Bæjarins besta - 25.05.1988, Side 15
BÆJARINS BESTA
15
MENNTASKÓLNN Á ÍSAFIRÐI
PÓSTHÓLF 97 - 400 ÍSAFIRÐI
Frá Menntaskólnum
og Iðnskólanum á ísafirði
Innritun nýrra nemenda skólaárið 1988-
89 er nú hafin. Boðið er upp á eftirtalið
nám:
Almennt bóknám, sem síðan leiðir til
stúdentsprófs eftir 4 ár af eðlisfræði-
braut, mála- og samfélagsbraut, nátt-
úrufræðibraut eða tónlistarbraut.
Skíðaval, til stúdentsprófs, ætlað efni-
legu skíðfólki, tengist almennu bóknámi
fyrsta árið.
Viðskiptabraut, 2ja ára. Áframhald er til
stúdentsprófs af hagfræðibraut.
Tæknibraut, til stúdentsprófs.
Heilsugæslubraut, 2ja ára, áframhald á
náttúruf ræðibr aut.
Skipstjórnarbraut, eitt ár, 1. stig, 200
tonna réttindi.
Vélstjórnarbraut, eitt ár, 1. og 2. stig.
Almennt iðnnám, þ.e. bóklegi hlutinn.
Grunndeild rafiðna, eitt ár.
Rafvirkjun, annað ár eftir grunndeild
rafiðna.
Rafeindavirkjun, annað ár eftir grunn-
deild rafiðna.
Aðrar iðngreinar, bóklegt sérnám, eftir
því sem við verður komið.
Tækniteiknun.
Fornám framhaldsskóla, væntanlega
eins vetrar nám.
Öldungadeildarnám. Þeir sem vilja
hefja nám á 1. ári í haust láti vita hið
fyrsta.
Öllum umsóknum væntanlegra nýnema
um skólavist skal skilað til skrifstofu
Menntaskólans á ísafirði, Torfnesi, ísa-
firði, fyrir 10. júní n.k. Umsóknareyðu-
blöð fást þar og í grunnskólum.
Skólameistari.
% ísafjarðarkaupstaður %
Nýtt starf
Auglýst er laust til umsóknar nýtt starf við
ísafjarðarhöfn, starf verkstjóra. Verkstjóri
skal fara með verkstjórn á útisvæði hafnar-
innar. Æskilegt er að viðkomandi hafi skip-
stjórnar- og/eða vélstjóraréttindi og geti haf-
ið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir undirritaður á bæjarskrif-
stofunum að Austurvegi 2, eða í síma 3722.
Umsóknarfrestur er til 31. maí n.k.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
Sumarafleysingar
Starfsmann vantar til sumarafleysinga við
slökkvistörf.
Allar nánari upplýsingar veitir slökkviliðs-
stjóri.
íbúð óskast
Bæjarsjóður ísafjarðar auglýsir eftir íbúð fyrir
einn af starfsmönnum sínum. íbúðin þarf að
vera fjögurra herbergja og helst laus um
næstkomandi mánaðamót. Vinsamlegast
hafið samband við undirritaðan um hugsan-
legar íbúðir.
Forstöðumaður tæknideildar.
Útboð
Bæjarsjóður ísafjarðar óskar etir tilboðum í
innanhússfrágang á tengibyggingu við
grunnskóla.
Um er að ræða einangrun, múrverk og loka-
áfanga á hluta hússins.
Útboðsgögn afhent á tæknideild frá og með
þriðjudegi 24. maí n.k. gegn 5.000 kr. skila-
tryggingu.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
Afgreiðslugjaldkeri
Laust er til umsóknar starf afgreiðslugjald-
kera hjá bæjarsjóði ísafjarðar. Lau'n skv.
samningum F.O.S.Vest.
Umsóknir um starfið skulu sendar undirrit-uð-
um fyrir 10. júní n.k.
Nánari upplýsingar veita undirritaður og
bæjarritari á bæjarskrifstofunum, Austurvegi
2, eða í síma 3722.
ísafirði, 20. maí 1988.
Bæjarstjórinn á ísafirði.