Bæjarins besta - 30.03.1988, Page 13
BÆJARINS BESTA
13
Svigsveit ísafjarðar sem vann 5 ár í röð, 1963-1967. Myndin er tekin á Akureyri 1968 eftir að sveitin
tapaði flokkasvigi í fyrsta sinn í landgan tíma. Á myndinni eru Kristinn Benediktsson, Samúel Gúst-
afsson, Hafsteinn Sigurðsson, og Árni Sigurðsson.
Ég byrjaði að keppa við
aðra en Isfirðinga þegar ég var
15 ára. Þá var 15-16 ára flokk-
ur á landsmótinu. Þetta var
árið 1961. Það voru margir
sem kepptu á þessum árum,
mjög margir. Miklu fleiri en
nú í dag. Það var t.d. ekki
óalgengt að í fullorðins flokki,
þ.e. karlaflokki, tækju þetta
60 til 70 manns þátt. En ætli
það hafi ekki verið svipaður
fjöldi sem tók þátt í ung-
lingaflokknum þá eins og
keppir á unglingameistara-
móti í dag. Það var á þessu
móti sem ég keppti við aðra en
ísfirðinga í fyrsta sinn. Þá
komu skíðamenn frá sömu
stöðum og í dag en Siglfirð-
ingar voru sérstaklega sterkir
þá. Þarna var ég sem sagt 15
ára gamall og það er ekki hægt
að segja annað en að mér hafi
gengið mjög vel á þessu fyrsta
móti mínu því ég vann svigið
og varð annar í stórsvigi.
Fólk kom
til að horfa á
Petta mót var haldið um
páskana, í skíðavikunni. Var
skíðavikan mikil hátíð?
Já hún var það. Þetta var
allt öðruvísi þá en í dag því þá
kom fólk uppeftir til þess að
horfa á, fólk sem kunni ekkert
á skíðum og fór aldrei á skíði.
Nú fer fólk bara upp eftir til
þess að renna sér.
Og frá og með þessu móti
ferð þú að keppa af fullum
krafti?
Já, þarna keppti maður
hvert einasta ár og missti aldr-
ei úr landsmót eða neitt, alveg
til ársins 1975 sem var síðasta
árið sem ég var með af fullum
krafti. Þegar við stóðum í
þessu á þessum árum þá
vorum við ekki með neinn
þjálfara, við bara lærðum af
þessum eldri. Við lögðum
brautir og þjöppuðum þær
með skíðunum, þetta var allt
frekar frumstætt þó að manni
hafi fundist þetta fínt þá.
Þegar ég var að byrja voru
þessir eldri farnir að fara er-
lendis til æfinga og keppni og
það var ofsaleg vítamín-
sprauta þegar þeir komu aftur
heim. Þá var svo mikið líf í
þessu. Þeir voru að segja
okkur, þessum yngri, frægð-
arsögur úr ferðunum og það
setti mikið líf í þetta og jók
mjög áhugann á íþróttinni. Þá
héldu líka fleiri einstaklingar
áfram að æfa heldur en þekk-
ist í dag. Ástæðan fyrir því
hve þátttakendum hefur
fækkað gæti verið sú að alvar-
an hefst of snemma hjá yngstu
þátttakendunum sem aftur
leiðir til þess að margir eru
búnir að fá nóg strax um 15
ára aldur. Það á að láta leik-
inn vara sem lengst og ekki
byrja svona fljótt á harðri
keppni ámilli krakkanna. Það
er hætt víðast hvar erlendis að
láta krakkana keppa svona
unga.
18 ára í landsliðið
Nú varst þú í fremstu röð
lengi vel, ekki satt?
Jú ég get ekki neitað því að
ég var það í mínum aldurs-
flokki. Ég var síðan valinn í
landsliðið 18 ára gamall og var
þá lang yngstur í liðinu.
Helsta verkefni þessa lands-
liðs voru ólympíuleikarnir í
Innsbruck 1964 en ég fór ekki
á þá, var einfaldlega ekki orð-
inn nógu góður til þess. Ég fór
aldrei á ólympíuleika. Aftur á
móti fór ég á heimsmeistara-
mótið 1974. Ég var reyndar í
liðinu fyrir ólympíuleikana
1968. Sumarið fyrir þá leika
æfðum við á Siglufirði, vorum
síðan í Frakklandi í nóvember
og desember, og var síðan
valið í liðið eftir það. Ég var
ekki valinn þá, var í svipuðu
formi og hinir í liðinu, en val
er alltaf hægt að gagnrýna.
Það ár hefur líklega verið mitt
besta, ég vann landsmótið
þann veturinn í svigi og mér
gekk vel.
Varðst þúfyrir vonbrigðum
með að komast ekki á leikana
þarna 1968?
Á þeim tíma var ég það já,
ég get ekki neitað því, en það
er löngu gleymt.
Við strákarnir vorum virki-
lega samhentur hópur og það
kom ekki upp nein misklíð
innan hópsins þó að svona val
hafi komið til og við erum
allir góði félagar enn í
dag.
Nú varst þú við keppni í
mörg ár, hver finnst þér þegar
litið er til baka vera hápunktur
ferilsins?
Mér þótti vænt um þegar ég
vann svigið á landsmótinu
1968, cftir nokkuð umdeilt
val í ólympíuliðið fyrr um
veturinn, að vinna þá með
miklum nrun.
Annars kom þetta svona í
sveiflum. Mér gekk líka vel í
landskeppni við Skota hér á
ísafirði 1970. Þessar lands-
keppnir voru skemmtilegar
keppnir, bæði hér og erlend-
is.
Svo fannst mér það alveg
ágætt svona undir lokin, á
landsmótinu 1974 orðinn 29
ára gamall, að þá vann ég
þrefalt, þ.e. í svigi, tvíkeppni,
og flokkasvigi. Mér fannst
það nú bara allt í lagi. Þetta
var á næst síðasta landsmót-
inu mínu en ég keppti til 30
ára aldurs.
Efri lyftan
breytti öllu
Segðu meira frá því þegar
verið var að byggja upp á
Dalnum, tókst þú ekki þátt í
því að reisa lyfturnar?
Jú svona að hluta en á
þessum tíma var ég að æfa
mjög mikið og það voru nátt-
úrulega margir sem unnu
Hafsteinn með glæsilegan bikar eftir sigur á Hermannsmótinu
1972