Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.1989, Page 18

Bæjarins besta - 12.04.1989, Page 18
18 BÆJARIJtfS BESTA AFLAFRÉTTIR ísafjördur: Guðbjörg ÍS landaði um 180 tonnum af þorski og grálúðu til helminga á mánudag. Sett var í sex gáma. Hún fór aftur til veiða á þriðjudagsmorgun. Júlíus Geirmundsson kom í land á þriðjudag og landaði 110 tonumm. Uppistaðan í afl- anum var þorskur en um 30-40 tonn voru af ýmsum tegund- um. Sett var í tvo gáma. Júlíus fór út aftur á þriðjudagskvöld. Páll Pálsson landaði tæplega 130 tonnum á mánudag. Uppi- staðan í aflanum var grálúða og þorskur. Sett var í tvo gáma. Páll fór aftur til veiða á þriðjudag. Guðbjartur landaði 123,5 tonnum fimmtudaginn 6. apríl. Hann er á veiðum. Guðný landaði rúmum 60 tonnum í fimm róðrum og Víkingur landaði rúmum 50 tonn eftir fimm róðra. Orrinn landaði rúmum 18 tonnum eftir tvær lagnir. Hann er hættur á línu og farinn á rækju og leggur upp í Súðavík. Afli línubátanna er nær eingöngu steinbítur. Bolungarvík: Sólrún er á úthafsrækjuveið- um. Dagrún landaði 120 tonn- um á föstudag. Aflinn var þorskur og karfi til helminga. Sett var í tvo gáma. Heiðrún landaði 100 tonnum á laugar- daginn. þar af voru um 60 tonn karfi og hitt blandað. Sett var í fjóra gáma. Flosi fór fimm róðra á línu í síðustu viku og landaði sanrtals 51 tonni. Nonni fór einnig fimm róðra og fékk um 42,5 tonn. Jakob Valgeir landaði 36,5 tonnum eftir fimm róðra. Megnið af aflanum er steinbít- ur og aðeins sáralítið af þorski innan um. Mánudaginn 3. apríl landaði Huginn 553 tonnum af loðnu, 4. apríl landaði Erling 767 tonnum af loðnu, Rauðsey landaði 601 tonni 5. apríl og Huginn landaði aftur sama dag 520 tonnum. Harpa landaði 9. apríl 342 tonnum. Aflinn var nær allur settur í bræðslu en eitthvað var tekið til frystingar í beitu. Súöavík: Haffari landaði 16,7 tonnum af rækju á þriðjudag og á mánudag landaði Bessi 118 tonnum af grálúðu og þorski. Sett var í fjóra gáma. Óskar landaði 1386 kg af rækju í tvcimur ferðum í síð- ustu viku og Kolbrún 1512 kg. einnig í tveimur ferðum. Suðureyri: Elín Þorbjarnardóttir land- aði 6. apríl 128,2 tonnum, afl- inn var blandaður, ýsa, karfi og þorskur. Hún er á veiðum. Ingimar Magnússon landaði samtals 41,8 tonnum tæpum eftir fimm róðra og Jón Guð- mundsson landaði samtals tæp- lcga 15,3 tonnum eftir fjórar ferðir. Aflinn er mestmegnis steinbítur. Flateyri: Gyllir kom til Reykjavíkur á þriðjudag 4. apríl með 106 tonn af grálúðu. Sett var í fimm gáma og afgangurinn var seldur á Faxamarkaði. Gyllir landaði aftur heima á mánudag um það bil 95 tonnum af mjög blönduðum afla. Sett var í fjóra gáma. Jónína fór í fimm róðra í síð- ustu viku og landaði samtals 53,1 tonni. Sif landaði 43 tonn- um eftir fimm róðra. Benni Vagn fór fjóra róðra og landaði samtals 31,6 tonn- um og Tjaldanesið frá Pingeyri landaði 56,5 tonnum úr sex sjóferðum. Þingeyri: Framnesið landaði 99 tonn- um 7. apríl. Aflinn var næstum að jöfnu þorskur, ýsa og grá- lúða, en eitthvað var líka af ufsa. Sléttanesið landaði 4. apríl 68,7 tonnum, aflasam- setningin var svipuð og hjá Framnesi. Báðir togararnir eru á sjó. Dýrfirðingur landaði 9,8 tonnum eftir þrjár ferðir, Máni landaði 31,7 tonnum eftir fimm ferðir, Mýrafell landaði 32,4 tonnum eftir fimm ferðir og Bibbi Jóns 13,6 tonnum eftir þrem ferðir. Björgvin Már var með 10,6 tonn tæp eftir tvær ferðir. Um tveir þriðju hlutar af afla minni bátanna er stein- bítur og einn þriðji þorskur. Tálknafjörður: Tálknfirðingur landaði á mánudag í kringum 50 tonnum af blönduðum afla. Aflinn fór allur til vinnslu í hraðfrystihús- inu. María Júlía landaði um það bil 70 tonnum í síðustu viku eftir fimm róðra og Máni land- aði um 40 tonnum í fimm ferð- 'yum. Aflinn er eingöngu þorsk- ,v ur. Bátarnir eru báðir á net um. Bíldudalur: Sölvi Bjarnason landaði 7. apríl 95 tonnum. Sett var í þrjá gáma. Aflinn var blandaður. Línubáturinn Ýmir landaði í síðustu viku 3 tonnum eftir einn róður. Auk þess hefur verið keyptur steinbítur frá Patreksfirði og Tálknafirði. Patreksfjörður: Þrymur landaði 6. apríl á Faxamarkaði 30 tonnum af blönduðum afla, aðallega ufsa og karfa. Hann kom inn vegna vélarbilunar. Sigurey er á veið- um. Á tímabilinu frá 3. apríl til 7. apríl fór Egill fór í 2 róðra og landaði rúmum 10 tonnum og Þröstur fór í fimm róðra og landaði í kringum 30 tonnum. Patrekur landaði 66 tonnum í fimm róðrum en hann er á netum. Vestri er á línu og land- aði 37 tonnum í fimm ferðum. Haukur Böðvarsson er hætt- ur að landa á Patreksfirði. Ekki tókst okkur að fá frekari aflafréttir frá Patró, „en það gengur bara betur næst...“ Kynntu þér tilboðin... VÖRUVAL LJÓNINU SKEIÐI — SIMI 4211 BUÐ SEM STENDUR UNDIR NAFNI

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.