Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.03.1988, Side 15

Bæjarins besta - 30.03.1988, Side 15
BÆJARINS BESTA 15 Hafsteinn í hlutverki þjálfara landsliðs íslands í alpagreinum með snjóborinn góða. til 20 árum og t.d. í Svíðþjóð hefur enginn komist í sænska skíðalandsliðið síðastliðin 5 ár nema úr svona skíða- menntaskóla, ekki vegna þess að þeir hafi frekar verið tekn- ir inn í liðið heldur vegna þess að þeir eru hreinlega betri. Mér finnst að við höfum ekki fengið tækifæri til þess að vinna með þessa skíðabraut af neinu viti. Mér finnst það synd að við fáum ekki að gera þessa tilraun, þetta er fyrsta tilraunin með svona braut á íslandi og ég held að þetta sé í rauninni grunnurinn að því að við náum yfirleitt langt í íþróttum hér á landi, því það þarf að sameina skóla og keppnisíþróttir í fleiri grein- um en skíðum. Ég sé þetta þannig fyrir mér að þau sem eru á tveimur seinni árunum í skólanum fari að taka þátt í alþjóðleg- um mótum erlendis. Þannig að þá eru þau vel undir það búinn þegar þau koma út úr þessum skóla að fara í lands- lið. Síðan er það náttúrulega á stefnuskránni hjá skíðasam- bandinu að halda alþjóðlegt mót hér á landi, það verður að ske. íþróttin sem slík, eins og hún er framkvæmd best, kemur aldrei til íslands nema í gegnum sjónvarpið. Það væri örugglega eitthvað skrítið ef aldrei væri haldinn landsleikur í handbolta hér á landi eða í knattspyrnu. Það eru alþjóðlegu mótin sem okkur vantar. Alþjóðlegt skíðamót á Seljalandsdal Verður hœgt að halda slíkt mót á Seljalandsdal í nánustu framtíð? Já það er alveg öruggt mál. Það verður trúlega tekin út brekka á Dalnum í sumar þannig að það á eftir að halda alþjóðlegt mót hér á ísafirði. Það má segja að það eina sem okkur vantar hér á Dalinn er starthús, annað þurfum við ekki. Við höfum allt annað, við höfum góð tímatökutæki, við eigum vant starfsfólk; við höfum allt til þess. Það sem mér finnst vera markmiðið núna er að við þurfum að eiga keppendur í heimsbikarkeppninni. Við verðum að athuga það að heimsmeistaramót og ólym- píuleikar eru bara eitt mót sem við sendum á kannski einn eða tvo keppendur og við verðum að athuga það að í alpagreinum eru svo miklar líkur á því að fólki mistakist. Og sviggreinin er þannig að það er mjög sjaldgæft að það komist niður meira en 50% þeirra sem leggja af stað, þannig að það eru alltaf miklar líkur á mistökum. Mér finnst því verkefnið vera það að ná upp betri hóp hér heima, fá alþjóðleg mót hingað heim, og koma upp fleiri sterkum einstaklingum til þess að fara á mót erlend- is. Nú er aðstaðan í dag öll önnur en þegar þú varst í keppni, vildir þú vera með í dag? Já ég vildi vera að taka þátt núna, það eru alveg hreinar línur. Það hefur alveg orðið bylting í aðstöðu og búnaði. Útbúnaðurinn hefur breyst alveg rosalega mikið og þar af leiðandi öll tækni og geta. Þetta hefur allt breyst. Að lokum Hafsteinn, ein sí- gild spurning til þess að setja punktinn yfir i-ið, áttu einhver heilrœði til ungra skíðamanna sem eru að fara á skíði í dag? Ég vil bara segja það að mér finnst þetta alveg frábær íþrótt. Þetta er einstak- lingsíþrótt sem reynir á mann sjálfan og engum öðrum um að kenna ef manni gengur illa, en gefur manni um leið mjög mikið. Mér finnst að það þurfi að halda þessarri íþrótt lengur gangandi heldur en bara sem unglingaíþrótt. Það þarf að hugsa um þetta svolítið lengra því að það er gaman á skíðum og það er gaman að vera keppandi þegar maður er orðinn full- þroskaður og fullstæltur því þá nær maður meiri árangri. Það hætta flestir allt of ungir, mér finnst vanta meiri metnað til þess að komast inn í landsliðið og til þess að komast inn í þá hringiðu sem er í gangi í Evrópu, þetta er svo ofboðslega spennandi. PÁSKAVIKAN AÐ UPPSÖLUM Miðvikudacrskvöld: Opið kl. 23-03 Stebbi í diskótekinu Föstudacrskvöld: Opið kl. 24-04 Stebbi í diskótekinu Sunnudacrskvöld: Opið kl. 24-04 BG-flokkurinn skemmtir UPPSAIIR MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.