Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.03.1988, Page 12

Bæjarins besta - 30.03.1988, Page 12
12 BÆJARINS BESTA Viðtal vikunnar: Það eru alþjóðlegu mótin sem okkur vantar - segir Hafsteinn Sigurðsson í páskaviðtali BB Páskahátíðin er að ganga í garð. í hugum velflestra Ísíírð- inga sem og annara eru órjúfanleg tengls á milli páskanna og þess að fara á skíði. Páskarnir hafa verið í áraraðir aðal skíðavika landsmanna. Hér á ísafirði var til að mynda ávallt haldin sérstök skíðavika yfir páskana og kom fólk hvaðan- æva að af landinu til þess að fara á skíði á Seljalandsdal. Og einmitt á Seljalandsdal, paradís skíðamanna, hafa alist upp margir af bestu skíðamönnum íslands. Einn af okkar bestu skíðamönnum í gegnum tíðina er Hafsteinn Sigurðsson, nú- verandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Isafjarðarkaupstaðar, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslands í alpagreinum, og marg- faldur íslandsmeistari á skíðum hér á árum áður. Páskavið- tal BB er við Hafstein Sigurðsson. Hafsteinn, upphafið að þínum ferli sem skíðamaður, hvar byrjaðirþú og hvenær? Ég byrjaði hérna uppi í Stórurð sem smákrakki, þetta sjö eða átta ára gamall. Þar var aðal brekkan. Þá voru Ijós þar og var skíðað þar á hverju kvöldi. Þá var lyftan sem var sett þar upp ekki komin, hún kom löngu seinna. Við gerð- um nrjög mikið af því að fara þarna á skíði áður en skíða- lyftur komu til, mórallinn í hópnum var svo góður. Það gengu allirsaman upp hlíðina, manni fannst það ekkert mál að ganga alveg upp undir Gleiðarhjalla, enda var þetta líka þannig þá að við vorum búnir að ganga þetta svo oft að það voru komnar nokkurs- konar tröppur í hlíðina alla leiðinaupp. Þannig aðþaðvar ekkert vandamál, þetta var svo skemmtilegt. Það var líka eftir að við fórum að fara meira á Dalinn, að þá var allt- af labbað frá skíðaskálanum og upp í skál þar sem efri lyft- an endar nú. Gamli Ford við Sandfell Var þá farið að fara mikið á skíði á Dalnum áður en lyft- urnarþar komu? Já já, samt hafði verið sett upp toglyfta við Sandfell. Það var mótor úr gamla Ford sem knúði lyftuna áfram. Hræið af bílnum er þarna ennþá. Ég náði því ekki að fara í þessa lyftu, það var heilmikið basl með hana og hún gekk erfið- lega. Þeir sem stóðu að þessari lyftu held ég að hafi verið Haukur Sigurðsson, Jón Karl, og þeirra árgangur. Og það er þannig með öll þau mannvirki sem eru á Dalnum í dag að þau voru öli reist í sjálfboðavinnu. Það var búið að reka svæðið í nokkur ár áður en bærinn tók við. Bærinn hefur ekki staðið að uppbyggingu neinna mann- virkja á Seljalandsdal nema kaupum á troðaranum. Nú æfðuð þið við frum- stæðar aðstœður miðað við það sem þekkist í dag, fóruð þið snemma að keppa? Já við gerðum það og þá fyrst á mótum sem voru haldin hér heima, á heimamótum. Síðan voru það bara lands- mótin sem tekið var þátt í þar fyrir utan svona fyrst um sinn. Þá var landsmótið eina mótið sem fólk alls staðar að af land- inu hittist á. Punktamótin byrjuðu svo árið 1967.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.