Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.05.1988, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 18.05.1988, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESTA Knattspyrna: ísfirðingar leika í 4. deild undir nafni BS - gjaldþrot framundan hjá Knattspyrnuráði ísafjarðar Lið ísfirðinga sem féll niður í 3.deild í fyrra mun leika í 4.deild í sumar undir nafni BÍ (Badmintonfélag ísafjarðar). Leikmenn ÍBI hafa allir gengið frá félaga- Bæjarstjórn ísafjarðar ákvað á síðasta fundi sínum að segja upp öllum bakvökt- um vegna sjúkraflutninga í ísafjarðarkaupstað. Upp- sögnin tekur gildi frá og með 11. ágúst að telja. Einnig hefur allri þjónustu við nær- liggjandi sveitarfélög verið sagt upp frá og með 11. júní. ,,Þetta þýðir einfaldlega það að eftir þennan tíma er ekki tryggt að hægt sé að ná í okkur eftir kl. 17 á virkum dögum til þess að sinna sjúkraflutningum. Hér er því um mjög alvarlegt mál að ræða“ sagði Þorbjörn Sveins- son, slökkviliðsstjóri í samtali við BB. Blaðið leitaði álits Har- aldar L. Haraldssonar á þessum uppsögnum. Hann sagði að allt frá árinu 1982 hefði bæjarsjóður séð alfarið um sjúkraflutninga. Hlutirnir hafa gengið þannig fyrir sig að þrír fastir ■ tarfsmenn í slökkviliðinu hafa setið tveir og tveir til skiptis á bakvökt- um frá kl. 17 á daginn til kl. 8 á morgnana á virkum dögum og frá kl. 17 á föstudögum til kl. 8 á mánudagsmorgnum. ,,Nú hins vegar hefur bæjarstjórn ákveðið vegna mikils kostnaðar að segja upp skiptum yfir í BÍ. Eins og flestir vita sem fylgst hafa með knattspyrnumálum hér á ísafirði hefur Knattspyrnuráð ísafjarðar átt við mikla fjár- hagsörðugleika að stríða und- þessum bakvöktum. ítrek- aðar viðræður hafa farið fram við björgunarsveitir, lögreglu, skáta og fleiri aðila en þessir aðilar hafa ekki verið tilbúnir að taka að sér þessar bakvaktir því ákvað bæjarstjórn að segja þessum bakvöktum upp“ sagði Har- aldur. Hvað er um mikinn kostnað að ræða ? „Á síðasta ári nam hann 1.543.000 krónum vegna bak- vakta.“ Verður ekki reynt að finna einhverja aðra lausn á hessu máli? anfarin ár og nema skuldir ráðsins nú 4,5 milljónum króna. Gjaldþrot er því óumflýjanlegt hjá Knatt- spyrnuráði og verður það gert upp 27. maf n.k. „Við höfum ekki getað fundið aðra lausn. Þetta fyr- irkomulag tíðkast víðast hvar annars staðar þar sem lög- regla, brunaverðir eða Rauði krossinn sinna þessu ekki. í nokkrum sveitarfélögum sér lögreglan alfarið um þetta en í þessum stærri sveitarfélög- um eins og t.d. Akureyri, Reyk javík og á Suðurnesjum, að undanskilinni Grindavík þar sem sérstakir sjúkra- flutningamenn sjá um þetta, er þetta fyrirkomulag sem við erum að fara að taka upp“ sagði Haraldur að lokum. Tryggvi Sigtryggsson for- maður Knattspyrnuráðs ísa- fjarðar sagði í samtali við BB að ákveðið hefði verið að senda alla flokka í íslands- mótið undir nafni BÍ, sem með tímanum kæmi jafnvel til með að heita Boltafélag ísafjarðar. Einnig hefði verið ákveðið að leggja Knatt- spyrnuráð ísafjarðar niður. En hvað kom til að þessi ákvörðun var tekin nú rétt fyrir upphaf íslandsmótsins? „Þetta er búið að standa til í allan vetur, en þetta stoppaði á Harðverjunum. Þeir voru ekki tilbúnir að breyta þessu í febrúar s.l. þegar þetta kom til umræðu en þá stóð til að stofna nýtt félag. Síðan þá hefur starfið verið í molum, þjálfarar hættir og ýmislegt fleira. Menn sáu fram á það að annað hvort var að hætta þessu eða gera eitthvað róttækt“ sagði Tryggvi. „Eins og staðan er í dag er þetta besta lausnin fyrir knatt- spyrnuna hér á ísafirði. Leikmenn voru mjög sáttir við að byrja í 4. deild og byggja upp frá grunni“ sagði Tryggvi. Eins og áður var getið á Knattspyrnuráðið í miklum fjárhagsörðugleikum og skuldar nú um 4,5 milljónir króna. Þrjár milljónir eru langtímalán en 1,5 milljónir eru komnar í innheimtu lög- fræðings. Tekst ráðinu að greiða niður þessar skuldir? ,,Þetta er svolítið erfitt mál. Við vonumst þó til að íþróttabandalag ísfirðinga hlaupi undir bagga og hjálpi til við greiðslu á þessum skuldum. KRÍ á engar eignir og telst því gjaldþrota. Mikið af þessum skuldum upp á 1,5 milljón eru smáskuldir frá ýmsum aðilum sem hafa ekkert rukkað okkur í tvö ár og við erum að vona að þær detti út með tímanum. Ég hef trú á því að peningamálin verði leyst,” sagði Tryggvi. Kvennalið ÍBÍ, sem leikur í 1. deild, mun halda sæti sínu þar, en leikur undir nafni BÍ. Jóhann Torfason mun þjálfa meistaraflokk karla og Orn- ólfur Oddsson kvennaliðið. í stjórn BÍ núna eiga sæti þeir Konráð Einarsson, Arnór Jónatansson, Sveinn Ingi Guðbjörnsson og Jakob Ólason. Ekki er frágengið með fimmta manninn í stjórn ennþá en það mun skýrast á næstu dögum, ásamt fleiri atriðum, á stjórnarfundi sem haldinn verður innan skamms. ísafjörður: Bæjarstjórn segir upp bak- vöktum vegna sjúkraflutninga „Mjög alvarlegt mál“, segir slökkviliðsstjóri 1 1 1 « mmmmmrn g SLÖKKVISTÖÐ FIRE-DEPT. ■ 1 Pf ™ ... . Bakvöktum vegna sjúkraflutninga hefur verið sagt upp frá og með 11. ágúst.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.