Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 4
4 BÆJARINS BESTA BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vest- fjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, S 4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vigdís Jakobsdóttir. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Rit- stjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570 og er svarað allan sólar- hringinn. Setning, umbrotog prentun: H-prentsf, Suður- tanga 2, 400 ísafjörður. RITSTJÓRN DANÍEL Frá árdögum sjósóknar og siglinga við strendur landsins hafa sjóslysin vofað yíir sæfarendum. Ótaldar eru fórnirnar, sem Ægir konungur hefur krafist og lítið lát virðist á. Tilraunir mannsins til að standast ægiátök hafsins með stærri skipum og betri búnaði hafa vissulega skilað árangri. Endanlegur sigur vinnst trúlega aldrei, því miður. Samtök um slysavarnir og björgun úr sjávarháska hafa lyft Grettistaki. Um það bera gleggst vitni ótrúleg afrek unnin við verstu hugsanleg skilyrði. Sífellt bæta björgunarsveitir búnað sinn og tæki, með hverju ári auka björgunarsveitarmenn sjóð þekkingar og reynslu. Björgunarskipið Daníel Sigmundsson er stórhuga skref í slysavörnum á sjó við Vestfirði. Hér gerast vetrarveður hin verstu og óvíða skella þau á með minni fyrirvara. Við slíkar kringumstæður getur velbúinn og hraðskreiður björgunarbátur skipt sköpum. Þökk sé öllum þeim er gerðu drauminn að veru- leika. Gömul eru þau sannindi, að erfiðara sé að gæta fengins fjár en afla þess. Þetta á víða við. Fjölmörg eru dæmin þar sem samtök áhugamanna hafa ýtt þjóðþrifamálum úr vör og jafnvel skilað fullbúnum mannvirkjum og tækjum. Oftar en ekki hefur síðan seinni þátturinn, rekstrarkostnaður, lent á opinberum aðilum, nauðugum viljugum. Kaupin á björgunarskipinu hafa síður en svo verið fjármögn- uð að öllu. Aðstandenda bíður ærið verkefni. En kaupin ein nægja ekki. Reksturinn verður að tryggja. En hvernig? Hvernig er hægt að tryggja fastan tekjustofn? BB setur fram hugmynd, sem vonandi er skoðunar virði. Björgunarskipinu verði tryggður tekjustofn tengdur lönduðu aflamagni sjávarafurða á því svæði, sem skipinu er ætlað að þjóna. Blaðið hefur ekki undir höndum rekstraráætlun skipsins, en sé litið á aflamagn undanfarinna ára má ætla, að aukagreiðsla kaupenda, og að sama skapi eftirgjöf seljenda og sjómanna, af aflaverðmæti, verði af þeirri stærðargráðu á hvern og einn, að ekki skipti máli varðandi afkomu. Rekstur björgunarskipsins Daníels Sigmundssonar skiptir aftur á móti miklu, ekki einungis greinda aðila, heldur sérhvern íbúa sjávarplássanna á Vestfjörðum. s.h. Patreksfjörður: T eikníngar til af við- byggingn sjúkrahúss - von á aukinni þjónustu við aldraða Á Patreksfirði eru uppi áform um að byggja sjúkra- og dvalar- heimili fyrir aldraða. Byggingin yrði byggð við nú- verandi sjúkrahús staðarins, og tengt beint við það. Þar fengju þeir sem alls ekki geta séð um sig sjálfir, góða umönnun, og aðrir aldraðir væru undir stöð- ugu eftirliti og í umsjón fagfólks. í húsinu verða bæði íbúðir og sjúkrastofur. Teikningar eru að mestu leyti tilbúnar, og hugsanlega verða einhverjar framkvæmdir hafnar í haust. Á Patreksfirði njóta heitu pottarnir jafn mikilla vinsælda og á ísafirði. Patreksfjörður: Heitu pottarnir vinsælir Á síðasta ári voru settir upp heitir pottar við sundlaugina á Patreksfirði. Það gladdi að von- um heimamenn, og þeir sem þekkja þar til, segja að aðsóknin í laugina hafi stóraukist, jafnvel margfaldast frá því þeir voru settir upp. Sundlaugin er aðeins opin að sumrinu til, og nýtist því ekki til kennslu í grunnskólanum þar. Bolungarvík: Nýtt götunafn - Grænahlíð Á fundi byggingarnefndar I Hjallastræti. Héðan í frá skal Bolungarvíkurkaupstaðar 21. hún ganga undir nafninu Græna- júlí sl. var m.a. sammþykkt nýtt hlíð. Þetta mun vera önnur hlíð- götuheiti á áður óskírðri götu frá I in í Víkinni. Fyrir var Stigahlíð.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.