Bæjarins besta - 17.08.1988, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA
5
Bolungarvík:
- bæjarráð telur að stórefla þurfí löggæslu
innan marka bæjarins
Á fundi umferðarnefndar Bol-
ungarvíkur í lok júní sl. var lagt
fram bréf frá 57 íbúum við Völu-
steinsstræti dagsett 24. júní sl.
Sökum þess hversu fáir nefnd-
armenn gátu mætt á þennan
fund, var bréfinu vísað beint til
fundar bæjarráðs, sem í sumar-
leyfi bæjarstjórnar fór með
ákvörðunarrétt.
Á bæjarráðsfundi, fjórum
dögum síðar, var bréfið tekið
fyrir, og var svofelld bókun
gerð:
„Bæjarráð tekur undir þau
sjónarmið, að stórefla þurfi lög-
gæslu innan marka bæjarins.
Koma þarf í veg fyrir gáleysis-
legan akstur fárra einstaklinga
með virkum aðgerðum svo sem
hraðamælingum og yfirheyrsl-
Bæjarráð skorar á bæjarfógeta
að beita sér af alefli til aðgerða
er leiða til aukins öryggis íbúa
bæjarins í umferðinni.“
Bæjarráð Bolungarvíkur skorar á bæjarfógeta að efla löggæslu í
bænum.
Patreksfjörður
Unnið
að
hafnar-
málum
Smábátaútgerð á Patreksfirði
er blómleg, eins og annars
staðar á Vestfjörðum. Alls
eru gerðir þaðan út um fimm-
tíu smábátar. Það hefur þó
ekki gengið eins vel hjá þeim
og skyldi undanfarið. í júní
var gæftarleysi og júlí reyndist
ekki eins og best verður á kos-
ið heldur.
Menn eru hins vegar bjart-
sýnir á Patreksfirði, og eru
hvorki að kvarta né kveina.
Þó nokkuð hefur verið unn-
ið í hafnarmálum þar í sumar.
Par ber hæst frágangur á við-
leguköntum og vinna við upp-
setningu á öryggisbúnaði við
höfnina.
ísafjarðardjúp:
Tillaga um sameiningu
hreppanna felld
Sl. laugardag kusu íbúar fjög-
urra hreppa við ísafjarðardjúp
um hvort sameina ætti hreppina í
einn. Það eru íbúar Ögurhrepps,
Snæfjallahrepps, Nauteyrar-
hrepps og Reykjafjarðarhrepps.
Átkvæði féllu þannig: í Ögur-
hreppi eru 32 á kjörskrá. Tveir
voru með sameiningu en 21 á
móti. Tveir seðlar voru auðir. í
Reykjafjarðarhreppi eru 43 á
kjörskrá. 11 voru með en 19 á
móti. í Nauteyrarhreppi eru 46
menn með atkvæðisrétt. Þar af
voru 14 fylgjandi sameiningu
hreppanna en 23 á móti. í
Snæfjallahreppi eru 17 á kjör-
skrá. Þar voru 9 með sameining-
unni en 3 á móti.
Alls voru 138 manns á kjör-
skrá í hreppunum fjórum. 36
voru á móti sameiningu hrepp-
anna fjögurra en 66 voru á móti
henni. Tveir seðlar voru auðir.
FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ A ISAFIRÐI
Húsnæði óskast
Óskum að taka á leigu, tveggja til þriggja
herbergja íbúð strax, fyrir starfsmenn.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma
4500 alla virka daga frá kl. 8 til 16.
ísafjarðarkaupstaður
Leikskólar - dagheimili
Starfsfólk óskast í eftirtaldar stöður:
Eyrarskjól: 67% staða á leikskóla, eftir
hádegi, nú þegar.
50% staða á leikskóla, eftir
hádegi, frá 1. september.
Bakkaskjól: Tvær stöður fyrir hádegi.
Hlíðarskjól: 50% staða eftir hádegi.
Upplýsingar veita forstöðumenn, og
félagsmálast jóri.
Félagsmálastjóri.
íbúð óskast
Óskum eftir að taka á leigu fjögurra
herbergja íbúð fyrir starfsmann.
Upplýsingar gefnar á tæknideild.