Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR Vöruhönnuðurinn Valdís Stein- arsdóttir hlýtur sænsku hönnunar- verðlaunin Formex Nova í ár fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. Greint var frá þessu í gær- morgun og segir í tilkynningu að dómnefndin hrósi Valdísi sérstak- lega fyrir metnað sinn þegar kemur að því að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Formex Nova-verðlaunin voru af- hent fyrst fyrir fimm árum í tengsl- um við Formex-hönnunarsýninguna í Stokkhólmi sem hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Verðlaunin beina sjónum sínum að ungum hönnuðum sem vinna á Norðurlöndunum, segir í til- kynningu og meðal þeirra sem hafa hlotið tilnefningu eru Ragna Ragn- arsdóttir sem einnig vann verðlaun- in árið 2018 og í fyrra var vöru- hönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir tilnefnd. Framleiðsluferlið fallegt „Fyrir mig verður hlutur fallegur um leið og ég veit söguna á bak við og skil dýpri meiningu hans. Fram- leiðsluferlið finnst mér fallegt. Það er ekkert að því að búa til hluti ein- ungis út frá fagurfræðilegum for- sendum en sjálf vil ég nýta mér það að við sem hönnuðir höfum mikil áhrif á samfélagið og það má segja að við séum sögumenn okkar tíma, sem getum með áþreifanlegum hætti beint sjónum að samfélags- legum vandamálum,“ segir Valdís í viðtali í tengslum við Formex sem finna má á mynewsdesk.com/se/ stockholmsmassan. Valdís hefur vakið mikla athygli sem hönnuður og sýndi Just Bones í Hafnarhúsinu á HönnunarMars nú í júní auk þess sem hún hannaði verkið Torg í speglun með Arnari Inga Viðarssyni, sem opnað var á hátíðinni og stendur nú á Lækj- artorgi. Verðlaunuð Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur Formex Nova. Valdís hlýtur Formex Nova  Virt, sænsk hönnunarverðlaun Sýning Sólveigar Hólmarsdóttur, Upprisa, var opnuð í Galleríi Fold um helgina. Um sýninguna segir í tilkynn- ingu að hún myndgeri hin ýmsu uppgjör og leiðir sem Sól- veig hefur þurft að feta í lífinu. „Dauðsföll, sorg og gleði eru partur af þrautum lífsins og óhjákvæmilegur hluti af því. Til- finningar sem minna á martröð geta stundum falið í sér töfra ef þeim er gefinn gaumur og rými. Þegar lífið heldur áfram leynast oft meiri töfrar og fallegri tilfinningar undir þeim erfiðu og sáru en nokk- urn óraði fyrir,“ segir um sýn- inguna og að Sólveig hafi unnið mikið með keramik undanfarin ár og skapað undraheim sem verurnar hennar tilheyri. Nýlega fór hún aft- ur að mála og hafa verur hennar fengið aðra birtingarmynd. Myndgerir hin ýmsu uppgjör Hluti verks á sýn- ingu Sólveigar Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Óvenjuleg tónlistarupplifun verður í boði annað kvöld, fimmtudaginn 20. ágúst, þegar verkið Chamber Music III: Secrets of Tonality eftir tón- skáldið Pétur Eggertsson verður flutt. Milli kl. 18 og 21 fá áhugasamir aðgang að tónleikum í stafrænni ver- öld þar sem finna má lifandi hljóð- færaleikara í gegnum fjarfunda- búnað. Verkið er hluti af vefdagskrá Íslandsdeildar Ung Nordisk Musik, í tengslum við sumarviðburðinn Ögn- un. Verkið fellur vel að ástandinu sem hefur skapast í kófinu, þar sem lista- menn hafa þurft að finna ýmsar raf- rænar lausnir. Vinnan að því var þó hafin áður en faraldurinn varð mikið áhyggjuefni hér á landi. Þegar Pétur hóf að semja verkið í janúar var kom- in upp hugmynd um að búa til verk þar sem „áhorfendur gætu í auknum mæli fengið útrás fyrir eigin hegðun innan tónleikarýmisins,“ eins og hann orðar það. Það átti að byggja á hugmyndinni um tölvuleik án þess þó að um eiginlegan tölvuleik væri að ræða. „Mér fannst tölvuleikjavett- vangurinn spennandi fyrir tónverk,“ segir Pétur og nefnir að hann henti vel fyrir félagslega tilraun á borð við þá sem hann vildi ná fram. „Mjög skemmtileg lausn“ Frumflytja átti verkið á tónleik- unum Ögnun í Tjarnarbíói í júlí á þessu ári. Það hefði getað komið til þess að tónleikunum yrði streymt en verk Péturs er ekki til þess fallið svo hann varð að finna aðra leið til þess að flytja verkið rafrænt. „Það var bara best að breyta þessu í tölvuleik, eins og fyrirmyndin var. Það var mjög skemmtileg lausn,“ segir tón- skáldið. Pétur fékk Donnu Hermannsdótt- ur til liðs við sig. Hún hannaði og for- ritaði tölvuleikinn sem hýsir tón- verkið sem verður fyrir bragðið gagnvirkt. „Það er leið fyrir áhorf- endurna að stýra framvindunni hjá sér og leið til þess að hver áhorfandi fái sína einstöku upplifun af verk- inu,“ segir Pétur. Flytjendur verksins, sem eru níu, verða á bak við vefmyndavélar og áhorfendur fá einkatónleika í 90 sek- úndur í senn. Hljóðfæraleikararnir lesa síðan í áhorfendurna í gegnum vefmyndavél; hvernig manneskjan lítur út, hagar sér og klæðir sig, og spila eftir því. „Ég er búin að skrifa út nótur fyrir flytjendurna. Þau þurfa að vera vakandi fyrir mann- eskjunni og hvað hún er að bauka og eru hver með sinn lykilinn yfir það hvaða nótur þau eiga að spila hverju sinni.“ Áhorfendurnir geta þannig haft áhrif á tónlistina en það er undir því komið að þeir átti sig á því hvernig þeir gera það. „Fólk getur freistað þess að fá verðlaunapening fyrir hegðun sína meðan það horfir á verk- ið,“ skýrir Pétur. Í hefðbundnum tölvuleikjum þarf maður oftar en ekki að leysa einhver verkefni, sem gefur aðgang að næsta rými. Pétur segir það vera fyrirmyndina. „Áhorf- endur geta leikið sér fyrir framan myndavélina og flytjendurnir fylgst með því.“ Snýr á hefðbundna tónleika Pétur leikur sér að því að snúa við hinum hefðbundnu tónleikum þar sem áhorfandinn býst við að horfa á flytjendurna en ekki öfugt. „Í raun- inni eru áhorfendur hvattir til að spinna sína eigin hegðun. Maður heldur að áhorfendur séu að koma að horfa á tónlistarmenn spinna eitt- hvað, en í rauninni eru áhorfendurnir að spinna það að vera áhorfendur.“ Tónlistin sjálf er, að sögn Péturs, mjög hefðbundin og er það með ráð- um gert. „Verkið heitir Secrets of Tonality. Ég er að reyna að fara inn í tóntegundakerfið og búa til einhvern ímyndaðan kontrapunkt.“ Áheyr- endur heyri í einu hljóðfæri í einu en séu um leið meðvitaðir um að önnur hljóðfæri séu að spila á sama tíma. „Mig langar að gá hvort það komi af stað einhverjum ímynduðum sam- hljómi.“ Stendur og fellur með þátttöku Áhorfendur geta greint sömu stef hjá ólíkum hljóðfæraleikurum. „Stundum er búið að snúa þeim við, tónfæra þau, flytja um áttund eða eitthvað svoleiðis. Mig langaði að hafa tónefnið hefðbundið til þess að áhorfendur gætu léttilega heyrt fyrir sér.“ Ef áhorfendum tekst að safna öllum þeim peningum sem í boði eru fá þeir aðgang að lokuðu rými þar sem heyrist í öllum hljóðfærunum samtímis og þá fá þeir að heyra sam- hljóminn sem skapast. Pétur játar því að vera svolítið stressaður um að tæknin fari að stríða þeim. „Donna er búin að vera á fullu síðustu vikur að láta þetta ganga upp. Hún þurfti eiginlega að byrja frá grunni fyrir tveimur vikum. Svo þetta er búið að vera mikið stress en alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni. Ég vona að sem flestir taki þátt því þetta stendur og fellur með þátttöku áhorfenda. Það verður eng- in músík nema einhver mæti.“ Pétur segist ekki vita hvort hann haldi áfram að prófa sig áfram með samband tölvuleikja og tónlistar. „Það eru aðallega leiðir til þess að virkja og endurskilgreina samfélagið sem verður til innan um tónlistar- flutning sem er mitt áhugasvið.“ Verkið má nálgast á slóðinni ung- nordiskmusik.is/petur-eggerts-cm3. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Samstarfsfélagar Pétur og Donna hafa unnið hörðum höndum að tölvu- leikjatónverkinu Chamber Music III: Secrets of Tonality undanfarið. Tölvuleikjatónverk  Verk Péturs Eggertssonar flutt í stafrænni veröld  Áheyrendur og flytjendur mætast á fjarfundum Leikhúsin sem framleiðandinn Cameron Mackintosh á og rekur á West End í London sögðu um helgina upp um 850 starfsmönnum. Frá þessu greinir The Guardian. Mackintosh, sem á og rekur átta leik- hús á West End, hefur á umliðnum árum m.a. framleitt vinsæla söngleiki á borð við Vesalingana og Hamilton. Samkvæmt upplýsingum frá Phil- ippa Childs hjá verkalýðsfélaginu Bectu hafa um 5.000 manns misst vinnuna innan breska leikhúsgeirans í kjölfar kórónuveirufaraldurs og viðbúið er að a.m.k. 2.000 manns til viðbótar missi vinnuna, þeirra á með- al 400 hjá Breska þjóðleikhúsinu. Childs segir stöðuna grafalvarlega og afleiðingu bæði faraldursins og þess að „stjórnvöld virðist ekki skilja hversu hrikalegar afleiðingar kröfur um strangar fjarlægðartakmarkanir hafi á rekstur leikhúsanna“. Frá 15. ágúst, þegar mátti opna leikhúsin aftur, hefur aðeins mátt vera með 30- 40% sætanýtingu. Childs tekur fram að leikhúsbransinn sé jafnframt sleg- inn yfir því að Mackintosh sé ekki viljugur til að nýta sér þau úrræði stjórnvalda sem standi til boða með það að markmiði að viðhalda ráðningarsambandinu. „Aðrir leikhússtjórnendur hafa reynt sitt ýtrasta til að finna skap- andi lausnir til að standa vörð um lífsviðurværi starfsfólks og þá hæfi- leika sem í leikhúsunum felast. Í nú- verandi árferði er erfitt fyrir leikhús- fólk að fá vinnu og við hvetjum vinnuveitendur til að horfa heild- stætt á myndina til að glata ekki hæfileikum.“ Leikhúsin í Bretlandi hafa, líkt og á Íslandi, verið lokuð síð- an um miðjan mars. Leikhús- stjórnendur í Bretlandi reikna almennt ekki með að leikhúsin verði opnuð aftur fyrr en árið 2021. Fjöldauppsagnir í breskum leikhúsum AFP Biðstaða Leikhúsin í Bretlandi hafa verið lokuð síðan í mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.