Bæjarins besta - 12.04.1989, Side 1
BÆJARINS BESTA
15. TBL. J 6. ÁRG - MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
Lögregian:
Tólf
innbrot
upplýst
LÖGREGLA á ísafiröi
hefur haft í nógu að snú-
ast að undanförnu við að
upplýsa innbrotafaraldur sem
gengið hefur hér á Isafirði
undanfarnar vikur þar sem
m.a. var brotist inn í Sandfell
hf, JR vídeó og fleiri staði.
Nú um og fyrir helgina
upplýstust tólf þessara inn-
brota- og þjófnaðarmála.
Voru þar að verki þrettán
unglingar á aldrinum 13- 15
ára.
Lögreglan:
RANNSÓKN líkamsárás-
armálsins sem kom upp
á Flateyri fyrir stuttu er lokið
hjá lögreglunni á ísafirði.
Manni þeim sem settur var í
gæsluvárðhald hefur verið
sleppt. Hann var í haldi í
tæpa viku.
Málið hefur nú verið sent
til Sakadóms ísafjarðar til
frekari vinnslu. Ekki er vitað
hvenær því verki verður lokið
þar sem háskólamenntaðir
ríkisstarfsmenn eru í verk-
falli.
Suðurgata á ísafirði. Ástand malbiksleifanna þar er dæmigert fyrir götur á ísafirði og segja margir að réttast væri
að útnefna bæjarstjórn til bjartsýnisverðlaunanna fyrir þá áætlun að Ijúka bráðabirgða viðgerðum á einum mánuði.
Gatnamál á ísafirði:
Viðgerðir á
götum undirbúnar
Bráðabirgðaviðgerðum verði lokið eftir mánuð
BÆJARSTJÓRINN á ísa-
firði lagði fram tillögu um
gatnamál í 8 liðum á síðasta bæj-
arstjórnarfundi og var hún sam-
þykkt með 9 samhljóða atkvæð-
um. Með samþykkt hennar er
bæjarstjóra falið að undirbúa nú
þegar viðgerð á götum bæjarins
vegna hinna gífurlegu skemmda
sem orðið hafa á þeim frá því í
haust.
Gert er ráð fyrir að bráða-
birgðaviðgerð verði lokið í síð-
asta lagi 15. maí næstkomandi.
Ákveðið var að ítreka ósk um
framlag úr svokölluðum „25%
sjóði“ til framkvæmda við þjóð-
vegi í þéttbýli á ísafirði og höfða
m.a. til þess hversu lengd þess-
ara vega er mikil og viðhald gíf-
urlegt. Einnig verði ítrekuð ósk
um framlag úr Slitlagssjóði en úr
þeim sjóði hefur kaupstaðurinn
ekki fengið framlag til þessa.
Pá er bæjarstjóra einnig falið
að taka upp viðræður við Vega-
gerð ríkisins og Flugmálastjórn
um framkvæmdir þessara aðila á
þjóðvegum og ísafjarðarflug-
velli með það fyrir augum að
hafa sem mest samstarf um efn-
ismál, tækjakost og mannahald
þegar að framkvæmdum kemur.
Kanna á hvort mögulegt sé að
fá til bæjarins malbiksstöð frá
Sauðárkróki síðar í sumar sem
verði hér fram á sumar 1990.
takist að afla aukins fjár, m.a. úr
sjóðum V.r., verði athugað
hvort hagkvæmt geti verið að
ráðast t.d. í malbikun Hafnar-
strætis og annarra helstu gatna á
ísafirði á þessu ári. Þá á að gera
áætlun um slitlagsframkvæmdir
á árinu 1990 miðað við hina
ýmsu valkosti, t.d. klæðningu,
olíumöl eða malbik.
Einnig mun bæjarstjóri skrifa
Flugmálastjórn og samgöngu-
ráðherra og óska eftir því að
malbikun flugvallar verði flýtt
svo ekki falli niður flug vegna
aurbleytu svo sem gerst hefur á
undanförnum misserum.
Og í síðasta lagi á bæjarstjóri
að vinna að því að taka upp við-
ræður við nágrannasveitarfélög-
in um hugsanlega aðild þeirra að
malbiksframkvæmdum á ísafirði
í sumar og á árinu 1990.