Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.03.1988, Page 18

Bæjarins besta - 30.03.1988, Page 18
18 BÆJARINS BESTA Á mörkum svefns og vöku sköpum við okkur heim, hann er á mótum draums og veru- leika. Okkur finnst hann raunverulegur og við getum haft stjórn á atburðarrásinni. Að minnsta kosti allt til þess augnabliks að við ætlum að snerta raunveruna, þá hverfur hann. Vekjaraklukkan hringdi. Þessi hringing þrengdi sér inn í vitund hins sofandi manns. Fyrst dró hann sængina upp yfir höfuð sér, en síðan veltist líkaminn þunglamalega til í rúminu og hönd slæmdist á vekjaraklukkuna. Hún þagn- aði. Alla daga ársins varð að standast þessa freistingu, sem fólst í hlýju rúminu og mjúk- um líkamanum í hinum helm- ingi rúmsins. Klukkan sýndi hálf sjö í myrkrinu. Draumurinn sat eftir í huga hans eins og beizkt bragð af vonduvíni. Hvaðtáknarsnjór í draumi? Eða blikandi hnífur í hendi einhvers. Alveg frá því að hann var barn hafði löng- unin búið með honum. Þessi djúpstæða knýjandi löngun lil að skilja hiðóræða. Hvaðfelst í draumnum? Þegar höndin hafði teygt sig í klukkuna fannst ylur rúmsins enn betur. Hvað lá á að fara fram úr strax. Úti beið myrkur og kuldi. Starandi lá hann og hugsaði um síðustu daga. Þetta daglega amstur var svo sem ekki neitt sérstakt ánægjuefni. Skrifstofur hljóta að vera óyndislegustu stað- ir sem hægt er að eyða tíman- um í. Hann hélt áfram að stara út í myrkrið. Jæja strákar heyrð- ist utan úr þokunni. Hvernig gengur að grafa skurðinn. Þeir hentust upp og þrifu skóflurnar og reyndu að láta líta svo út að um augnabliks hvíld hefði verið að ræða. Verkstjórinn leit á þá með spurnarsvip. Snéri sér svo í hálf hringog afturtil baka. Jú, strákar mínir. Þetta tosast. Svo hvarf hann. Djöfullinn sagði Tómas og fleygði hálf reyktri sígarettunni á eftir Hring verkstjóra. Þó ekki fyrr en að hann var viss um að Hringur heyrði ekki til hans lengur. Svo snéri hann sér aftur að okkur og fór að segja meira frá ballinu á Hvoli og stelpunni, sem hann hafði hitt. Meðan Tómas malaði fór hugurinn að reika. Ekki gat hann skilið hvernig þeir höfðu nennt að keyra 150 kílómetra úr Sigöldu til Hvolsvallar á laugardagskvöldi í miðju úthaldi til þess, ja í mesta lagi að fá að þukla á einhverjum sveitastelpum. Og þurfa svo að fara á fætur til að vinna á sunnudagsmorgni. Þeir höfðu komið heim klukkan hálf sex í morgun, útkeyrðir og Tómas með blæðandi hjartasár eins og venjulega ef hann hafði kom- ist nálægt stelpu. Hann sjálfur var hins vegar bara timbraður og leið illa. Það er ómögulegt að vera eltast við þessar stelp- ur. Hann hafði þó séð Hall- dóru. Hún leit hvort eð er aldrei við honum. Svo hafði hann ekki nennt að elta hana. En Tómas maður lifandi. Hann hafði hagað sér eins og gildur bóndi á gripasýningu. Hann hafði ábyggilega þreifað á öllum stelpunum úr sveitinni áður en hann endaði á þessari, sem hann mundi ekki hvernig leit út lengur. Þokan var að leysast upp og það var farið að rigna. Hann snéri sér að Jónasi. Það var hrollur í honum. Jónas hryllti sig líka. En líkast til var það vegna frásagnargleði Tóm- asar. Jónasi leiddust kvenna- farsögur. Þeir voru átta alls sem unnu þarna um sumarið. Tveir voru neðan úr sveit. Hann sjálfur og þrír aðrir höfðu allir verið í sama menntaskólanum í borg- inni um veturinn. Tveir strák- ar voru byrjaðir í háskóla. En að láta sér detta í hug að setja framtíð þjóðarinnar í það að grafa rafstrengi í jörð upp á hálendi var nú full mikið af því góða. Jónas var sammála. En hann hafðiákveðnar skoðan- ir. Jónas var á kafi í stjórnmál- um. Það mátti svo sannarlega segja að ekki elti hann tísk- una. Var stuttklipptur, fór í jakkaföt í helgarfríum og var í Heimdalli. Þetta var kannski einhvers konar uppreisn hjá honum. Tómas talaði um ballið. Guð minn góður ennþá. Þeir Jónas stóðu upp og tóku tal saman. Jónas var að útskýra: „Hipparnir eru stundarfyrir- brigði og heimurinn heldur áfram þegar þeir eru hættir að fríka út, dauðir eða geðveikir. Einhver verður að sjá um að allt gangi”. Það var að koma matur, loksins. Jónas var all- taf svo alvarlegur og ákveðinn og oft áhugaverður. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. -Matur! Hann hrökk upp með and- fælum. Hvað? Konan lá enn sofandi við hlið honum mjúk og hlý. Ennþá var allt dimmt. Það er svo skrítið að stara í myrkrið. Skyldu vera þar einhver svör? Tómas var horfinn. Þeir Jónas gengu saman báðir í jakkafötum og töluðu um kosningar á næsta leiti. Prós- entur, efnahagsmál, verð- bólga, kaup. Maður kom ekki að tómum kofanum hjá Jón- asi. Jónas hafði nefnilega tekið að sér að stýra kosn- ingabaráttunni. Nú voru það ferskar hugmyndir, nýj ar leið- ir sem skyldu verða ofan á. Taktíkin betri en síðast. Hér var hvort eð er allt á leiðinni norður og niður. Nótt við dag streðuðu þeir, já börðust fyrir framgangi sinna mála. Honum fannst þetta stór- kostlegt, þeir höfðu sigrað. Komu sínum mönnum að. Tveir ungir og ferskir þingmenn höfðu bæst á hið háa Alþingi. Jónas var í sælu og hann sjálfur líka. Næst yrði það Jónas. -Hann velti sér. Og starði út í myrkrið. Þetta var alls ekki svona. Kosningarnar gengu ekki nógu vel og þeir snéru sér að öðru. -Sigalda að vetri. Honum fannst hann hafa verið þarna áður. Þungur niðurinn frá vélunum sem skiluðu lands- mönnum ljósi. Hríðarbylur, hvað var hann að gera hér? Jú, skoða gamlan vinnustað þar sem þeir Jónas puðuðu í rigningunni fyrir mörgum árum. Nú stöfluðu þeir skjölum og töluðu í síma báðir tveir. Var þetta ekki draumurinn. -Klukkan tifaði.- Hann starði á eftir stúlk- unni sem beið eftir strætó, ung og frískleg, ekki eins og stelp- urnar í Háskólanum sem héldu að það væri heilög skylda þeirra að vera sýnkt og heilagt með fýlusvip,. Starandi Sunnudaginn 13. mars síðast liðinn lauk Sólrisuhátíð Menntaskólans á ísafirði með kynningu á ísfirskum skáldum. Var hún í samvinnu við Menningarráð Isafjarðar. Þar las höfundurinn þessa smásögu. Hann er að eigin sögn mjög upp með sér að hafa verið boðin þátttaka. En eins og lesendur BB er kunnugt hafa tvisvar birst eftir hann smásögur hér í blaðinu, fyrir jólin 1986 og 1987, og ekki annars staðar svo vitað sé. Öll líkindi við raunverulegt fólk hljóta að vera alger til- viljun en hvar lýkur verruleikanum og hvar tekur draumur- inn við? Smásaga eftir Ólaf Helga Kjartansson, skattstjóra Dögun

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.