Hulda Rósa Guðmundsdóttir, f. 12.2. 1930, d. 9.5. 1996. Systkini Ernu Sigrúnar eru: Hermann Al- freð, f. 3.9. 1950, Stefán, f. 7.1. 1953, Hrafnhildur Konný, f. 20.2. 1958, og Bjarni, f. 25.8. 1961. Erna Sigrún giftist Viðari Sig- Ernu Sigrúnar og Erik Vetter er Martin Vetter Berg, f. 20.12. 1984, maki Juanita Schrøter Holm. Börn þeirra eru Emma, Majfríð og óskírður sonur. Erna Sigrún giftist Leif Berg. Þau skildu. Eft- irlifandi sambýlismaður síðan 2004 er Herbein Fjallsbak, f. 5.12. 1950. Erna Sigrún ólst upp á Ísafirði. Hún bjó um tíma á Akranesi og starfaði sem gangavörður í gagn- fræðaskólanum. Erna Sigrún menntaði sig sem fjölskyldu- og áfengisráðgjafa á Betty Ford í Bandaríkjunum og Kempler Insti- tute í Danmörku. Hún starfaði meðal annars á meðferðarstofn- uninni Voninni í Reykjavík og í Krýsuvík. Erna Sigrún flutti til Færeyja 1986 og starfaði þar sem fjölskyldu- og áfengisráðgjafi. Útförin fer fram við Selfoss- kirkju í dag, 14. ágúst 2020, klukkan 14. Athöfninni er streymt á vef Selfosskirkju. urðssyni, f. 25. októ- ber 1947. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Hákon, f. 5.12. 1967, maki Lilja Ester Ágústs- dóttir. Börn þeirra eru Sylvía Kolbrá, maki Magnús Blön- dal Gunnarsson, sonur þeirra er Há- kon Hólm; Hákon Huldar og Sólveig Sigurjóna. 2) Sigurður, f. 5.12. 1969, maki Fabienne Clavel. Börn Sigurðar eru Viðar og María. 3) Elmar, f. 20.11. 1973, maki Soffía Sveinsdóttir. Dætur þeirra eru Erna Huld og Vigdís Anna. Sonur Elsku systir mín Erna Sigrún er dáin og er erfitt að meðtaka þau tíðindi en hún lést eftir harða bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Dugnað- ur, kjarkur og þor ásamt æðruleysi lýsa hennar viðureign við þennan vágest best og var Æðruleysis- bænin alltaf í hjarta hennar. Fal- lega, brosmilda og lífsglaða systir mín sem alltaf reis upp og hélt ótrauð áfram sama hvaða verkefni lífið færði henni. Erna Sigrún var 11 árum eldri en ég og eina systir mín. Hún var stóra systir sem passaði mig sem barn og kenndi mér svo margt eins og að synda og það sem hún var stolt af því að ég varð synd fimm ára gömul. Ég leit upp til þessarar fallegu systur minnar og fannst hún mjög klár og heillandi. Hún fór í lýðháskóla til Danmerkur 16 ára gömul og var ég ákveðin í því að ég myndi feta í hennar fótspor þegar ég næði þeim aldri. Ég leit svo upp til hennar og dáðist að henni og var því mjög ósátt sem barn hvað við vorum ólíkar í útliti því ég vildi vera með brún augu og brúnt hár eins og hún og mamma en ekki blá augu og ljóst hár. Hún sagði mér eitt sinn í trúnaði að hún hefði haldi það lengi vel sem unglingur að það hefði orðið ruglingur á mér og frænku minni á fæðingardeildinni þar sem mamma og systir hennar Magga lágu saman á sæng og eign- uðust okkur frænkurnar, ég ljós en hún dökk á brún og brá. Við hlóg- um oft að þessu og göntuðust með það. Við ræddum oft um þann styrk sem býr innra með okkur og vor- um þess fullvissar að hann hefðum við fengið í arf frá áum okkar, sterku trúuðu baráttufólki. Ég er svo þakklát elsku systir að hafa átt þig að og notið þess að geta rætt við þig um allt milli him- ins og jarðar og þó að hjarta mitt sé sorgmætt við að missa þig mun ég ylja mér við allar góðu minning- arnar sem við áttum saman. Því að minning þín mun alltaf lifa með mér. Elsku Herbine, Hákon, Siggi, Elmar, Martin og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall yndislegrar konu og móður. Konný Hákonardóttir. Elsku hjartans Erna mín. Hvern hefði grunað að þú færir svona fljótt, þú sem varst hreystin uppmáluð og lifðir mjög heilbrigðu lífi. En þrátt fyrir það kom stórt högg þegar þú greindist með krabbamein og allt sem þú hafðir ráðgert breyttist. Þú barðist hetjulega við meinið en varðst að láta undan að lokum því mennirnir álykta en Guð ræð- ur. Þú varst mér góð frænka, vin- kona og sáluhjálpari. Ég gat alltaf leitað í viskubrunn þinn þegar mér fannst ég ekki ráða við hlutina. Þú hafðir svo mikið að gefa og snertir svo marga með gleði þinni, já- kvæðni og hlýju og gerðir allt létt- ara að takast á við. Ég var 10 ára þegar þú fæddist, dökk á brún og brá og auðvitað fal- legasta barn sem fæðst hafði að okkar mati. Það kom fljótt í ljós að þú varst mörgum kostum búin, dugleg, skemmtileg og fljót að meðtaka hlutina. Þú varst inni á heimili okkar ásamt foreldrum þín- um fyrstu árin og varst því eins og litla systir fyrir okkur yngstu móð- ursystkinin og á þessum árum mynduðust órjúfanleg tengsl. Þú ólst upp hjá yndislegum for- eldrum sem voru bara 17 og 19 ára þegar þú komst í heiminn. Í upp- vextinum vissu þau ekki alltaf hvernig ætti að meðhöndla þessa duglegu og sjálfstæðu stelpu sem oftar en ekki fór sínar eigin leiðir, en ástina og umhyggjuna vantaði ekki. Ég man eftir dugnaðinum í þér þegar þú göslaðist með vinum þín- um hlaupandi út og inn í miklu frjálsræði á Ísafirði. Þú varst vin- mörg enda mikil félagsvera. Þú tókst þátt í allskonar uppá- komum í leik og starfi enda mikill orkubolti. Líf þitt var ekki alltaf létt en þú vannst úr því með þínu lagi og á tímamótum í lífinu tókst þú ákvörðun sem varð þín gæfa. Þú giftist ung og þið Viðar áttuð saman þrjá yndislega stráka sem öllum hefur farnast vel í lífinu. Seinna áttir þú svo Martin sem seinni eiginmaður þinn Leif ætt- leiddi. Ég sagði oft við þig hvað þú værir heppin með strákana þína og eru það orð að sönnu. Við fluttum báðar á Akranes og var mikill samgangur á milli heim- ilanna. Stelpurnar mínar dáðu þig og fannst þú skemmtilegasta frænka í heimi og vildu hvergi ann- ars staðar vera ef við foreldrarnir fórum eitthvað. Þegar þú fluttir til Færeyja komst þú alltaf við hjá mér þegar þú áttir leið til Íslands og gistir oft. Þá var mikið spjallað og hlegið enda hafðir þú alltaf frá mörgu að segja. Þið Leif slituð samvistum og þú varðst aftur ein. En lukkudísirnar voru með þér þegar þú hittir Her- bein, þann öðlingsmann sem átti eftir að verða þín stoð og stytta. Í veikindum þínum var hann stór- kostlegur þar sem hann fylgdi þér bókstaflega skref fyrir skref allt til enda. Elsku Erna mín, þú varst trúuð manneskja sem hjálpaði þér mikið með það sem þú þurftir að takast á við. Ég mun sakna þín mikið en mun reyna að minnast þín alltaf með gleði því þú barst hana með þér hvert sem þú komst. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð að geyma þig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Helga Gunnur Guðmundsdóttir. Elsku besta Erna mín. Það sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um þig er hlýja, hlátur, virð- ing fyrir öllum mönnum, fordóma- leysi og opinn faðmur. Það var svo gott að knúsa þig því þú gafst frá þér svo mikinn kærleika og hlýju sem þú virtist alltaf eiga nóg af. Þú varst mér svo mikils virði og gafst þér alltaf tíma til að tala við mig og leiðbeina mér ef ég þurfti á því að halda, þú varst einfaldlega einstök manneskja sem gafst af þér von, visku og ómælda væntumþykju. Orð fá ekki lýst hvað ég á eftir að sakna þess að sitja með þér í eld- húsinu hjá mömmu talandi um heima og geyma og hláturinn aldr- ei langt undan. Nú sé ég þig hins vegar lausa við alla þjáningu dans- andi um í rauðum kjól á sumar- engi. Guð geymi þig, elsku Erna frænka, þú verður alltaf í hjarta mínu. Elfa Birna Ólafsdóttir. Erna Sigrún systurdóttir mín er farin og þótt við höfum lengi horft upp á hetjulega baráttu hennar við krabbamein er það óendanlega sárt. Ótal kveðjur og falleg orð ber- ast: vitur, hlý, góð, eftirminnileg, heilsteypt, góður vinur. Sem er svo rétt auk þess sem hún var dásam- leg mamma, amma og frænka. Ást- ríki Herbeins og umhyggja í veik- indum Ernu var einstakt og dýrmætt eins og ástúð sonanna. Fjölskyldusaga frænku minnar er óvanaleg því hún fléttast saman við líf okkar yngri móðursystkina. Hulda systir var bara 17 ára og bjó heima þegar hún eignaðist Ernu og sterkt ástarsamband myndaðist milli mömmu og fyrsta barna- barnsins sem hélt hún væri litla systir okkar og meðtekin sem slík. Þegar Hulda og Konni stofnuðu eigið heimili vorum við yngstu með annan fótinn þar, oft að passa því börnunum fjölgaði. Mikil þáttaskil urðu þegar mamma dó 51 árs, þá var Erna 7 ára og heimili foreldra hennar varð algjör vin í gjör- breyttri tilveru okkar hinna. Þrem- ur árum eftir lát mömmu fluttu Hulda og Konni inn á æskuheimilið til okkar yngstu því pabbi flutti suður. Þessi fallega stelpa varð snemma dugnaðarforkur, mjög fé- lagslynd og vinmörg. Hún sýndi frumkvæði og var með í uppákom- um og ýmsum viðburðum í skól- anum og stóð sig vel. Hún var ábyrg og passasöm með litlu systk- inin og þegar hún var átta ára bjargaði hún bróður sínum 3 ára Erna Sigrún Hákonardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.