Bæjarins besta - 18.05.1988, Blaðsíða 17
17
BÆJARINS BESTA
Hnífsdalur:
V el lukkað vorblót
í Glaumborg
Heimilisfólkið á Bræðratungu flutti skemmtiþátt við mikla lukku
viðstaddra.
Öryrkjabandalag íslands
og Landssamtökin Þorska-
hjálp fögnuðu vori með svo-
kölluðu „Vorblóti” víðs
vegar um land á laugardaginn
var. Hér fyrir vestan var
blótið haldið í veitingastaðn-
um Glaumborg í Hnífsdal.
Á blótinu sem hófst kl. 15
var margt til skemmtunar
m.a. skemmtu vísnavinir frá
ísafirði, Harmoníkufélagið
lék af fingrum fram, Inga
Jónasar og félagar frá Suður-
eyri skemmtu, og sýndur var
diskódans frá Bolungarvík.
Auk þess kom heimilisfólkið
í Bræðratungu fram með
skemmtiatriði. Villi Valli lék
létta tónlist á milli atriða.
Ljósmyndari BB var á
staðnum og tók þá með-
fylgjandi myndir.
Föstudagskvöld:
Dansleikur kl. 23-3
Hljómsveitin GÓ GÓ
Aldurstakmark 16 ár
Laugardagsk völd:
NÝTT • NÝTT • NÝTT
Dansleikur kl. 21-24
Hljómsveitin GÓ GÓ
13-15 ára
«5.
VERIÐ VELKOMIN
GLAUMBORG
SKEMMTISTAÐUR VANDLATRA A ISAFIRÐI K 3645
Jóhann Pétur lögfræðingur
flutti ávarp.
Vísnavinir skemmtu.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðis -
félaganna á ísafirði verður haldinn í
Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð, þriðju-
daginn 24. maí n.k. kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Matthías Bjarnason ræðir
stjórnmálaviðhorfin.
Önnur mál.
Stjórnin.