Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESTA Skák: Fyrsta alþjóðlega skákmótið á ísafirði - hófst á suimudag - lýkur föstudaginn 26. ágúst Á ísafirði stendur nú yfir al- þjóðlegt skákmót. Pað er haldið á vegum tímaritsins Skákar, rit- stjóri þess, Jóhann Þórir Jónsson, er brautryðjandinn í því að láta iandsbyggðina njóta þess að taka þátt í, og fylgjast með jafn öflug- um mótum og alþjóðleg skákmót eru alla jafnan. Jóhann hefur, með tilstyrk sveitarfélaga, fyrir- tækja og ýmissa velviljaðra aðila, tekist að koma á fót átta alþjóða- skákmótum, og er Alþjóðamótið við Djúp, hið níunda í röðinni. Af tólf keppendum á mótinu eru fjórir ungir skákmenn við Djúp. Guðmundur Gíslason og Guðmundur Halldórsson frá fsa- firði, Magnús Pálmi Örnólfsson, Bolungarvík og Ægir Páll Frið- bertsson úr Súðavík. Aðrir íslenskir keppendur eru Helgi Ólafsson stórmeistari, sem jafnframt er hæstur í ELO-stiga- röðinni af keppendum, Andri Áss Grétarsson frá Reykjavík, og Helgi Ólafsson eldri, sem samkvæmt mótsdagskránni hef- ur ekki tekið þátt í skákmótum síðan 1964, en þá varð hann skákmeistari íslands. Erlendir keppendur eru; (rað- að eftir ELÖ-stigaröð) Glenn Flear Englandi, Lars Schandorff Danmörku, Yrjö Rantanen Finnlandi, Jan Johansson Sví- þjóð, og Orest Popvych frá Bandaríkjunum. Mótsstjóri er Högni Torfason en yfirdómari er Jóhann Þórir Kristján Jónason, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar, setti mótið. Að lokinni setningarræðu, lék Kristján Jónasson fyrsta leikinn. Jónsson. Sl. sunnudag var mótið sett. Það var Kristján Jónasson, for- seti bæjarstjórnar sem setti mót- ið. í stuttri setningarræðu bauð hann fyrir hönd íbúa við Djúp, keppendur velkomna, og þakk- aði þeim sem að mótinu stóðu, fyrir góða vinnu. Að lokinni setningarathöfn var fyrsta umferð tefld. Umferðarskrá er þannig, að á sunnudag, mánudag og þriðju- dag var tefld ein umferð hvern dag. í dag, miðvikudag er tefld ein umferð, á morgun, fimmtu- Guðmundur Gíslason við tafl- borðið. dag er frí. Föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag verður tefld ein umferð hvern dag. Þá er frí í einn dag. Miðvikudag, fimmtudag og föstudag eru síð- ustu þrjár umferðirnar tefldar. Klukkan 21 á föstudeginum (26. ágúst) eru mótsslit. Bæjarins besta óskar kepp- endum úr Djúpinu góðs gengis. ATH! Matsalurínn er opinn fimmtud. til sunnud. frá kl. 12 á hádegi. VERIÐ VELKOMIN VEITINGAHÚSIÐ SKÁLAVÍK Aðalstræti 24 ■ Bolungarvík • 2? 7130 HELGARMA TSEÐILL FORRÉTTIR: Humarsúpa m/rjómatoppi og ostabrauði Or tr tr ir Gin- og einiberjagrafinn lax m/hunangssinnepssósu tr tr tr fr Rækjukokteill m/ristuðu brauði FISKRÉTTUR: Djúpsteiktur skötuselur m/kryddgrjónum og dillsósu KJÖTRÉTTIR: Heilsteikt lambalæri m/bearnaisesósu og bökuðum kartöflum ú ú -tr -tr Grillaður nautahryggsvöðvi m/sveppasósu tr tr tr tr Gljáður grísahamborgarhryggurm/rauðvínssósu og grænmeti EFTIRRÉTTIR: Vanilluís m/súkkulaðisósu tr tr tr tr Djúpsteiktur Camenbertostur m/ávaxtahlaupi

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.