Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.05.1988, Síða 2

Bæjarins besta - 25.05.1988, Síða 2
2 Rætt við hjónin sem urðu fyrir grjóthruni á Óshlíð: BÆJARINS BESTA „Grjótið kom yfír bílinn áður en við vissum afu rætt við Guðdísi Guðmundsdóttur og Sigurvin Guðmundsson Tónlistarskóli ísafjarðar: Slitið í 40. sinn Eins og fram hefur komið í sjónvarpi og útvarpi hrundi mikið af grjóti úr Óshlíð á veg- inn á milli ísafjarðar og Bolung- arvíkur að kvöldi hvíta- sunnudags. Því miður hrinur það oft úr hlíðinni að varla er hægt að segja að það eitt sé fréttnæmt. Þó verður það að teljast fréttnæmt að á sunnu- dagskvöldið lá við stórslysi er bifreið sem ekið var eftir vegin- um varð fyrir grjóthruninu og stórskemmdist. Það voru hjónin Sigurvin Guðmundsson og Guðdís Guðmundsdóttir sem voru í umræddum bíl. í samtali við BB röktu þau í stuttu máli hvað það var sem gerðist. Voru þau á leið inn á ísafjörð eftir að hafa verið í fermingar- veislu í Bolungarvík. „Við vor- um rétt ókomin að krossinum er óhappið varð. Þetta gerðist eldsnöggt, grjóthrunið kom yfir bílinn áður en við vissum af. Það kom stór stór steinn framan á hornið á bílnum; á stuðarann. Það var ansi mikið högg því bíliinn kastaðist til við það. Þá í sömu andránni dundi óskap- leg grjóthríð á þaki bílsins, með hávaða og látum. Það dembdist þarna yfir allan bílinn. Þetta var alveg heilmikið.“ Þak bílsins er mikið dældað og rifið. Nokkuð víst er að ef einhver hefði setið í aftursæti bílsins hefði sá hinn sami slasast. Hjónin voru sammála um að rósemi Sigurvins, sem ók bílnum, hafi bjargað því sem bjargað varð því hann hélt ótrauður áfram í stað þess að nema staðar. Ekki er hægt að ímynda sér hvernig farið hefði ef bíllinn hefði stöðvast. Þau námu ekki staðar fyrr en þau voru komin í öruggt skjól. Þá stoppuðu þau og biðu eftir öðr- um vegfarendum. Fljótlega kom þar að ungur maður sem ók þeim til lögreglunnar á ísa- firði. Þótt óhapp sem þetta hafi dunið yfir þau hjónin ætla þau ekki að láta þetta hafa nein áhrif á sig sem bílstjóra, Sigur- vin ætlar að keyra bíl eftir sem áður. Ekki meiddust þau hjón- in utan þess að Guðdís kvartaði undan höfuðverk. Hjónin Guðdís Guðmundsdóttir og Sigurvin Guðmundsson. Eins og sjá má er þak bílsins mikið skemmt. Tónlistarskólanum á ísa- firði var formlega slitið í fertugasta sinn sl. laugar- dag, að viðstöddu fjöl- menni. Við tækifærið lék hluti nemendanna nokkur lög. Ávörp fluttu: Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri, Bára Einarsdóttir formað- ur Tónlistarfélags ísafjarð- ar, Sigurður Jónsson Tón- listarfélagi ísafjarðar, og Kristján Jónasson forseti bæjarstjórnar ísafjarðar. 170 nemendur stunduðu reglulegt nám við skólann í vetur. Kennarar voru sextán talsins. Fimm skólatónleikar voru haldnir í vetur: Jóla- tónleikar um miðjan des- ember (í tveimur hlutum), sérstakir tónleikar með verkum fyrir tvö píanó í febrúar, miðsvetrartón- leikar í mars (í tveimur hlutum), sameiginlegir tónleikar fjögurra nem- enda í apríl, og loks vor- tónleikarnir sem haldnir voru í þrennu lagi nú um miðjan maí. Vegna plássleysis er ekki hægt að gera skólaslitunum og afmælishátíðinni betri skil að þessu sinni. Nánar í næstu viku. Seljalandsdalur: Stólalyfta næsta vetur! Nú hefur bæjarstjórn samþykkt að sú ein og hálfa milljón sem á fjárhagsáætlun var ætluð til kaupa á skíða- lyftu á Seljalandsdal, verði notuð í fyrstu útborgun á ítalskri Leitner-lyftu. Á fundi bæjarráðs um fjárhagsmál 9. maí sl. lagði Hafsteinn Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, fram greinargerð um val á milli tilboða, sem fulltrúar íþrótta- og æskulýðsráðs höfðu tekið saman. Lagt var til að keypt yrði lyfta frá Leitner á Ítalíu. Á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku var það svo endanlega samþykkt. Að sögn Haralds L. Har- aldssonar bæjarstjóra, er um að ræða stólalyftu, sem ku vera mun afkastameiri en gamla lyftan uppi á dal. Fulltrúi frá fyrirtækinu sem framleiðir þessar lyftur er væntanlegur hingað vestur á ísafjörð nú í lok mánaðarins.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.