Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.1989, Page 10

Bæjarins besta - 12.04.1989, Page 10
10 BÆJARIJNTS BESTA Fegurðardrottning Vestfjarða 1989, Guðbjörg Hilmarsdóttir. í baksýn má sjá f.v. Jónu Hrund Jónsdóttur sem var kjörin vin- sælasta stúlkan og þær Lilju Ingólfsdóttur og Hafdísi Jónsdóttur. Fegurðarsamkeppni íslands: Þessir hressu krakkar sýndu föt frá Legg og Skel. Stúlkurnar komu m.a. fram í sundbolum. 1 1 mTj Æ " íc <=" ■ I j m J» Jpf mm ” | j # Jóna Hrund vinsælasta stúlkan Keppendur með fordrykk sem var í boði Anhauser-Busch. KEPPNIN um titilinn Feg- urðardrottning Vestfjarða 1989 fór fram í veitingahúsinu Uppsölum síðastliðið laugar- dagskvöld að viðstöddu fjöl- menni. Keppendur að þessu sinni voru fimm talsins. Þær voru: Lilja Ingólfsdóttir, Jóna Hrund Jónsdóttir, Guðbjörg Hilmars- dóttir, Áslaug Fjóla Magnús- dóttir og Hafdís Jónsdóttir. Úrslitakvöldið hófst með því að gestum var boðið uppá for- drykk í boði Anhcuser-Busch, framleiðanda Budweiser bjórs- ins. Síðan var borðhald og tísku- sýningar. Klukkan 23 fór svo fram krýning Fegurðardrottning- ar Vestfjarða 1989. Fyrir val- inu að þessu sinni varð Guð- björg Hilmarsdóttir 18 ára starfsstúlka á barnaheimili á ísa- firði. Hlaut hún m.a. að launum kr. 20.000.- frá Óðni bakara á Isafirði, handsmíðað nælu frá Gullauga á ísafirði, flugmiða Ísafjörður-Reykjavík-Ísafjörður frá Flugleiðum, íþróttagalla ofl. Vinsælasta stúlkan var valin Jóna Hrund Jónsdóttir 22 ára af- greiðslustúlka frá ísafirði. Dómnefnd var að þcssu sinni skipuð þeim: Önnu Lind Ragn- arsdóttur, sem var kjörin vin- sælasta stúlkan 1988, Önnu Mar- gréti Jónsdóttur, fegurðar drottningu fslands 1987, Dúdda hárgreiðslumeistara frá Reykja- vík, Friðþjófi Helgasyni, Ijós- myndara og Mörthu Jörunds- dóttur fegurðardrottningu Vestfjarða 1988. Dómnefnd var skipuð þeim Önnu Lind Ragnarsdóttur, vinsæl- ustu stúlkunni 1988, Dúdda hárgreiðslumeistara, Reykjavík, Önnu Margréti Jónsdóttur, fegurðardrottningu Islands 1987, Friðþjófi Helgasyni, Ijósmyndara og Mörthu Jörundsdóttur, fegurðardrottningu Vestfjarða 1988.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.