Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.1989, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 12.04.1989, Blaðsíða 14
14 BÆJARIIMS BESTA bænina. Þá skoðuðu þau venju- lega bænarefnið, þ.e. bæn um að Guð blessi dómstólana, forset- ann, kirkjuna og svo framvegis, og bættu þá við bæn um að fólk biðji fyrir unglingunum og þeirra vandamálum. Þau sáu líka sjálf um blómaskreytingar og sérstakur hópur sá um að skreyta altaristöflu. Þau máluðu mynd af brauði, sem táknaði lík- ama Krists, og í því var fullt af fólki af öllum kynþáttum og þjóðernum, sem tákn um ein- ingu mannkynsins í Kristi. Við svona verkefni kviknar áhugi þeirra helst. f prófinu sem þau tóku var bænin ritgerðarefni og svörin voru ákaflega mismun- andi. Einn og einn sneri út úr en margir skrifuðu að þeim finndist ekkert asnalegt að láta aðra vita af því að þeir biðji bænir. Samt er eins og það sé svolítið erfitt fyrir þau að viðurkenna það. Og viðhorfin breytast oft þegar líður á fermingarundirbúninginn. Skilning fremur en utanbókarlærdóm í þessu prófi spurðum við fermingarbörnin líka hvar Guðs- ríki væri. Rétta svarið er þar sem Guð ræður eða þar sem Guð er Drottinn. Þau svöruðu mörg að Guðsríki væri alls staðar því Guð væri alls staðar. Við vildum með þessu prófi fá fram skilning frekar en utanbókarlærdóm og enda þótt mörg næðu ckki próf- inu þá kom í Ijós í samtölum við þau að þau kunnu meira en fram kom á prófinu og höfðu bara átt í erfiðleikum með að koma því frá sér skriflega. Og þó að þau kunni ekki öll til hlítar það efni sem ætlast er til að þau læri utan- bókar og skilji það jafnvei ekki til fulls þá eru allir fermdir sem vilja staðfesta skírnina og ganga inn í kristinn söfnuð. í takt við sköpunarverkið Varðandi spurninguna um gjafirnar sem fylgja fermingunni þá held ég að það sé ákaflega erfitt fyrir kirkjuna að fara að skipta sér eitthvað af þeim. Maður veit það að eftir ferming- una þá hættir meirihluti þessara unglinga að sækja kirkju og það er virkilega umhugsunarvert því að kirkjan er hús Guðs og þar getum við átt góðar stundir, til- beðið hann og þakkað fyrir allt sem hann hefur gefið okkur. Síðan kemur kannski þörf til að fara í kirkju aftur þegar þessir unglingar eru orðnir eldri og þroskaðri og þá búa þeir að því sem þeir hafa lært, bæði fyrir ferminguna og í sunnudaga- skóla. Þau læra að þau geta notað bænina þegar vandamál koma upp. Við þekkjum það öll að það er gott að geta létt á hjarta sínu við einhvern þegar manni líður illa og mörgum þykir gott að tala við Guð um sín vanda- mál. Þau læra líka um kristilegt sið- ferði og ég held að það veiti ekki af í því þjóðfélagi sem við búum í í dag. Og þau læra að það eru allir jafnir fyrir Guði. Ég held að aðalatriðið sé að þau skynji að þau séu í takt við sköpunarverkið og að lífið sé ekki alltaf dans á rósum en Guð þarf að fá að vera með bæði í gleði og sorg“ sagði sr. Magnús að síðustu. V.D. Fermingar í ísafjarðarsókn: 30. apríl kl. 11 I ísafjarðarkapellu Ásgeir Hjörtur Ásgeirsson, Hafraholti 26. Atli Geir Atlason, Uröarvegi 26. Elísabet Halldórsdóttir, Urðarvegi 41. Elvar Már Sigurðsson. Hafraholti 6. Eyþór Ólafur Bergmannsson, Miðtúni 41. Guðmundur Birgir Halldórsson, Mjógötu 3. Haukur Örn Harðarsson, Skipagötu 6. Jónas Eyjólfur Jónasson, Lyngholti 8. Kristjana Einarsdóttir, Túngötu 21. Ragnhildur Ýr Pétursdóttir, Urðarvegi 50. Steingrímur Rúnar Guðmundsson, Móholti 1. Svavar Þór Einarsson, Austurvegi 12. Unnar Þór Reynisson, Hjallavegi 10. Þór Pétursson, Seljalandsvegi 18. tf Óskum eftir að ráða starfsfólk til eldhússtarfa sem fyrst. Upplýsingar veita hótelstjórar á staðnum. _ • . ‘Ttáteé ‘/<Kz(fýa'i%ar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.