Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 10
10
BÆJARINS BESTA
Föstudaginn 29. júlí sl. birtist
sérlega athyglisvert viðtal á bls.
20 í síðdegisblaðinu DV. Par er
rætt við Jóhann Júlíusson og
Margréti Leósdóttur í Skóverslun
Leós á ísafirði. Jóhann og
Margrét komust vel frá sínu, eins
og við var að búast.
Blaðamaðurinn (konan), sem
kallar sig „stúlkuna af steyp-
unni“, hafði séð gúmmískó aug-
lýsta í glugganum, farið inn og
spurt „hvort gúmmískórnir væru
virkilega til sölu ennþá“. Og
stúlkan af steypunni fléttar ýmsu
inn í viðtalið, sem telja verður
ærið forvitnilegt. Og dregur auk
þess ályktanir af stakri snilld.
Lítum á dæmi:
„Eins og fyrr segir varð þar fyr-
ir svörum eldhress karl, Jóhann
Júlíusson, sem sagði að gúmmí-
skórnir væru alltaf vinsælir þarna
fyrir vestan og var fremur hissa á
þessari spurningu. „Hvaðan ert
þú eiginlega ?“ hefur hann líklega
hugsað (ályktun 1).
Borgarbarninu var brugðið því
„svörtu tútturnar“ voru bara til í
fjarlægum bernskuminningum og
þóttu ekkert sérlega sniðugar -
öllu heldur fremur hallærislegar.
En börn og unglingar á ísafirði og
eflaust á öðrum stöðum landsins
geta vart hugsað sér lífið án
gúmmítúttnanna. (ályktun 2).
Þama birtist bilið milli lands-
byggðarinnar og höfuðborgar-
innar í enn einni myndinni. “
Já. Þar höfum við það. Börn og
unglingar á landsbyggðinni eru
hallærið gúmmíklætt. Bilið á milli
dreifðra og þéttra birtist í ótelj-
andi myndum. Reykjavík skal
vera fyrirmyndin, þar er allt svo
töff-engirgúmmískór. Við Vest-
firðingar erum óttalega hallæris-
legir og getum ekki hugsað okkur
lífið án gúmmítúttna.
Á Patreksfirði eru menn í óða
önn við að byggja grunnskóla.
Nýja húsið er viðbygging við
gamla skólann, ef viðbyggingu
skal kalla, því hún ku vera meira
en helmingi stærri en sjálfur
skólinn.
Á þessu ári verður gengið frá
þaki, gluggar glerjaðir og húsið
málað. Að auki verður lóðin í
kringum skólann grófjöfnuð.
f nýja hlutanum eru fleiri
Og steypustúlkan á Dje-Vaff-
inu þurfti ekki annað en að reka
nefið inn í eina skóbúð til að sjá
þetta. Það væri forvitnilegt að fá
að vita hvaða ályktun hún hefði
dregið af heimsókn í raftækja-
verslun. Eða bókabúð. Svo ekki
sé nú talað um apótek, það fást jú
gúmmítúttur þar líka.
kennslustofur en nú er, en auk
þess er gert ráð fyrir kennslu-
rými fyrir framhaldsnám, skóla-
bókasafni ofl.
Það hafa ekki verið gerðar
neinar fastákveðnar áætlanir
sem kveða á um hvenær skólinn
verður tekinn í notkun, en að
sögn sveitarstjóra Patreks-
hrepps, Úlfars B. Thoroddsen,
verður það væntanlega gert þeg-
ar frágangi utanhúss er lokið.
Úlfar kvað kennaramál á Pat-
reksfirði standa all bærilega
þetta árið. Það hefur reyndar
ekki tekist að ráða í allar stöður
enn, en við skólann hefur haldist
viss kjarni réttindakennara und-
anfarið, sem verður að teljast
nokkuð gott hjá ekki stærri skóla
úti á landi. Það eru hins vegar
leiðbeinendurnir sem koma og
fara.
Skólabygging á Patreksfirði:
Kláruð að utan í sumar
UPPSAtlR
/ HJARTA
BÆJARINS
FÖSTUDAGSKVÖLD
Herbert Guömundsson
og hljómsveitin KAN
á fullri ferð í Sjallanum
föstudagskvöld kl. 23-3.
ATH! Aldurstakmark 16 ár.
LAUGARDAGSKVÖLD
Dansleikur.
Herbert Guðmundsson
og hljómsveitin KAN.
Aldurstakmark 18 ár.
*K
■ ■
; ■'
TM
, ; V ,
MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ