Bæjarins besta - 30.03.1988, Blaðsíða 20
20
BÆJARINS BESTA
SMÁAUGLÝSINGAR
Myndavél
Til sölu er Cannon AEl prog-
ram myndavél. Einnig 28mm og
50mm Canon Iinsur og 70-
210mm Cosina linsa svo og
flass. Hlutirnir eru 1-2 ára
gamlir.
Upplýsingar í síma 3585.
íbúð til sölu
Til sölu á góðum stað í bænum,
Engjavegur 17 neðri hæð.
Upplýsingar í síma 4484.
Benz
Til sölu er Bcnz 240, árgerð
1982. verð kr. 500.000.- Skipti
möguleg. Útvarp ogsegulband.
Ný vetrardekk og önnur fylgja.
Upplýsingar í síma 7735.
Mazda 323
Til sölu er Mazda 323 árgerð
1980. Pioneer segulband og
tnagnari fylgja.
Upplýsingar í síma 3589 eftir kl.
18.
Ljósalampi
Til sölu er ljósalampi, mjög vel
með farinn. Ljósalampar með
andlitsljósum fylgja. Sjálfvirkur
lyftibúnaður.
Úpplýsingar í síma 7725.
Gleraugu
Gleraugu töpuðust við Mennta-
skólann sunnudaginn 20 fcbrú-
ar s.l. Finnandi vinsamlegast
hafið samband í síma 3243.
Mótatimbur
Óska eftir að kaupa notað mót-
atimbur. 350 metra af 1” 6, og
55 metra af 2” 4, eða 1,5” 4.
Upplýsingar í síma 3772 á
kvöldin.
Stórglæsilegur bíll
Honda Accord EX, árgerð 1987
(rauður). Ekinn 12.000 km.
Skipti á ódýrari koma til greina.
Upplýsingar gefur Halldór Þór-
ólfsson í síma 3259 á kvöldin.
Athugið
Tveir farmiðar Reykjavík -
Amsterdam til sölu á 10.000
krónur hvor.
Upplýsingar í síma: Judith 94-
3959 (94-3667), Lian 94-4224.
Attention
Two one-way-tickets Reykja-
vík-Amsterdam for salc kr.
10.000 each.
For further information tel.:
Judith, Lian (S f ).
Karlmannsúr
Fundist hefur karlmannsúr,
(líklega unglinga- eða barna-
úr).
Upplýsingar í síma 4141.
SKÝRSLA
VIKUNNAR
Magni Guðmundsson
framkvæmdastjóri
Langar mest að hitta
Yasser Arafat
á nndan Denna
Fullt nafn: Magni Örvar
Guðmundsson.
Hvar og hvenær fæddur: 30.
júní 1944 á ísafirði.
Fjölskylduhagir: Kvæntur
Svanhildi Þórðardóttur. Þrjár
dætur.
Helstu kostir: Ekki mitt að
dæma.
Helstu gallar: Vonandi færri
en kostirnir.
Bifreið: Chevrolet Monza
árgerð 1987.
"Hvað finnst þér best við
starfið? Samskiptin við sjó-
mennina.
Hvað finnst þér vcrst við
starfið? Pað kemur mér einum
við.
Fyrri störf: Sjómennska og
sitthvað fleira.
Laun: Er ekki bara best að
vera óánægður með þau.
Ef þú starfaðir ekki við það
sem þú gerir, hvað myndir þú
þá vilja gera? Hef ekki hugsað
um það.
Ertu góður kokkur? Já, auð-
vitað.
Besti matur sem þú færð: Það
er margt gott, segi saltkjöt og
baunir.
Versti matur sem þú færð: Ét
yfirleitt allt.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér? Ekkert scrstakt.
Hvaða blöðum og tímaritum
hefur þú mestar mætur á?
Engum sérstökum, les yfirleitt
allt.
Hvað gerir þú í frístundum
þínum? Ekkert sérstakt.
Hlustar þú mikið á tónlist, og
þá hvernig? Nei, en kemst
ekki hjá því að heyra síbylj-
una í útvarpinu.
Hvað metur þú mest í fari
annarra? Orðheldni og stund-
vísi.
Hvaða námsefni líkaði þér
verst í skóla? Man það ekki.
Hvaða persónu langar þig
mest til að hitta? Yasser
Arafat, ef ég gæti orðið á
undan Denna.
Hver er fallegasti staður á
íslandi sem þú hefur komið á?
Sæból í Aðalvík á kyrru
sumarkvöldi.
Hvert er uppáhalds sjónvarps-
efnið þitt? Tékknesku klauf-
abárðarnir.
Hver er uppáhalds fjölmiðla-
maðurinn þinn? Enginn sér-
stakur.
Uppáhaldsleikari: Núna í
augnablikinu: Þórarinn V.
Þórarinsson.
Uppáhalds íþróttamaður: Jói
Torfa var það. Hef engan
fundið síðan hann hætti í
meistaraflokki.
Hvaða stjórnmálamaður er
númer eitt að þínu mati?
Kvennalistinn.
Ertu ánægður með stjórn
bæjarins þíns? Eftir atvikum
sæmilega, takk.
Hvað mál myndir þú setja á
oddinn ef þú yrðir bæjarstjóri
í einn mánuð? Reyna að
minnka yfirbygginguna og
setja mismunin í holurnar á
Hafnarstrætinu.
Hefur þú náð takmarki lífs
þíns? Nei: Því maður lifir á
meðan maður lærir.