Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.03.1988, Side 4

Bæjarins besta - 30.03.1988, Side 4
4 BÆJARINS BESTA SMÁAUGLÝSINGAR ísskápur Til sölu er nýlegur ísskápur. Upplýsingar í síma 7195. Bátavél Bátavél óskast í 3ja tonna bát. Upplýsingar í síma 7227 (Óli). Bolvíkingar - Isfirðingar Munið sérleyfisferðirnar Bol- ungarvík - Isafjörður, alla virka daga. Frá Bolungarvík kl. 13 og 17. Frá ísafirði kl. 14 og 18. Munið skíðaferðirnar á Selja- landsdal. Upplýsingar í símum 7195 og 985-21417. Sérleyfishafi. íbúð óskast Óska eftir íbúð á leigu sem fyrst. Upplýsingar í síma 7727. Mazda 323 Til sölu er Mazda 323, árgerð 1981. Verð kr. 200 þús. Ath. skipti á Lödu eða Skoda koma íil greina. Einnig til sölu á sama stað 45 hestafla Chrysler utanborðsmótor. Upplýsingar í síma 4998. Hestamenn! Tek að mér járningar og tann- röspun á Stór-Bolungarvíkur- svæðinu. Einnig í Hnífsdal og nágrenni. Upplýsingar i síma 7397 milli kl. 12 og 13, laugardaga og sunnudaga. Ari Björnsson. Húseign Til sölu er húseign. Upplýsingar í síma 7446. Trébátur Til sölu er 3ja tonna trébátur ásamt öllum fylgihlutum. Upplýsingar í síma 7763 eftir kl. 20. Sóltún Til sölu cr lítið einbýlishús aö Hlíðarvegi 2, (Sóltún). Fæst á góðu verði og frábærum kjörum. Laust við samning. Allur réttur áskilinn. Upplýsingar í símum 94-4482 og 91-36915. Daihatsu Til sölu er Daihatsu Cure 4x4, árgerð 1987. Sumar- og vetrar- dekk fylgja. Upplýsingar í síma 4835. íbúð óskast Fjölskylda óskar eftir íbúð á ísafirði. Upplýsingar í síma 3261. HÁKUR ... Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um ástand drykkjarvatns á ísafirði og í Hnífsdal. Reyndar var ekki annað vitað en að Hnífsdalur væri hluti af kaupstaðnum ísa- firði. Allt er þetta hið skemmti- legasta mál. Þá er nú reyndar átt við hvernig umræðan hefur orðið. Ekki er úr vegi að rifja upp fræga sláturhúsdeilu á Bíldu- dal. Yfirdýralæknir fann slát- urhúsinu þar allt til foráttu. Meðal þess sem hann taldi óviðunandi var ástand neyslu- vatnsins, sem er yfirborðsvatn að sögn. Yfirdýralækni var kurtcislcga bent á það, að allt vatn sem notað væri þar til matvælaframleiðslu væri blandað klóri. En klórinn hef- ur það hlutverk að drepa óæskilegt líf í vatninu. Þar mun vera átt við kólígerla og saurgerla sem ekki þykja til bóta, nema ef vera skyldi í munni einstaka forsvarsmanna á ísafirði. Hafa þeirmjöghald- ið á lofti þcirri fullyrðingu að ísfiröingum verði ekki meint af vatninu. Sérstaklega þykja þeir síðarnefndu (gerlarnir) slæmir þegar þeir lifa í drykkjarvatni. Klórun vatnsins deyðir víst blessaða gerlana, þar með á allt að vera í sómanum, cða hvað? Að minnsta kosti fór svo að yfirdýralæknirinn taldi það ekki nægilega lausn að blanda klóri í vatnið. Hann hélt því meira að segja fram að klór- blöndunartækin gætu bilað. Og hvergi varð afstöðu hans haggað. Breytti þar engu urn þótt bent væri á þá staðreynd að víðar væri Guð en í Görðum, það er að yfirborðs- vatn væri víðast hvar notað á Drekkiö meira vatn (tilmæli landlæknis) Vestfjörðum. Hann gat svo sem gert sig breiðan, með að- gang að öllu blessuðu Gvend- arbrunnavatninufyrirsunnan. Honum var hins vegar bent á það að hinn vinsæli og verð- mæti fiskur á Bandaríkja-. markaði hlyti alla vatnsmeð- höndlun sína úr „klóruðu'4 vatni að langmestum hluta á Vestfjörðum. En hann sat við sinn keip. Niðurgreidda lambakjötið skyldi ekki þvegið úr klór. Er kjöt fínna en fískur? Kannski er blessað lamba- kjötið viðkvæmara en fiskur- inn okkar þótt það seljist ekki eins dýrt úr landi. Hvað um það. í MÍ-flug- unni, útvarpi menntaskóla- nema, sem starfaði í rúma viku, var boðið þremur svo- kölluðum fyrirsvarsmönnum ísafjarðarbæjar. í útvarps- þætti áttu þeir að svara spurn- ingum hlustenda um ýmis mál- efni sem tengjast stjórn bæjar- ins. Eitt af því sem þar bar á góma var blessað vatnið. Þar lýsti einn þeirra, líklegast for- seti bæjarstjórnar, því yfir að hann hefði af því meiri áhyggj- ur að upplýst væri opinberlega hvernig ástandið á vatninu væri heldur en ástandinu sjálfu! Svo kom upplifunin. Honum hafði verið ástandið ljóst lengi. Margt fleira kom fram í þessum bráðskemmtilega þætti vatnssögunnar. Annar hélt því fram að hann væri bú- inn að sækja um lán til hreins- unarframkvæmda og þær gætu hafist ef lánið fengist og ein- hverjir viðbótaraurar sem bær- inn átti sennilega að galdra fram. Sá þriðji líkti hinum tveimur við einræðisherra sögunnar, sem földu óþægilegar stað- Framhald á bls. 9

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.