Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.05.1988, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 18.05.1988, Blaðsíða 11
BÆJARINS BESTA 11 Sturla Halldórsson yfirhafnarvörður lítur á Ijósmyndir af hafnar- svæðinu. hversu mikið starf (en vanþakkað), verkamenn bæjarins vinna. Hreins- unarnefndin telur rétt að það komi hér fram að starfsmenn bæjarins hafa allt að því lagt nótt við dag í glímunni við ruslið að undanförnu. Þeir sem vilja sja umgengn- ina í bænum, eftir að borgar- arnir hafa verið að skemmta sér um helgar, ættu að ieggja leið sína (svona um. fjög- urleytið, eftir ball) í miðbæ- inn. Umgengninni verður vart lýst. Sóðaskapurinn og tillitsleysið nær þá hámarki. En sjaldnast verða góð- borgararnir sjálfir varir við þennan andskotans sóða- skap, því verkamenn bæjarins fara á stúfana um kl. 5 og þrífa skítinn. Ö1 er innri maður segir einhvers staðar, en þarf um- gengnin endilega að vera svona? HÉR ÞARF AÐ VERÐA BREYTING Á. ENGINN GETUR ÞESSU BREYTT NEMA VIÐ SJÁLF, og það verðum við að gera. Nýtt áhaldahús Nýlega var tekið í notkun nýbyggt og veglegt áhaldahús bæjarins. Umhverfi þess býður uppá sóðaskap. Á svæði, sem segja má að sé andlit bæjarins, verður snyrti- mennska að vera í fyrirrúmi. Hreinsunarnefnd skorar því á bæjarstjórn að láta nú þegar framkvæma nauðsyn- legar aðgerðir í frágangi lóðar og ports við áhaldahúsið. Sundahafnar- svæði Hér meðfylgjandi er upp- dráttur af bráðábirgða- skipulagi á Sundahafn- arsvæði. Eins og sjá má á kortinu verður útgerðar- mönnum og öðrum þeim er geyma þurfa stóra hluti, úthlutað geymslusvæði. Þeir sem telja sig þurfa slíkt svæði, skulu sem fyrst snúa sér til tæknideildar, eða hafnar- nefndar. Markmiðið er að geymslusvæðið verði á einum stað. Spurningakeppnin Okkur hafa borist nokkur bréf varðandi spurningarleik- inn sem við birtum í upphafi þessa átaks. Enn viljum við hvetja fólk íil að senda inn svör. Þeim sem þegar hafa sent inn svör þökkum við, en viðurkenningar verða birtar í lok þessa átaks. Móttökur við heimsóknir Þarna koma stríðsmennirn- ir, var viðkvæðið, eða þarna koma Rambóarnir. Við erum greinilega kallaðir ýmsum nöfnum nú á síðustu og bestu tímum. Hins vegar verðum við að segja það, að þegar við komum í heimsókn til fyr- irtækjanna og lögðum fram kvartanir við ráðamenn þeirra, þá var okkur und- antekningalaust vel tekið. Alls staðar var okkur boðið í kaffi og með’ðí. Hjá einu fyrir- tækinu var okkur m.a. boðið í afmæliskaffi, því fram- kvæmdastjórinn, (sem við vor- um að skamma) átti afmæli. Viðbrögð fólks eru því vægast sagt jákvæð, og þess vegna vonumst við eftir árangri af þessu starfi. Og svona í lokin Litla nefndin lagði í stríð og langaði til að sigra, í þetta vantar botninn. Vinsamlega skilið honum sem fyrst. Og frá iesanda ruslapistla Ef rekst þú á Jonna cða Tobba að ekki sé minnst á hann Jobba þitt rusl skaltu taka og á haugana aka því annars þú lendir í bobba. F.h. hreinunarnefndnr. Jónas H. Eyjólfsson, Porbjörn Sveinsson, Jósef Vernharðsson. (jr UPPSAIIR SKEMMTISTAÐUR í HJARTA BÆJARINS F östudagskvöld: Diskótek kl. 23-3 Sunnudagskvöld: Opið kl 12-4 BG-flokkurinn skemmtir MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ SNYRTILE GUR KLÆÐNAÐUR > - =

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.