Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Þoka Ferðamenn við Hörpuna sáu vart handa sinna skil í gærmorgun þegar þoka lá yfir allri borginni. Þegar leið á daginn var þokan á bak og burt og við tók einhver allra besti dagur sumarsins. Kristinn Magnússon Lífið sjálft felur í sér áhættu. Sá sem vill enga áhættu taka hreyfir sig aldrei, gerir eins lítið og hægt er, heldur sig heima við, fer ekki út úr húsi, skapar ekkert, tak- markar samskipti við aðra eins og mögulegt er. Hægt en örugglega veslast viðkomandi upp andlega og líkamlega – verður lif- andi dauður. Dauðinn einn tryggir að hægt sé að koma í veg fyrir áhættu lífsins. Hið sama á við um samfélög og einstaklinga. Samfélag sem lokar á eða takmarkar til lengri tíma mann- leg samskipti, slekkur ljósin og stöðvar hjól atvinnulífsins, molnar með tímanum að innan – hættir að vera samfélag frjálsra borgara. Í nauðsynlegri baráttu við skæða veiru erum við flest ef ekki öll fús að færa fórnir. Reiðubúin til að sætta okkur við skert athafnafrelsi og skert lífsgæði í ákveðinn tíma. Við viljum sýna árvekni en ætlum okkur ekki að fórna samskiptum við vini og fjölskyldu eða glata mögu- leikanum að eignast nýja vini. Okk- ur er nauðsyn að eiga aðgang að kryddi lífsins; listum og menningu, lifandi tónlist, leikhúsi, myndlist, upplestri ögrandi skálda. Við viljum koma saman á vellinum til að hvetja okkar karla og konur áfram í hörð- um leik, styðja við bakið á börn- unum okkar á vel skipulögðum íþróttamótum. Við viljum hitta vini á góðum veitingastað, fagna með þeim á yndislegum brúðkaupsdegi, halda glaðan dag á af- mælisdegi, gleðjast á fjölskylduhátíðum og að leiðarlokum kveðja og þakka fyrir dýr- mæta samfylgd. Við lítum á það sem helgan rétt að ferðast, fá að sjá nýja staði, kynnast mannlífi í öðrum landshlutum, í öðrum löndum og öðrum heimsálfum. Við eigum stjórnarskrárvarinn rétt til að koma saman og stunda viðskipti í krafti athafna- frelsis enda frjálsir borgarar. Þessi réttindi komu ekki af sjálfu sér, ekki fremur en mál- og prentfrelsi eða rétturinn til að ganga að kjörborði og velja án þvingana fulltrúa á löggjafarsamkomu og í sveitar- stjórnir. Margþættur vandi Hæsta almannavarnarstigi – neyðarstigi – var lýst yfir 6. mars síðastliðinn vegna kórónuveiru- faraldursins. Aðdragandinn var nokkur en undir lok janúar var ljóst að heimurinn stæði frammi fyrir al- varlegri heilbrigðisvá. Fyrsta smitið hér á landi greindist 28. febrúar. Að tillögu sóttvarnalæknis ákvað heil- brigðisráðherra 13. mars að virkja heimildir sóttvarnalaga til að tak- marka samkomur í fjórar vikur frá miðnætti 15. mars. Þar með voru viðburðir þar sem fleiri en 100 manns komu saman bannaðir. Sam- hliða var skólahald takmarkað. Fjórum dögum síðar voru öll lönd skilgreind sem áhættusvæði. Öllum íslenskum ríkisborgurum og fólki með búsetu á Íslandi sem kom til landsins eftir dvöl erlendis var gert að sæta fjórtán daga sóttkví. Frá því í febrúar höfðu þeir sem komu til landsins frá ákveðnum áhættu- svæðum (s.s. Norður-Ítalíu) þurft að fara í fjórtán daga sóttkví. 22. mars var talið nauðsynlegt að ganga enn lengra. Tveggja metra reglan var innleidd, ekki var leyft að fleiri en 20 manns kæmu saman hvort heldur í opinberum rýmum eða einkarýmum. Takmarkanir voru settar á fjölda viðskiptavina í versl- unum o.s.frv. Sundlaugum, líkams- ræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað. Hið sama var gert varð- andi starfsemi og þjónustu sem krefst mikillar nálægðar milli fólks, m.a. allt íþróttastarf og allar hár- greiðslustofur, snyrtistofur, nudd- stofur og aðra sambærilega starf- semi. Pólitísk ákvörðun Í baráttunni gegn veirunni voru það sóttvarnarsjónarmið sem réðu ferðinni. Efnahagslegir þættir og mikilvæg borgaraleg réttindi voru sett í annað og þriðja sæti. Óhætt er að fullyrða að um þetta hafi verið ágæt sátt, jafnt meðal stjórnmála- manna og almennings. Það var póli- tísk ákvörðun undir forystu ríkis- stjórnarinnar sem lá að baki því að kostnaður sem er færður í barátt- unni við veiruna. Félagslegur fórnarkostnaður samfara auknu at- vinnuleysi og þar með verri al- mennri lýðheilsu verður seint met- inn. Íslenskt samfélag hefur aldrei þolað félagslegan og efnahagslegan kostnað atvinnuleysis. Efnahags- og félagslegur fórnar- kostnaður er eitt, frelsisfórnin sem almenningur hefur fært er annað. Sem betur fer hafa íslensk stjórn- völd gætt meiri hófsemdar í þeim efnum en ríkisstjórnir margra ann- arra lýðræðisríkja. „Frelsið glatast sjaldan allt í einu“ voru varnaðarorð skoska heimspekingsins David Hume. Tímabundnar aðgerðir sem skerða borgaraleg réttindi kunna að vera réttlætanlegar í nafni almanna- öryggis. Slíkar ráðstafanir eru neyðaraðgerðir á tímum mikillar óvissu. En þegar stjórnvöld skerða frelsi einstaklinga meira en hálfu ári eftir að óvissustigi var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirunnar, þá dugar ekki lengur einföld tilvísun í lög um sóttvarnir. Heimildin verður að vera skýr og afdráttarlaus í lög- um og hún fæst ekki án aðkomu lög- gjafans. Kannski gefa ljóðlínur stjórnvöld- um, þingmönnum og ekki síður ein- hverjum hagfræðingum innblástur. Erin Hanson, ljóðskáld frá Ástralíu, orti þegar hún var aðeins 18 ára: Frelsið bíður þín, í vindum skýjanna. Og þú spyrð; en ef ég hrapa? Ó, mín kæra, en ef þú flýgur? Eftir Óla Björn Kárason » Við höfum aldrei þol- að félags- og efna- hagslegan kostnað at- vinnuleysis. Sá kostn- aður er eitt, frelsisfórnin sem almenningur hefur fært er annað. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins. En hvað ef þú flýgur? fylgja skyldi ströngum reglum sótt- varna til að verja heilbrigði lands- manna. Ábyrgðin hvílir ekki á herð- um sóttvarnalæknis, landlæknis eða almannavarna. Ábyrgðin er ríkis- stjórnarinnar og a.m.k. þeirra þing- manna sem standa að baki hennar. Aðgerðirnar skiluðu árangri. Hægt en örugglega voru stigin skref í að losa um hömlur, lífið var að fær- ast í eðlilegar skorður og þau hjól sem höfðu stöðvast voru farin að snúast aftur. En svo kom bakslag. Stjórnvöld hafa aftur talið nauðsyn- legt að ganga á réttindi borgaranna og þó í orði sé ferðafrelsi til og frá landinu er það í raun verulega skert. Við ákveðnar ástæður skal nota and- litsgrímur, fjöldatakmarkanir eru enn í gildi og tveggja metra nálægð- armörk eru meginregla. Atvinnu- frelsi er skert. Ákvörðun um takmörkun á at- hafnafrelsi er pólitísk en byggð á ráðleggingum sóttvarnayfirvalda. En hún hefur afleiðingar, sumar hverjar eru ófyrirséðar, ekki síst efnahagslega. Sú viðspyrna sem flestir vonuðust eftir næst ekki á næstu mánuðum og hún verður að líkindum ekki jafn kröftug og reikn- að var með. Efnahagsleg gæði glat- ast og fjöldi einstaklinga mun missa atvinnuna. Fjárhagsleg staða ríkis- sjóðs versnar og bolmagn ríkisins til að veita nauðsynlega þjónustu veik- ist. Hið sama á við um sveitarfélög. Möguleikar fyrirtækja til að standa undir góðum launum, fjölga starfs- mönnum, ráðast í ný verkefni verða takmarkaðir og í mörgum tilfellum engir. Sum sigla í strand. „Frelsið glatast sjaldan allt í einu“ Þetta er sá efnahagslegi fórnar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.