Morgunblaðið - 14.08.2020, Side 21
að vélrita skrif hans. Það var ekki
alltaf auðvelt að lesa skriftina, en
ekki síður að skilja flókinn og
fræðilegan textann. Wolfgang var
líka óspar á nýyrðasmíði ef svo
verkaðist.
En hann hafði ótrúlegt vald á
íslensku í tali og riti og gat marg-
ur lært mikið af honum.
Wolfgang var alla tíð mikill
lærifaðir minn en hann var ekki
síður náinn vinur. Á Kaupmanna-
hafnarárum mínum skrapp ég
nokkrum sinnum í heimsókn til
Berlínar til Wolfgangs og Moniku
þegar tvíburarnir voru litlir. Átt-
um við margar ánægjustundir.
Það hefur verið mikil gæfa að hafa
fengið að njóta úr viskubrunni
Wolfgangs og samvista við hann
og fjölskylduna í gegnum árin.
Fyrir það vil ég þakka frá dýpstu
hjartarótum og votta fjölskyld-
unni innilega samúð mína. Megi
minningin um mikinn fræðimann
og góðan dreng lifa.
Guðný Helgadóttir.
Ég hitti vin minn Wolfgang
Edelstein í síðasta skipti fyrir um
það bil einu ári. Við áttum líflegar
umræður í hópi góðra vina. Wolf-
gang sem var þá orðinn níræður
var eins og alltaf hrókur alls fagn-
aðar. Skemmtilegur og hlýr,
skarpur og athugull. Talið barst
að sígildum kenningum í uppeldis-
og skólamálum og þýðingu þeirra
fyrir málefni líðandi stundar. Hér
var Wolfgang á heimavelli. Hann
hafði varið heilli mannsævi í að
tengja fræðikenningar og hagnýtt
starf í uppeldis- og skólamálum í
samhengi nýrra þjóðfélagsað-
stæðna. Eins og svo oft áður sner-
ist umræðan brátt um Habermas
og Kohlberg, merka fræðimenn
og samstarfsmenn Wolfgangs, en
einnig um þá Jean Piaget og John
Dewey. Fræðimaðurinn aldraði
fór á kostum er hann útlistaði fyr-
ir okkur hinum að hugmyndir
þessara manna væru langt frá því
að vera úreltar. Enda væri aug-
ljóst að ekkert er mikilvægara en
siðgæðisuppeldi og efling lýðræð-
is. Eins væri hitt að grundvallar-
hugmyndir merkra fræðimanna
halda gildi sínu oft betur en rann-
sóknarniðurstöður sem tengdar
eru tilteknum og oft breytilegum
aðstæðum. Ég spurði Wolfgang af
hverjum þessara fræðimanna
hann hefði lært mest. Hann svar-
aði að bragði: „Ég held að ég hafi
nú lært mest af bræðrunum á
Stóru-Giljá. Þeir hikaðu ekki við
að ráðast í ný og krefjandi verk-
efni. Þeir trúðu því að með útsjón-
arsemi, hugkvæmni og þraut-
seigju mætti sigrast á flestum
erfiðleikum.“ Þeir höfðu til dæmis
ekki neina reynslu eða sérþekk-
ingu á húsbyggingum, en létu það
ekki aftra sér frá því að byggja
nýtt og reisulegt hús. Þeir leystu
einfaldlega vandamálin sem upp
komu jafnóðum. Þegar þeir
strönduðu sögðu þeir: „Við sofum
á þessu þangað til á morgun.“
Wolfgang Edelstein var á sinn
hátt mesti Íslendingurinn af okk-
ur öllum.
Wolfgang átti langan og glæsi-
legan starfsferil. Hann var virtur
fræðimaður og sérfræðingur á
sviði uppeldis- og skólamála.
Rannsóknir hans voru fyrst og
fremst á sviði félagsmótunar og
þroskasálfræði. Einn helsti sam-
starfsmaður Wolfgangs í þessum
rannsóknum var eiginkona hans,
dr. Monika Keller, en samstarf
þeirra var til mikillar fyrirmynd-
ar.
Framlag Wolfgangs til skóla-
mála á Íslandi verður seint ofmet-
ið. Það mun verða fræðimönnum
umfjöllunarefni um ókomna tíð.
Hann var óþreytandi við að efla
kennara, styrkja fagvitund þeirra
og hvetja þá til þess að afla sér
menntunar við bestu skóla heims.
Við Jóna kveðjum Wolfgang
með söknuði og þakklæti fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
með honum og Moniku. Ég færi
Moniku, Benna og Önnu Lilju
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þórólfur Þórlindsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
✝ Gerður KristínKristinsdóttir
fæddist 3. maí 1941
í Merki við Ham-
arsfjörð. Hún lést
5. ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Kristinn Jó-
hannsson og Guðný
Sigurborg Sigurð-
ardóttir. Gerður
giftist Kristjáni
Birni Sigurðssyni
1962. Þau bjuggu á Eskifirði á
árunum 1962-1974. Á Ísafirði
bjuggu þau til ársins 1982 þegar
þau fluttust að Ármúla við
Kaldalón í Ísafjarðardjúpi þar
sem þau bjuggu til ársins 1986,
þegar Kristján lést af slysförum.
Gerður bjó vestur á fjörðum til
ársins 1987 þegar hún flutti til
Hafnarfjarðar, en sinnti þó
ferðaþjónustu að Ármúla á
sumrin til ársins
1991. Gerður bjó í
Hafnarfirði allt til
dánardægurs.
Börn hennar og
Kristjáns eru: Sig-
urður, f. 1962, Sig-
urborg, f. 1963,
Ásta, f. 1964, d.
1965, Heiðar Birn-
ir, f. 1969, Víking-
ur, f. 1972, Hlynur,
f. 1974, og Júlía
Hrönn, f. 1976. Barnabörn Gerð-
ar eru sextán að tölu og lang-
ömmubörn hennar eru tvö. Út-
förin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14.
ágúst 2020, klukkan 15. Í ljósi
aðstæðna gilda fjöldatakmark-
anir við athöfnina, en henni
verður streymt fyrir vini.
https://www.facebook.com/
gerdurkr
Elsku mamma.
Það er erfitt að átta sig á
þeirri staðreynd að þú ert ekki
lengur hjá okkur. Við höfum frá
því þú fórst, hvert og eitt, upp-
lifað reglulega hugsunina um að
hafa samband við þig, heyra í
þér, láta þig vita af okkur, segja
þér fréttir, fá fréttir af þér.
Kíkja í kaffibolla.
Þannig verður það eflaust um
tíma. Smám saman sest hún, til-
hugsunin um að þú ert ekki
lengur hér. Þú ert minning.
Gerður merkir vernd, og þú
barst nafn sem lýsir þér vel. Þú
helgaðir líf þitt okkur, fjölskyld-
um okkar og afkomendum. Þú
gerðir ávallt þitt til að vernda
okkur, varst alltaf til taks, tilbú-
in að aðstoða og hjálpa af þinni
einstöku góðmennsku og ást. Á
erfiðum tímum var gott að sitja
með þér og ræða af yfirvegun
og æðruleysi um hlutina. Að
sitja í þögn með þér gaf manni
meira að segja styrk. Þú vissir
hvað það er að vera til staðar.
Ánægjustundir áttum við
margar og góðar. Þér fannst
best þegar við vorum sem flest
saman komin, með ömmubörnin
stór og smá og hláturinn og
gleðina sem því fylgdi. Þá varstu
ríkust.
Sjálf hafðir þú reynt ýmislegt
um ævina og upplifað bæði
mikla gleði og djúpa sorg. Með
leiðarvísi frá þér héldum við út í
lífið. Heiðarleiki og æðruleysi,
góðmennska og hlýja. Þessa eig-
inleika færðir þú okkur í vega-
nesti, ásamt vissu þinni um að
við myndum gera okkar besta.
Við erum systkinahópur sem
missti föður snemma á lífsleið-
inni, og frá þeim degi stóðst þú
enn fastar og varst bjargið okk-
ar. Þú varst miðjan í hringnum
og það er ekki síst nærveru
þinni að þakka hve samrýmd og
náin fjölskylda við höfum alltaf
verið. Það er ómetanlegt á sorg-
arstund sem þessari að við höf-
um hvert annað til að halla okk-
ur að. Saman tökumst við nú á
við þennan mikla missi. Þú munt
alla tíð lifa í hugum okkar og
hjörtum. Þú lifir í okkur. Megi
góðmennska þín og hlýja finna
sinn farveg í okkur. Hvíldu í
friði, elsku mamma.
Sigurður, Sigurborg,
Heiðar Birnir,
Víkingur, Hlynur,
Júlía Hrönn.
Í dag kveð ég tengdamóður
mína og minnist margra góðra
stunda sem við höfum átt og læt
ég hér fylgja nokkur minninga-
brot.
Gerður hafði hlýlegt viðmót
og var það hennar einkenni.
Hún hafði endalausa þolinmæði
fyrir barnabörnunum, leikjum
þeirra og þeim gaf hún alltaf
þann tíma sem þurfti. Strák-
arnir mínir fengu að njóta þess.
Margsinnis kom Gerður norður
og dvaldi hjá okkur til lengri eða
skemmri tíma, þar var hún okk-
ur bæði til aðstoðar og ekki síð-
ur til skemmtunar.
Rétt áður en við Siggi fluttum
norður þá fórum við eina helgi
til þess að fá afhenta lykla að
Munkanum og byrja fram-
kvæmdir. Kristján var þá
tveggja ára, duglegur og röskur
strákur og Gerður kom með
okkur til þess að hafa ofan af
fyrir honum. Þessa helgi áttu
því Gerður og Kristján fyrir sig
og voru á labbi um bæinn, skoð-
uðu leikvelli eða annað sem fyrir
augu bar. Eitthvað hafa þau
komið við og fengið sér hress-
ingu því eftir helgina var Krist-
ján farinn að kalla ömmu sína
Ömmu ís öðrum til aðgreiningar.
Þetta viðurnefni hélst við Gerði
hjá okkur í Munkanum.
Gerður kom stundum með
okkur í ferðalög og útilegurnar
okkar voru skemmtilegar. Ferð-
in um Vestfirði árið 2005 stend-
ur upp úr. Þar þræddum við
suðurfirðina og áfram til Ísa-
fjarðar, allt yfir á Snæfjalla-
strönd. Þar voru þau Siggi á
heimavelli og gaman var að upp-
lifa og heyra af því sem þau
höfðu að segja. Spjallað var við
bónda í heyflekk, fenginn kaffi-
sopi hjá gömlum nágranna og
húsvitjað hjá Ásu vinkonu Gerð-
ar, sem var höfðingi heim að
sækja. Í fyrrasumar fór Gerður
með okkur í tjaldvagninum aust-
ur á land. Á fjörðunum var farið
í heimsóknir til vina og ættingja,
söfn skoðuð og saman nutum við
lífsins.
Þegar við komum í heimsókn-
ir til Gerðar í Hafnarfjörðinn
vorum við ekki búin að stoppa
lengi þegar strákarnir okkar
voru búnir að fá ömmu sína með
sér niður í geymslu til að ná í
dótakassana og stofugólfinu var
breytt í byggingarsvæði. Gerði
þótti ekkert tiltökumál þótt ekki
væri hægt að stíga niður fæti
vegna bygginga. Í dótakössum
hennar var að finna gersemar
sem þeir töldu ekki vera að
finna annars staðar og sögðu
vinum sínum fjálglega frá þeim.
Má þá fyrst nefna Playmo-kúre-
kakrá með öllu tilheyrandi. Það
var mikil gleðistund þegar Þor-
mar gat boðið Munda vini sínum
með sér til ömmu og sýnt hon-
um krána, eftirvæntingin hafði
verið mikil. Sennilega eru þess-
ar krár ekki framleiddar sem
leikföng í nútímanum.
Á náttborðinu mínu eru tvær
bækur sem ég fékk í láni hjá
Gerði rétt um daginn, en það
var viðtekin venja mér að fá hjá
henni lesefni þegar ég kom í
heimsókn. Hún hafði nefnilega
mjög næmt auga fyrir því hvaða
bækur mér myndi líka og stund-
um hafði hún tekið þær til
handa mér ef hún vissi að ég
væri að koma. Þessar tvær bæk-
ur náum við ekki að ræða eins
og við gerðum jafnan en ég mun
hugsa til hennar og jafnvel ræða
við hana í huganum.
Ég þakka tengdamóður minni
fyrir allar þessar minningar og
stundir sem við áttum saman.
Ég vil sérstaklega þakka henni
stundirnar sem hún átti með
drengjunum mínum, þær eru
ómetanlegar.
Sigþóra.
Elsku Gerður.
Það var frekar aum og ráð-
villt 15 ára stúlka sem stóð á
tröppunum hjá þér haustið 1993
með ferðatösku sér við hlið,
komin til dvalar hjá þér fyrstu
tvö ár menntaskólagöngunnar.
Mér fannst ég ekki þekkja þig
mjög mikið, enda var landfræði-
lega ansi langt á milli okkar
fyrstu ár minnar æsku. Þegar
þarna var komið sögu hafði lífið
lagt ýmislegt á þínar fíngerðu
herðar. Þú hafðir misst Kristján
þinn sjö árum fyrr frá sex börn-
um, þar af fjórum óuppkomnum,
og flutt í Hafnarfjörð með yngri
börnin þín. Þrátt fyrir það – eða
kannski einmitt þess vegna –
bjó mikil styrkur og yfirvegun í
þínu fari. Þú hafðir um stórt
heimili að hugsa á þessum tíma
því það bjó margt ungt fólk und-
ir þínum verndarvæng, bæði þín
eigin börn og svo heimalningar
eins og ég sem voru að fara í
skóla langt að heiman og fengu
inni hjá þér. Auk þess voru tvö
lítil barnabörn oft í pössun og
auðvitað vannstu úti meðfram
þessu öllu saman! Sem fullorðin
manneskja geri ég mér betur
grein fyrir hvað þessu hefur
fylgt gríðarlega mikil vinna og
álag, en aldrei heyrði ég þig
kvarta yfir þreytu. Einu stund-
irnar sem ég man eftir að þú
hafir tekið þér fyrir þig sjálfa –
svona fyrir utan gönguferðir til
og frá vinnu í Kópavogi – fóru í
bókalestur. Ég átti sjálf ekki
alltaf auðvelt með að fóta mig á
þessum árum, en man enn hvað
það var notalegt andrúmsloft í
kringum þig og hvað þú náðir að
skapa mikla festu og öryggi fyr-
ir okkur öll sem hjá þér dvöld-
um. Ég hef sjaldan kynnst jafn-
sterkri og stóískri manneskju og
þér og ég veit að þú varst mikill
burðarstólpi í lífi barnanna
þinna og traust vinkona systra
þinna. Þó að við hittumst ekki
oft í seinni tíð er afskaplega erf-
itt að kveðja þig. Mér þótti svo
undurvænt um þig, elsku
frænka; takk fyrir allt.
Þín systurdóttir,
Anna Heiður.
Elsku systir.
Ekki grunaði mig þegar ég
kom til þín í sumar að það yrði
síðasta skiptið sem við hittumst.
Þetta var góð stund, spjallað
bæði um gamla og nýja tíma,
minnið hjá þér alveg óbrigðult
en líkaminn orðinn lúinn. Bækur
voru í seilingarfjarlægð, enda
hafðir þú yndi af lestri góðra
bóka. Mínar fyrstu minningar
um þig snúast einmitt um bæk-
ur, en þá varstu svo niðursokkin
í lestur að það var ekki nokkur
leið að ná sambandi við þig!
Aðrar minningar frá bernskunni
sem koma upp í hugann eru af
ykkur systrum mínum þegar þið
rudduð eldhúsgólfið og dönsuð-
uð með miklum tilþrifum bæði
gömlu og „nýju“ dansana. Þá
var gaman og mikið hlegið.
Árin liðu og þú fórst að búa
með Kristjáni, fyrst á Eskifirði,
svo á Ísafirði og því næst inni í
Djúpi. Við skrifuðumst stundum
á og ég man hvað það var
skemmtilegt að fá bréf frá þér,
þú varst svo góður penni. Sím-
tölin okkar á milli voru líka ófá.
Ég vil þakka þér yndislegar
móttökur og samverustundir
(eins og alltaf) þegar við heim-
sóttum ykkur vestur. Þá var far-
ið með allan krakkaskarann í
sund í Reykjanesi, sem var nú
ekki leiðinlegt. Aldrei féll þér
verk úr hendi og ótrúlegt hvað
þú afkastaðir miklu. Þú hafðir
gaman af allri handavinnu og
prjónaðir og saumaðir á börnin
bæði stór og smá. Tíminn er
fljótur að líða, mér finnst ekki
langt síðan en sennilega er að
verða komið vel á annan áratug
síðan við systurnar þrjár feng-
um okkur góðan göngutúr inn
Hálsa, virtum fyrir okkur æsku-
stöðvarnar og rifjuðum upp ým-
islegt frá liðinni tíð. Þegar heim
var komið var spjallað og hlegið
yfir kaffibolla, þú hafðir góðan
húmor og sást oft spaugilegu
hliðarnar á hlutunum. Þú hafðir
alltaf svo góða nærveru, elsku
systir. Að lokum vil ég þakka
þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mig og mína fjölskyldu. Elsku
Júlía, Hlynur, Víkingur, Heiðar,
Bogga, Siggi og fjölskyldur,
missir ykkar er mikill. Guð veri
með ykkur.
Hvíl í friði, elsku Gerður.
Þín litla systir,
Svandís.
Elsku systir, mikið sakna ég
þín. Við ætluðum að eiga marg-
ar góðar stundir saman. Þú hef-
ur alltaf verið í mínum huga frá
því við vorum litlar stelpur, þú
árinu eldri og vitrari. Við vorum
leikfélagar og áttum ímyndaða
vini sem við höfum oft rifjað
upp og getað hlegið að. Við
byggðum hús úr steinum og
mosa, bein og leggir voru dýrin
okkar, gerðir voru vegir og
bræður okkar smíðuðu bíla
handa okkur. Margt annað var
gert eins og á veturna bjuggu
bræður okkar til skíði úr tunn-
ustöfum og þegar snjóaði þá
renndum við okkur á túninu
heima í Merki. Við gengum dag-
lega saman í skóla á Djúpavogi
sem var um þrjá kílómetra frá
Merki alla okkar barnaskóla-
göngu og mikið var nú gott að
hafa þig alltaf mér við hlið. Þeg-
ar þú varst aðeins 9 ára gömul
fórst þú að Núpi um sumartíma
til að passa lítinn dreng og það
er okkar fyrsti viðskilnaður en
næsta sumar fórst þú að Stafa-
felli í Lóni og næstu þrjú sumur
þar á eftir dvaldir þú í Ártúni í
Nesjum að passa börn. Svo
koma fullorðinsárin og þá var
langur vegur okkar á milli en
alltaf hélst sterkt samband og
eins hjá okkar börnum. Seinni
árin, þegar við vorum báðar
búnar að missa okkar menn og
búsettar í Hafnarfirði, hittumst
við nær daglega eða síðustu
rúmlega 30 árin.
Elsku Gerður mín, ég á eftir
að sakna ferðanna á Ölduslóð til
þín í café latte, skrafa og hlæja,
tala um bækur og allt milli him-
ins og jarðar. Við vorum vinir,
systur og sálufélagar.
Þín Sibba systir,
Sigurbjörg Kristinsdóttir.
Þá eik í stormi hrynur háa.
Hamra því beltin skýra frá.
En þegar fjólan fellur bláa,
fallið það enginn heyra má.
En ilmur horfinn innir fyrst,
urtabyggðin hvers hefur misst.
(Bjarni Thorarensen)
Fyrir tæpri viku áttum við
Gerður stund saman. Ég hitti
Boggu og Júlíu dætur hennar
og tíminn leið örskotshratt við
glatt spjall um eitt og annað.
Við kvöddumst, ég sagði að ég
liti aftur inn þegar ég kæmi
næst suður og svo væri nú
blessaður síminn. Einu símtali
náðum við en það verður ekkert
næst. Alltaf er maður jafn
óviðbúinn dauðanum þó hann sé
það eina sem er öruggt í þess-
um heimi. Þegar Gerður og
Kristján fluttu í Ármúla með
hópinn sinn þá vakti það
óblandna gleði nágranna.
Skarðið var stórt eftir þá bræð-
ur Sigurð og Kristján Hann-
essyni og þeirra fólk og gleði-
efni að sjá aftur ljós í glugga. Á
Laugalandi og í Ármúla voru
börn á sama aldri sem urðu vin-
ir og skólafélagar og þau hjónin
tóku strax þátt í félagslífi sveit-
arinnar og urðu þar leiðandi. Á
þessum árum töldum við Gerð-
ur ekki eftir okkur að fara eina
til tvær bæjarleiðir fótgangandi.
Um Jónsmessuleytið var stefnt
til fjalla með barnahóp. Að
Kaldárvatni á Ármúlafjalli, að
jökli í Kaldalóni, út að Möngu-
fossi á Snæfjallaströnd eða
fram í Hraundal. Að sitja með
nesti og kakó í hitabrúsa við
sólarupprás skapaði minningar
sem gleymdust ekki.
En það var bundinn snöggur
og óvæntur endi á Ármúladvöl.
Kristján fórst í flugslysinu í
Ljósufjöllum og allt gjörbreytt-
ist á einu andartaki.
Oft er það svo að þegar leiðir
skiljast þá rofna þau bönd er
áður knýttu saman en þannig
fór ekki með okkur Gerði. Vin-
átta og væntumþykja óx með
hverju ári og nú seinast höfðum
við símasamband með fárra
daga millibili. Alltaf var eitt-
hvað sem hægt var að tala um;
bækur, ljóð, lausavísur eða
blóm sem brosti við sól þann
daginn. Hún var svo góður
áheyrandi og að ræða við þann
sem gjörþekkir það sama og
maður sjálfur er alveg einstakt
og gefandi.
Gerði Kristinsdóttur er best
lýst með þeim ummælum að
hún var miklum mannkostum
búin. Það gustaði ekki af henni
né lét hún á sér bera frekar en
fjólan sem ég vitna til í upp-
hafsorðum en hún var klettur-
inn og skjólið sem fólkið hennar
leitaði til þegar á móti blés.
Hógvær og svo hlý og elskuleg,
trygg og traust til seinasta
dags.
Stundum er eins og ein-
hverju sé ætlað að verða. Ann-
an ágúst hittust þau öll systk-
inin hjá mömmu sinni og áttu
þar góða stund.
Þau hafa mikið misst en þau
eiga líka góðar minningar um
yndislega móður og ömmu. Ég
og mitt fólk vottum ölllum að-
standendum Gerðar innilega
samúð. Ég ætla að vona að í
sumarlandinu fáum við Gerður
að sitja saman hátt uppi í
Laugalandsfjalli þar sem er svo
bratt að maður verður að halda
sér í grastoppana með annarri
hendi og tína aðalbláberin með
hinni. Svo horfum við niður dal-
inn, sjáum Selána bugðast um
sléttlendið og Ármúlahúsin í
fjarska. Við bíðum þess að ein-
hver komi til að halda á berja-
fötunum okkar. Nei, það þarf
ekki.
Nú erum við svo léttar að við
svífum heim á leið. Það er ekk-
ert lengur sem hamlar. Guð
geymi þig, Gerður mín.
Þín vinkona,
Ása Ketilsdóttir.
Gerður Kristín
Kristinsdóttir
Útför
HEIÐVEIGAR PÉTURSDÓTTUR
fer fram þriðjudaginn 18. ágúst klukkan 13
í Fossvogskirkju.
Þorgerður Þorleifsdóttir Þorleifur Eiríksson
Sigríður Jakobsdóttir Pétur Sigtryggsson
Sigtryggur Pétursson Sigurður Helgason