Bæjarins besta - 30.03.1988, Síða 10
10
BÆJARINS BESTA
félaganna á Vestfjörðum,
annars vegar til sveitarfélaga
hér á norðanverðum Vest-
fjörðum og hins vegar til sveit-
arfélaga á sunnanverðum
Vestfjörðum.
Ekki sagði Haraldur að
farið væri að tala um staðsetn-
ingu gjaldheimtunnar, en
samkvæmt því frumvarpi að
lögum um gjaldheimtur sem
liggur fyrir Alþingi að þá eiga
að vera tíu gjaldheimtur á
landinu öllu, þar af ein á
Vestfjörðum. Þá sagði Har-
aldur að það gæti allt eins
farið svo að ef sveitarfélögin
hér á Vestfjörðum kæmu sér
ekki saman um staðsetningu
þessarar gjaldheimtu fyrir
næstu áramót að þá muni
ríkisvaldið taka ákvörðun í
málinu.
ísafjörður:
Vestfirðir:
Sá möguleiki er fyrir hendi að
gjaldheimtuna.
Með hinum umfangsmiklu
kerfisbreytingum sem gengu í
garð um s.l. áramót var mörgu
breytt, en jafnframt boðað að
fleiru þyrfti að breyta. Eitt af
því sem koma skal er sérstök
gjaldheimta fyrir Vestfirði,
sem yrði ein af tíu fyrirhuguð-
um gjaldheimtum á landinu
öllu.
Nú berast þær fréttir að
íbúar á Norðurlandi vestra
geti ekki komið sér saman um
hvar téð gjaldheimta eigi að
rísa. Sauðkrækingar vilja fá
bæjarfógetaembættið taki að sér
hana til sín en Siglfirðingar
virðast vera búnir að ákveða
að þeir eigi að fá hana. Hvern-
ig er þessum málum háttað
hér á Vestfjörðum? Er farið
að spá í hvar gjaldheimta
Vestfirðinga skuli rísa? BB
hafði samband við Harald L.
Haraldsson bæjarstjóra á
ísafirði og ræddi þetta mál við
hann.
Sagði Haraldur það rétt
vera að verið væri að undirbúa
stofnun gjaldheimtu, þó væru
fleiri kostir sem kæmu til
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri
segir enga ákvördun hafa verið tekna
greina heldur en sérstök
gjaldheimta svo sem að bæjar-
fógetaembættið á ísafirði taki
þessa innheimtu að sér og þá
bæði fyrir ríkið og sveitarfélög
hér á Vestfjörðum.
Staða þessa máls í dag er sú
að Fjórðungssamband Vest-
firðinga hefur lagt inn fyrirsp-
urn um mál þetta til sveitar-
Bátur á bryggjunni
Nýr viðlegukanntur í
Sundahöfn var vígður eigi alls
fyrir löngu eins og greint
hefur verið skilmerkilega frá
hér í BB. Þó svo að viðlegu-
kanturinn sem slíkur sé til-
búinn þá er ekki byrjað að
nota hann af ýmsum ástæðum
eins og flestir eflaust vita.
Það er til dæmis eftir að
dýpka höfnina þannig að þau
skip sem eiga að nota þennan
kant komist með góðu móti
að honum, það er eftir að
steypa þekju kantsins, og
ýmislegt fleira í þeim dúr.
Kanturinn er semsagt tilbú-
inn, en ónothæfur af þessum
ástæðum. Ónothæfur er
kannski ekki rétta orðið því
farið er að leggja bátum á
kantinn en ekki við eins og
vonandi verður gert í nánustu
framtíð.
Hvar rís gjaldheimtan?
ÍSFIRÐINGAR
- VESTFIRÐINGAR!
Opnuðum í dag nýja myndbandaleigu
j að Seljalandsvegi 20.
| VEITUM 50% AFSLÁTT AF ÖLLUM
, SPÓLUM FYRSTU TVO DAGANA.
Opið alla daga kl. 16-19 og 20-22.
Á sunnudögum er einnig opið kl. 11-13.
I Lokað föstudaginn langa og páskadag.
Komið og lítið inn - það borgar sig.
I Næg bílastæði.
I____________________________________
Bjóðum uppá allar
nýjustu myndirnar
á markaðnum
í dag.
SNÆLDAN
Seljalandsvegi 20
Sími3279