Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Raðauglýsingar Árskógar Hádegismatur kl. 11.30–13. Stiklur kl. 13. Kaffisala kl. 14.45– 15.30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, s. 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Hlátur og húmor kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmál- anum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu- hópur fer frá Smiðju kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur 13-16. Korpúlfar Gönguhópur kl. 10, gengið frá Borgum, ganga við allra hæfi og gleðileg samvera. Morgunleikfimi útvarpsins er á hverjum degi kl. 9.45 í Borgum. Heitt kaffi á könnunni alla daga og gaman að sjá sem flesta. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag verður bókband í smiðju 1. hæðar fyrir og eftir hádegi. Kl. 9 verður postulínsmálun í handavinnustofu. Hreyfiteymi okkar verður svo með jafnvægisþjálfun kl. 10.30-11.30. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59. Seltjarnarnes Botsía á Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. nk. mánudag, 24. ágúst, hefjast námskeiðin í leir og gleri og og einnig hefjast jóga- tímarnir og handavinnan í salnum á Skólabraut nk. mánudag. Viðhöldum 2ja metra regluna, handþvott og sprittun. Félagsstarf eldri borgara Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Ódáðahraun 1-3, Skotveiðar í Íslenskri náttúru, Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir, Íslensk bygging, Stjórnartíðindi 1885- 2000, ib., 130 bindi, Súgfirðinga- bók, Bergsætt 1-3, Íslandsár- bækur Espolins, 1. útg., Old nordisk ordbog, Erik Jonson, 1863, Kollsvíkurætt, Gestur vest- firðingur 1-5, Ættarskrá Bjarna Hermannssonar, Manntalið 1703, gott band m. kápu Uppl. í síma 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr 2020 Renault Master L2H2. Sjálfskiptur. 150 hestöfl. 2 x hliðarhurð. Kæddur innan. Dráttarkrókur. 923.000 undir listaverði. Okkar verð: 4.990.000,- án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig smið? FINNA.is ✝ Ólöf Stein-arsdóttir fædd- ist á Ísafirði 5. júní 1932, lést í Reykja- vík 30. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Steinar Steins- son skipasmiður, f. 4.10. 1905, d. 22.8. 1967 og Katrín El- ísabet Halldórs- dóttir, húsmóðir og saumakona, f. 10.12. 1900, d. 11.10. 1986. Systkini Ólafar voru: María Jóhanna, f. 26.6. 1926, d. 10.11. 2001, Helga, Már, f. 14. 6. 1955, kona hans Sigríður Ólafsdóttir, f. 17.3. 1955, börn þeirra: Pétur Bjarki, f. 1979, Agnes Ólöf, f. 1987. Voru langömmubörn orðin 7. Ólöf starfaði lengstum við umönnun barna, fyrst á Vöggu- stofu Thorvaldsen við Dalbraut og síðar á Vistheimili barna Hraunbergi 15 allt til starfsloka. Ólöf vann að félagsmálum, með- al annars í Verkakvennafélag- inu Sókn, hún var trún- aðarmaður á sínum vinnustað og starfaði í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, MFÍK, og fór á ráð- stefnur erlendis á þeirra vegum. Útför hennar hefur farið fram. f. 20.5. 1934, Hall- dór Trausti, f. 9.3. 1936, d. 1.12. 1979, Steinunn Lilja, f. 23.6. 1940, d. 29.8. 2014. Ólöf var gift Pétri Pálssyni, f. 28.11. 1931, d. 28.6. 1979. Börn þeirra: Steinar, f. 29.9. 1952, d. 1.3. 2013, kona hans Sylviane Pét- ursson Lecoultre, f. 20.1 1953, börn þeirra: Axel, f. 1981, Elín, f. 1983, Matthías, f. 1987. Pétur Móður minning Undir iljum ögn moldar þú sem yljuð varst lífi líkn sólar og handa. Úr und hefur dreifst út um moldina: blómum .... (Pétur Pálsson) Mamma mín! ég þekki ekki lífið án þín þú hefur alltaf verið í því umvefjandi, elskuleg, hjálpsöm, ráðleggjandi, styrkjandi, ýtin, glettin, hláturmild, jafnlynd og alltaf, alltaf til staðar. Nú verð ég að vera til án þín ég er þakklát og auðmjúk söknuðurinn er sannur þegar ég hugsa um atgervi þitt, nærveru, hlýju, veikleika og styrkleika, það er engin eins og þú Það er bara til ein mamma. (Elísabet Pétursdóttir) Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Valdimar Briem) Elísabet Pétursdóttir Elsku amma. Það er erfiðara en orð fá lýst að horfast í augu við það að við höfum kvaðst í seinasta sinn. Nú eru minningarnar það sem við eigum eftir og þú sást til þess að nóg er til af skemmti- legum og góðum minningum. Minningum af ömmu sem alltaf var til staðar, tilbúin til að hlusta og veita ráð. Ömmu sem hafði góðan húmor og átti það jafnvel til að verða stríðin ef þannig var lundin. Ömmu sem var umhugað um okkar ham- ingju og spurði því reglulega hvort maður væri ekki ánægð- ur með lífið og hvort makar okkar hugsuðu ekki vel um okkur – því við ættum allt það besta skilið. Við þökkum fyrir öll árin sem við fengum að eiga saman. Takk fyrir allt, amma mín. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elín og Matthías. Elsku amma. Ég á óteljandi minningar um þig og hef ég dvalið við þær eftir að ég fékk að vita að þú hefðir kvatt þennan heim. Ein var mér ofarlega í huga og ákvað ég því að skrifa hana nið- ur. Mér líður eins og sé á sólar- strönd, allur sveittur. Ég hendi af mér sænginni og segi upp- hátt: „svakalega er heitt í þess- ari íbúð!“ Pendúllinn í stofu- klukkunni slær taktfast eins og taktmælir… og svo slær hún – þvílík læti. Það er ekkert annað í stöð- unni en að vakna og fara á fæt- ur 1-2 og 4. Svo rúlla ég upp einhverju rúllugluggatjaldi og stari út í grátt veður og smá súld. Að því búnu fer ég út úr herberginu og þar strax á ganginum blasir við mér bros- mildasta og ljúfasta manneskja sem ég þekki, oftast með vara- lit og smá farða en ekki í þetta skiptið. Bara gráblár náttsloppur, permanent og inniskór. „Góðan daginn,“ segir amma brosandi og segir mér að setjast við eld- húsborðið. Útvarpið er í gangi og heyri ég í ljúfri tónlist. Amma kemur með hafragraut með rúsínum, ristað brauð með banana og ekki má gleyma þorskalýsinu. „Verði þér að góðu,“ segir hún. Og ég svara: „Takk amma mín.“ Takk fyr- ir allt! Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Axel. Elskuleg móðursystir mín Ólöf Steinarsdóttir, Lóló, hefur kvatt þetta jarðlíf, en hún lést þann 30. júlí sl. Lóló var samofin mínu lífi því hún og mamma voru sam- rýmdar systur, töluðu saman í síma nærri daglega og hittust oft, enda var það henni þung- bært þegar litla systir hennar dó fyrir 6 árum. Ég á margar góðar minningar tengdar Lóló frænku bæði frá barnæskunni og hin seinni ár en kannski standa upp úr minningar um þessar góðu samverustundir í eldhúsinu heima í Hraunbæn- um þar sem ég fékk oft tæki- færi til að sitja með þeim systr- um yfir kaffibolla og kræsingum og þá var spjallað um ýmis málefni og rifjaðar upp æskuminningar frá Ísa- firði. Lóló var dugmikil kjarna- kona sem vann alla tíð fyrir sér og fjölskyldunni og það varð hennar ævistarf að hugsa um og hlúa að börnum, fyrst á vöggustofu Thorvaldsens og síðar á Hraunberginu. Hún fór allra sinna ferða með almenn- ingssamgöngum eða gangandi og hreyfði sig mikið og það hef- ur örugglega haft sitt að segja því hún var alla tíð heilsuhraust þar til núna allra síðustu miss- eri þegar halla tók undan fæti. Hún hafði listræna hæfileika, málaði myndir, lærði m.a. list- málun í Myndlistaskóla Reykja- víkur og fór á mörg námskeið því tengd, gerði fallega hluti úr leir og tré og stundaði gler- útskurð hin seinni ár. Eftir hana liggja mörg falleg lista- verk sem prýða heimilið. Einn- ig hafði hún gaman af að syngja og spilaði þá stundum undir á gítarinn. Hún var alltaf vel tilhöfð og fínt klædd, með varalitinn sinn og stóru fallegu eyrnalokkana, sem hún átti nóg af til skiptanna. Lóló var alltaf jákvæð og létt í skapi og tilbúin í grín og glens og þau eru ófá skiptin þar sem mikið var hleg- ið þegar komið var saman. Það var alltaf gott að hringja í elsku Lóló eða hitta hana og spjalla. Hún sýndi mér og mínum umhyggju, vildi vita hvað væri að gerast í mínu lífi og fylgdist vel með barnabörnunum mínum og var mér mikill stuðningur eftir að mamma dó. Ég á eftir að sakna kærleiksríkrar frænku og alls þessa tíma sem var, en allar góðu minningarnar eru ómetanlegar. Að leiðarlokum vil ég þakka elsku frænku minni fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið og allt það sem hún hefur gefið mér og óska henni góðrar ferðar inn í sumarlandið þar sem ég veit að vel verður tekið á móti henni af ástvinum sem á undan eru farnir. Elsku Ellý, sem hefur verið mömmu sinni stoð og stytta og hugsað um hana nótt og dag í veikindunum, Pétri Má, Sirrý, Sylviane, barnabörnunum hennar og barnabarnabörnum og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigrún. Nú er elsku Lóló frænka far- in frá okkur. Elskuleg móður- systir mín sem sannarlega hef- ur verið ein af fyrirmyndunum í mínu lífi. Lóló var sönn kjarnakona sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hún var þrautseig, ráðagóð, jákvæð og lífsglöð kona. Afar réttsýn og lét sig menn og málefni varða, að allir sætu við sama borð. Kvenréttindi voru henni ofarlega í huga, sem og jöfn kjör allra stétta. Lóló var líka svo skemmtileg frænka, með henni fylgdi alltaf ferskur andblær og drifkraftur, það var alltaf fjör í kringum hana. Það hentaði henni svo sann- arlega ekki að sitja kyrr og láta sér leiðast. Mér eru minnisstæðar ótal samverustundir í bernsku og fram á fullorðinsár, meðal ann- ars eftirminnilegt ferðalag kringum landið þar sem ung- lingnum mér fannst það heldur betur lífga upp á ferðina þegar Lóló frænka slóst í för með okkur fjölskyldunni. Lóló hefur alltaf verið tákn- mynd hinnar sjálfstæðu sterku konu sem var umhugað um að njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða. En hún hafði líka unnið fyrir því, skilað sínu til samfélagsins með störfum sín- um í þágu barna og fjölskyldna. Hún sinnti sínum störfum af mikilli samviskusemi, alúð og áhuga. Lóló hugsaði líka um sína. Hún hlúði vel að börnum og barnabörnum og alltaf mundi hún eftir að hringja í frænku á afmælisdaginn. Það var alltaf notalegt að fá símtal frá Lóló frænku, en nú verða þau víst ekki fleiri. Elsku Lóló takk fyrir allt, þín verður saknað. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku Ellý, Pétur Már, Sirrý, Syl- viane og fjölskyldur. Sólrún Helga Ingibergsdóttir. Ólöf Steinarsdóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.