Morgunblaðið - 14.08.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
Raðauglýsingar
Tilkynningar
FORLIKSRÅDET I OSLO
Utdrag av forliksklage under behandling ved Forliksrådet i Oslo -
Avd. 1: Sak nr. F2019-083614
Klager: Modhi Finance As, Postboks 253 Skøyen, 0213 Oslo, Org.
Nr. 00919628103
Klagemotpart: Ragnar Kristjan Skulason. Sist kjente adresse:
Frostafold 77, 112 - Reykjavik, Iceland
Klageren har tatt ut forliksklage mot klagemotparten med krav
om betaling av kr. 34177,00 med tillegg av lovlige renter og
omkostninger.
Klagemotparten pålegges å inngi skriftlig tilsvar til forliksrådet
innen 25.09.2020 om klagerens krav godtas eller ikke. Inngis ikke
tilsvar innen tilsvarsfristen kan fraværsdom bli avsagt på grunnlag
av klagerens fremstilling av saken.
Da klagemotparten ikke har kjent oppholdssted skjer forkynningen
etter domstolloven § 181. Forliksklagen med pålegg om tilsvar
regnes som lovlig forkynt etter å ha vært oppslått på rettsstedet i
4 uker.
Dokumentene kan hentes på forliksrådets kontor i Pilestredet 19,
0033 Oslo. På anmodning kan dokumentene sendes til klagemot-
parten på oppgitt ny adresse.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda
kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-13. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir vel-
komnir í félagsstarfið, sími 411 2600.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Hreyfiteymi
verður með jafnvægisæfingar kl. 10.30, allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tæknilæsi
Bingó kl. 14-15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir sam-
félagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir
velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Garðabær Jónshúsi, félags- og íþróttastarf, s. 512 1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Snjalltækjaaðstoð frá kl. 10.30-11.30. Gönguferð kl.
13.30.
Korpúlfar Botsía eftir hádegi í Borgum. Hádegisverður hefst kl. 11.30
og kaffihúsið opnað kl. 14.30 en heitt á könnunni alla daga. Velkomin.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Munið 2ja metra
regluna, samfélagssáttmálann, handþvott og sprittun.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
NETVERSLUN gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Veiði
Silunganet • Sjóbleikjunet
Fyrirdráttarnet • Bleikjugildrur
Nýtt á afmælisári
Kraftaverkanet • margar tegundir
Grisjunarnetin fyrir bleikju og
netin í Litlasjó komin
Að auki fylgja silunganetum
vettlingar í aðgerðinni
Bólfæri
Netpokar fyrir þyngingu
og eitthvað meira skemmtileg
Heimavík 25 ára
01.05.1995 - 01.05.2020
Tveir góðir úr nýju netunum
Reynsla • Þekking • Gæði
heimavik.is, s. 892 8655
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
PHEV.
Flottur lúxus bíll á lægra verði en
jepplingur.
800.000 undir listaverði á kr.
5.890.000,- 5 ára ábyrgð.
Til sýnis á staðnum í nokkrum
litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Húsviðhald
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ SigurðurÓlafsson fædd-
ist á Syðra-Velli í
Flóa 19. febrúar
1928. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 28. júlí
2020.
Foreldrar hans
voru Margrét
Steinsdóttir og
Ólafur Sveinn
Sveinsson. Sig-
urður var tólfti í röð 16 systk-
ina. Eftir lifa þrjú.
Sigurður giftist Huldu Ingi-
björgu Guðmundsdóttur 5.
ágúst 1950. Foreldrar hennar
voru Guðrún Sigríksdóttir og
Guðmundur Þórðarson. Sig-
urður og Hulda eignuðust
þrjár dætur. Þær eru Guðrún
Sigríks, gift Karli Sigmari
Karlssyni og eiga þau tvö börn
og átta barnabörn. Margrét,
gift Gunnari Daní-
el Magnússyni.
Þau eiga fjögur
börn og 11 barna-
börn. Rut, gift
Jóni Davíð Þor-
steinssyni og eiga
þau þrjú börn og
tíu barnabörn.
Sigurður ólst
upp á Syðra-Velli
en flutti ungur
maður á Selfoss til
að læra bifvélavirkjun sem
varð svo aðalstarf hans. 1964
flutti fjölskyldan til Þorláks-
hafnar þar sem Sigurður setti
á fót vélsmiðjuna Boða ásamt
félögum sínum. Hulda og Sig-
urður bjuggu lengst af á Odda-
braut 20 en fluttu sig á Mána-
braut 7 þegar aldurinn færðist
yfir.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu fór útförin fram í kyrrþey.
Með þessum orðum kveð ég
Sigga afa minn, einn af máttarstólp-
unum í lífinu. Afi var orðinn 92 ára
og þó ég vissi að það kæmi að þessu
einn daginn er það samt sárt að
kveðja. Það er langlíft fólkið frá
Syðra-Velli og afi var engin undan-
tekning þar á. Hann var tengingin
við liðna tíma, ég segi oft á innsog-
inu frá því að hann var einn af 16
systkinum og fæddist á moldargólfi.
Síðasta kynslóðin sem upplifði það.
Afi var rólegheitapunkturinn á
heimili hans og Huldu ömmu, þang-
að sem við öll barnabörnin og
seinna barnabarnabörn, komum
reglulega til spjalls og ráðagerða.
Afi vó upp á móti látunum í ömmu
og það var alltaf gott að fara inn í
hans rými til að skoða bækur og
gripi og fara yfir myndir úr ferða-
lögum. Hann hafði gaman af því að
ferðast og þau amma og afi voru bú-
in að gera nokkuð víðreist. Þau fóru
meðal annars til Ísrael og þegar ég
var svo seinna í háskólanum að læra
ensku kom afi með bók um staðina
sem þau höfðu skoðað þar og bað
mig um að þýða fyrir sig. Ég veit að
það var að hluta til því hann vor-
kenndi fátækum námsmanni og sá
þarna ástæðu til að launa mér vinn-
una en aðallega vildi hann hreinlega
fá að vita hvað stóð í bókinni.
Afi var handlaginn, hann gat
smíðað og gert við allt og það er
ósjaldan núna þegar tölva bilar í bíl
að maður þusi ekki um að ef þetta
væru enn alvöru bílar þá myndi
Siggi afi vera fljótur að gera við.
Enda smíðaði hann bíl frá grunni.
Ekkert barnabarnanna hefur
byggt hús án þess að afi hafi hjálp-
að til við smíðar og annað. Eitt af
hans síðustu verkum var að gefa
okkur öllum dýrindis gestabækur
sem hann hafði búið til. Öll eigum
við smíðaðar lyklakippur og skó-
horn sem núna verða enn meiri
dýrgripir, renndir með lögnu hönd-
unum hans afa. Ég hef oft óskað
þess að ég hefði fengið meira af
vandvirkninni frá honum, allt sem
hann tók sér fyrir hendur var svo
haganlega gert, og af svo mikilli
fullkomnun.
Það er gott að gera sér grein
fyrir forréttindunum sem það eru
að fá að alast upp með mann eins
og afa í sínu horni, sem gat sýnt
manni hvað það er að lifa góðu lífi.
Hans verður sárt saknað.
Svava Rán Karlsdóttir
Komið er að leiðarlokum hjá
elsku Sigga afa. Mig langar í örfá-
um orðum að minnast þessa
dásamlega manns sem einhvern
veginn gat allt.
Ég hitti Sigga afa fyrst á ára-
mótum 1992-1993 á heimili hans og
Huldu ömmu á Oddabraut 20 þeg-
ar ég, 16 ára gömul, kom að hitta
kærastann minn hann Bjössa. Þar
var samankomin sem svo oft áður
stórfjölskyldan að fagna nýju ári.
Dætur, tengdasynir, barnabörn og
ættarhöfðingjarnir Hulda og Siggi
höfðu átt gott kvöld þar sem
gnægð matar var á borðum, mikið
hlegið, sungið, já og jafnvel grátið
yfir því þegar gamla árið var að
kveðja og nýtt að heilsa. Þegar ég
gekk inn var eins og ég hefði alltaf
þekkt þetta fólk. Mér var vel tekið
og kynnt fyrir öllum sem á staðn-
um voru. Þegar ég kom inn í borð-
stofuna var mér heilsað með orð-
unum: „Sæl frænka.“ Mér brá
auðvitað við því ekki kannaðist ég
við að eiga frændfólk á þessum
stað. Siggi afi var hins vegar búinn
að kynna sér hverra manna daman
væri og komst að því að við ættum
sameiginlega ættingja í Flóanum,
langafi minn og afi hans voru bræð-
ur. Þetta var nokkuð merkileg upp-
götvun og ég kemst alltaf betur og
betur að því hversu góð gen eru í
þessum sameiginlegu rótum okkar
Bjössa.
Samverustundir stórfjölskyld-
unnar á Oddabrautinni og síðar á
Mánabraut 7 eru ofarlega í huga.
Sunnudagskaffi með vöfflum,
pönnukökum, heitu brauði og
kruðeríi fastur liður í tilverunni.
Siggi afi hélt hefðinni lifandi eftir
Huldu dag og bakaði stafla af
pönnukökum og hellti upp á marg-
ar könnur af kaffi á hverjum
sunnudegi. Hann passaði líka að
eiga alltaf ís handa ungu kynslóð-
inni.
Börnin okkar Bjössa hafa alltaf
haldið mikið upp á Sigga afa og
hann tók vel á móti þeim í hvert
sinn sem hann hitti þau. Alltaf
kvatt með faðmlagi. Það er líka
aðdáunarvert hversu vel Siggi afi
fylgdist með sínu fólki. Hann var
duglegur að heimsækja dæturnar
og barnabörnin og vissi alltaf hvað
var í gangi hjá hverjum og einum.
Hann vildi fá að taka þátt í því sem
fólkið hans var að gera, hvort sem
það voru ferðalög, endurbætur og
smíðavinna eða annað sem fjöl-
skyldan tók sér fyrir hendur. Sum-
arið 2019 hjálpaði hann okkur
Bjössa mikið við að klára nýja hús-
ið okkar. Hann sló ekki af þótt
hann væri orðinn 91 árs. Hann sag-
aði, heftaði plötur, mokaði, parket-
lagði og blés ekki úr nös. Fílhraust-
ur og öflugur þrátt fyrir háan
aldur. Við kunnum honum svo
miklar þakkir fyrir allt sem hann
hefur gert fyrir okkur og ekki síst
fyrir samveruna.
Ég mun sakna þessa þúsund-
þjalasmiðs og gæðablóðs. Far þú í
friði elsku Siggi afi. Takk fyrir allt.
Magnþóra.
Sigurður Ólafsson
Kristján Pálsson
frændi minn var
borinn til grafar 7.
ágúst en hann lést
28. júlí. Við Kristján
vorum bræðrasynir og ólumst
upp í nágrenni. Foreldrar okkar
bjuggu á Brávöllum 9 og 11 á
Húsavík, í húsum sem stóðu hlið
við hlið. En vegna aldursmunar
okkar Kristjáns var samgangur
okkar ekki mikill í æsku því
Kristján var aðeins tveggja ára
þegar foreldrar hans flytja á Brá-
velli en ég þá orðinn unglingur 16
ára gamall. Ég er svo farinn að
heiman þegar Kristján er aðeins
6 ára. En samgangur milli feðra
okkar var alltaf talsverður og
einnig voru mæður okkar miklar
vinkonur. Þennan frænda minn
sá ég svo auðvitað þegar ég kom í
heimsókn til Húsavíkur. Seinna
þegar ég var starfandi heima, en
það kalla ég alltaf Húsavík, þá
sungum við saman í Karlakórn-
um Þrym. Snemma kom í ljós
mikill og skemmtilegur húmor
Kristjáns sem auk þess var mjög
góður sögumaður svo orð var á
Kristján Pálsson
✝ Kristján Páls-son fæddist 16.
júlí 1945. Hann lést
28. júlí 2020.
Útför Kristjáns
fór fram 7. ágúst
2020.
haft. Hann var
prýðilega ritfær og
hafði næma tilfinn-
ingu fyrir íslensku
máli. Ég fylgdist
með skrifum hans í
héraðsblaðinu
Skarpi og oft
hvassri gagnrýni
hans þar, en alltaf
málefnalegri. Þá
hafði Kristján mikið
yndi af músík og
hafði prýðilega tenórrödd.
Frændhópurinn var stór á Húsa-
vík því þar bjuggu fjórir föður-
bræður Kristjáns með sínar fjöl-
skyldur. Umræður voru þar
miklar um stjórnmál og ekki síst
um verkalýðsmál því frændur
okkar voru um langa hríð burðar-
ásar í verkalýðsbaráttunni, hafa
fengið það uppeldi í heimahúsum
en móðir þeirra, amma okkar
Kristjáns, var fyrsti formaður
Verkakvennafélagsin Vonar.
Þegar Kristján hafði lokið
grunnskólanámi fór hann til
náms í loftskeytaskólann og síðar
í símvirkjun og eftir að þau Rann-
veig stofnuðu heimili á Húsavík
þá rak hann þar viðgerðarverk-
stæði en réðst síðan til Símans
sem eftirlitsmaður með símkerfi í
Þingeyjarsýslum.
Það sem mest minnir á þennan
ágæta frænda minn var gleðin í
kringum hann. Hann var rómað-
ur fyrir frásagnargleði sína og
halda uppi skemmtilegri um-
ræðu. Eins og áður segir þá átti
Kristján stóran frændgarð á
Húsavík, en það átti hann líka í
Mývatnssveit en Huld móðir
hans var frá Arnarvatni dóttir
Sigurðar Jónssonar bónda og
skálds. Páll faðir hans hafði verið
kennari í Mývatnssveit á sínum
yngri árum og reyndar alinn upp
að miklu leyti á Hofsstöðum í
þeirri sveit. Oft urðum við þess
vör heima á Brávöllum þegar
frændfólk hans kom í heimsókn
og okkur fannst mikið til um
skyldleikann við Mývetninga.
Í starfinu hjá Símanum reyndi
oft mikið á karlmennsku Krist-
jáns sem á stundum þurfti að fara
til viðgerða í misjöfnum veðrum
um fjöll og dali. En skyldurækni
hans var slík að ekki voru verkin
látin bíða ef mögulegt var að
komast á staðinn. En nú hefur
þessi blessaði frændi kvatt þessa
jarðvist og verður sárt saknað.
Ég læt mér koma í hug að svona
hafi hann hugsað um Húsavík:
Ég elska þig jörð sem breiðir faðm þinn
og felur
í fölnuðu laufi og myrkri nótt um
haust
andlit þitt sem ég veit að í dagrenning
dvelur
í draumi mínum og vakir þar enda-
laust.
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginkonu, afkomenda og systk-
ina.
Kári Arnórsson.