Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 11
BÆJARINS BESTA
11
Knattspyrna, 4.deild:
BI88 í úrslit
með fullt hús stiga
- leika gegn Skotfélagi Reykja-
yíkur og Hveragerði í úrslitariðli
Keppni í Vestfjarðariðli í 4.
deild íslandsmótsins í knatt-
spyrunu er nú lokið. BÍ 88 frá ísa-
firði sigraði með yfirburðum.
Liðið vann alla sína leiki, og
heldur því áfram með fullt hús
stiga.
Alls var keppt í fimm riðlum
yfir landið. Þegar kemur að úr-
slitum skiptist þetta svo í tvo
riðla. Norður- og austurland
keppa saman í riðli, og suður- og
vesturland keppa saman. Þau lið
sem sigra í þessum tveimur riðl-
um, fara bæði upp í 3. deild, en
til þess að fá úr því skorið hver
er Islandsmeistari 4. deildarinn-
ar árið 1988, verður leikinn úr-
slitaleikur 11. septembern.k.
ísfirðingar keppa við Skotfé-
iagið frá Reykjavík og lið
Hveragerðis í úrslitunum. Fyrsti
leikurinn er næstkomandi laug-
ardag. Þá keppir BÍ 88 við sigur-
liðið í Reykjavíkurriðlinum,
Skotfélagið, í Reykjavík.
Næsti leikur verður svo viku
seinna á Torfnesvelli við Hver-
gerðinga.
3. september keppa okkar
menn við Skotfélagið aftur, en
þá á heimavelli. Þrem dögum
seinna, 6. september, keppa þeir
við Hvergerðinga á útivelli.
Fyrr í sumar kepptu ísfirðing-
ar við lið Hveragerðis í Bikar-
móti íslands, og unnu þá 3-1.
Það er víst, að keppnin verður
þetta ^ Og nú er bara að vinna riðilinn og komast upp í 3. deild.
Verslun á ísafirði:
Krisma stækkar við sig
Eigendur verlunarinnar Krismu,
sem er til húsa í verslunarmið-
stöðinni Ljóninu á ísafirði, hafa
nýlega stækkað við sig. Búðin er
nú helmingi stærri en hún var
áður. Aðsögneigendanna,þeirra
Svanlaugar Guðnadóttur og
Ólafar Veturliðadóttur, veitti
ekki af, því það var orðið ansi
þröngt fyrir stækkun. Nú gefst
viðskiptavinum hins vegar kostur
á að skoða snyrtivörur, sokk-
abuxur, náttföt, skartgripi og
annað sem þær versla með, í mun
rýmra húsnæði og aðgengilegra.
Þær stöllur kváðu í raun enga
breytingu hafa verið gerða. Að-
eins þá að húsnæðið var stækk-
að.
Eigendur Krismu, Svanlaug Guðnadóttir og Ólöf Vetuliðadóttir,
í nýja hluta verslunarinnar.
Verslaðu í Vöruvali,
þar sem gæði og lágt verð
eru ofaröllu.
OPIÐ:
Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-18
Föstudaga kl. 9-20.
Laugardaga kl. 10-13
VÖRUVAL
LJÓNINU SKEIÐI — SÍMI4211
BÚÐ SEM STENDUR UNDIR NAFNI