Bæjarins besta - 12.04.1989, Side 17
BÆJARINS BESTA
17
Lesendur:
Einstakt
„RÉTTLÆTI“
og fleira
Sigrún Grímsdóttir skrifar:
stefnu strax að styðja við bakið á
sínum keppanda og mótmæla
harðlega þessum fáránlega úr-
skurði, í stað þess að lýsa yfir
fullum stuðningi við dómnefnd-
ina, hefði málið horft öðruvísi
við, jafnvel þótt hann hefði engu
fengið um breytt.
Mér hafa borist til eyrna radd-
ir, sem vilja halda því fram að
Skíðaráð ísafjarðar sé að nálgast
það að verða eins konar fjöl-
skyldustofnun, þar sem aðeins
fáir útvaldir eiga þess kost „að
sitja við háborðið". Það er mið-
ur að slíkt tal skuli heyrast, verra
ef satt er.
Ef Skíðaráð setur refsirétt
vegna alvarlegra brota á hegðun
eða atferli, þá er það út af fyrir
DAGANA 31. mars til 1.
apríl síðastliðinn fór fram í
Reykjavík IJnglingameistara-
mót íslands á skíðum. Þar
mættu að sjálfsögðu til leiks ís-
firðingar og skyldi enn reyna á
hve margra ára æfingar og bar-
átta á snæviþöktum Seljalands-
dal hefði áorkað, er úrvali ung-
linga yrði teflt til leiks móti
jafnöldrum sínum víðs vegar af
landinu.
Ekkert er til sparað á mótum
sem þessum. Unglingarnir fengu
gistiaðstöðu á einu af dýrustu
hótelum landsins með tilheyr-
andi þjónustu og þægindum. Að
ógleymdum „minibörum" með
tilheyrandi innihaldi.
Vafalaust hefur þjálfari liðsins
og fararstjóri Þorlákur Baxter
talið að úrvalsliðið hefði engan
áhuga á innihaldi minibara og
ekki talið ástæðu til þess að fjar-
lægja litlar áfengisflöskur og
annað góðgæti, er slíkir „barir“
innihalda. En það fer ekki alltaf
allt að óskum, þótt trúin sé mikil
og hjartað stórt.
Tilefni þessa skrifa eru þó
ekki fyrst og fremst minibara-
mistök fararstjóra, heldur furðu-
leg meðferð á einum unglingi,
mér nákomnum, sem sótti þetta
mót. Sigurður Holm Jóhannsson
frændi minn hefur valið skíðaí-
þróttina sem sitt stærsta og
mesta áhugamál, en er af þjálf-
aranum Þorláki Baxter dæmdur
óalandi og óferjandi og ekki
hæfur til þátttöku á landsmóti.
Sigurður sótti samt mótið á eigin
kostnað og var skráður til leiks
af Skíðaráði ísafjarðar í óþökk
og án samþykkis Þorláks
Baxters.
Þar sem nú Sigurður Holm Jó-
hannsson, er löglega skráður til
keppni, er þjálfaranum skylt að
bera ábyrgð á honum, sem öðr-
um, sem mæta til leiks. Þorlákur
Baxter tekur við rásnúmeri Sig-
urðar og ber að sjálfsögðu
ábyrgð á því að koma því til
skila. Það gerði hann ekki, held-
ur kom númerinu í hendur öðr-
um keppenda með þeim afleið-
ingum að Sigurður fékk afhent
rásnúmer 8 í stað 7.
Samkvæmt ströngustu reglum
Alþjóðaskíðasambandsins er
hægt að dæma úr leik keppanda,
sem ber rangt rásnúmer. Þetta
eru reglur sem settar eru þar
sem miklir fjármunir eru í húfi
og auglýsingaskrum í hámarki.
Að einhver misvitur eftirlits-
maður unglingameistaramóts
hér uppi á íslandi skuli voga sér
að beita slíku ákvæði, er eitt, að
þjálfari og fararstjóri liðsins,
sem einn og aðeins einn á sök á
því sem gerðist, skuli ekki einu
sinni lyfta fingri til mótmæla,
heldur beinlínis styðja gerðina
er þvílík ófyrirgefanleg forsmán
að því fá engin orð lýst.
Það að þjálfarinn Þorlákur
Baxter fékk öðrum keppanda
tvö númer með fyrirmælum um
að koma öðru til Sigurðar, gaf
Sigurði strax aðeins 50% mögu-
leika á að taka þátt í keppninni.
Það er vægt til orða tekið að
flokka þessar aðgerðir undir
mistök. En jafnvel þótt fallist sé
á að kalla þetta mistök, sem öll
eru gerð af fullorðnu fólki, sem
gefur sig í það að starfa með og
fyrir börn og unglinga og urðu til
þess að Sigurði var vísað frá
keppni eins og hverjum öðrum
svikara, breytir engu um eðli
málsins.
Ef þjálfarinn hefði tekið þá
sig eðlilegt og getur verið nauð-
synlegt. Þó eru öll slík mál vand-
meðfarin og ber að sjálfsögðu að
gæta ítrasta réttlætis og undir
öllum kringumstæðum að sjá til
þess að þar sitji allir jafnir fyrir
sömu sök og enginn einn gjaldi
fyrir aðra.
Eftir áralanga reynslu, sem
skíðakennari og þjálfari ung-
linga, hefi ég þó komist að þeirri
niðurstöðu að best sé að fara
varlega í sakirnar með allar refs-
ingar. Þjálfunarprógröm og
þjálfunarreglur eiga ekki að
miðast við það sem að sögn
tíðkast í uppeldi barna í Austur-
Evrópuríkjum, þar sem byrjað er
á unglingsárum að móta og
þjálfa væntanlega heimsmæli-
kvarða íþróttamenn. Slíkar að-
ferðir kalla oftar en ekki á fæl-
ingu og hafa þegar til lengri tíma
er lítið vafasamt gildi.
Ég nefni þessi atriði að gefnu
tilefni og tel að Skíðaráð ísa-
fjarðar ætti aðeins að íhuga
hvort smá naflaskoðun annað
slagið mundi nokkurn skaða.
Að lokum vil ég óska kepp-
endum Unglingameistaramóts-
ins til hamingju með frábæra
frammistöðu.
Sigrún Grímsdóttir
t
SMAAUGLYSINGAR
Bílskúr
Til sölu er bílskúr við Hlíðarveg.
Fæst á góðum kjörum.
Upplýsingar í 0 4291.
BensínbíU
Til sölu er bensínbíll með fjar-
stýringu. Einnig Stigasleði.
Upplýsingar í 0 3850.
Bragi
Farsími
Til sölu er Mobira farsími með
búnaði til að setja í bíl. Einnig
spennubreytir. Upplýsingar í 0
7319 á kvöldin.
Tölva
Til sölu er Acorn Electron tölva
með cub litskjá og 50 leikjum.
Upplýsingar í 0 3448.
fbúð til leigu
Til leigu er 3ja herbergja íbúð að
Stórholti 13. Upplýsingar í 0
3997 (hs) og í 0 4275 (vs).
Hrönn
í eldhúsið
Óska eftir að kaupa eldhúsvask,
blöndunartæki og eldhúsborð.
Upplýsingar í 0 7757.
Hreinn
Barnavagn
Til sölu er Marnett barnavagn.
Upplýsingar í 0 4704.
íbúð til leigu
Til leigu er 4ra herbergja íbúð á
Eyrinni. Laus 1. júlí.
Upplýsingar í 0 4206.
Kerra óskast
Óska eftir að kaupa kerru.
Upplýsingar í 0 4084.
Skrifborð
Til sölu er skrifborð með hillum.
Upplýsingar í 0 7388.
Avinna óskast
Ung kona óskar eftir skúring-
avinnu eða annari vinnu. Sveigj-
anlegur vinnutími æskilegur.
Upplýsingar í 0 3326.
Sófasett
Af sérstökum ástæðum er til sölu
svart leðurlúx sófasett. Fæst á
góðu verði. Upplýsingar í 0
3834 á kvöldin
Myndbönd
Til sölu eru ca. 900 VHS
myndbönd. Upplýsingar í 0
7563 eftirkl. 19.
Gleraugu
Gleraugu með svartri umgjörð
fundust á Seljalandsvegi á laug-
ardaginn.
Upplýsingar í 0 3884.